Henning Mankell og nýlendur Marjatta Ísberg skrifar 20. júlí 2012 06:00 „Það var snemma morguns, mánuði eftir komuna frá Afríku. Á borðinu fyrir framan hann voru teikningar af húsinu sem hann hafði ákveðið að byggja við ströndina fyrir utan Quelimane í Mósambik. Sem aukagreiðslu fyrir samninginn á milli landanna hafði Ya Ru fengið ósnortið strandsvæði á góðu verði. Með tímanum hafði hann hugsað sér að byggja glæsilega ferðamannaaðstöðu fyrir vel stæða Kínverja sem í auknum mæli færu að ferðast um heiminn.“ Þessar setningar eru teknar úr bók Hennings Mankell sem í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur heitir Kínverjinn (bls. 426). Þegar ég fékk bókina í hendur hélt ég að hún væri spennubók en svo reyndist vera aðeins að hluta. Í raun var hún pólítísk ádeila sem sveipuð var huliðshjálmi spennubókar. Enda er slík framsetning vænlegri til að ná til stærri lesendahóps en ef um hreinræktaðan áróður væri að ræða. Mikill hluti textans fjallar um ásókn Kínverja í jarðnæði í Afríku og þá tilhneigingu heimamanna að láta freistast af stundargróða. Héraðshöfðingjar gleypa við gylliboðum kínverskra auðmanna og allt er látið líta út eins og Kínverjar séu velgjörðarmenn Afríkumanna. Við lestur bókarinnar gat maður ekki komist hjá því að hugsa um mál Grímsstaða sem mikið hefur verið í fjölmiðlum hér. Hjá okkur eru það ekki héraðshöfðingjarnir sjálfir sem fá fjárhagslegan ávinning af fyrirhuguðum viðskiptum í eigin vasa, en einhvern veginn læðist að manni grunur um að þeir séu allt of auðtrúa. Í bókinni segir einnig: „Fylgdu slóð peninganna, þá kemstu að sannleikanum.“ Í öllu þessu máli finnst mér einhvern veginn að íslenskir héraðshöfðingjar hafi stoppað til að tína klinkið sem hefur dottið úr vasa miljarðamæringa við stíginn í staðinn fyrir að rekja peningaslóðina alla leið. Í bók Mankells er Hong, systir eins þeirra sem er í jarðarkaupum í Afríku, látin standa fyrir gömlu gildin. Hún spyr sjálfa sig: „Hvað er það sem ég veit ekki? Hvað liggur að baki þessu öllu [...] Ég held að við séum bara að feta leiðina sem heimsvaldasinnarnir hafa alltaf fetað. Nýlendurnar í þumalskrúfu, við hirðum gróðann.“ (bls. 420) Viljum við verða nýlenda Kína, það er spurning sem einhverjir eru ef til vill að hugleiða þessa dagana, þeir sem ekki hafa blindast af dollaraskini. Hvað er það sem við hér á Íslandi vitum ekki? Hvað liggur að baki öllu þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
„Það var snemma morguns, mánuði eftir komuna frá Afríku. Á borðinu fyrir framan hann voru teikningar af húsinu sem hann hafði ákveðið að byggja við ströndina fyrir utan Quelimane í Mósambik. Sem aukagreiðslu fyrir samninginn á milli landanna hafði Ya Ru fengið ósnortið strandsvæði á góðu verði. Með tímanum hafði hann hugsað sér að byggja glæsilega ferðamannaaðstöðu fyrir vel stæða Kínverja sem í auknum mæli færu að ferðast um heiminn.“ Þessar setningar eru teknar úr bók Hennings Mankell sem í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur heitir Kínverjinn (bls. 426). Þegar ég fékk bókina í hendur hélt ég að hún væri spennubók en svo reyndist vera aðeins að hluta. Í raun var hún pólítísk ádeila sem sveipuð var huliðshjálmi spennubókar. Enda er slík framsetning vænlegri til að ná til stærri lesendahóps en ef um hreinræktaðan áróður væri að ræða. Mikill hluti textans fjallar um ásókn Kínverja í jarðnæði í Afríku og þá tilhneigingu heimamanna að láta freistast af stundargróða. Héraðshöfðingjar gleypa við gylliboðum kínverskra auðmanna og allt er látið líta út eins og Kínverjar séu velgjörðarmenn Afríkumanna. Við lestur bókarinnar gat maður ekki komist hjá því að hugsa um mál Grímsstaða sem mikið hefur verið í fjölmiðlum hér. Hjá okkur eru það ekki héraðshöfðingjarnir sjálfir sem fá fjárhagslegan ávinning af fyrirhuguðum viðskiptum í eigin vasa, en einhvern veginn læðist að manni grunur um að þeir séu allt of auðtrúa. Í bókinni segir einnig: „Fylgdu slóð peninganna, þá kemstu að sannleikanum.“ Í öllu þessu máli finnst mér einhvern veginn að íslenskir héraðshöfðingjar hafi stoppað til að tína klinkið sem hefur dottið úr vasa miljarðamæringa við stíginn í staðinn fyrir að rekja peningaslóðina alla leið. Í bók Mankells er Hong, systir eins þeirra sem er í jarðarkaupum í Afríku, látin standa fyrir gömlu gildin. Hún spyr sjálfa sig: „Hvað er það sem ég veit ekki? Hvað liggur að baki þessu öllu [...] Ég held að við séum bara að feta leiðina sem heimsvaldasinnarnir hafa alltaf fetað. Nýlendurnar í þumalskrúfu, við hirðum gróðann.“ (bls. 420) Viljum við verða nýlenda Kína, það er spurning sem einhverjir eru ef til vill að hugleiða þessa dagana, þeir sem ekki hafa blindast af dollaraskini. Hvað er það sem við hér á Íslandi vitum ekki? Hvað liggur að baki öllu þessu?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun