Fiskistofnar og virkjanir Hörður Arnarson skrifar 12. nóvember 2011 10:30 Um árabil hefur verið unnið að rannsóknum á lífríki Þjórsár en ítarlegar rannsóknir hafa átt sér stað á fiskistofnum í ánni allt frá árinu 1973, bæði á vegum Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar. Rannsóknir á lífríki árinnar eru mikilvægar af mörgum ástæðum, meðal annars til þess að geta sem best sagt fyrir um áhrif nýrra virkjana á viðkvæma og dýrmæta fiskistofna í ánni. Landsvirkjun leitast við að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Það er fyrirtækinu því mikilvægt að lágmarka, eins og mögulegt er, áhrif virkjana á fiskistofna sem og annað lífríki og umhverfi í nágrenni þeirra. Verði ákveðið að reisa fyrirhugaðar virkjanir í neðanverðri Þjórsá leggur Landsvirkjun áherslu á að ráðist verði í umfangsmiklar mótvægisaðgerðir sem byggðar eru á niðurstöðum áðurnefndra rannsókna. Breytt hönnun virkjanaVið mat á umhverfisáhrifum fyrir Urriðafossvirkjun sem fram fór árið 2003 komu fram áhyggjuraddir vegna laxastofnsins í Þjórsá. Landsvirkjun voru sett margvísleg skilyrði sem uppfylla þyrfti ef ráðist yrði í byggingu virkjananna. Í kjölfarið ákvað Landsvirkjun að ráðast í frekari breytingar, umfram það sem kveðið var á um í skilyrðum Skipulagsstofnunar. Markmið þeirra breytinga og mótvægisaðgerða er að lágmarka neikvæð áhrif þeirra þriggja virkjana í neðanverðri Þjórsá sem til umfjöllunar eru í Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls- og jarðvarma: Holta-, Hvamms- og Urriðafossvirkjun. Fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir eru byggðar á niðurstöðum rannsókna og tillögum Veiðimálastofnunnar. Þær munu tryggja lágmarksrennsli sem nemur 10-15 m3/s neðan lóna svo árfarvegir þorni aldrei upp. Lónhæðir við Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun hafa verið lækkaðar um einn metra frá því mat á umhverfisáhrifum fór fram en við það eykst rennslishraði um lónin sem hefur jákvæð áhrif á göngur og lífsskilyrði laxa og niðurgöngu seiða. Í þessum virkjunum verða auk þess sérstakir Kaplan hverflar sem auka lífsmöguleika seiða fremur en aðrar gerðir. Fiskistigar verða gerðir við stíflur Urriðafossvirkjunar og Hvammsvirkjunar. Reynsla frá fiskistiga við Búðafoss sem settur var upp árið 1991 er góð og eftir gerð hans hefur lax numið land fyrir ofan fyrirhugaða Holtavirkjun. Líta má á gerð fiskistigans sem einskonar snemmbúna mótvægisaðgerð. Við Urriðafossvirkjun er gert ráð fyrir sérhannaðri seiðafleytu en við þá virkjun er fallhæð mest, eða 41 metri. í Þjórsá fara 98% af veiði fram með netum neðarlega í ánni. Landsvirkjun stefnir að því að kaupa upp stóran hlut þessara veiðiréttinda svo draga muni verulega úr veiði í ánni. Meðal tillagna Veiðimálastofnunar er að búa í haginn fyrir stangveiði með ýmsum aðgerðum í farvegum milli virkjana. Meðal annarra mótvægisaðgerða er að nýta góð uppeldissvæði ofan gönguhindrana í þverám ofan Hvammsvirkjunar. Munu slíkar aðgerðir vega að hluta til upp á móti neikvæðum áhrifum sökum fyrirhugaðra virkjana. Opin umræða mikilvægVerði það niðurstaðan að Alþingi ákveði að samþykkja Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls- og jarðvarma með virkjanir í neðanverðri Þjórsá í nýtingarflokki, er það hlutverk Landsvirkjunar að leggja ríka áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af þeim virkjunum. Landsvirkjun bindur vonir við að þær mótvægisaðgerðir sem lagðar eru til byggðar á rannsóknum á fiskistofnum í Þjórsá muni skila þeim árangri að áhrif virkjananna á stærð laxastofnsins verði óveruleg. Rannsóknir munu halda áfram og fyrirtækið mun leggja sig fram við að taka tillit til nýrra og áður óþekktra rannsóknarniðurstaðna, og reyna eftir bestu getu að koma til móts við áhyggjuraddir vegna lífríkisins með mótvægisaðgerðum studdum traustum rannsóknarniðurstöðum. Hvað starfsemi Landsvirkjunar varðar þá er það okkar stefna að starfa á opinn og gagnsæjan hátt. Við teljum mikilvægt að kynna bæði stefnu okkar og niðurstöður rannsókna opinberlega og heiðarlega. Nánar er hægt að kynna sér rannsóknir á fiskistofnum í Þjórsá á heimasíðu Landsvirkjunar undir umhverfismál, rannsóknir og áhrif virkjana á fiskistofna í Þjórsá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur verið unnið að rannsóknum á lífríki Þjórsár en ítarlegar rannsóknir hafa átt sér stað á fiskistofnum í ánni allt frá árinu 1973, bæði á vegum Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar. Rannsóknir á lífríki árinnar eru mikilvægar af mörgum ástæðum, meðal annars til þess að geta sem best sagt fyrir um áhrif nýrra virkjana á viðkvæma og dýrmæta fiskistofna í ánni. Landsvirkjun leitast við að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Það er fyrirtækinu því mikilvægt að lágmarka, eins og mögulegt er, áhrif virkjana á fiskistofna sem og annað lífríki og umhverfi í nágrenni þeirra. Verði ákveðið að reisa fyrirhugaðar virkjanir í neðanverðri Þjórsá leggur Landsvirkjun áherslu á að ráðist verði í umfangsmiklar mótvægisaðgerðir sem byggðar eru á niðurstöðum áðurnefndra rannsókna. Breytt hönnun virkjanaVið mat á umhverfisáhrifum fyrir Urriðafossvirkjun sem fram fór árið 2003 komu fram áhyggjuraddir vegna laxastofnsins í Þjórsá. Landsvirkjun voru sett margvísleg skilyrði sem uppfylla þyrfti ef ráðist yrði í byggingu virkjananna. Í kjölfarið ákvað Landsvirkjun að ráðast í frekari breytingar, umfram það sem kveðið var á um í skilyrðum Skipulagsstofnunar. Markmið þeirra breytinga og mótvægisaðgerða er að lágmarka neikvæð áhrif þeirra þriggja virkjana í neðanverðri Þjórsá sem til umfjöllunar eru í Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls- og jarðvarma: Holta-, Hvamms- og Urriðafossvirkjun. Fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir eru byggðar á niðurstöðum rannsókna og tillögum Veiðimálastofnunnar. Þær munu tryggja lágmarksrennsli sem nemur 10-15 m3/s neðan lóna svo árfarvegir þorni aldrei upp. Lónhæðir við Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun hafa verið lækkaðar um einn metra frá því mat á umhverfisáhrifum fór fram en við það eykst rennslishraði um lónin sem hefur jákvæð áhrif á göngur og lífsskilyrði laxa og niðurgöngu seiða. Í þessum virkjunum verða auk þess sérstakir Kaplan hverflar sem auka lífsmöguleika seiða fremur en aðrar gerðir. Fiskistigar verða gerðir við stíflur Urriðafossvirkjunar og Hvammsvirkjunar. Reynsla frá fiskistiga við Búðafoss sem settur var upp árið 1991 er góð og eftir gerð hans hefur lax numið land fyrir ofan fyrirhugaða Holtavirkjun. Líta má á gerð fiskistigans sem einskonar snemmbúna mótvægisaðgerð. Við Urriðafossvirkjun er gert ráð fyrir sérhannaðri seiðafleytu en við þá virkjun er fallhæð mest, eða 41 metri. í Þjórsá fara 98% af veiði fram með netum neðarlega í ánni. Landsvirkjun stefnir að því að kaupa upp stóran hlut þessara veiðiréttinda svo draga muni verulega úr veiði í ánni. Meðal tillagna Veiðimálastofnunar er að búa í haginn fyrir stangveiði með ýmsum aðgerðum í farvegum milli virkjana. Meðal annarra mótvægisaðgerða er að nýta góð uppeldissvæði ofan gönguhindrana í þverám ofan Hvammsvirkjunar. Munu slíkar aðgerðir vega að hluta til upp á móti neikvæðum áhrifum sökum fyrirhugaðra virkjana. Opin umræða mikilvægVerði það niðurstaðan að Alþingi ákveði að samþykkja Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls- og jarðvarma með virkjanir í neðanverðri Þjórsá í nýtingarflokki, er það hlutverk Landsvirkjunar að leggja ríka áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af þeim virkjunum. Landsvirkjun bindur vonir við að þær mótvægisaðgerðir sem lagðar eru til byggðar á rannsóknum á fiskistofnum í Þjórsá muni skila þeim árangri að áhrif virkjananna á stærð laxastofnsins verði óveruleg. Rannsóknir munu halda áfram og fyrirtækið mun leggja sig fram við að taka tillit til nýrra og áður óþekktra rannsóknarniðurstaðna, og reyna eftir bestu getu að koma til móts við áhyggjuraddir vegna lífríkisins með mótvægisaðgerðum studdum traustum rannsóknarniðurstöðum. Hvað starfsemi Landsvirkjunar varðar þá er það okkar stefna að starfa á opinn og gagnsæjan hátt. Við teljum mikilvægt að kynna bæði stefnu okkar og niðurstöður rannsókna opinberlega og heiðarlega. Nánar er hægt að kynna sér rannsóknir á fiskistofnum í Þjórsá á heimasíðu Landsvirkjunar undir umhverfismál, rannsóknir og áhrif virkjana á fiskistofna í Þjórsá.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun