Þörf er á skipulagsbreytingu í heilsugæslu Eyjólfur Guðmundsson skrifar 20. júlí 2012 06:00 Fjöldi einstaklinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu hefur engan fastan heimilislækni og fer því á mis við lögboðna grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Allir fastráðnir heimilislæknar eru með fullskráð samlög en auk þess eiga sömu læknar að sinna einstaklingum í umdæmum heilsugæslustöðvanna sem eru án heimilislæknis. Álag og starfsaðstaða heimilislækna er því óboðleg sem hefur endurspeglast í uppsögnum og ekki fást lengur sérfræðingar í heimilislækningum til starfa í auglýstar stöður. Bið eftir tíma hjá heimilislækni er óásættanlega langur en rétt er að taka fram að þjónustu Læknavaktarinnar er ekki hægt að bera saman við alhliða starfsemi heilsugæslustöðva. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, en veikburða heilsugæsla dregur úr þjónustustýringu og er því kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Mikilvægi heilsugæslu liggur í góðri yfirsýn yfir heilsufar sjúklinga sem auðveldar forvarnir, greiningu og meðferð langvinnra sjúkdóma, einkum lífsstílssjúkdóma en þess misskilnings gætir oft og ekki síst meðal ráðamanna að heilsugæslan sinni minniháttar veikindum hjá annars frísku fólki. Rannsóknir hafa sýnt að heilsugæsla mönnuð sérfræðingum í heimilislækningum getur leyst úr vanda allt að 90% þeirra sem til hennar leita og er því aðeins í undantekningartilfellum þörf á dýrari sérfræði- eða sjúkrahúsþjónustu. Til að auðvelda þjónustustýringu innan heilbrigðiskerfisins þurfa stjórnvöld með markvissari hætti að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Hingað til hafa stjórnvöld ekki beitt sér með skipulegum hætti til að svo geti orðið. Taka verður pólitíska ákvörðun um að efla heilsugæsluna en um það er reyndar ákvæði í núverandi stjórnarsáttmála. Undanfarið hefur borið á því að sjúklingar leiti á bráðamóttökur sjúkrahúsanna vegna oft á tíðum minniháttar veikinda. Af þessum vanda dró velferðarráðherra alrangar ályktanir í nýlegu viðtali og viðraði óraunhæfar hugmyndir um að auka enn frekar afköst heilsugæslunnar en þar fá sjúklingar ekki afgreiðslu eins og lækningaforstjóri benti réttilega á vegna læknaskorts. Heilsugæslan þarf án tafar skipulagsbreytingar sem norræna velferðarstjórnin og velferðarráðuneytið á að hafa frumkvæði að. Skapa þarf öryggi og samfellu í heilbrigðisþjónustu með því að gera öllum landsmönnum kleift að skrá sig hjá heimilislækni og tryggja um leið jafnan rétt þegnanna til persónulegrar læknisþjónustu. Vel starfandi heilsugæsla er gríðarlega mikilvæg til að skapa jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, fötlun eða félagslegri stöðu og er því grunnurinn að markvissri lýðheilsu. Í byrjun árs 2010 var tekið upp í Svíþjóð fyrirkomulag í heilbrigðisþjónustu sem nefnt hefur verið þjónustuval eða „vårdval” en markmiðið er að tryggja sjúklingum öryggi og samfellu í heilbrigðisþjónustu. Einstaklingum er nú frjálst að velja sér heimilislækni en það er á ábyrgð stjórnvalda að skipuleggja þjónustuna og sjá til þess að slíkt val sé mögulegt. Í fyrirkomulaginu felst að ríkið greiðir fyrir þjónustu heilsugæslu óháð rekstrarformi en rekstrarfé fylgir notanda þjónustunnar. Fjölbreytni í rekstrarformum í heilsugæslu eykur áhuga lækna á heimilislækningum og skapar um leið eðlilegri starfsskilyrði og samkeppnisstöðu gagnvart öðrum þjónustustigum innan heilbrigðiskerfisins. Einnig er í Svíþjóð starfrækt öflug símaráðgjöf á landsvísu allan sólarhringinn mönnuð fagfólki sem leiðbeinir um þjónustu ef veikindi koma upp. Slíka símaþjónustu vantar sárlega á Íslandi. Af reynslu minni í starfi heimilislæknis bæði í Svíþjóð og á Íslandi get ég staðfest að starfsaðstaða er betri og skipulag heilsugæslu markvissara í Svíþjóð. Af hverju vefst fyrir stjórnmálamönnum á Íslandi að byggja upp heilsugæsluna? Ekki vefst fyrir þeim að samþykkja milljarða í hátæknisjúkrahús. Einungis brot af kostnaði við hátæknisjúkrahús færi í að koma heilsugæslunni á réttan kjöl og arður fjárfestingarinnar yrði ríkulegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi einstaklinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu hefur engan fastan heimilislækni og fer því á mis við lögboðna grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Allir fastráðnir heimilislæknar eru með fullskráð samlög en auk þess eiga sömu læknar að sinna einstaklingum í umdæmum heilsugæslustöðvanna sem eru án heimilislæknis. Álag og starfsaðstaða heimilislækna er því óboðleg sem hefur endurspeglast í uppsögnum og ekki fást lengur sérfræðingar í heimilislækningum til starfa í auglýstar stöður. Bið eftir tíma hjá heimilislækni er óásættanlega langur en rétt er að taka fram að þjónustu Læknavaktarinnar er ekki hægt að bera saman við alhliða starfsemi heilsugæslustöðva. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, en veikburða heilsugæsla dregur úr þjónustustýringu og er því kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Mikilvægi heilsugæslu liggur í góðri yfirsýn yfir heilsufar sjúklinga sem auðveldar forvarnir, greiningu og meðferð langvinnra sjúkdóma, einkum lífsstílssjúkdóma en þess misskilnings gætir oft og ekki síst meðal ráðamanna að heilsugæslan sinni minniháttar veikindum hjá annars frísku fólki. Rannsóknir hafa sýnt að heilsugæsla mönnuð sérfræðingum í heimilislækningum getur leyst úr vanda allt að 90% þeirra sem til hennar leita og er því aðeins í undantekningartilfellum þörf á dýrari sérfræði- eða sjúkrahúsþjónustu. Til að auðvelda þjónustustýringu innan heilbrigðiskerfisins þurfa stjórnvöld með markvissari hætti að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Hingað til hafa stjórnvöld ekki beitt sér með skipulegum hætti til að svo geti orðið. Taka verður pólitíska ákvörðun um að efla heilsugæsluna en um það er reyndar ákvæði í núverandi stjórnarsáttmála. Undanfarið hefur borið á því að sjúklingar leiti á bráðamóttökur sjúkrahúsanna vegna oft á tíðum minniháttar veikinda. Af þessum vanda dró velferðarráðherra alrangar ályktanir í nýlegu viðtali og viðraði óraunhæfar hugmyndir um að auka enn frekar afköst heilsugæslunnar en þar fá sjúklingar ekki afgreiðslu eins og lækningaforstjóri benti réttilega á vegna læknaskorts. Heilsugæslan þarf án tafar skipulagsbreytingar sem norræna velferðarstjórnin og velferðarráðuneytið á að hafa frumkvæði að. Skapa þarf öryggi og samfellu í heilbrigðisþjónustu með því að gera öllum landsmönnum kleift að skrá sig hjá heimilislækni og tryggja um leið jafnan rétt þegnanna til persónulegrar læknisþjónustu. Vel starfandi heilsugæsla er gríðarlega mikilvæg til að skapa jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, fötlun eða félagslegri stöðu og er því grunnurinn að markvissri lýðheilsu. Í byrjun árs 2010 var tekið upp í Svíþjóð fyrirkomulag í heilbrigðisþjónustu sem nefnt hefur verið þjónustuval eða „vårdval” en markmiðið er að tryggja sjúklingum öryggi og samfellu í heilbrigðisþjónustu. Einstaklingum er nú frjálst að velja sér heimilislækni en það er á ábyrgð stjórnvalda að skipuleggja þjónustuna og sjá til þess að slíkt val sé mögulegt. Í fyrirkomulaginu felst að ríkið greiðir fyrir þjónustu heilsugæslu óháð rekstrarformi en rekstrarfé fylgir notanda þjónustunnar. Fjölbreytni í rekstrarformum í heilsugæslu eykur áhuga lækna á heimilislækningum og skapar um leið eðlilegri starfsskilyrði og samkeppnisstöðu gagnvart öðrum þjónustustigum innan heilbrigðiskerfisins. Einnig er í Svíþjóð starfrækt öflug símaráðgjöf á landsvísu allan sólarhringinn mönnuð fagfólki sem leiðbeinir um þjónustu ef veikindi koma upp. Slíka símaþjónustu vantar sárlega á Íslandi. Af reynslu minni í starfi heimilislæknis bæði í Svíþjóð og á Íslandi get ég staðfest að starfsaðstaða er betri og skipulag heilsugæslu markvissara í Svíþjóð. Af hverju vefst fyrir stjórnmálamönnum á Íslandi að byggja upp heilsugæsluna? Ekki vefst fyrir þeim að samþykkja milljarða í hátæknisjúkrahús. Einungis brot af kostnaði við hátæknisjúkrahús færi í að koma heilsugæslunni á réttan kjöl og arður fjárfestingarinnar yrði ríkulegur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar