Ískyggilegt svar Sverrir Björnsson skrifar 23. júlí 2012 06:00 Hjálmar Sveinsson er nú meiri Jókerinn. Hann vill að umræðunni um Ingólfstorg sé lyft á hærra plan en hellir sjálfur meiri steypu inn í umræðuna en hann ætlar að setja á sjálft torgið. Svar varaformanns Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar við grein minni um ljós og skugga í nýju skipulagi Austurvallar og Ingólfstorgs var kraftmikið og snarpt en var því miður gegnsýrt af ótta borgaryfirvalda við opna umræðu um skipulagið. Ég er sammála Hjálmari að það gangi ekki að umræðan byggist á rangfærslum, því langar mig að leiðrétta fjölmargar vitleysur í málflutningi hans. Áður vil ég þó nefna eitt atriði úr grein Hjálmars sem mér fannst ískyggilegt. Í lok greinar sinnar gefur hann í skyn að allir sem mótmæla áformum borgarstjórnar með undirskrift sinni á ekkihotel.is séu afvegaleiddir. ?Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris.? Það er ekki boðlegt að borgarstarfsmaður afgreiði málflutning andstæðinga skipulagshugmynda á þennan hátt og geri lítið úr þúsundum manna sem setja kröfur sínar fram á lýðræðislegan hátt. Þá að upptalningu í svari Hjálmars þar sem hann er á villigötum í öllum fimm liðunum. 1. Það er rangt hjá Hjálmari að sólarsýn á Austurvelli minnki ekki. Hann sleppir því að taka nýbyggingarnar sitthvoru megin við Landsímahúsið með í reikninginn en báðar standa þær í vegi fyrir eftirmiðdagssólinni. Viðbótarhæðin ofan á Landsímahúsinu mun einnig varpa skugga á Austurvöll þó hún sé með hallandi mansardþak. 2. Þriggja hæða hús við hlið lágreistra húsa í þröngum götum eru há hús í hlutfalli við umhverfið. Steypta húsið sem stendur austan Aðalstrætis er 5 hæðir. Því er rétt að tala um að há stórhýsi þrengi að elsta húsi Reykjavíkur. 3. Allir sem hafa gengið Vallarstræti frá Austurvelli hafa upplifað að það er þröngt og skuggalegt sund. Ekki batnar það við að lengja sundið milli enn hærri húsa og þéttari en er að finna í Grjótaþorpinu sem Hjálmar vitnar til sem fyrirmyndar. Fólk er ekki fífl og þó sundið sé kallað gata sér fólk þetta sjálft með því að labba sundið. 4. Ég hef persónulega tekið þátt í umræðum við borgarstjórnarfólk um að það þyrfti að takmarka umferð almennings um Kirkjustræti vegna fyrirhugaðs hótels í Landsímahúsinu. Það er ekki hluti af tillögunum núna en umferðarvandamálið er augljóst þegar hótelið er teygt alveg fram á Kirkjustrætið. 5. Torg afmarkast af húsunum sem umlykja þau. Ingólfstorg og möguleikar til útivistar þar munu minnka við fyrirhugaða nýbyggingu á torginu. Þó að ís- og samlokuhúsin séu fjarlægð og bílastæði lögð niður. Af þessari upptalningu sést að svör varaformanns Skipulagsráðs Reykjavíkur eru villandi, sem er dapurlegt fyrir skynsamlega umræðu um skipulagsmál. Látum ekki hvassyrta embættismenn fæla okkur frá umræðum, tökum þátt, hvert á sinn hátt, með sínum stíl og sínu orðfæri. Lýðræðið eflist þegar við segjum hug okkar. Mótmælum illa hönnuðu skipulagi og skrifum strax í dag undir á: ekkihotel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hjálmar Sveinsson er nú meiri Jókerinn. Hann vill að umræðunni um Ingólfstorg sé lyft á hærra plan en hellir sjálfur meiri steypu inn í umræðuna en hann ætlar að setja á sjálft torgið. Svar varaformanns Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar við grein minni um ljós og skugga í nýju skipulagi Austurvallar og Ingólfstorgs var kraftmikið og snarpt en var því miður gegnsýrt af ótta borgaryfirvalda við opna umræðu um skipulagið. Ég er sammála Hjálmari að það gangi ekki að umræðan byggist á rangfærslum, því langar mig að leiðrétta fjölmargar vitleysur í málflutningi hans. Áður vil ég þó nefna eitt atriði úr grein Hjálmars sem mér fannst ískyggilegt. Í lok greinar sinnar gefur hann í skyn að allir sem mótmæla áformum borgarstjórnar með undirskrift sinni á ekkihotel.is séu afvegaleiddir. ?Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris.? Það er ekki boðlegt að borgarstarfsmaður afgreiði málflutning andstæðinga skipulagshugmynda á þennan hátt og geri lítið úr þúsundum manna sem setja kröfur sínar fram á lýðræðislegan hátt. Þá að upptalningu í svari Hjálmars þar sem hann er á villigötum í öllum fimm liðunum. 1. Það er rangt hjá Hjálmari að sólarsýn á Austurvelli minnki ekki. Hann sleppir því að taka nýbyggingarnar sitthvoru megin við Landsímahúsið með í reikninginn en báðar standa þær í vegi fyrir eftirmiðdagssólinni. Viðbótarhæðin ofan á Landsímahúsinu mun einnig varpa skugga á Austurvöll þó hún sé með hallandi mansardþak. 2. Þriggja hæða hús við hlið lágreistra húsa í þröngum götum eru há hús í hlutfalli við umhverfið. Steypta húsið sem stendur austan Aðalstrætis er 5 hæðir. Því er rétt að tala um að há stórhýsi þrengi að elsta húsi Reykjavíkur. 3. Allir sem hafa gengið Vallarstræti frá Austurvelli hafa upplifað að það er þröngt og skuggalegt sund. Ekki batnar það við að lengja sundið milli enn hærri húsa og þéttari en er að finna í Grjótaþorpinu sem Hjálmar vitnar til sem fyrirmyndar. Fólk er ekki fífl og þó sundið sé kallað gata sér fólk þetta sjálft með því að labba sundið. 4. Ég hef persónulega tekið þátt í umræðum við borgarstjórnarfólk um að það þyrfti að takmarka umferð almennings um Kirkjustræti vegna fyrirhugaðs hótels í Landsímahúsinu. Það er ekki hluti af tillögunum núna en umferðarvandamálið er augljóst þegar hótelið er teygt alveg fram á Kirkjustrætið. 5. Torg afmarkast af húsunum sem umlykja þau. Ingólfstorg og möguleikar til útivistar þar munu minnka við fyrirhugaða nýbyggingu á torginu. Þó að ís- og samlokuhúsin séu fjarlægð og bílastæði lögð niður. Af þessari upptalningu sést að svör varaformanns Skipulagsráðs Reykjavíkur eru villandi, sem er dapurlegt fyrir skynsamlega umræðu um skipulagsmál. Látum ekki hvassyrta embættismenn fæla okkur frá umræðum, tökum þátt, hvert á sinn hátt, með sínum stíl og sínu orðfæri. Lýðræðið eflist þegar við segjum hug okkar. Mótmælum illa hönnuðu skipulagi og skrifum strax í dag undir á: ekkihotel.is.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar