Hótelumræðan – framboð og eftirspurn? Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 24. júlí 2012 06:00 Nokkuð hefur verið tekist á um nýjar tillögur að uppbyggingu í Kvosinni. Mér og fleiri þykir að þarna ráði hagsmunir lóðareiganda of miklu. Lóðareigandinn er í viðskiptum og eðlilegt að hann hugsi um hámarksávöxtun. En er það hlutverk pólitíkusanna í borgarstjórn að láta hagsmuni hans ráða för? Reiturinn sem um ræðir er í hjarta borgarinnar. Margir landsmenn og erlendir ferðamenn (eins og þeir sem sækja Iceland Airwaves í þúsundavís) vilja njóta á svæðinu fjölbreytni í menningu, mat og upplifun. Bent er á að aukið byggingarmagn og einsleit starfsemi þrengi að slíkum kostum auk þess sem stóru hóteli fylgir aukin bílaumferð. Hroki og yfirlætiÁhrifamenn í opinberri umræðu hafa að mínu mati sýnt af sér fádæma hroka í þessu máli. Þannig spyr Dagur B. Eggertsson – þegar forseti þingsins varpar fram efasemdum og áhyggjum af nýjum tillögum um reitinn – hvort ekki sé rétt að loka Hótel Borg? Sjón spyr hvort Páll Óskar og þeir sem hamist mest gegn hótelum í miðbæ Reykjavíkur myndu gista í úthverfum stórborga heimsins á ferðalögum sínum. Og Egill Helgason talar um bábilju og segir fólki sem er á móti þessum áætlunum að það hafi ekki vit á skipulagsmálum. Það er eins og þeir ásamt þröngum hópi beinna hagsmunaaðila, séu í herferð fyrir því að nákvæmlega þarna verði að rísa nýtt hótel og orðið miðbær nái aðeins yfir þennan reit. Með yfirlæti er gert lítið úr gagnrýni og ábendingum frá fólki sem lætur sig þetta mál varða. Samt hafa meira en 11.000 manns þegar skrifað undir áskorun gegn þessum tillögum. Og fyrir því eru margar gildar ástæður. Hvar er úttektin á framboði og eftirspurn?Nú þegar er fjöldi hótela í og allt í kringum Kvosina og síðan í Þingholtum og við Laugaveg, Hverfisgötu og Sæbraut. Ráðgert er að byggja 250-300 herbergja lúxushótel við Hörpu og í einum af þremur ráðgerðum turnum við Höfðatorg er gert ráð fyrir 300-350 herbergja hótelbyggingu. Gistiheimili er í bígerð við Laugaveg 77 og fleira mætti nefna. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 3.611 gistirými á höfuðborgarsvæðinu árið 2011, langflest í Reykjavík. Gistirými í miðborginni eykst um mörg hundruð herbergi á næstu 1-2 árum fyrir utan þau 159 herbergi sem ráðgerð eru í þessum nýju tillögum. Við Höfðatorg og Lækjargötu 12 má svo eiga von á hundruðum herbergja til viðbótar og fleiri hugmyndir eru í farvatninu. Þetta mun þýða allt að 30% aukningu á framboði hótelherbergja á afar stuttum tíma sem er mun meira en ráðgerð fjölgun ferðamanna. Á vef Reykjavíkurborgar birtist frétt um úttekt 28.6. sl. undir fyrirsögninni „Mikil þörf fyrir gistirými í Reykjavík". Mér finnst umhugsunarvert að þessi ágæta úttekt skuli birtast fyrst núna og fyrirsögnin að ýmsu leyti villandi. Niðurstöðurnar sýna einmitt mikinn þéttleika gististaða í miðborginni og 65% nýtingu þess gistirýmis sem þegar er til staðar á sumrin og 35% nýtingu á veturna. Sé nýting hótelherbergja skoðuð ein og sér þá er hún 80% á sumrin. Eftir situr spurningin hvort það liggi fyrir heildaráætlun og skipulag varðandi hóteluppbyggingu í Reykjavík og hvort aukið framboð sé í samræmi við eftirspurn? Eða er yfirlætið svo mikið að leiðandi aðilar í umræðunni bjóða okkur upp á „afþvíbara rök"? Almenningur á heimtingu á því að borgarstjórn leggi við hlustir og að gagnrýni sé ekki svarað með skætingi þegar svo ríkir almannahagsmunir eiga í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið tekist á um nýjar tillögur að uppbyggingu í Kvosinni. Mér og fleiri þykir að þarna ráði hagsmunir lóðareiganda of miklu. Lóðareigandinn er í viðskiptum og eðlilegt að hann hugsi um hámarksávöxtun. En er það hlutverk pólitíkusanna í borgarstjórn að láta hagsmuni hans ráða för? Reiturinn sem um ræðir er í hjarta borgarinnar. Margir landsmenn og erlendir ferðamenn (eins og þeir sem sækja Iceland Airwaves í þúsundavís) vilja njóta á svæðinu fjölbreytni í menningu, mat og upplifun. Bent er á að aukið byggingarmagn og einsleit starfsemi þrengi að slíkum kostum auk þess sem stóru hóteli fylgir aukin bílaumferð. Hroki og yfirlætiÁhrifamenn í opinberri umræðu hafa að mínu mati sýnt af sér fádæma hroka í þessu máli. Þannig spyr Dagur B. Eggertsson – þegar forseti þingsins varpar fram efasemdum og áhyggjum af nýjum tillögum um reitinn – hvort ekki sé rétt að loka Hótel Borg? Sjón spyr hvort Páll Óskar og þeir sem hamist mest gegn hótelum í miðbæ Reykjavíkur myndu gista í úthverfum stórborga heimsins á ferðalögum sínum. Og Egill Helgason talar um bábilju og segir fólki sem er á móti þessum áætlunum að það hafi ekki vit á skipulagsmálum. Það er eins og þeir ásamt þröngum hópi beinna hagsmunaaðila, séu í herferð fyrir því að nákvæmlega þarna verði að rísa nýtt hótel og orðið miðbær nái aðeins yfir þennan reit. Með yfirlæti er gert lítið úr gagnrýni og ábendingum frá fólki sem lætur sig þetta mál varða. Samt hafa meira en 11.000 manns þegar skrifað undir áskorun gegn þessum tillögum. Og fyrir því eru margar gildar ástæður. Hvar er úttektin á framboði og eftirspurn?Nú þegar er fjöldi hótela í og allt í kringum Kvosina og síðan í Þingholtum og við Laugaveg, Hverfisgötu og Sæbraut. Ráðgert er að byggja 250-300 herbergja lúxushótel við Hörpu og í einum af þremur ráðgerðum turnum við Höfðatorg er gert ráð fyrir 300-350 herbergja hótelbyggingu. Gistiheimili er í bígerð við Laugaveg 77 og fleira mætti nefna. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 3.611 gistirými á höfuðborgarsvæðinu árið 2011, langflest í Reykjavík. Gistirými í miðborginni eykst um mörg hundruð herbergi á næstu 1-2 árum fyrir utan þau 159 herbergi sem ráðgerð eru í þessum nýju tillögum. Við Höfðatorg og Lækjargötu 12 má svo eiga von á hundruðum herbergja til viðbótar og fleiri hugmyndir eru í farvatninu. Þetta mun þýða allt að 30% aukningu á framboði hótelherbergja á afar stuttum tíma sem er mun meira en ráðgerð fjölgun ferðamanna. Á vef Reykjavíkurborgar birtist frétt um úttekt 28.6. sl. undir fyrirsögninni „Mikil þörf fyrir gistirými í Reykjavík". Mér finnst umhugsunarvert að þessi ágæta úttekt skuli birtast fyrst núna og fyrirsögnin að ýmsu leyti villandi. Niðurstöðurnar sýna einmitt mikinn þéttleika gististaða í miðborginni og 65% nýtingu þess gistirýmis sem þegar er til staðar á sumrin og 35% nýtingu á veturna. Sé nýting hótelherbergja skoðuð ein og sér þá er hún 80% á sumrin. Eftir situr spurningin hvort það liggi fyrir heildaráætlun og skipulag varðandi hóteluppbyggingu í Reykjavík og hvort aukið framboð sé í samræmi við eftirspurn? Eða er yfirlætið svo mikið að leiðandi aðilar í umræðunni bjóða okkur upp á „afþvíbara rök"? Almenningur á heimtingu á því að borgarstjórn leggi við hlustir og að gagnrýni sé ekki svarað með skætingi þegar svo ríkir almannahagsmunir eiga í hlut.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar