Fílar í fólksvagni miðbæjarins Pétur H. Ármannsson skrifar 20. júlí 2012 06:00 Kallað hefur verið eftir málefnalegum skoðanaskiptum um niðurstöðu nýafstaðinnar hugmyndasamkeppni um uppbyggingu við Ingólfstorg. Mikilvægt er að sú umræða einskorðist ekki við kosti og galla verðlaunatillagna heldur taki einnig til forsendna sjálfrar samkeppninnar og orsaka þess vanda sem henni var ætlað að leysa. Reiturinn sem um ræðir er einn sá mikilvægasti í elsta hluta miðbæjarins. Uppbygging innan hans hefur áhrif á ásýnd þriggja torga og götumyndir tveggja af elstu götum Reykjavíkur. Um 1987 var samþykkt deiliskipulag fyrir reitinn (hluti svonefnds Kvosarskipulags) sem enn er í gildi. Samkvæmt því eiga öll timburhúsin fjögur sem nú standa sunnan Vallarstrætis að víkja fyrir nýbyggingum með líku sniði og húsin beggja vegna Morgunblaðshússins. Eftir að skipulagið var staðfest hafa ýmsar forsendur breyst sem og afstaða fólks til sögulegra verðmæta. Í húsverndarstefnu Reykjavíkurborgar frá 1996 var lagt til að timburhúsin sem nú mynda umgjörð Ingólfstorgs á þrjá vegu yrðu varðveitt sem samfelld heild vegna ótvíræðs umhverfisgildis. Kvennaskólinn við Austurvöll (framhluti Nasa) hefur verið friðaður og áhugafólk hefur fært rök fyrir menningargildi salarins aftan við. Gömul hús við Aðalstræti og Kirkjustræti hafa verið endurgerð af metnaði og talsverðu til kostað að bæta umhverfið. Þrátt fyrir þetta hafa ákvæði skipulagsins frá 1987 ekki breyst og réttur til uppbyggingar er enn í fullu gildi. Gerðar voru tillögur þar sem reynt var að sætta uppbyggingarhagsmuni lóðareiganda og varðveislusjónarmið, m.a. með flutningi tveggja timburhúsa við Vallarstræti inn á torgið. Um þær náðist ekki sátt og var þeim vísað frá í aðdraganda síðustu kosninga eftir kröfug mótmæli. Í erfiðri stöðu ákváðu skipulagsyfirvöld í október sl. að efna til samkeppni í samvinnu við lóðareiganda í þeirri von að snjöll tillaga gæti orðið grunnur að heildstæðri framtíðarlausn fyrir skipulag svæðisins. Forsendan var mótsagnakennd, sú að öll gömlu húsin innan reitsins ættu að standa en eftir sem áður ætti að koma fyrir því nýbyggingamagni sem átti að koma í þeirra stað samkvæmt Kvosarskipulagi. Í stað þess að verða sú frjóa og skapandi leit að framtíðarsýn um fegurri borgarmynd sem væntingar stóðu til varð tillögugerðin að vonlausri glímu við illleysanlegt viðfangsefni. Byggingamagnið sem farið var fram á var einfaldlega meira en svo að hægt væri að koma því fyrir án þess að spilla viðkvæmu og söguríku umhverfi þar sem gildi byggðarinnar felst öðru fremur í smágerðum mælikvarða. Þetta grunaði ýmsa sem lásu skilmála keppninnar og ákváðu að taka ekki þátt. Illu heilli hefur niðurstaða keppninnar staðfest þær efasemdir. Samkeppnislausnir verða aldrei betri en þær forsendur sem tillögugerðin byggir á. Jafnvel bestu arkitektar heims geta ekki galdrað fíla inn í fólksvagn eða óhóflegt byggingamagn inn í viðkvæmt umhverfi svo vel fari. Ekki frekar en að meistarakokkar geti eldað boðlega máltíð úr skemmdu hráefni. Vandinn sem við blasir í þessu tilviki og öðrum hliðstæðum verður ekki leystur á forsendum skipulags og byggingarlistar nema að áður sé tekið á stjórnsýslu- og lögfræðilegum þætti málsins. Hér á landi hefur tíðkast að úthluta byggingarrétti á grundvelli staðfests deiliskipulags án eðlilegra fyrirvara um rétt sveitarfélags til að endurskoða skipulagið eftir tiltekinn árafjölda án þess að slíkt kalli á skaðabætur. Í dag er byggingarréttur gjafakóti, ævarandi eign lóðarhafa og sem slíkur varinn af eignarréttarákvæðum stjórnarskrár. Sá er skilningur lögfróðra enda þótt að dómur hafi aldrei fallið í máli af þessu tagi svo greinarhöfundi sé kunnugt um. Sveitarfélög hafa því fá úrræði til að vinda ofan af óheppilegum skipulagsákvörðunum fortíðar nema að greiða hlutaðeigandi fébætur. Það á að vera forgangsverkefni stjórnenda Reykjavíkurborgar að endurskoða strax samningsskilmála um úthlutun byggingarréttar með það í huga að hann verði tímabundinn og með fyrirvara um rétt til endurskoðunar skipulags án fébóta. Ekki síst er þetta mikilvægt í ljósi stefnu um mikla þéttingu byggðar vestan Elliðaáa sem boðuð er í drögum að endurskoðuðu Aðalskipulagi Reykjavíkur. Þegar búið er að stöðva frekari útbreiðslu vandans með breyttum skilmálum er næsta verkefni að finna leiðir til að vinda ofan af vandamálum fortíðar. Það þarf að gera á forsendum gildandi laga um eignarrétt sem ekki verður breytt afturvirkt. Ein leið og sú augljósasta felst í samkomulagi um tilfærslu byggingarréttar milli lóða (e: Transfer of Development Rights (TDR)), úrræði sem fyrst var þróað í New York árið 1916 í tengslum við setningu reglna um takmörkun á uppbyggingarrétti vegna almannahagsmuna. Með slíkt stjórntæki í höndum eru borgaryfirvöld í sterkari stöðu til að leysa hagsmunadeilur á borð við skipulagið við Ingólfstorg með almannaheill og gæði umhverfis að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Kallað hefur verið eftir málefnalegum skoðanaskiptum um niðurstöðu nýafstaðinnar hugmyndasamkeppni um uppbyggingu við Ingólfstorg. Mikilvægt er að sú umræða einskorðist ekki við kosti og galla verðlaunatillagna heldur taki einnig til forsendna sjálfrar samkeppninnar og orsaka þess vanda sem henni var ætlað að leysa. Reiturinn sem um ræðir er einn sá mikilvægasti í elsta hluta miðbæjarins. Uppbygging innan hans hefur áhrif á ásýnd þriggja torga og götumyndir tveggja af elstu götum Reykjavíkur. Um 1987 var samþykkt deiliskipulag fyrir reitinn (hluti svonefnds Kvosarskipulags) sem enn er í gildi. Samkvæmt því eiga öll timburhúsin fjögur sem nú standa sunnan Vallarstrætis að víkja fyrir nýbyggingum með líku sniði og húsin beggja vegna Morgunblaðshússins. Eftir að skipulagið var staðfest hafa ýmsar forsendur breyst sem og afstaða fólks til sögulegra verðmæta. Í húsverndarstefnu Reykjavíkurborgar frá 1996 var lagt til að timburhúsin sem nú mynda umgjörð Ingólfstorgs á þrjá vegu yrðu varðveitt sem samfelld heild vegna ótvíræðs umhverfisgildis. Kvennaskólinn við Austurvöll (framhluti Nasa) hefur verið friðaður og áhugafólk hefur fært rök fyrir menningargildi salarins aftan við. Gömul hús við Aðalstræti og Kirkjustræti hafa verið endurgerð af metnaði og talsverðu til kostað að bæta umhverfið. Þrátt fyrir þetta hafa ákvæði skipulagsins frá 1987 ekki breyst og réttur til uppbyggingar er enn í fullu gildi. Gerðar voru tillögur þar sem reynt var að sætta uppbyggingarhagsmuni lóðareiganda og varðveislusjónarmið, m.a. með flutningi tveggja timburhúsa við Vallarstræti inn á torgið. Um þær náðist ekki sátt og var þeim vísað frá í aðdraganda síðustu kosninga eftir kröfug mótmæli. Í erfiðri stöðu ákváðu skipulagsyfirvöld í október sl. að efna til samkeppni í samvinnu við lóðareiganda í þeirri von að snjöll tillaga gæti orðið grunnur að heildstæðri framtíðarlausn fyrir skipulag svæðisins. Forsendan var mótsagnakennd, sú að öll gömlu húsin innan reitsins ættu að standa en eftir sem áður ætti að koma fyrir því nýbyggingamagni sem átti að koma í þeirra stað samkvæmt Kvosarskipulagi. Í stað þess að verða sú frjóa og skapandi leit að framtíðarsýn um fegurri borgarmynd sem væntingar stóðu til varð tillögugerðin að vonlausri glímu við illleysanlegt viðfangsefni. Byggingamagnið sem farið var fram á var einfaldlega meira en svo að hægt væri að koma því fyrir án þess að spilla viðkvæmu og söguríku umhverfi þar sem gildi byggðarinnar felst öðru fremur í smágerðum mælikvarða. Þetta grunaði ýmsa sem lásu skilmála keppninnar og ákváðu að taka ekki þátt. Illu heilli hefur niðurstaða keppninnar staðfest þær efasemdir. Samkeppnislausnir verða aldrei betri en þær forsendur sem tillögugerðin byggir á. Jafnvel bestu arkitektar heims geta ekki galdrað fíla inn í fólksvagn eða óhóflegt byggingamagn inn í viðkvæmt umhverfi svo vel fari. Ekki frekar en að meistarakokkar geti eldað boðlega máltíð úr skemmdu hráefni. Vandinn sem við blasir í þessu tilviki og öðrum hliðstæðum verður ekki leystur á forsendum skipulags og byggingarlistar nema að áður sé tekið á stjórnsýslu- og lögfræðilegum þætti málsins. Hér á landi hefur tíðkast að úthluta byggingarrétti á grundvelli staðfests deiliskipulags án eðlilegra fyrirvara um rétt sveitarfélags til að endurskoða skipulagið eftir tiltekinn árafjölda án þess að slíkt kalli á skaðabætur. Í dag er byggingarréttur gjafakóti, ævarandi eign lóðarhafa og sem slíkur varinn af eignarréttarákvæðum stjórnarskrár. Sá er skilningur lögfróðra enda þótt að dómur hafi aldrei fallið í máli af þessu tagi svo greinarhöfundi sé kunnugt um. Sveitarfélög hafa því fá úrræði til að vinda ofan af óheppilegum skipulagsákvörðunum fortíðar nema að greiða hlutaðeigandi fébætur. Það á að vera forgangsverkefni stjórnenda Reykjavíkurborgar að endurskoða strax samningsskilmála um úthlutun byggingarréttar með það í huga að hann verði tímabundinn og með fyrirvara um rétt til endurskoðunar skipulags án fébóta. Ekki síst er þetta mikilvægt í ljósi stefnu um mikla þéttingu byggðar vestan Elliðaáa sem boðuð er í drögum að endurskoðuðu Aðalskipulagi Reykjavíkur. Þegar búið er að stöðva frekari útbreiðslu vandans með breyttum skilmálum er næsta verkefni að finna leiðir til að vinda ofan af vandamálum fortíðar. Það þarf að gera á forsendum gildandi laga um eignarrétt sem ekki verður breytt afturvirkt. Ein leið og sú augljósasta felst í samkomulagi um tilfærslu byggingarréttar milli lóða (e: Transfer of Development Rights (TDR)), úrræði sem fyrst var þróað í New York árið 1916 í tengslum við setningu reglna um takmörkun á uppbyggingarrétti vegna almannahagsmuna. Með slíkt stjórntæki í höndum eru borgaryfirvöld í sterkari stöðu til að leysa hagsmunadeilur á borð við skipulagið við Ingólfstorg með almannaheill og gæði umhverfis að leiðarljósi.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun