Hvenær lýkur vitleysunni? Kristþór Gunnarsson skrifar 23. júlí 2012 06:00 Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar. Er Landsbankinn ekki stærsti eigandi Framtakssjóðsins á móti lífeyrissjóðunum? Ég veit að þeir sem fengu að bjóða í Plastprent þurftu að sýna fram á 250 milljóna króna fjárfestingargetu. Hvernig gat Kvos hf. sýnt fram á slíka getu? Fyrirtæki sem var nýbúið að fá 5 milljarða niðurfellingu skulda? Þarfnast þetta ekki nánari skoðunar? Gagnsæi verður að vera til staðar, þannig að við sem skiljum ekki, sjáum hvernig töfrabrögðin eru framkvæmd. Kvos var hluthafi í Plastprenti til ársins 2009, þegar Landsbankinn leysti félagið til sín. Þá var Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar, búinn að vera í stjórn Plastprents í áraraðir. Heldur Framtakssjóðurinn að eigendur Kvosar séu betur í stakk búnir til að reka Plastprent í dag en þeir voru, þegar þeir ásamt öðrum sigldu því í strand? Annað dæmi er Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og dótturfélag þess, Landsprent. Árið 2009 komu nýir eigendur inn í félagið með 300 milljónir í nýtt hlutafé og Íslandsbanki lækkaði á móti skuldir félagsins um 4,6 milljarða. Aftur árið 2011, voru skuldir félagsins lækkaðar enn meira eða um 600 milljónir til viðbótar. Ég er framkvæmdastjóri og einn af eigandum Ísafoldarprentsmiðju. Starfsmenn eiga 85% hlutafjár í fyrirtækinu. Ofangreind tvö fyrirtæki eru okkar stærstu keppinautar. Í dag er búið að afskrifa af þeim 10 milljarða. Hvernig eigum við að bregðast við? Ísafoldarprentsmiðja fékk á sig gengishögg eins og svo mörg önnur íslensk fyrirtæki. Skuldir okkar tvöfölduðust. Greiðslufrestir okkar hjá erlendum birgjum hurfu. Við brugðumst strax við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Starfsfólkið tók á sig tímabundnar launalækkanir, sem vöruðu sem betur fer ekki í langan tíma og allir settu undir sig hausinn. Við munum borga allar okkar skuldir. Núna þegar við erum að sjá fyrir endann á erfiðleikunum, komin yfir erfiðasta hjallann, hvað mætir okkur þá? Keppinautar okkar sprækir og léttir á fæti, tilbúnir í slaginn við okkur. Búnir að losna við allar byrðarnar og tilbúnir í undirboð. Ekki þurfa þeir að gera ráð fyrir afskrifuðu milljörðunum í sínum útreikningum. Þær afskriftir hefur almenningur á Íslandi kokgleypt og allir halda að þetta sé bara „allt í lagi“. Hvað ætlar Samkeppniseftirlitið að gera? Hvað ætlar viðskiptabanki okkar, Landsbankinn, að gera? Er þetta réttlæti? Eru þetta skilaboðin? Er þetta hinn nýi raunveruleiki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar mér var sagt að Framtakssjóður Íslands hefði selt Plastprent ehf. til Kvosar hf., móðurfélags Prentsmiðjunnar Odda. Fyrir örfáum mánuðum afskrifuðu Landsbankinn og Arion banki 5 milljarða af Kvos. Fyrrum eigendur fengu að halda fyrirtækinu, með því að leggja fram 500 milljónir. Þ.e. fyrir hverja krónu sem eigendur lögðu fram voru 10 afskrifaðar. Er Landsbankinn ekki stærsti eigandi Framtakssjóðsins á móti lífeyrissjóðunum? Ég veit að þeir sem fengu að bjóða í Plastprent þurftu að sýna fram á 250 milljóna króna fjárfestingargetu. Hvernig gat Kvos hf. sýnt fram á slíka getu? Fyrirtæki sem var nýbúið að fá 5 milljarða niðurfellingu skulda? Þarfnast þetta ekki nánari skoðunar? Gagnsæi verður að vera til staðar, þannig að við sem skiljum ekki, sjáum hvernig töfrabrögðin eru framkvæmd. Kvos var hluthafi í Plastprenti til ársins 2009, þegar Landsbankinn leysti félagið til sín. Þá var Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar, búinn að vera í stjórn Plastprents í áraraðir. Heldur Framtakssjóðurinn að eigendur Kvosar séu betur í stakk búnir til að reka Plastprent í dag en þeir voru, þegar þeir ásamt öðrum sigldu því í strand? Annað dæmi er Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og dótturfélag þess, Landsprent. Árið 2009 komu nýir eigendur inn í félagið með 300 milljónir í nýtt hlutafé og Íslandsbanki lækkaði á móti skuldir félagsins um 4,6 milljarða. Aftur árið 2011, voru skuldir félagsins lækkaðar enn meira eða um 600 milljónir til viðbótar. Ég er framkvæmdastjóri og einn af eigandum Ísafoldarprentsmiðju. Starfsmenn eiga 85% hlutafjár í fyrirtækinu. Ofangreind tvö fyrirtæki eru okkar stærstu keppinautar. Í dag er búið að afskrifa af þeim 10 milljarða. Hvernig eigum við að bregðast við? Ísafoldarprentsmiðja fékk á sig gengishögg eins og svo mörg önnur íslensk fyrirtæki. Skuldir okkar tvöfölduðust. Greiðslufrestir okkar hjá erlendum birgjum hurfu. Við brugðumst strax við með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Starfsfólkið tók á sig tímabundnar launalækkanir, sem vöruðu sem betur fer ekki í langan tíma og allir settu undir sig hausinn. Við munum borga allar okkar skuldir. Núna þegar við erum að sjá fyrir endann á erfiðleikunum, komin yfir erfiðasta hjallann, hvað mætir okkur þá? Keppinautar okkar sprækir og léttir á fæti, tilbúnir í slaginn við okkur. Búnir að losna við allar byrðarnar og tilbúnir í undirboð. Ekki þurfa þeir að gera ráð fyrir afskrifuðu milljörðunum í sínum útreikningum. Þær afskriftir hefur almenningur á Íslandi kokgleypt og allir halda að þetta sé bara „allt í lagi“. Hvað ætlar Samkeppniseftirlitið að gera? Hvað ætlar viðskiptabanki okkar, Landsbankinn, að gera? Er þetta réttlæti? Eru þetta skilaboðin? Er þetta hinn nýi raunveruleiki?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun