Ískyggilegt svar Sverrir Björnsson skrifar 23. júlí 2012 06:00 Hjálmar Sveinsson er nú meiri Jókerinn. Hann vill að umræðunni um Ingólfstorg sé lyft á hærra plan en hellir sjálfur meiri steypu inn í umræðuna en hann ætlar að setja á sjálft torgið. Svar varaformanns Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar við grein minni um ljós og skugga í nýju skipulagi Austurvallar og Ingólfstorgs var kraftmikið og snarpt en var því miður gegnsýrt af ótta borgaryfirvalda við opna umræðu um skipulagið. Ég er sammála Hjálmari að það gangi ekki að umræðan byggist á rangfærslum, því langar mig að leiðrétta fjölmargar vitleysur í málflutningi hans. Áður vil ég þó nefna eitt atriði úr grein Hjálmars sem mér fannst ískyggilegt. Í lok greinar sinnar gefur hann í skyn að allir sem mótmæla áformum borgarstjórnar með undirskrift sinni á ekkihotel.is séu afvegaleiddir. ?Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris.? Það er ekki boðlegt að borgarstarfsmaður afgreiði málflutning andstæðinga skipulagshugmynda á þennan hátt og geri lítið úr þúsundum manna sem setja kröfur sínar fram á lýðræðislegan hátt. Þá að upptalningu í svari Hjálmars þar sem hann er á villigötum í öllum fimm liðunum. 1. Það er rangt hjá Hjálmari að sólarsýn á Austurvelli minnki ekki. Hann sleppir því að taka nýbyggingarnar sitthvoru megin við Landsímahúsið með í reikninginn en báðar standa þær í vegi fyrir eftirmiðdagssólinni. Viðbótarhæðin ofan á Landsímahúsinu mun einnig varpa skugga á Austurvöll þó hún sé með hallandi mansardþak. 2. Þriggja hæða hús við hlið lágreistra húsa í þröngum götum eru há hús í hlutfalli við umhverfið. Steypta húsið sem stendur austan Aðalstrætis er 5 hæðir. Því er rétt að tala um að há stórhýsi þrengi að elsta húsi Reykjavíkur. 3. Allir sem hafa gengið Vallarstræti frá Austurvelli hafa upplifað að það er þröngt og skuggalegt sund. Ekki batnar það við að lengja sundið milli enn hærri húsa og þéttari en er að finna í Grjótaþorpinu sem Hjálmar vitnar til sem fyrirmyndar. Fólk er ekki fífl og þó sundið sé kallað gata sér fólk þetta sjálft með því að labba sundið. 4. Ég hef persónulega tekið þátt í umræðum við borgarstjórnarfólk um að það þyrfti að takmarka umferð almennings um Kirkjustræti vegna fyrirhugaðs hótels í Landsímahúsinu. Það er ekki hluti af tillögunum núna en umferðarvandamálið er augljóst þegar hótelið er teygt alveg fram á Kirkjustrætið. 5. Torg afmarkast af húsunum sem umlykja þau. Ingólfstorg og möguleikar til útivistar þar munu minnka við fyrirhugaða nýbyggingu á torginu. Þó að ís- og samlokuhúsin séu fjarlægð og bílastæði lögð niður. Af þessari upptalningu sést að svör varaformanns Skipulagsráðs Reykjavíkur eru villandi, sem er dapurlegt fyrir skynsamlega umræðu um skipulagsmál. Látum ekki hvassyrta embættismenn fæla okkur frá umræðum, tökum þátt, hvert á sinn hátt, með sínum stíl og sínu orðfæri. Lýðræðið eflist þegar við segjum hug okkar. Mótmælum illa hönnuðu skipulagi og skrifum strax í dag undir á: ekkihotel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Hjálmar Sveinsson er nú meiri Jókerinn. Hann vill að umræðunni um Ingólfstorg sé lyft á hærra plan en hellir sjálfur meiri steypu inn í umræðuna en hann ætlar að setja á sjálft torgið. Svar varaformanns Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar við grein minni um ljós og skugga í nýju skipulagi Austurvallar og Ingólfstorgs var kraftmikið og snarpt en var því miður gegnsýrt af ótta borgaryfirvalda við opna umræðu um skipulagið. Ég er sammála Hjálmari að það gangi ekki að umræðan byggist á rangfærslum, því langar mig að leiðrétta fjölmargar vitleysur í málflutningi hans. Áður vil ég þó nefna eitt atriði úr grein Hjálmars sem mér fannst ískyggilegt. Í lok greinar sinnar gefur hann í skyn að allir sem mótmæla áformum borgarstjórnar með undirskrift sinni á ekkihotel.is séu afvegaleiddir. ?Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris.? Það er ekki boðlegt að borgarstarfsmaður afgreiði málflutning andstæðinga skipulagshugmynda á þennan hátt og geri lítið úr þúsundum manna sem setja kröfur sínar fram á lýðræðislegan hátt. Þá að upptalningu í svari Hjálmars þar sem hann er á villigötum í öllum fimm liðunum. 1. Það er rangt hjá Hjálmari að sólarsýn á Austurvelli minnki ekki. Hann sleppir því að taka nýbyggingarnar sitthvoru megin við Landsímahúsið með í reikninginn en báðar standa þær í vegi fyrir eftirmiðdagssólinni. Viðbótarhæðin ofan á Landsímahúsinu mun einnig varpa skugga á Austurvöll þó hún sé með hallandi mansardþak. 2. Þriggja hæða hús við hlið lágreistra húsa í þröngum götum eru há hús í hlutfalli við umhverfið. Steypta húsið sem stendur austan Aðalstrætis er 5 hæðir. Því er rétt að tala um að há stórhýsi þrengi að elsta húsi Reykjavíkur. 3. Allir sem hafa gengið Vallarstræti frá Austurvelli hafa upplifað að það er þröngt og skuggalegt sund. Ekki batnar það við að lengja sundið milli enn hærri húsa og þéttari en er að finna í Grjótaþorpinu sem Hjálmar vitnar til sem fyrirmyndar. Fólk er ekki fífl og þó sundið sé kallað gata sér fólk þetta sjálft með því að labba sundið. 4. Ég hef persónulega tekið þátt í umræðum við borgarstjórnarfólk um að það þyrfti að takmarka umferð almennings um Kirkjustræti vegna fyrirhugaðs hótels í Landsímahúsinu. Það er ekki hluti af tillögunum núna en umferðarvandamálið er augljóst þegar hótelið er teygt alveg fram á Kirkjustrætið. 5. Torg afmarkast af húsunum sem umlykja þau. Ingólfstorg og möguleikar til útivistar þar munu minnka við fyrirhugaða nýbyggingu á torginu. Þó að ís- og samlokuhúsin séu fjarlægð og bílastæði lögð niður. Af þessari upptalningu sést að svör varaformanns Skipulagsráðs Reykjavíkur eru villandi, sem er dapurlegt fyrir skynsamlega umræðu um skipulagsmál. Látum ekki hvassyrta embættismenn fæla okkur frá umræðum, tökum þátt, hvert á sinn hátt, með sínum stíl og sínu orðfæri. Lýðræðið eflist þegar við segjum hug okkar. Mótmælum illa hönnuðu skipulagi og skrifum strax í dag undir á: ekkihotel.is.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar