Hótelumræðan – framboð og eftirspurn? Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 24. júlí 2012 06:00 Nokkuð hefur verið tekist á um nýjar tillögur að uppbyggingu í Kvosinni. Mér og fleiri þykir að þarna ráði hagsmunir lóðareiganda of miklu. Lóðareigandinn er í viðskiptum og eðlilegt að hann hugsi um hámarksávöxtun. En er það hlutverk pólitíkusanna í borgarstjórn að láta hagsmuni hans ráða för? Reiturinn sem um ræðir er í hjarta borgarinnar. Margir landsmenn og erlendir ferðamenn (eins og þeir sem sækja Iceland Airwaves í þúsundavís) vilja njóta á svæðinu fjölbreytni í menningu, mat og upplifun. Bent er á að aukið byggingarmagn og einsleit starfsemi þrengi að slíkum kostum auk þess sem stóru hóteli fylgir aukin bílaumferð. Hroki og yfirlætiÁhrifamenn í opinberri umræðu hafa að mínu mati sýnt af sér fádæma hroka í þessu máli. Þannig spyr Dagur B. Eggertsson – þegar forseti þingsins varpar fram efasemdum og áhyggjum af nýjum tillögum um reitinn – hvort ekki sé rétt að loka Hótel Borg? Sjón spyr hvort Páll Óskar og þeir sem hamist mest gegn hótelum í miðbæ Reykjavíkur myndu gista í úthverfum stórborga heimsins á ferðalögum sínum. Og Egill Helgason talar um bábilju og segir fólki sem er á móti þessum áætlunum að það hafi ekki vit á skipulagsmálum. Það er eins og þeir ásamt þröngum hópi beinna hagsmunaaðila, séu í herferð fyrir því að nákvæmlega þarna verði að rísa nýtt hótel og orðið miðbær nái aðeins yfir þennan reit. Með yfirlæti er gert lítið úr gagnrýni og ábendingum frá fólki sem lætur sig þetta mál varða. Samt hafa meira en 11.000 manns þegar skrifað undir áskorun gegn þessum tillögum. Og fyrir því eru margar gildar ástæður. Hvar er úttektin á framboði og eftirspurn?Nú þegar er fjöldi hótela í og allt í kringum Kvosina og síðan í Þingholtum og við Laugaveg, Hverfisgötu og Sæbraut. Ráðgert er að byggja 250-300 herbergja lúxushótel við Hörpu og í einum af þremur ráðgerðum turnum við Höfðatorg er gert ráð fyrir 300-350 herbergja hótelbyggingu. Gistiheimili er í bígerð við Laugaveg 77 og fleira mætti nefna. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 3.611 gistirými á höfuðborgarsvæðinu árið 2011, langflest í Reykjavík. Gistirými í miðborginni eykst um mörg hundruð herbergi á næstu 1-2 árum fyrir utan þau 159 herbergi sem ráðgerð eru í þessum nýju tillögum. Við Höfðatorg og Lækjargötu 12 má svo eiga von á hundruðum herbergja til viðbótar og fleiri hugmyndir eru í farvatninu. Þetta mun þýða allt að 30% aukningu á framboði hótelherbergja á afar stuttum tíma sem er mun meira en ráðgerð fjölgun ferðamanna. Á vef Reykjavíkurborgar birtist frétt um úttekt 28.6. sl. undir fyrirsögninni „Mikil þörf fyrir gistirými í Reykjavík". Mér finnst umhugsunarvert að þessi ágæta úttekt skuli birtast fyrst núna og fyrirsögnin að ýmsu leyti villandi. Niðurstöðurnar sýna einmitt mikinn þéttleika gististaða í miðborginni og 65% nýtingu þess gistirýmis sem þegar er til staðar á sumrin og 35% nýtingu á veturna. Sé nýting hótelherbergja skoðuð ein og sér þá er hún 80% á sumrin. Eftir situr spurningin hvort það liggi fyrir heildaráætlun og skipulag varðandi hóteluppbyggingu í Reykjavík og hvort aukið framboð sé í samræmi við eftirspurn? Eða er yfirlætið svo mikið að leiðandi aðilar í umræðunni bjóða okkur upp á „afþvíbara rök"? Almenningur á heimtingu á því að borgarstjórn leggi við hlustir og að gagnrýni sé ekki svarað með skætingi þegar svo ríkir almannahagsmunir eiga í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið tekist á um nýjar tillögur að uppbyggingu í Kvosinni. Mér og fleiri þykir að þarna ráði hagsmunir lóðareiganda of miklu. Lóðareigandinn er í viðskiptum og eðlilegt að hann hugsi um hámarksávöxtun. En er það hlutverk pólitíkusanna í borgarstjórn að láta hagsmuni hans ráða för? Reiturinn sem um ræðir er í hjarta borgarinnar. Margir landsmenn og erlendir ferðamenn (eins og þeir sem sækja Iceland Airwaves í þúsundavís) vilja njóta á svæðinu fjölbreytni í menningu, mat og upplifun. Bent er á að aukið byggingarmagn og einsleit starfsemi þrengi að slíkum kostum auk þess sem stóru hóteli fylgir aukin bílaumferð. Hroki og yfirlætiÁhrifamenn í opinberri umræðu hafa að mínu mati sýnt af sér fádæma hroka í þessu máli. Þannig spyr Dagur B. Eggertsson – þegar forseti þingsins varpar fram efasemdum og áhyggjum af nýjum tillögum um reitinn – hvort ekki sé rétt að loka Hótel Borg? Sjón spyr hvort Páll Óskar og þeir sem hamist mest gegn hótelum í miðbæ Reykjavíkur myndu gista í úthverfum stórborga heimsins á ferðalögum sínum. Og Egill Helgason talar um bábilju og segir fólki sem er á móti þessum áætlunum að það hafi ekki vit á skipulagsmálum. Það er eins og þeir ásamt þröngum hópi beinna hagsmunaaðila, séu í herferð fyrir því að nákvæmlega þarna verði að rísa nýtt hótel og orðið miðbær nái aðeins yfir þennan reit. Með yfirlæti er gert lítið úr gagnrýni og ábendingum frá fólki sem lætur sig þetta mál varða. Samt hafa meira en 11.000 manns þegar skrifað undir áskorun gegn þessum tillögum. Og fyrir því eru margar gildar ástæður. Hvar er úttektin á framboði og eftirspurn?Nú þegar er fjöldi hótela í og allt í kringum Kvosina og síðan í Þingholtum og við Laugaveg, Hverfisgötu og Sæbraut. Ráðgert er að byggja 250-300 herbergja lúxushótel við Hörpu og í einum af þremur ráðgerðum turnum við Höfðatorg er gert ráð fyrir 300-350 herbergja hótelbyggingu. Gistiheimili er í bígerð við Laugaveg 77 og fleira mætti nefna. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 3.611 gistirými á höfuðborgarsvæðinu árið 2011, langflest í Reykjavík. Gistirými í miðborginni eykst um mörg hundruð herbergi á næstu 1-2 árum fyrir utan þau 159 herbergi sem ráðgerð eru í þessum nýju tillögum. Við Höfðatorg og Lækjargötu 12 má svo eiga von á hundruðum herbergja til viðbótar og fleiri hugmyndir eru í farvatninu. Þetta mun þýða allt að 30% aukningu á framboði hótelherbergja á afar stuttum tíma sem er mun meira en ráðgerð fjölgun ferðamanna. Á vef Reykjavíkurborgar birtist frétt um úttekt 28.6. sl. undir fyrirsögninni „Mikil þörf fyrir gistirými í Reykjavík". Mér finnst umhugsunarvert að þessi ágæta úttekt skuli birtast fyrst núna og fyrirsögnin að ýmsu leyti villandi. Niðurstöðurnar sýna einmitt mikinn þéttleika gististaða í miðborginni og 65% nýtingu þess gistirýmis sem þegar er til staðar á sumrin og 35% nýtingu á veturna. Sé nýting hótelherbergja skoðuð ein og sér þá er hún 80% á sumrin. Eftir situr spurningin hvort það liggi fyrir heildaráætlun og skipulag varðandi hóteluppbyggingu í Reykjavík og hvort aukið framboð sé í samræmi við eftirspurn? Eða er yfirlætið svo mikið að leiðandi aðilar í umræðunni bjóða okkur upp á „afþvíbara rök"? Almenningur á heimtingu á því að borgarstjórn leggi við hlustir og að gagnrýni sé ekki svarað með skætingi þegar svo ríkir almannahagsmunir eiga í hlut.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar