Opinber stuðningur við vísindi og fræði Davíð Ólafsson skrifar 31. janúar 2013 06:00 Hinn 10. janúar sl. stofnaði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna. Sjóðurinn byggir á Launasjóði fræðirithöfunda sem var lagður niður en tekur jafnframt mið af starfslaunasjóðum þeim sem heyra undir stjórn listamannalauna. Jafnhliða nafna- og skipulagsbreytingum hefur sjóðurinn verið efldur talsvert og starfsvið hans víkkað. (http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/7321). ReykjavíkurAkademían mun samkvæmt reglum sjóðsins tilnefna einn af þremur mönnum í stjórn sjóðsins ásamt fulltrúa Hagþenkis og formanni sem skipaður er af ráðherra án tilnefningar og hefur þannig aðkomu að þróun og mótun hans við þessar breytingar. Jafnframt því að þessum breytingum er fagnað vilja stjórnir RA ítreka þá kröfu að efling og nafnabreyting á Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna verði í engu til að draga úr aðgengi vísinda- og fræðifólks sem starfar utan háskóla og rannsóknarstofnana á þeirra vegum til að sækja um styrki í samkeppnissjóði Rannsóknasjóðs. Aðrar jákvæðar fréttir af sviði opinberrar fjármögnunar vísinda og fræða eru stóraukið framlag ríkisins til Rannsóknasjóðs í fjárlögum ársins 2013. Þar með hækkar framlag úr ríkissjóði um rúmlega 500 m.kr. frá fjárlögum síðastliðins árs. Það er sérstakt fagnaðarefni að ríkisvaldið skuli leggja ríka áherslu á rannsóknir og vísindastörf í Fjárfestingaáætlun sinni fyrir Ísland (2013–2015) sem hefur það að markmiði að styðja við hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi í nýrri sókn fram á veginn eftir hrunið. Myndarleg efling sjóðsins er löngu tímabær í ljósi gífurlegrar fjölgunar langskólagengins fólks á Íslandi og eflingar háskólastigsins á síðustu árum. Mikilvægt er að þeir sem sótt hafa sér framhaldsmenntun í ólíkum fræðigreinum innan lands og utan fái tækifæri til að vinna að rannsóknum og vísindastörfum, hvort sem þeir starfa innan háskóla, formlegra rannsóknastofnana, fræðasetra eða á eigin vegum. Viðurkennd og árangursrík leið til þess eru úthlutanir rannsókna- og verkefnastyrkja úr samkeppnissjóðum að undangengnu jafningjamati. Mikilvægt er að halda því til haga að starfslaunasjóðir og rannsóknasjóðir eins og þeir birtast í lögum og reglum eru í öllum grundvallaratriðum ólíkir sjóðir, ekki síst hvað varðar lengd fjármögnunar og upphæð starfslauna. Því leggja stjórnirnar áherslu á að ekki megi blanda hlutverkum þeirra saman. Rannsóknir og rannsóknanám ReykjavíkurAkademían hefur á undanförnum árum haft vaxandi áhyggjur af þeirri þróun úthlutana úr opinberum rannsóknasjóðum að aukinn hluti rannsóknafjár renni til doktorsnema við innlenda háskóla fyrir milligöngu fastráðinna starfsmanna þeirra sem eru verkefnisstjórar. Þessi þróun var m.a. staðfest í athugasemdum með breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem samþykktar voru á Alþingi fyrir áramót en þar segir: „Vert er að geta þess að úthlutanir úr Rannsóknasjóði fara að mestum hluta til að greiða laun og langstærstur hluti þeirra sem þiggja laun úr verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði eru nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi.“ (Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 sem lagt fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. III. Meginefni frumvarpsins.) Hins vegar eru umsóknir um rannsóknastyrkina að miklu leyti metnar út frá hæfni, reynslu og aðstöðu verkefnisstjóra (sem oftast er jafnframt leiðbeinandi nemandans) fremur en nemandans sjálfs sem mun sinna rannsókninni. Þetta stangast á við þann tilgang Rannsóknasjóðs að styrkja „skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja“ og veita styrki „á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.“ (Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 með breytingum 22. des. 2012, 2. gr. Leturbreyting RA). Þessi skipan skapar þannig mikið misgengi þegar velja skal milli verkefna sem annars vegar eru unnin af sjálfstætt starfandi fræðifólki með doktorspróf og reynslu af vísindarannsóknum og hins vegar af nemum í framhaldsnámi sem njóta atbeina öflugs vísindafólks og allrar þeirra fræðilegu og stofnanalegu umgjörðar sem þeim fylgir. Eitt helsta inntak breytinga sem samþykktar voru á Lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir í lok liðins árs var sameining Rannsóknasjóðs og Rannsóknarnámssjóðs undir nafni Rannsóknasjóðs. Munurinn á þessum tveimur sjóðum var sá að í Rannsóknarnámssjóð sóttu nemendur um í eigin nafni, en í Rannsóknasjóð eru þeir ráðnir af verkefnistjórum til að vinna ákveðin verkefni sem leiða oft til prófgráðu. Með þessum breytingum er stefnt að því fá betri yfirsýn yfir úthlutanir styrkja til nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi auk þess að efla faglegt mat umsókna til rannsóknartengds framhaldsnáms. Ekki er annað séð en að þessar breytingar séu til góðs og í orðanna hljóðan til þess fallnar að styrkja faglegt ferli úthlutunar á opinberu rannsóknarfé. Hins vegar varar ReykjavíkurAkademían við að sú þróun verði raungerð og lögfest að Rannsóknasjóður fjármagni fyrst og fremst rannsóknastarf innan háskóla og háskólastofnana sem þegar njóta rannsóknafjár úr öðrum áttum á kostnað sjálfstætt starfandi fræðifólks; einstaklinga og rannsóknahópa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hinn 10. janúar sl. stofnaði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna. Sjóðurinn byggir á Launasjóði fræðirithöfunda sem var lagður niður en tekur jafnframt mið af starfslaunasjóðum þeim sem heyra undir stjórn listamannalauna. Jafnhliða nafna- og skipulagsbreytingum hefur sjóðurinn verið efldur talsvert og starfsvið hans víkkað. (http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/7321). ReykjavíkurAkademían mun samkvæmt reglum sjóðsins tilnefna einn af þremur mönnum í stjórn sjóðsins ásamt fulltrúa Hagþenkis og formanni sem skipaður er af ráðherra án tilnefningar og hefur þannig aðkomu að þróun og mótun hans við þessar breytingar. Jafnframt því að þessum breytingum er fagnað vilja stjórnir RA ítreka þá kröfu að efling og nafnabreyting á Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna verði í engu til að draga úr aðgengi vísinda- og fræðifólks sem starfar utan háskóla og rannsóknarstofnana á þeirra vegum til að sækja um styrki í samkeppnissjóði Rannsóknasjóðs. Aðrar jákvæðar fréttir af sviði opinberrar fjármögnunar vísinda og fræða eru stóraukið framlag ríkisins til Rannsóknasjóðs í fjárlögum ársins 2013. Þar með hækkar framlag úr ríkissjóði um rúmlega 500 m.kr. frá fjárlögum síðastliðins árs. Það er sérstakt fagnaðarefni að ríkisvaldið skuli leggja ríka áherslu á rannsóknir og vísindastörf í Fjárfestingaáætlun sinni fyrir Ísland (2013–2015) sem hefur það að markmiði að styðja við hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi í nýrri sókn fram á veginn eftir hrunið. Myndarleg efling sjóðsins er löngu tímabær í ljósi gífurlegrar fjölgunar langskólagengins fólks á Íslandi og eflingar háskólastigsins á síðustu árum. Mikilvægt er að þeir sem sótt hafa sér framhaldsmenntun í ólíkum fræðigreinum innan lands og utan fái tækifæri til að vinna að rannsóknum og vísindastörfum, hvort sem þeir starfa innan háskóla, formlegra rannsóknastofnana, fræðasetra eða á eigin vegum. Viðurkennd og árangursrík leið til þess eru úthlutanir rannsókna- og verkefnastyrkja úr samkeppnissjóðum að undangengnu jafningjamati. Mikilvægt er að halda því til haga að starfslaunasjóðir og rannsóknasjóðir eins og þeir birtast í lögum og reglum eru í öllum grundvallaratriðum ólíkir sjóðir, ekki síst hvað varðar lengd fjármögnunar og upphæð starfslauna. Því leggja stjórnirnar áherslu á að ekki megi blanda hlutverkum þeirra saman. Rannsóknir og rannsóknanám ReykjavíkurAkademían hefur á undanförnum árum haft vaxandi áhyggjur af þeirri þróun úthlutana úr opinberum rannsóknasjóðum að aukinn hluti rannsóknafjár renni til doktorsnema við innlenda háskóla fyrir milligöngu fastráðinna starfsmanna þeirra sem eru verkefnisstjórar. Þessi þróun var m.a. staðfest í athugasemdum með breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem samþykktar voru á Alþingi fyrir áramót en þar segir: „Vert er að geta þess að úthlutanir úr Rannsóknasjóði fara að mestum hluta til að greiða laun og langstærstur hluti þeirra sem þiggja laun úr verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði eru nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi.“ (Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 sem lagt fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. III. Meginefni frumvarpsins.) Hins vegar eru umsóknir um rannsóknastyrkina að miklu leyti metnar út frá hæfni, reynslu og aðstöðu verkefnisstjóra (sem oftast er jafnframt leiðbeinandi nemandans) fremur en nemandans sjálfs sem mun sinna rannsókninni. Þetta stangast á við þann tilgang Rannsóknasjóðs að styrkja „skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja“ og veita styrki „á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.“ (Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 með breytingum 22. des. 2012, 2. gr. Leturbreyting RA). Þessi skipan skapar þannig mikið misgengi þegar velja skal milli verkefna sem annars vegar eru unnin af sjálfstætt starfandi fræðifólki með doktorspróf og reynslu af vísindarannsóknum og hins vegar af nemum í framhaldsnámi sem njóta atbeina öflugs vísindafólks og allrar þeirra fræðilegu og stofnanalegu umgjörðar sem þeim fylgir. Eitt helsta inntak breytinga sem samþykktar voru á Lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir í lok liðins árs var sameining Rannsóknasjóðs og Rannsóknarnámssjóðs undir nafni Rannsóknasjóðs. Munurinn á þessum tveimur sjóðum var sá að í Rannsóknarnámssjóð sóttu nemendur um í eigin nafni, en í Rannsóknasjóð eru þeir ráðnir af verkefnistjórum til að vinna ákveðin verkefni sem leiða oft til prófgráðu. Með þessum breytingum er stefnt að því fá betri yfirsýn yfir úthlutanir styrkja til nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi auk þess að efla faglegt mat umsókna til rannsóknartengds framhaldsnáms. Ekki er annað séð en að þessar breytingar séu til góðs og í orðanna hljóðan til þess fallnar að styrkja faglegt ferli úthlutunar á opinberu rannsóknarfé. Hins vegar varar ReykjavíkurAkademían við að sú þróun verði raungerð og lögfest að Rannsóknasjóður fjármagni fyrst og fremst rannsóknastarf innan háskóla og háskólastofnana sem þegar njóta rannsóknafjár úr öðrum áttum á kostnað sjálfstætt starfandi fræðifólks; einstaklinga og rannsóknahópa.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun