Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði Hannes G. Sigurðsson skrifar 31. janúar 2013 06:00 Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). Þessir 936 brottfluttu Íslendingar bættust við þá 5.480 sem fluttu brott umfram aðflutta árin 2009-2011 þannig að í heild fluttu 6.416 íslenskir ríkisborgarar frá landinu umfram aðflutta árin 2009-2012. Flutningsjöfnuður Íslendinga hefur yfirleitt verið neikvæður undanfarna áratugi og var árið 2012 vel yfir meðaltali þess tímabils. Á árinu var nettó brottflutningur Íslendinga sjá sjötti mesti síðustu tvo áratugi. Upplýsingar um menntun að- og brottfluttra liggja ekki fyrir, en líkur standa til þess að frá Íslandi flytjist að mestu leyti sérmenntað vinnuafl og að til landsins komi fólk í miklum mæli án framhalds- eða starfsmenntunar og auðvitað íslenskukunnáttu. Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði. Ótímabær gleði Tölur Hagstofunnar um búferlaflutninga á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs urðu forsætisráðherra ánægjuefni eins og mátti lesa í grein hennar í Fréttablaðinu 26. janúar: „Í síðustu viku birtist enn einn ánægjulegur vitnisburður þess að við séum farin að sjá til lands. Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til landsins mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu og í fyrsta sinn frá hruni fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Má telja það til ánægjulegustu merkja um bata íslenska hagkerfisins…“. Gleði ráðherrans fólst í því að á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs fluttu 625 fleiri til landsins en frá því, þar af voru 620 erlendir ríkisborgarar. Tölur áranna 2010-2012 sýna að brottflutningur Íslendinga er mestur á öðrum og þriðja ársfjórðungi hvers árs og langminnstur á þeim fjórða. Þannig nam nettó brottflutningur Íslendinga á öðrum og þriðja ársfjórðungi áranna 2011 og 2012 á bilinu 80-90% af brottflutningi áranna í heild og á fjórða ársfjórðungi nam hann einungis 1% af nettóflutningum hvort árið. Skýringin á þessu mynstri má m.a. rekja til þess að íslenskar fjölskyldur tímasetja brottflutning af landinu með tilliti til skólagöngu barnanna og flytja því brott á sumrin. Það eru því rangar ályktanir sem forsætisráðherra dregur að einhver tímamóta viðsnúningur hafi átt sér stað á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs. Betri mynd af stöðu búferlaflutninganna fæst því með því að skoða árin í heild. Í þeim kemur ekki fram neinn tímamóta viðsnúningur heldur að nettó brottflutningur íslenskra ríkisborgara af landinu var enn mjög mikill á síðasta ári. Minnkandi atvinnuleysi? Árið 2009 var meðalfjöldi atvinnulausra 13.400 (8,0% atvinnuleysi) en 9.500 (6,8% atvinnuleysi) á síðasta ári, samkvæmt Vinnumálastofnun, og fækkaði því um 3.900 á tímabilinu. Brottfluttir umfram aðflutta á aldursbilinu 16-74 ára árin 2010-2012 voru 3.200. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar er atvinnuþátttaka í þeim aldurhópi 80% og því má ætla að brottflutt vinnuafl hafi numið 2.700 manns árin 2010-2012. Eru þá ekki meðtaldir þeir 4.300 íbúar sem fluttu brott árið 2009 en án þess hefði atvinnuleysi það ár orðið 2% meira en raunin var það ár. Fjöldi þeirra sem tóku þátt í vinnumarkaðsúrræðum hjá Vinnumálastofnun á síðasta ári var um 1.200, en þeir teljast ekki til atvinnulausra nú en gerðu það árin 2009-2010. Svo vill til að fækkun atvinnulausra er jafn mikil og samtala brottflutt vinnuafls og þátttakenda í vinnumarkaðsúrræðum. Það er nöturleg niðurstaða að helsti árangurinn í atvinnumálum, þ.e. minnkandi atvinnuleysi, felist í brottflutningi Íslendinga og breyttri tölfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). Þessir 936 brottfluttu Íslendingar bættust við þá 5.480 sem fluttu brott umfram aðflutta árin 2009-2011 þannig að í heild fluttu 6.416 íslenskir ríkisborgarar frá landinu umfram aðflutta árin 2009-2012. Flutningsjöfnuður Íslendinga hefur yfirleitt verið neikvæður undanfarna áratugi og var árið 2012 vel yfir meðaltali þess tímabils. Á árinu var nettó brottflutningur Íslendinga sjá sjötti mesti síðustu tvo áratugi. Upplýsingar um menntun að- og brottfluttra liggja ekki fyrir, en líkur standa til þess að frá Íslandi flytjist að mestu leyti sérmenntað vinnuafl og að til landsins komi fólk í miklum mæli án framhalds- eða starfsmenntunar og auðvitað íslenskukunnáttu. Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði. Ótímabær gleði Tölur Hagstofunnar um búferlaflutninga á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs urðu forsætisráðherra ánægjuefni eins og mátti lesa í grein hennar í Fréttablaðinu 26. janúar: „Í síðustu viku birtist enn einn ánægjulegur vitnisburður þess að við séum farin að sjá til lands. Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til landsins mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu og í fyrsta sinn frá hruni fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Má telja það til ánægjulegustu merkja um bata íslenska hagkerfisins…“. Gleði ráðherrans fólst í því að á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs fluttu 625 fleiri til landsins en frá því, þar af voru 620 erlendir ríkisborgarar. Tölur áranna 2010-2012 sýna að brottflutningur Íslendinga er mestur á öðrum og þriðja ársfjórðungi hvers árs og langminnstur á þeim fjórða. Þannig nam nettó brottflutningur Íslendinga á öðrum og þriðja ársfjórðungi áranna 2011 og 2012 á bilinu 80-90% af brottflutningi áranna í heild og á fjórða ársfjórðungi nam hann einungis 1% af nettóflutningum hvort árið. Skýringin á þessu mynstri má m.a. rekja til þess að íslenskar fjölskyldur tímasetja brottflutning af landinu með tilliti til skólagöngu barnanna og flytja því brott á sumrin. Það eru því rangar ályktanir sem forsætisráðherra dregur að einhver tímamóta viðsnúningur hafi átt sér stað á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs. Betri mynd af stöðu búferlaflutninganna fæst því með því að skoða árin í heild. Í þeim kemur ekki fram neinn tímamóta viðsnúningur heldur að nettó brottflutningur íslenskra ríkisborgara af landinu var enn mjög mikill á síðasta ári. Minnkandi atvinnuleysi? Árið 2009 var meðalfjöldi atvinnulausra 13.400 (8,0% atvinnuleysi) en 9.500 (6,8% atvinnuleysi) á síðasta ári, samkvæmt Vinnumálastofnun, og fækkaði því um 3.900 á tímabilinu. Brottfluttir umfram aðflutta á aldursbilinu 16-74 ára árin 2010-2012 voru 3.200. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar er atvinnuþátttaka í þeim aldurhópi 80% og því má ætla að brottflutt vinnuafl hafi numið 2.700 manns árin 2010-2012. Eru þá ekki meðtaldir þeir 4.300 íbúar sem fluttu brott árið 2009 en án þess hefði atvinnuleysi það ár orðið 2% meira en raunin var það ár. Fjöldi þeirra sem tóku þátt í vinnumarkaðsúrræðum hjá Vinnumálastofnun á síðasta ári var um 1.200, en þeir teljast ekki til atvinnulausra nú en gerðu það árin 2009-2010. Svo vill til að fækkun atvinnulausra er jafn mikil og samtala brottflutt vinnuafls og þátttakenda í vinnumarkaðsúrræðum. Það er nöturleg niðurstaða að helsti árangurinn í atvinnumálum, þ.e. minnkandi atvinnuleysi, felist í brottflutningi Íslendinga og breyttri tölfræði.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun