Mannúð á hrakhólum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 24. júlí 2012 10:15 Stundum virðist sem Íslendingum hafi tekist að flækja hluti sem mest þeir mega þegar kemur að blessaðri stjórnsýslunni, bæði hvað pólitíkina og embættin sjálf varðar. Hvernig stendur til dæmis á því að við höfum komið okkur upp kerfi þar sem hælisleitendur bíða árum saman á milli vonar og ótta eftir afgreiðslu umsókna sinna? Trauðla er það skilvirkt, hvað þá mannúðlegt, að kippa fólki út úr mannlegu samfélagi og geyma í limbói í nokkur ár á meðan umsóknir velkjast í kerfinu. Umsóknum hælisleitenda hefur fjölgað undanfarin ár. Í svari innanríkisráðherra um þessi mál, sem var lagt fram í júní, kemur fram að á síðustu tveimur árum hafi hælisleitendum hér á landi fjölgað um tæplega 50% á milli ára og því megi reikna með að þær verði yfir 100 á árinu 2012. Í sama svari kemur fram að innanríkisráðherra telji að það geti lækkað aukaútgjöld vegna umönnunar hælisleitenda að ráða tvo nýja lögfræðinga til stofnunarinnar. Nú hefur forstöðumaður Útlendingastofnunar sagt að bæta þurfi fjórum lögfræðingum við, en ekki tveimur. Markmiðið er að hægt sé að afgreiða umsóknir hælisleitenda á innan við sex mánuðum. Fyrir því liggja einnig efnahagsleg rök, en í títtnefndu svari kemur fram að beinn kostnaður af umönnun hælisleitenda í eitt ár sé um 2,6 milljónir króna. Þetta ætti því að vera tiltölulega einfalt reikningsdæmi, þó aðeins sé horft á krónur og aura. Peningar eiga hins vegar ekki að ráða ferðinni þegar kemur að málum þess örvinglaða fólks sem hingað leitar eftir betri framtíð. Þegar blautur og hrakinn ferðalangur fannst á hrakhólum fyrr á tíðum var ekki hugsað fyrst og fremst um hvort þröngt væri í búi, heldur gengið úr rúmum og besti viðurgjörningur dreginn fram. Þetta var kallað sveitagestrisni og af þessu stærum við okkur þegar sá gállinn er á okkur. Minna fer fyrir henni varðandi það fólk sem kúldrast árum saman í félagslegri einangrun og fullkominni óvissu um eigin framtíð. Einfaldleikinn ætti að vera leiðarljós í allri stjórnsýslu, en á því er meinbugur. Ef ljóst er að hælisleitendum mun fjölga, nú þá þarf að bregðast við því með því að fjölga starfsmönnum. Flóknara er það nú ekki. Mannúðin og krónutalningin fara saman þegar að því kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Stundum virðist sem Íslendingum hafi tekist að flækja hluti sem mest þeir mega þegar kemur að blessaðri stjórnsýslunni, bæði hvað pólitíkina og embættin sjálf varðar. Hvernig stendur til dæmis á því að við höfum komið okkur upp kerfi þar sem hælisleitendur bíða árum saman á milli vonar og ótta eftir afgreiðslu umsókna sinna? Trauðla er það skilvirkt, hvað þá mannúðlegt, að kippa fólki út úr mannlegu samfélagi og geyma í limbói í nokkur ár á meðan umsóknir velkjast í kerfinu. Umsóknum hælisleitenda hefur fjölgað undanfarin ár. Í svari innanríkisráðherra um þessi mál, sem var lagt fram í júní, kemur fram að á síðustu tveimur árum hafi hælisleitendum hér á landi fjölgað um tæplega 50% á milli ára og því megi reikna með að þær verði yfir 100 á árinu 2012. Í sama svari kemur fram að innanríkisráðherra telji að það geti lækkað aukaútgjöld vegna umönnunar hælisleitenda að ráða tvo nýja lögfræðinga til stofnunarinnar. Nú hefur forstöðumaður Útlendingastofnunar sagt að bæta þurfi fjórum lögfræðingum við, en ekki tveimur. Markmiðið er að hægt sé að afgreiða umsóknir hælisleitenda á innan við sex mánuðum. Fyrir því liggja einnig efnahagsleg rök, en í títtnefndu svari kemur fram að beinn kostnaður af umönnun hælisleitenda í eitt ár sé um 2,6 milljónir króna. Þetta ætti því að vera tiltölulega einfalt reikningsdæmi, þó aðeins sé horft á krónur og aura. Peningar eiga hins vegar ekki að ráða ferðinni þegar kemur að málum þess örvinglaða fólks sem hingað leitar eftir betri framtíð. Þegar blautur og hrakinn ferðalangur fannst á hrakhólum fyrr á tíðum var ekki hugsað fyrst og fremst um hvort þröngt væri í búi, heldur gengið úr rúmum og besti viðurgjörningur dreginn fram. Þetta var kallað sveitagestrisni og af þessu stærum við okkur þegar sá gállinn er á okkur. Minna fer fyrir henni varðandi það fólk sem kúldrast árum saman í félagslegri einangrun og fullkominni óvissu um eigin framtíð. Einfaldleikinn ætti að vera leiðarljós í allri stjórnsýslu, en á því er meinbugur. Ef ljóst er að hælisleitendum mun fjölga, nú þá þarf að bregðast við því með því að fjölga starfsmönnum. Flóknara er það nú ekki. Mannúðin og krónutalningin fara saman þegar að því kemur.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun