Enn um Hörpu Ármann Örn Ármannsson skrifar 24. júlí 2012 06:00 Í júlíbyrjun birtist í Fréttablaðinu stytt útgáfa af grein minni um Hörpu. Í greininni voru ein mistök, ég titlaði aðstoðarmann forstjóra, sem samkvæmt eigin upplýsingum tekur ekki við störfum fyrr en 1. ágúst, sem lögfræðing. Ég biðst velvirðingar á þessari rangfærslu. Forstjórinn getur upplýst okkur um þá menntun sem hún hefur til að bera til að vera hans sérstakur aðstoðarmaður ef honum sýnist svo þegar hann tekur til starfa. Að undanskildum tveim vinsamlegum e-mailum frá væntanlegum forstjóra hef ég engin viðbrögð fengið við grein minni. Sigursæll er góður vilji og ég vil gjarnan bíða og sjá hverju Halldór fær áorkað. Sennilega var það bjartsýni að búast við að forsætisráðherra eða borgarstjóri (eða þeirra aðstoðarmenn) tækju sig til að svara þeim spurningum sem koma fram í grein minni eða þá Pétur Eiríksson, stjórnarformaður ýmissa þeirra félaga sem reka Hörpu. Mér sýnist hann bera stóra ábyrgð á því sem sumir myndu kalla óhóflegt bruðl. Það sýnir hvar lýðræðið er á okkar landi að enda þótt stjórnmálamenn í orði kveðnu kvarti undan vantrausti almennings, þá kæra þeir sig kollótta þegar þeir eru beðnir að svara við spurningum sem margir vilja fá svar við. Ég hef fyrir gráglettni örlaganna verið að mestu búsettur í Frakklandi sl. áratug og verið m.a. að vinna að því að kenna Frökkum að meta afurðir Lýsis hf. Það er ekki auðhlaupið að því og í tvígang hefur mér ofboðið og ég skrifað forseta franska lýðveldisins bréf. Í bæði skiptin hef ég fengið svar á skömmum tíma og í annað skipti leiðréttingu minna mála og í hitt skiptið skýringar sem ég varð að sætta mig við. Svona virkar þó þrátt fyrir allt lýðræðið í Frakklandi þó það geri það augljóslega ekki á Íslandi. Í Lilju Eysteins Ásgrímssonar segir (eftir minni): Varðar mest til allra orða undirstaðan sé réttleg fundin. Galli við Hörpu er að mínu mati að undirstaðan er ekki réttleg fundin. Málefnið er gott en forsendurnar verða að vera réttar og öll umgjörð. Í grein minni um Hörpu var ég síst af öllu að gagnrýna þá sem byggðu Hörpu hörðum höndum. Handverk þeirra er til sóma og þeir mega vera stoltir af sínu verki. Það mun verða erfitt að leiðrétta þá undirstöðu sem Harpa er byggð á, en forsenda þeirra leiðréttinga er að fólk sé upplýst um þá miklu sóun sem hér hefur átt sér stað og hver er ábyrgur fyrir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í júlíbyrjun birtist í Fréttablaðinu stytt útgáfa af grein minni um Hörpu. Í greininni voru ein mistök, ég titlaði aðstoðarmann forstjóra, sem samkvæmt eigin upplýsingum tekur ekki við störfum fyrr en 1. ágúst, sem lögfræðing. Ég biðst velvirðingar á þessari rangfærslu. Forstjórinn getur upplýst okkur um þá menntun sem hún hefur til að bera til að vera hans sérstakur aðstoðarmaður ef honum sýnist svo þegar hann tekur til starfa. Að undanskildum tveim vinsamlegum e-mailum frá væntanlegum forstjóra hef ég engin viðbrögð fengið við grein minni. Sigursæll er góður vilji og ég vil gjarnan bíða og sjá hverju Halldór fær áorkað. Sennilega var það bjartsýni að búast við að forsætisráðherra eða borgarstjóri (eða þeirra aðstoðarmenn) tækju sig til að svara þeim spurningum sem koma fram í grein minni eða þá Pétur Eiríksson, stjórnarformaður ýmissa þeirra félaga sem reka Hörpu. Mér sýnist hann bera stóra ábyrgð á því sem sumir myndu kalla óhóflegt bruðl. Það sýnir hvar lýðræðið er á okkar landi að enda þótt stjórnmálamenn í orði kveðnu kvarti undan vantrausti almennings, þá kæra þeir sig kollótta þegar þeir eru beðnir að svara við spurningum sem margir vilja fá svar við. Ég hef fyrir gráglettni örlaganna verið að mestu búsettur í Frakklandi sl. áratug og verið m.a. að vinna að því að kenna Frökkum að meta afurðir Lýsis hf. Það er ekki auðhlaupið að því og í tvígang hefur mér ofboðið og ég skrifað forseta franska lýðveldisins bréf. Í bæði skiptin hef ég fengið svar á skömmum tíma og í annað skipti leiðréttingu minna mála og í hitt skiptið skýringar sem ég varð að sætta mig við. Svona virkar þó þrátt fyrir allt lýðræðið í Frakklandi þó það geri það augljóslega ekki á Íslandi. Í Lilju Eysteins Ásgrímssonar segir (eftir minni): Varðar mest til allra orða undirstaðan sé réttleg fundin. Galli við Hörpu er að mínu mati að undirstaðan er ekki réttleg fundin. Málefnið er gott en forsendurnar verða að vera réttar og öll umgjörð. Í grein minni um Hörpu var ég síst af öllu að gagnrýna þá sem byggðu Hörpu hörðum höndum. Handverk þeirra er til sóma og þeir mega vera stoltir af sínu verki. Það mun verða erfitt að leiðrétta þá undirstöðu sem Harpa er byggð á, en forsenda þeirra leiðréttinga er að fólk sé upplýst um þá miklu sóun sem hér hefur átt sér stað og hver er ábyrgur fyrir henni.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar