Fleiri fréttir

Beint lýðræði í frumvarpi Stjórnlagaráðs

Eiríkur Bergmann skrifar

Grein Júlíusar Valdimarssonar, formanns Húmanistaflokksins, hér í blaðinu í gær veitir kærkomið tækifæri til að leiðrétta útbreiddan misskilning um þau ákvæði í frumvarpinu er varða beint lýðræði. Ranghermt er að málskotsréttur forseta skerðist og að samkvæmt því hefði ekki mátt kjósa um Icesave.

Bleikir fílar

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Framkvæmdastjóri UNICEF, Stefán Ingi Stefánsson, telur að of lítið sé gert til að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi hér á landi og hefur áhyggjur af því að forvarnir gegn kynferðisbrotum séu ekki í nægilega markvissum farvegi. Í viðtali í kvöldfréttum RÚV á mánudag benti hann á að þó að mikið og gott starf væri unnið bæði hjá félagasamtökum og annars staðar í grasrót þá skorti þunga í málaflokkinn af hendi stjórnvalda. Að mati Stefáns Inga ætti að nálgast kynferðisbrotamál með svipuðum hætti og önnur málefni sem unnið er gegn með forvörnum, svo sem vímuefnamál, til dæmis með því að fela tiltekinni stofnun að fara með forvarnir í málaflokknum.

Endurreisn efnahagslífsins er að heppnast

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Efnahagshrun af þeirri stærðargráðu sem varð hér á landi árið 2008 hefur óumflýjanlega fjölþætt neikvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Þegar tvennt gerist samtímis, harkalegt fall verður í tekjum ríkissjóðs og útgjöld stóraukast, þarf ekki að sökum að spyrja. Tekjufallið skýrist einkum af því að froðutekjur ofþensluáranna hurfu eins og dögg fyrir sólu og samdráttur í hagkerfinu varð nálægt 11% á tveimur árum. Einnig var tekjuöflunarkerfi ríkisins, hinir almennu og stöðugu skattstofnar, þannig á sig komið eftir nýfrjálshyggjutímann að það gat ekki staðið undir lágmarkssamneyslu.

Stokkhólmsheilkennið og Ingólfstorg

Snorri F. Hilmarsson skrifar

Þann 29. júní voru niðurstöður í samkeppni Reykjavíkurborgar og lóðareiganda um uppbyggingu við Ingólfstorg birtar almenningi. Margir hafa orðið til að lýsa yfir ánægju með þessi vinnubrögð, að efna til opinnar samkeppni um bestu mögulegu niðurstöðu. Ekki skortir góðar hugmyndir og tækifæri sem borgin býður upp á. En var sá vandi sem samkeppninni var ætlað að takast á við rétt skilgreindur? Niðurstaðan hlýtur að skoðast í því ljósi.

Byggingarmagn og bótaskylda

Páll Hjalti Hjaltason skrifar

Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag fjallar fræðimaðurinn og arkitektinn Pétur H. Ármannsson um forsendur fyrir nýafstaðinni samkeppni um Ingólfstorg-Kvos og lagalega stöðu skipulagsmála á landinu. Pétur beinir sjónum sínum einkum að afdrifaríkri grein um bótaskyldu í íslenskum skipulagslögum. Því ber að fagna en ég finn mig samt knúinn til að gera athugasemdir við nokkur atriði í grein Péturs.

Hagur heimilanna

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Álagning ríkisskattstjóra á einstaklinga hefur farið fram og mun birtast í dag og næstu daga. Áhugavert er að rýna í þær tölur sem hún byggist á. Ein þeirra áhugaverðustu er vaxtakostnaður heimilanna vegna íbúðarkaupa árið 2011 og samanburður við árið 2010. Vaxtakostnaðurinn hefur lækkað um 10,3% á milli áranna og íbúðareigendur fá endurgreiddan um 27% af vaxtakostnaði með vaxtabótum. Úthlutun vaxtabóta hefur lækkað á milli ára sem helgast af bættri stöðu heimilanna. Þannig dregur úr þörf fyrir stuðning vegna þess að hagur heimilanna hefur batnað bæði með lægri vaxtakostnaði og auk þess hafa tekjur heimilanna aukist en þetta eru þeir tveir meginþættir sem hafa áhrif á upphæð vaxtabóta.

Tillögur Stjórnlagaráðs ónýtar?

Júlíus Valdimarsson skrifar

Í Búsáhaldabyltingunni var krafist nýrrar stjórnarskrár sem samin yrði í anda fólksins. Tillögur Stjórnlagaráðs eru ekki nothæft svar við þessari kröfu.

Skattgreiðendur urðu ekki fyrir tjóni

Illugi Gunnarsson skrifar

Uppgjör svokallaðra peningamarkaðssjóða hefur verið nokkuð til umræðu. Höfundur pistilsins “Frá degi til dags” kallaði eftir því að ég útskýrði þá fullyrðingu mína að fjármunir skattborgaranna hefðu ekki verið notaðir, þegar sá sjóður sem ég sat í stjórn hjá var gerður upp í kjölfar bankahrunsins. Það er mér bæði ljúft og skylt að gera.

Hið landlæga stefnuleysi

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Við Íslendingar erum skorpuþjóð. Já, þetta er klisja og jafn fúl og aðrar slíkar, en það þarf ekki að þýða að hún sé ekki sönn. Þessi fullyrðing gerir líka ráð fyrir því að hægt sé að fullyrða um þjóðareðli, sem er hæpið og byggir aftur á því að hægt sé að fullyrða um að þjóð sé til, sem er einnig hæpið. En hér erum við komin út í póstmódernísk fræði sem gætu leitt okkur í karp um hugtök, sem er hið besta mál en skilar kannski ekki endilega miklu. Það getur verið kostur að geta einhent sér í verkin, að láta ekki fyrirframgefið skipulag niðurnjörva allt og geta brugðist við breyttum aðstæðum hratt. Það er hins vegar galli hve víða alla stefnu skortir í íslensku samfélagi.

Utanríkisstefna Norðurþings

Einar Benediktsson skrifar

Í kjölfar nýjunga í stjórn landsins á síðustu tímum, mætti spyrja hvort svo sé komið að utanríkismál færist á sveitarstjórnarstigið? Vilja Þingeyingar taka að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína? Framundan er vonandi nýting jarðhita fyrir stóriðju hjá Húsavík. Það er gott og blessað enda til hagsbóta fyrir Norðurþing og landsmenn alla. Hins vegar er með öllu fráleitt, að látið sé undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með flugvélakost, eigin flugvöll og fleiru.

Minna er meira

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Reykjavík sumarið 2012 er svo sannarlega lifandi borg. Veðrið í sumar hefur auðvitað verið í liði með mannlífinu en til viðbótar hefur fjölgun ferðamanna aukið umsvifin í miðborginni sem aftur gerir að verkum að borgarbúar eiga frekar erindi niður í bæ en áður.

Mannúð á hrakhólum

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Stundum virðist sem Íslendingum hafi tekist að flækja hluti sem mest þeir mega þegar kemur að blessaðri stjórnsýslunni, bæði hvað pólitíkina og embættin sjálf varðar. Hvernig stendur til dæmis á því að við höfum komið okkur upp kerfi þar sem hælisleitendur bíða árum saman á milli vonar og ótta eftir afgreiðslu umsókna sinna? Trauðla er það skilvirkt, hvað þá mannúðlegt, að kippa fólki út úr mannlegu samfélagi og geyma í limbói í nokkur ár á meðan umsóknir velkjast í kerfinu.

Enn um Hörpu

Ármann Örn Ármannsson skrifar

Í júlíbyrjun birtist í Fréttablaðinu stytt útgáfa af grein minni um Hörpu. Í greininni voru ein mistök, ég titlaði aðstoðarmann forstjóra, sem samkvæmt eigin upplýsingum tekur ekki við störfum fyrr en 1. ágúst, sem lögfræðing. Ég biðst velvirðingar á þessari rangfærslu. Forstjórinn getur upplýst okkur um þá menntun sem hún hefur til að bera til að vera hans sérstakur aðstoðarmaður ef honum sýnist svo þegar hann tekur til starfa.

Hótelumræðan – framboð og eftirspurn?

Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Nokkuð hefur verið tekist á um nýjar tillögur að uppbyggingu í Kvosinni. Mér og fleiri þykir að þarna ráði hagsmunir lóðareiganda of miklu. Lóðareigandinn er í viðskiptum og eðlilegt að hann hugsi um hámarksávöxtun. En er það hlutverk pólitíkusanna í borgarstjórn að láta hagsmuni hans ráða för?

Ingólfstorg og hagsmunir okkar

Hjörleifur Stefánsson skrifar

Niðurstaða samkeppni um framtíð Ingólfstorgs og nágrennis hefur verið efni margra blaðagreina undanfarna daga og þykir mörgum sem hagsmunir húseigenda á svæðinu hafi verið þungir á metum. Að hagsmunir almennings hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi.

Notendamiðað velferðarkerfi

Tryggvi Gíslason skrifar

Heilbrigðisþjónusta frá vöggu til grafar er einn af grunnsteinum samfélagsins. Alþingi hefur látið undir höfuð leggjast að móta heildarstefnu í heilbrigðismálum við breyttar aðstæður: breytingar á búsetu, breytta atvinnuhætti, breytt mataræði – og andspænis þeirri dýru en dýrmætu staðreynd að fólk lifir lengur. Nýir sjúkdómar hafa komið fram vegna breyttra samskipta og breyttra viðhorfa og breyttra lifnaðarhátta. Mótun

Ísland stikkfrí

Ingimundur Gíslason skrifar

Um þessar mundir eru 62 ár síðan franski utanríkisráðherrann, Robert Schuman, lagði fram hugmyndir sínar um einingu og samvinnu Evrópuríkja. Með þeim átti að reyna að koma í veg fyrir enn eina stórstyrjöldina í álfunni. Schuman-áætlunin sem hann birti 9. maí 1950 varð svo upphafið að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag.

Ískyggilegt svar

Sverrir Björnsson skrifar

Hjálmar Sveinsson er nú meiri Jókerinn. Hann vill að umræðunni um Ingólfstorg sé lyft á hærra plan en hellir sjálfur meiri steypu inn í umræðuna en hann ætlar að setja á sjálft torgið. Svar varaformanns Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar við grein minni um ljós og skugga í nýju skipulagi Austurvallar og Ingólfstorgs var kraftmikið og snarpt en var því miður gegnsýrt af ótta

Óréttlæti

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst að þeirri niðurstöðu nýverið að kaup nýju bankanna þriggja á ónýtum skuldabréfum úr átta fjárfestingasjóðum, þar á meðal peningamarkaðssjóðum, væri samræmanleg EES-samningnum. Í niðurstöðu þeirra segir: ?ESA lítur svo á að kaupin á skuldabréfasöfnunum, sem sýnilega höfðu skerst verulega í virði, hafi verið fjármögnuð af ríkisfjármunum og að ákvarðanirnar um kaupin megi rekja til íslenska ríkisins?. Síðar segist

Uppgjör við fortíðina

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Í síðustu viku kom út ríkisreikningur fyrir árið 2011. Margt er þar athyglisvert en tvennt ætla ég að nefna hér. Í fyrsta lagi náðist 8% raunlækkun á ríkisútgjöldum frá árinu á undan. Það verður að teljast mikilsverður árangur af því sem þjóðin hefur þurft að leggja á sig til að fjármagna hagstjórnarmistök fyrri ára. Þetta er einnig til marks um skynsemi þeirrar blönduðu leiðar

Hvenær lýkur vitleysunni?

Kristþór Gunnarsson skrifar

Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar.

Dómstólar skauta fram hjá verðtryggðum húsnæðisafleiðum

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Í fyrri tveimur greinum mínum í Fréttablaðinu um verðtryggð húsnæðislán og að þau séu afleiður og þ.a.l. ólögmæt söluvara fjármálastofnana síðan 1. nóv 2007 þegar við tókum upp MiFID reglur ESB, má bæta við að 1. júlí 2001 þegar Vaxtalög nr. 38/2000 tóku gildi segir um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, 13. gr.: ?Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í

Börn á fjöll?

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Geta börn gengið Laugaveginn, leiðina úr Landmannalaugum í Þórsmörk? Ég og kona mín kynntumst á fjöllum og erum í ?essinu? okkar á hálendinu. Við viljum því gjarnan leyfa sex ára drengjum okkar að njóta fjalllendis Íslands. Er Laugavegurinn barnvænn? Gætum við borið drengina til byggða, ef þeir gæfust upp? Myndi slagviðri hugsanlega bólusetja þá fyrir lífstíð gagnvart fjallaferðum? Við tókum öll ákvörðun að gera tilraun og lögðum af stað inn í dýrðarríki friðlandsins að fjallabaki.

Vitorðsríkin

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Enn heldur blóðbaðið í Sýrlandi áfram. Ríkisstjórn Bashars al Assad forseta virðist ekki eiga langt eftir. Í örvæntingunni hefur stjórnarherinn gripið til enn grimmilegri ofbeldisverka en áður. Nú er talið að 17.000 manns hafi fallið í landinu frá því uppreisnin hófst, flestir óbreyttir borgarar.

Trúverðugleikaklípa

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fiskveiðihagsmunir Íslands eru svo mikilvægir að í samningum við aðrar þjóðir um þau efni er aldrei svigrúm til að gefa þumlung eftir vegna annarra víðtækari hagsmuna. Fyrir þá sök er þeim einfaldlega ekki blandað inn í samninga um önnur efni.

Ský á mig

Snjór úti, snjór inni, snjór í hjarta, snjór í sinni. Snjó meiri snjó!“ söng þriggja ára dóttir mín og gerði snjóengil á stofugólfið sem skýringu á því af hverju hún vildi ekki fara út. Þetta var á fimmtánda degi í sumarfríi þar sem einu sinni hafði komið dropi úr lofti en sólin annars bulið á glaðbeittum hægfara hringförum allan tímann með tilheyrandi bílahita og rykmekki á fáfarnari leiðum. Breyttir tííímaar, hugsaði ég og mundaði sólarvörnina.

Þörf er á skipulagsbreytingu í heilsugæslu

Eyjólfur Guðmundsson skrifar

Fjöldi einstaklinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu hefur engan fastan heimilislækni og fer því á mis við lögboðna grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Allir fastráðnir heimilislæknar eru með fullskráð samlög en auk þess eiga sömu læknar að sinna einstaklingum í umdæmum heilsugæslustöðvanna sem eru án heimilislæknis.

Skattar á erlenda ferðamenn

Jón Ásbergsson skrifar

Að undanförnu hafa farið fram líflegar umræður um hvernig fjármagna eigi ýmsar framkvæmdir sem óhjákvæmilegar eru vegna vaxandi fjölda erlendra gesta sem vilja sækja land okkar heim. Oft er rætt um að leggja þurfi viðbótarskatta á erlenda ferðamenn til að standa undir kostnaði við þessi verkefni. Vill þá stundum gleymast að ferðamennirnir greiða nú þegar hér mikla skatta og fá takmarkaða þjónustu fyrir. Í raun hagnast „hið opinbera“ mest á fjölgun erlendra ferðamanna og ætti því að telja það eðlilegt að verja hluta af „viðbótargróða“ sínum til að fjárfesta í þessum verkefnum.

Öl-drunarheimili

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sú jákvæða og skemmtilega frétt var á forsíðu Fréttablaðsins í fyrradag að á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra í Reykjavík, stæði til að endurnýja matsalinn, gera þar kaffihúsastemningu og gefa vistmönnum og gestum þeirra kost á að kaupa sér bjór og léttvín.

Í stjörnuþokunni

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?“ spurði trúbadorinn Insól í frægu lagi um árið. Og nú er einmitt lag því á Íslandi er sægur af stjörnum – Hollywoodstjörnum það er að segja, í slíkri þyrpingu að stappar nærri íbúafjölda á Þingeyri.

Henning Mankell og nýlendur

Marjatta Ísberg skrifar

„Það var snemma morguns, mánuði eftir komuna frá Afríku. Á borðinu fyrir framan hann voru teikningar af húsinu sem hann hafði ákveðið að byggja við ströndina fyrir utan Quelimane í Mósambik. Sem aukagreiðslu fyrir samninginn á milli landanna hafði Ya Ru fengið ósnortið strandsvæði á góðu verði. Með tímanum hafði hann hugsað sér að byggja glæsilega ferðamannaaðstöðu fyrir vel stæða Kínverja sem í auknum mæli færu að ferðast um heiminn.“

Bláskógabyggð, sorpflokkun og sveitasæla

Drífa Kristjánsdóttir skrifar

Við íbúar Bláskógabyggðar erum afar stolt af því að hafa tekið forystu meðal sveitarfélaga og hvatt til flokkunar á sorpi. Það gerðum við fyrir rúmum tveimur árum. Umhverfismál eru mikilvæg og við vildum sýna ábyrgð, flokka sorpið og minnka urðun. Í sorpi eru líka mikil verðmæti og því er mikilvægt að minnka urðun og auka endurnýtingu.

Rangar forsendur

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar

Umræðan sem skapast hefur í kjölfar nýlokinnar samkeppni um hótelbyggingu við Ingólfstorg og fyrirhuguð mótmæli benda til að ekki hafi ennþá tekist að ná sátt um tillögur um þróun byggðarinnar á þessu mikilvæga svæði í hjarta Reykjavíkur. Það er ekki tilviljun að þrátt fyrir að nýlega hafi verið auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á svæðinu ákvað Reykjavíkurborg að efna til samkeppni til að leita bestu lausna. Má leiða að því líkur að mönnum hafi þótt of mikill 2007 bragur á uppbyggingaráformunum í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu enda kemur fram að breytingin var gerð vegna óska lóðarhafa um að byggja hótel við Vallarstræti og ákveðið var að efna til samkeppni vegna athugasemda við þau byggingaráform.

Sannleikur í mallakút

Pawel Bartoszek skrifar

Ögmundur Jónasson svaraði mér í Fréttablaðinu á mánudaginn. Við lestur þeirrar greinar kom upp í hugann hið enska orð "truthiness” sem bandaríski grínspjallþáttarstjórnandinn Stephen Colbert gerði frægt fyrir nokkrum árum og þýtt hefur verið sem "sannleikni”. Í lauslegri skilgreiningu er sannleikni "það sem einhver veit innra með sér að sé satt, án tillits til sönnunargagna, raka, rýningar eða staðreynda”.

Fílar í fólksvagni miðbæjarins

Pétur H. Ármannsson skrifar

Kallað hefur verið eftir málefnalegum skoðanaskiptum um niðurstöðu nýafstaðinnar hugmyndasamkeppni um uppbyggingu við Ingólfstorg. Mikilvægt er að sú umræða einskorðist ekki við kosti og galla verðlaunatillagna heldur taki einnig til forsendna sjálfrar samkeppninnar og orsaka þess vanda sem henni var ætlað að leysa.

Seðlabanki Evrópu er hlutafélag

Brynhildur Ingimarsdóttir skrifar

Seðlabanki Evrópu er hlutafélag og eru seðlabankar aðildarríkja Evrópusambandsins, fyrir hönd ríkja sinna, eigendur alls hlutafjár bankans. Evruríkin sautján eru eigendur 70% af heildarhlutafénu en aðildarríkin tíu sem ekki hafa tekið upp evru eiga samtals 30% hlut í bankanum. Hlutur aðildarríkjanna í heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu ákvarðast út frá svokölluðum dreifingarlykli fyrir hlutafjáráskrift og er reiknaður út frá íbúafjölda og vergri landsframleiðslu hvers ríkis. Seðlabanki Evrópu endurmetur skiptingu heildarhlutafjárins á fimm ára fresti og í hvert skipti sem nýtt ríki gerist aðili að sambandinu. Stærstu hluthafar bankans eru seðlabankar Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Ítalíu.

Ólympísk vitleysa

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að horfur væru á að verðfall yrði á afla strandveiðimanna eftir mánaðamótin. Strandveiðibátunum er heimilt að halda til veiða 1. ágúst, en þremur dögum síðar kemur verzlunarmannahelgi og þá eru flestar fiskvinnslur lokaðar. Ef enginn mætir á fiskmarkað til að bjóða í aflann verður honum annaðhvort hent eða minni vinnslur kaupa hann á mjög lágu verði.

Af hverju vita kortafyrirtækin hvar ég spila spil?

Smári McCarthy skrifar

Í svari Ögmundar Jónassonar til Pawels Bartoszek varðandi fjárhættuspil nýlega sagði Ögmundur að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011.

Sjá næstu 50 greinar