Í júlíbyrjun birtist í Fréttablaðinu stytt útgáfa af grein minni um Hörpu. Í greininni voru ein mistök, ég titlaði aðstoðarmann forstjóra, sem samkvæmt eigin upplýsingum tekur ekki við störfum fyrr en 1. ágúst, sem lögfræðing. Ég biðst velvirðingar á þessari rangfærslu. Forstjórinn getur upplýst okkur um þá menntun sem hún hefur til að bera til að vera hans sérstakur aðstoðarmaður ef honum sýnist svo þegar hann tekur til starfa.
Að undanskildum tveim vinsamlegum e-mailum frá væntanlegum forstjóra hef ég engin viðbrögð fengið við grein minni. Sigursæll er góður vilji og ég vil gjarnan bíða og sjá hverju Halldór fær áorkað.
Sennilega var það bjartsýni að búast við að forsætisráðherra eða borgarstjóri (eða þeirra aðstoðarmenn) tækju sig til að svara þeim spurningum sem koma fram í grein minni eða þá Pétur Eiríksson, stjórnarformaður ýmissa þeirra félaga sem reka Hörpu. Mér sýnist hann bera stóra ábyrgð á því sem sumir myndu kalla óhóflegt bruðl.
Það sýnir hvar lýðræðið er á okkar landi að enda þótt stjórnmálamenn í orði kveðnu kvarti undan vantrausti almennings, þá kæra þeir sig kollótta þegar þeir eru beðnir að svara við spurningum sem margir vilja fá svar við. Ég hef fyrir gráglettni örlaganna verið að mestu búsettur í Frakklandi sl. áratug og verið m.a. að vinna að því að kenna Frökkum að meta afurðir Lýsis hf. Það er ekki auðhlaupið að því og í tvígang hefur mér ofboðið og ég skrifað forseta franska lýðveldisins bréf. Í bæði skiptin hef ég fengið svar á skömmum tíma og í annað skipti leiðréttingu minna mála og í hitt skiptið skýringar sem ég varð að sætta mig við. Svona virkar þó þrátt fyrir allt lýðræðið í Frakklandi þó það geri það augljóslega ekki á Íslandi.
Í Lilju Eysteins Ásgrímssonar segir (eftir minni):
Varðar mest til allra orða
undirstaðan sé réttleg fundin.
Galli við Hörpu er að mínu mati að undirstaðan er ekki réttleg fundin. Málefnið er gott en forsendurnar verða að vera réttar og öll umgjörð.
Í grein minni um Hörpu var ég síst af öllu að gagnrýna þá sem byggðu Hörpu hörðum höndum. Handverk þeirra er til sóma og þeir mega vera stoltir af sínu verki.
Það mun verða erfitt að leiðrétta þá undirstöðu sem Harpa er byggð á, en forsenda þeirra leiðréttinga er að fólk sé upplýst um þá miklu sóun sem hér hefur átt sér stað og hver er ábyrgur fyrir henni.

Enn um Hörpu
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Skoðun

Who mediates the mediator?
Ian McDonald skrifar

Hamfarir á hörmungar ofan
Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar

Heimsendir í Palestínu: Vaxandi ofstækisstefna Ísraels
Marwan Bishara skrifar

Ég nenni ekki...farðu samt!
Anna Claessen skrifar

Þróun leikskólastarfsins; Tímamótaskref í leikskólum Hafnarfjarðar
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir,Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar

Enn um úthlutun tollkvóta
Margrét Gísladóttir skrifar

Mun fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjast af?
Sigurður Páll Jónsson skrifar

Vanhæfir stjórnendur: birtingarmynd þeirra og lausnir fyrir almennt starfsfólk
Sunna Arnardóttir skrifar

Ferðamennska allt árið um kring
Gréta María Grétarsdóttir skrifar

Láglaunafólk og leigumarkaðurinn
Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar

Ertu að bjóða barnaníðingum heim til þín?
Stefanía Arnardóttir skrifar

Nokkrar „sturlaðar“ staðreyndir um íslenskan vinnumarkað
Þorsteinn Víglundsson skrifar

Harðræði ríkisins gegn Eflingu - epli Aðalsteins og afstaða VG
Árni Stefán Árnason skrifar

Tryggjum fæðuöryggi þjóðar
Anton Guðmundsson skrifar

Árangur fyrir heimilislausar konur
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar