Bil milli bíla og öryggi um borð í vögnum Reynir Jónsson skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS eru nú hafnir og standa út nóvembermánuð. Á Öryggisdögum hvetjum við alla þátttakendur í umferðinni til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun á götum úti og taka þannig þátt í því með okkur að auka öryggi allra í umferðinni. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að halda hæfilegu bili á milli bíla og fækka með því aftanákeyrslum, sem eru algengasta orsök umferðaróhappa á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur verður hugað að öryggi farþega þegar upp í vagninn er komið, hvatt til aukinnar aðgæslu og bent á leiðir til að fækka óhöppum um borð í strætó. Veruleg fækkun hefur orðið á umferðaróhöppum hjá Strætó bs. á umliðnum árum. Sérstakt forvarnaverkefni Strætó í samstarfi við VÍS á sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur en það hefur verið í gangi frá því í ársbyrjun 2008. Markmið þess er að fækka slysum og stuðla að auknu öryggi vegfarenda. Þótt árangurinn fram til þessa sé uppörvandi fyrir Strætó ætlum við engu að síður að gera enn betur. Tölur frá Umferðarstofu sýna að nú fer í hönd sá árstími sem alla jafna er hvað erfiðastur í umferðinni. Vissulega má aldrei slaka á þegar kemur að umferðaröryggi, en þegar veturinn gengur í garð þurfum við að vera sérstaklega á varðbergi, sýna fyllstu aðgát og tillitssemi, því það er mikið í húfi. Reynsla okkar hjá Strætó sýnir að vel er hægt að fækka óhöppum í umferðinni ef ráðist er í verkefnið með skipulögðum hætti. Á árinu 2006 voru tjón Strætó í umferðinni 304 talsins og fækkaði í 297 árið eftir. Árið 2008 hófst forvarnarstarfið með VÍS og árangurinn lét ekki á sér standa, því slysum fækkaði í 268. Stóra stökkið kom svo 2009, því fjöldi tjóna hjá Strætó fór þá niður í 197 – og á síðasta ári fækkaði tjónum enn, eða í 157, sem gerir 48% fækkun á tímabilinu frá 2006 til 2010. Óhætt er að segja að það muni um minna, hvort sem litið er til slysa á fólki eða eignatjóns. Og við ætlum að gera enn betur. Það sem af er þessu ári gefur vonir um að það muni takast. Við sem störfum hjá Strætó höfum sýnt gott fordæmi í umferðinni – og vagnstjórarnir okkar eiga heiður skilinn fyrir árangurinn síðustu ár. Ef við getum náð jafngóðum árangri og raun ber vitni þá geta aðrir það einnig. Til þess eru einmitt Öryggisdagarnir – að hvetja alla vegfarendur til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun, ekki bara í nóvember, heldur alla daga ársins. Þannig næst árangur. Við hjá Strætó ætlum að sýna gott fordæmi í umferðinni og vera vakandi akandi. Hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS eru nú hafnir og standa út nóvembermánuð. Á Öryggisdögum hvetjum við alla þátttakendur í umferðinni til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun á götum úti og taka þannig þátt í því með okkur að auka öryggi allra í umferðinni. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að halda hæfilegu bili á milli bíla og fækka með því aftanákeyrslum, sem eru algengasta orsök umferðaróhappa á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur verður hugað að öryggi farþega þegar upp í vagninn er komið, hvatt til aukinnar aðgæslu og bent á leiðir til að fækka óhöppum um borð í strætó. Veruleg fækkun hefur orðið á umferðaróhöppum hjá Strætó bs. á umliðnum árum. Sérstakt forvarnaverkefni Strætó í samstarfi við VÍS á sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur en það hefur verið í gangi frá því í ársbyrjun 2008. Markmið þess er að fækka slysum og stuðla að auknu öryggi vegfarenda. Þótt árangurinn fram til þessa sé uppörvandi fyrir Strætó ætlum við engu að síður að gera enn betur. Tölur frá Umferðarstofu sýna að nú fer í hönd sá árstími sem alla jafna er hvað erfiðastur í umferðinni. Vissulega má aldrei slaka á þegar kemur að umferðaröryggi, en þegar veturinn gengur í garð þurfum við að vera sérstaklega á varðbergi, sýna fyllstu aðgát og tillitssemi, því það er mikið í húfi. Reynsla okkar hjá Strætó sýnir að vel er hægt að fækka óhöppum í umferðinni ef ráðist er í verkefnið með skipulögðum hætti. Á árinu 2006 voru tjón Strætó í umferðinni 304 talsins og fækkaði í 297 árið eftir. Árið 2008 hófst forvarnarstarfið með VÍS og árangurinn lét ekki á sér standa, því slysum fækkaði í 268. Stóra stökkið kom svo 2009, því fjöldi tjóna hjá Strætó fór þá niður í 197 – og á síðasta ári fækkaði tjónum enn, eða í 157, sem gerir 48% fækkun á tímabilinu frá 2006 til 2010. Óhætt er að segja að það muni um minna, hvort sem litið er til slysa á fólki eða eignatjóns. Og við ætlum að gera enn betur. Það sem af er þessu ári gefur vonir um að það muni takast. Við sem störfum hjá Strætó höfum sýnt gott fordæmi í umferðinni – og vagnstjórarnir okkar eiga heiður skilinn fyrir árangurinn síðustu ár. Ef við getum náð jafngóðum árangri og raun ber vitni þá geta aðrir það einnig. Til þess eru einmitt Öryggisdagarnir – að hvetja alla vegfarendur til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun, ekki bara í nóvember, heldur alla daga ársins. Þannig næst árangur. Við hjá Strætó ætlum að sýna gott fordæmi í umferðinni og vera vakandi akandi. Hvað með þig?
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun