Byggingarmagn og bótaskylda Páll Hjalti Hjaltason skrifar 25. júlí 2012 06:00 Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag fjallar fræðimaðurinn og arkitektinn Pétur H. Ármannsson um forsendur fyrir nýafstaðinni samkeppni um Ingólfstorg-Kvos og lagalega stöðu skipulagsmála á landinu. Pétur beinir sjónum sínum einkum að afdrifaríkri grein um bótaskyldu í íslenskum skipulagslögum. Því ber að fagna en ég finn mig samt knúinn til að gera athugasemdir við nokkur atriði í grein Péturs. Pétur segir að forsenda samkeppninnar hafi verið mótsagnakennd þar sem „öll gömlu húsin innan reitsins ættu að standa en eftir sem áður ætti að koma fyrir því nýbyggingamagni sem átti að koma í þeirra stað samkvæmt Kvosarskipulagi“. Hann segir enn fremur að farið hafi verið fram á meira byggingarmagn en hægt væri að koma fyrir án þess að „spilla viðkvæmu og söguríku umhverfi“. Þetta er rangt. Það var engin krafa gerð í forsögn samkeppninnar um að uppfylla þyrfti þær byggingarheimildir sem eru í samþykktu deiliskipulagi. Samkeppnislýsingin var vísvitandi höfð opin hvað varðar uppbyggingu til að gefa keppendum sem mest svigrúm til að leiða fram góðar lausnir. Grín Péturs um að galdra fíla inn í fólksvagn eða að elda úr skemmdum mat missir því marks. Í grein sinni fjallar Pétur skilmerkilega um þá afleitu stöðu sem sveitarfélög landsins standa frammi fyrir þegar byggingarheimildir í deiliskipulagi verða að eign lóðarhafa, sem er varin af eignarréttarákvæðum stjórnarskrár, og hafa ótakmarkaðan gildistíma. Þetta er rétt og það er ekki bara „skilningur lögfróðra“ heldur hafa fallið dómar í Hæstarétti Íslands sem staðfesta tilvist og gildi bótareglunnar. Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru mjög meðvitaðir um þessa stöðu og við gerð nýrra skipulagslaga, sem voru samþykkt 2010, lagði borgin mikla áherslu á að endurskoðuð skipulagslög fælu það m.a. í sér að byggingarheimildir yrðu tímabundnar. Því miður tók Alþingi ekki tillit til þeirra óska og þar við situr. Alþingi setur landslög, ekki sveitarfélagið Reykjavík. Ákall Péturs til stjórnenda Reykjavíkurborgar um að þeir eigi að „endurskoða strax samningsskilmála um úthlutun byggingarréttar með það í huga að hann verði tímabundinn og með fyrirvara um rétt til endurskoðunar skipulags án fébóta“ er brýnt svo langt sem það nær. Gallinn er bara sá að það gefur til kynna að borgin hafi ekkert sinnt þessu mikilvæga máli. Það hefur borgin sannarlega gert. Það er hárrétt að endurskoðun á þessu lagaákvæði er afar mikilvæg þegar kemur að þéttingu byggðar í kjölfar endurskoðaðs Aðalskipulags Reykjavíkur. Það kæmi í veg fyrir að nýjar heimildir yrðu til inn í framtíðina, ótímabundið. Það er einnig rétt, sem fram kemur í greininni, að lög um eignarétt verða ekki afturvirk og því mun lagabreyting ekki hafa áhrif á vanda fortíðar. Í grein sinni tengir Pétur þessa nauðsynlegu breytingu á skipulagslögum við þá uppbyggingu á Landsímareit og við Vallarstræti sem verðlaunatillagan gerir ráð fyrir. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði, svokallað Kvosarskipulag, er 26 ára gamalt. Endurskoðun á bótareglu skipulagslaga myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu mála þar. Vonandi gengur breyting laganna sem fyrst í gegn en breytingin mun ekki verða afturvirk, eins og Pétur segir sjálfur í greininni. Þar fyrir utan voru keppendur, eins og áður sagði, ekki beðnir um að uppfylla það byggingarmagn sem gildandi deiliskipulag heimilar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag fjallar fræðimaðurinn og arkitektinn Pétur H. Ármannsson um forsendur fyrir nýafstaðinni samkeppni um Ingólfstorg-Kvos og lagalega stöðu skipulagsmála á landinu. Pétur beinir sjónum sínum einkum að afdrifaríkri grein um bótaskyldu í íslenskum skipulagslögum. Því ber að fagna en ég finn mig samt knúinn til að gera athugasemdir við nokkur atriði í grein Péturs. Pétur segir að forsenda samkeppninnar hafi verið mótsagnakennd þar sem „öll gömlu húsin innan reitsins ættu að standa en eftir sem áður ætti að koma fyrir því nýbyggingamagni sem átti að koma í þeirra stað samkvæmt Kvosarskipulagi“. Hann segir enn fremur að farið hafi verið fram á meira byggingarmagn en hægt væri að koma fyrir án þess að „spilla viðkvæmu og söguríku umhverfi“. Þetta er rangt. Það var engin krafa gerð í forsögn samkeppninnar um að uppfylla þyrfti þær byggingarheimildir sem eru í samþykktu deiliskipulagi. Samkeppnislýsingin var vísvitandi höfð opin hvað varðar uppbyggingu til að gefa keppendum sem mest svigrúm til að leiða fram góðar lausnir. Grín Péturs um að galdra fíla inn í fólksvagn eða að elda úr skemmdum mat missir því marks. Í grein sinni fjallar Pétur skilmerkilega um þá afleitu stöðu sem sveitarfélög landsins standa frammi fyrir þegar byggingarheimildir í deiliskipulagi verða að eign lóðarhafa, sem er varin af eignarréttarákvæðum stjórnarskrár, og hafa ótakmarkaðan gildistíma. Þetta er rétt og það er ekki bara „skilningur lögfróðra“ heldur hafa fallið dómar í Hæstarétti Íslands sem staðfesta tilvist og gildi bótareglunnar. Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru mjög meðvitaðir um þessa stöðu og við gerð nýrra skipulagslaga, sem voru samþykkt 2010, lagði borgin mikla áherslu á að endurskoðuð skipulagslög fælu það m.a. í sér að byggingarheimildir yrðu tímabundnar. Því miður tók Alþingi ekki tillit til þeirra óska og þar við situr. Alþingi setur landslög, ekki sveitarfélagið Reykjavík. Ákall Péturs til stjórnenda Reykjavíkurborgar um að þeir eigi að „endurskoða strax samningsskilmála um úthlutun byggingarréttar með það í huga að hann verði tímabundinn og með fyrirvara um rétt til endurskoðunar skipulags án fébóta“ er brýnt svo langt sem það nær. Gallinn er bara sá að það gefur til kynna að borgin hafi ekkert sinnt þessu mikilvæga máli. Það hefur borgin sannarlega gert. Það er hárrétt að endurskoðun á þessu lagaákvæði er afar mikilvæg þegar kemur að þéttingu byggðar í kjölfar endurskoðaðs Aðalskipulags Reykjavíkur. Það kæmi í veg fyrir að nýjar heimildir yrðu til inn í framtíðina, ótímabundið. Það er einnig rétt, sem fram kemur í greininni, að lög um eignarétt verða ekki afturvirk og því mun lagabreyting ekki hafa áhrif á vanda fortíðar. Í grein sinni tengir Pétur þessa nauðsynlegu breytingu á skipulagslögum við þá uppbyggingu á Landsímareit og við Vallarstræti sem verðlaunatillagan gerir ráð fyrir. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði, svokallað Kvosarskipulag, er 26 ára gamalt. Endurskoðun á bótareglu skipulagslaga myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu mála þar. Vonandi gengur breyting laganna sem fyrst í gegn en breytingin mun ekki verða afturvirk, eins og Pétur segir sjálfur í greininni. Þar fyrir utan voru keppendur, eins og áður sagði, ekki beðnir um að uppfylla það byggingarmagn sem gildandi deiliskipulag heimilar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar