Tillögur Stjórnlagaráðs ónýtar? Júlíus Valdimarsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Í Búsáhaldabyltingunni var krafist nýrrar stjórnarskrár sem samin yrði í anda fólksins. Tillögur Stjórnlagaráðs eru ekki nothæft svar við þessari kröfu. Fólkið krafðist valdaÞað klingja enn í eyrum mér kröfur fólksins á Austurvelli um völdin til fólksins og um öðruvísi fjármálakerfi sem hætti að kúga okkur og stjórna. Ég man líka köllin eftir nýrri stjórnarskrá sem fólkið myndi skrifa. Þetta fór á annan veg; stjórnmálamennirnir gripu þessa hugmynd og leikstýrðu framvindunni. Fræga fólkið samdi tillögurnarTalið var að ef allir fengju að bjóða sig fram myndi verða til þverskurður af þjóðinni sem semja myndi tillögur að nýrri stjórnarskrá í þágu fólksins. Þeir sem náðu kjöri voru hins vegar að mestu þjóðþekktir álitsgjafar, fræðimenn og annað frægt fólk, auk flokksgæðinga. Hinn almenni óþekkti maður átti undir högg að sækja og fáir slíkir hlutu kosningu. Málskotsréttur þjóðarinnar takmarkaðurÚtkoman er í samræmi við þetta. Í tillögunum er ekki stafkrókur sem verndar fólkið fyrir yfirgangi og kúgun fjármálakerfisins og málskotsréttur þjóðarinnar er takmarkaður í grundvallarmálefnum. Í tillögunum segir m.a.: „Á grundvelli þeirra (greinanna sem fjalla um málskotsrétt fólksins) er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt.“ Samkvæmt þessum tillögum hefði almenningur ekki getað krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Niðurlæging fyrir fólkið í landinuÍ 26. grein stjórnarskrárinnar eru engar takmarkanir á þeim lögum eða málefnum sem forsetinn getur vísað til þjóðarinnar. Engin haldbær rök eru fyrir því að skerða rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu frá þeim rétti sem forsetinn hefur nú. Það er mikil forneskja og niðurlægjandi fyrir fólkið í landinu að ætla einum manni meira vald en heilli þjóð. Málskotsrétturinn í hættuÁkvæðin um málskotsrétt þjóðarinnar í tillögum stjórnlagaráðs skapa áhættu ef samþykktar verða. Í framhaldi af þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti þingið að semja nýja stjórnarskrá sem samþykkja þarf með auknum meirihluta. Á Alþingi er ekki mikill áhugi á beinu lýðræði og oft heyrast raddir stjórnmálamanna um að takmarka þurfi valdheimildir forsetans. Hætt er við að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar myndu nota nýja ákvæðið um málskotsrétt fólksins sem skálkaskjól til að fella niður málskotsrétt forsetans þar sem þjóðin hefði sjálf fengið og samþykkt slíkan rétt. Þjóðin móti eigið lífHúmanistaflokkurinn leggur til að hafið verði ferli borgaraþinga og þjóðfunda hið fyrsta þar sem fulltrúar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Á þessum vettvangi ræði þjóðin hvernig samfélag hún vill búa sér og hvernig stjórnarskrá hentar þeirri sýn. Tillögur fólksins fari í þjóðaratkvæðagreiðslu sem verði bindandi, ekki ráðgefandi. Aðeins með því að þjóðin skrifi sjálf sína stjórnarskrá mun nást sú þjóðarsátt sem þarf að ríkja um hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í Búsáhaldabyltingunni var krafist nýrrar stjórnarskrár sem samin yrði í anda fólksins. Tillögur Stjórnlagaráðs eru ekki nothæft svar við þessari kröfu. Fólkið krafðist valdaÞað klingja enn í eyrum mér kröfur fólksins á Austurvelli um völdin til fólksins og um öðruvísi fjármálakerfi sem hætti að kúga okkur og stjórna. Ég man líka köllin eftir nýrri stjórnarskrá sem fólkið myndi skrifa. Þetta fór á annan veg; stjórnmálamennirnir gripu þessa hugmynd og leikstýrðu framvindunni. Fræga fólkið samdi tillögurnarTalið var að ef allir fengju að bjóða sig fram myndi verða til þverskurður af þjóðinni sem semja myndi tillögur að nýrri stjórnarskrá í þágu fólksins. Þeir sem náðu kjöri voru hins vegar að mestu þjóðþekktir álitsgjafar, fræðimenn og annað frægt fólk, auk flokksgæðinga. Hinn almenni óþekkti maður átti undir högg að sækja og fáir slíkir hlutu kosningu. Málskotsréttur þjóðarinnar takmarkaðurÚtkoman er í samræmi við þetta. Í tillögunum er ekki stafkrókur sem verndar fólkið fyrir yfirgangi og kúgun fjármálakerfisins og málskotsréttur þjóðarinnar er takmarkaður í grundvallarmálefnum. Í tillögunum segir m.a.: „Á grundvelli þeirra (greinanna sem fjalla um málskotsrétt fólksins) er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt.“ Samkvæmt þessum tillögum hefði almenningur ekki getað krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Niðurlæging fyrir fólkið í landinuÍ 26. grein stjórnarskrárinnar eru engar takmarkanir á þeim lögum eða málefnum sem forsetinn getur vísað til þjóðarinnar. Engin haldbær rök eru fyrir því að skerða rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu frá þeim rétti sem forsetinn hefur nú. Það er mikil forneskja og niðurlægjandi fyrir fólkið í landinu að ætla einum manni meira vald en heilli þjóð. Málskotsrétturinn í hættuÁkvæðin um málskotsrétt þjóðarinnar í tillögum stjórnlagaráðs skapa áhættu ef samþykktar verða. Í framhaldi af þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti þingið að semja nýja stjórnarskrá sem samþykkja þarf með auknum meirihluta. Á Alþingi er ekki mikill áhugi á beinu lýðræði og oft heyrast raddir stjórnmálamanna um að takmarka þurfi valdheimildir forsetans. Hætt er við að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar myndu nota nýja ákvæðið um málskotsrétt fólksins sem skálkaskjól til að fella niður málskotsrétt forsetans þar sem þjóðin hefði sjálf fengið og samþykkt slíkan rétt. Þjóðin móti eigið lífHúmanistaflokkurinn leggur til að hafið verði ferli borgaraþinga og þjóðfunda hið fyrsta þar sem fulltrúar eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Á þessum vettvangi ræði þjóðin hvernig samfélag hún vill búa sér og hvernig stjórnarskrá hentar þeirri sýn. Tillögur fólksins fari í þjóðaratkvæðagreiðslu sem verði bindandi, ekki ráðgefandi. Aðeins með því að þjóðin skrifi sjálf sína stjórnarskrá mun nást sú þjóðarsátt sem þarf að ríkja um hana.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar