Ofbeldisklám og börn Ögmundur Jónasson skrifar 28. janúar 2013 06:00 Þegar ég hafði nýverið tekið við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra, síðar innanríkisráðherra, haustið 2010 stóð ráðuneytið fyrir samráði um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Sú umræða var ekki úr lausu lofti gripin. Ítrekað höfðu komið fram ábendingar um að úrræði réttarkerfisins næðu eingöngu að takmörkuðu leyti utan um kynferðisbrot. Samráðið var ítarlegt og stóð yfir um nokkurn tíma með aðkomu lögreglu, ríkissaksóknara, dómstóla, grasrótarsamtaka, fræðafólks og stofnana og samtaka sem starfa með þolendum. Í þessu samráðsferli lýstu fjölmargir þeirra sem eiga aðkomu að málaflokknum áhyggjum af því að klám hefði áhrif á kynferðisbrot, bæði á ofbeldið sem beitt er við brotin og mögulega á tíðni þeirra.11 ára sjá klám Þessar ábendingar leiddu til þess að innanríkisráðuneytið, í samstarfi við velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands, efndu til samræðu um samfélagsleg áhrif kláms, þar á meðal með fjölsóttri ráðstefnu sem haldin var í október sl. Í þessu ferli voru áhyggjur fagfólks ítrekaðar. Skólafólk lýsti áhyggjum af áhrifum kláms á hegðun ungmenna og samskipti kynjanna. Lögreglan greindi frá klám-mynstri í kynferðisbrotum sem rata á þeirra borð. Barnahús upplýsti um fjölgun mála þar sem gerendur eru sjálfir á barnsaldri og í sumum tilfellum að líkja eftir ofbeldisfullu klámefni. Og samtök sem starfa með þolendum kölluðu á frekari umræðu um áhrif kláms. Bent var á að íslensk börn eru að meðaltali 11 ára þegar þau sjá klámefni í fyrsta sinn og mörg þeirra eru alls ekki í leit að því. Sum þeirra sýna í framhaldinu svipuð merki og börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi, eru m.ö.o. í áfalli.Yfirráð og ofbeldi Eitt af því sem vakti mig til umhugsunar voru ábendingar lykilfyrirlesara ráðstefnunnar í október, Gail Dines, um það klámefni sem er í mestri umferð á internetinu. Þetta eru ekki sakleysislegar myndir af nöktu fólki í kynferðislegu samneyti. Efnið á meira skylt við pyntingar, þar sem konur eru viðfangið en karlar gerendur, auk þess sem ítrekað er farið að, og stundum yfir, mörkum hins löglega, s.s. með skírskotunum til barna í kynferðislegum tilgangi. Nánd, virðingu og öryggi er ekki til að dreifa en hatursfull ummæli, yfirráð og ofbeldi ráða ríkjum.Ábyrgð og yfirvegun Undirbúningshópur sem stóð að samráðsferlinu skilaði ítarlegum og sundurliðuðum tillögum til innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra. Í þeim tillögum sem til mín var beint var lagt til að ég fæli refsiréttarnefnd að vinna frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum með það að markmiði að þrengja og skýra skilgreiningu á klámi. Þetta hef ég þegar gert. Rétt er að taka fram að lögum samkvæmt er bannað að dreifa klámi á Íslandi en það skortir á að hugtakið sé skilgreint í lögum. Í tillögum sem fram komu í samráðsferlinu var lagt til að skilgreiningin tæki mið af norskum hegningarlögum, en einnig að kannað yrði sérstaklega hvort ástæða væri til að banna vörslu kláms, líkt og á við um barnaklám, og mun refsiréttarnefnd leggja á það mat. Öllu máli skiptir að þessi mál séu skoðuð af ábyrgð og yfirvegun. Í annan stað hef ég, að tillögu undirbúningshópsins, lagt til að skipaður verði starfshópur sem kortleggur úrræði lögreglu til að framfylgja banni við klámi, einkum með hliðsjón af aðgengi barna að grófu og skaðlegu efni. Sá hópur mun fjalla um hvað er tæknilega mögulegt og hvað ekki og skila sínum tillögum, sem unnt verður að byggja frekari pólitíska stefnumótun á.Ritskoðunargrýlan Ég tel skyldu mína sem innanríkisráðherra að verða við ábendingum þeirra sem starfa við málaflokkinn og lýsa áhyggjum af áhrifum kláms, með því að efna til umræðu um málið og láta kanna þá möguleika sem eru í stöðunni. Um þetta kunna að vera skiptar skoðanir og tek ég umræðunni fagnandi, en hvet um leið til yfirvegunar. Upphrópanir um ritskoðun eru aðeins til þess fallnar að beina athyglinni frá sjálfu umræðuefninu, sem er það pyntingarefni sem finna má á internetinu og áhrif þess á þá sem koma að framleiðslu þess og jafnframt þá sem á það horfa, einkum og sér í lagi börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hafði nýverið tekið við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra, síðar innanríkisráðherra, haustið 2010 stóð ráðuneytið fyrir samráði um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Sú umræða var ekki úr lausu lofti gripin. Ítrekað höfðu komið fram ábendingar um að úrræði réttarkerfisins næðu eingöngu að takmörkuðu leyti utan um kynferðisbrot. Samráðið var ítarlegt og stóð yfir um nokkurn tíma með aðkomu lögreglu, ríkissaksóknara, dómstóla, grasrótarsamtaka, fræðafólks og stofnana og samtaka sem starfa með þolendum. Í þessu samráðsferli lýstu fjölmargir þeirra sem eiga aðkomu að málaflokknum áhyggjum af því að klám hefði áhrif á kynferðisbrot, bæði á ofbeldið sem beitt er við brotin og mögulega á tíðni þeirra.11 ára sjá klám Þessar ábendingar leiddu til þess að innanríkisráðuneytið, í samstarfi við velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands, efndu til samræðu um samfélagsleg áhrif kláms, þar á meðal með fjölsóttri ráðstefnu sem haldin var í október sl. Í þessu ferli voru áhyggjur fagfólks ítrekaðar. Skólafólk lýsti áhyggjum af áhrifum kláms á hegðun ungmenna og samskipti kynjanna. Lögreglan greindi frá klám-mynstri í kynferðisbrotum sem rata á þeirra borð. Barnahús upplýsti um fjölgun mála þar sem gerendur eru sjálfir á barnsaldri og í sumum tilfellum að líkja eftir ofbeldisfullu klámefni. Og samtök sem starfa með þolendum kölluðu á frekari umræðu um áhrif kláms. Bent var á að íslensk börn eru að meðaltali 11 ára þegar þau sjá klámefni í fyrsta sinn og mörg þeirra eru alls ekki í leit að því. Sum þeirra sýna í framhaldinu svipuð merki og börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi, eru m.ö.o. í áfalli.Yfirráð og ofbeldi Eitt af því sem vakti mig til umhugsunar voru ábendingar lykilfyrirlesara ráðstefnunnar í október, Gail Dines, um það klámefni sem er í mestri umferð á internetinu. Þetta eru ekki sakleysislegar myndir af nöktu fólki í kynferðislegu samneyti. Efnið á meira skylt við pyntingar, þar sem konur eru viðfangið en karlar gerendur, auk þess sem ítrekað er farið að, og stundum yfir, mörkum hins löglega, s.s. með skírskotunum til barna í kynferðislegum tilgangi. Nánd, virðingu og öryggi er ekki til að dreifa en hatursfull ummæli, yfirráð og ofbeldi ráða ríkjum.Ábyrgð og yfirvegun Undirbúningshópur sem stóð að samráðsferlinu skilaði ítarlegum og sundurliðuðum tillögum til innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra. Í þeim tillögum sem til mín var beint var lagt til að ég fæli refsiréttarnefnd að vinna frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum með það að markmiði að þrengja og skýra skilgreiningu á klámi. Þetta hef ég þegar gert. Rétt er að taka fram að lögum samkvæmt er bannað að dreifa klámi á Íslandi en það skortir á að hugtakið sé skilgreint í lögum. Í tillögum sem fram komu í samráðsferlinu var lagt til að skilgreiningin tæki mið af norskum hegningarlögum, en einnig að kannað yrði sérstaklega hvort ástæða væri til að banna vörslu kláms, líkt og á við um barnaklám, og mun refsiréttarnefnd leggja á það mat. Öllu máli skiptir að þessi mál séu skoðuð af ábyrgð og yfirvegun. Í annan stað hef ég, að tillögu undirbúningshópsins, lagt til að skipaður verði starfshópur sem kortleggur úrræði lögreglu til að framfylgja banni við klámi, einkum með hliðsjón af aðgengi barna að grófu og skaðlegu efni. Sá hópur mun fjalla um hvað er tæknilega mögulegt og hvað ekki og skila sínum tillögum, sem unnt verður að byggja frekari pólitíska stefnumótun á.Ritskoðunargrýlan Ég tel skyldu mína sem innanríkisráðherra að verða við ábendingum þeirra sem starfa við málaflokkinn og lýsa áhyggjum af áhrifum kláms, með því að efna til umræðu um málið og láta kanna þá möguleika sem eru í stöðunni. Um þetta kunna að vera skiptar skoðanir og tek ég umræðunni fagnandi, en hvet um leið til yfirvegunar. Upphrópanir um ritskoðun eru aðeins til þess fallnar að beina athyglinni frá sjálfu umræðuefninu, sem er það pyntingarefni sem finna má á internetinu og áhrif þess á þá sem koma að framleiðslu þess og jafnframt þá sem á það horfa, einkum og sér í lagi börn.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar