Fiskistofnar og virkjanir Hörður Arnarson skrifar 12. nóvember 2011 10:30 Um árabil hefur verið unnið að rannsóknum á lífríki Þjórsár en ítarlegar rannsóknir hafa átt sér stað á fiskistofnum í ánni allt frá árinu 1973, bæði á vegum Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar. Rannsóknir á lífríki árinnar eru mikilvægar af mörgum ástæðum, meðal annars til þess að geta sem best sagt fyrir um áhrif nýrra virkjana á viðkvæma og dýrmæta fiskistofna í ánni. Landsvirkjun leitast við að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Það er fyrirtækinu því mikilvægt að lágmarka, eins og mögulegt er, áhrif virkjana á fiskistofna sem og annað lífríki og umhverfi í nágrenni þeirra. Verði ákveðið að reisa fyrirhugaðar virkjanir í neðanverðri Þjórsá leggur Landsvirkjun áherslu á að ráðist verði í umfangsmiklar mótvægisaðgerðir sem byggðar eru á niðurstöðum áðurnefndra rannsókna. Breytt hönnun virkjanaVið mat á umhverfisáhrifum fyrir Urriðafossvirkjun sem fram fór árið 2003 komu fram áhyggjuraddir vegna laxastofnsins í Þjórsá. Landsvirkjun voru sett margvísleg skilyrði sem uppfylla þyrfti ef ráðist yrði í byggingu virkjananna. Í kjölfarið ákvað Landsvirkjun að ráðast í frekari breytingar, umfram það sem kveðið var á um í skilyrðum Skipulagsstofnunar. Markmið þeirra breytinga og mótvægisaðgerða er að lágmarka neikvæð áhrif þeirra þriggja virkjana í neðanverðri Þjórsá sem til umfjöllunar eru í Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls- og jarðvarma: Holta-, Hvamms- og Urriðafossvirkjun. Fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir eru byggðar á niðurstöðum rannsókna og tillögum Veiðimálastofnunnar. Þær munu tryggja lágmarksrennsli sem nemur 10-15 m3/s neðan lóna svo árfarvegir þorni aldrei upp. Lónhæðir við Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun hafa verið lækkaðar um einn metra frá því mat á umhverfisáhrifum fór fram en við það eykst rennslishraði um lónin sem hefur jákvæð áhrif á göngur og lífsskilyrði laxa og niðurgöngu seiða. Í þessum virkjunum verða auk þess sérstakir Kaplan hverflar sem auka lífsmöguleika seiða fremur en aðrar gerðir. Fiskistigar verða gerðir við stíflur Urriðafossvirkjunar og Hvammsvirkjunar. Reynsla frá fiskistiga við Búðafoss sem settur var upp árið 1991 er góð og eftir gerð hans hefur lax numið land fyrir ofan fyrirhugaða Holtavirkjun. Líta má á gerð fiskistigans sem einskonar snemmbúna mótvægisaðgerð. Við Urriðafossvirkjun er gert ráð fyrir sérhannaðri seiðafleytu en við þá virkjun er fallhæð mest, eða 41 metri. í Þjórsá fara 98% af veiði fram með netum neðarlega í ánni. Landsvirkjun stefnir að því að kaupa upp stóran hlut þessara veiðiréttinda svo draga muni verulega úr veiði í ánni. Meðal tillagna Veiðimálastofnunar er að búa í haginn fyrir stangveiði með ýmsum aðgerðum í farvegum milli virkjana. Meðal annarra mótvægisaðgerða er að nýta góð uppeldissvæði ofan gönguhindrana í þverám ofan Hvammsvirkjunar. Munu slíkar aðgerðir vega að hluta til upp á móti neikvæðum áhrifum sökum fyrirhugaðra virkjana. Opin umræða mikilvægVerði það niðurstaðan að Alþingi ákveði að samþykkja Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls- og jarðvarma með virkjanir í neðanverðri Þjórsá í nýtingarflokki, er það hlutverk Landsvirkjunar að leggja ríka áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af þeim virkjunum. Landsvirkjun bindur vonir við að þær mótvægisaðgerðir sem lagðar eru til byggðar á rannsóknum á fiskistofnum í Þjórsá muni skila þeim árangri að áhrif virkjananna á stærð laxastofnsins verði óveruleg. Rannsóknir munu halda áfram og fyrirtækið mun leggja sig fram við að taka tillit til nýrra og áður óþekktra rannsóknarniðurstaðna, og reyna eftir bestu getu að koma til móts við áhyggjuraddir vegna lífríkisins með mótvægisaðgerðum studdum traustum rannsóknarniðurstöðum. Hvað starfsemi Landsvirkjunar varðar þá er það okkar stefna að starfa á opinn og gagnsæjan hátt. Við teljum mikilvægt að kynna bæði stefnu okkar og niðurstöður rannsókna opinberlega og heiðarlega. Nánar er hægt að kynna sér rannsóknir á fiskistofnum í Þjórsá á heimasíðu Landsvirkjunar undir umhverfismál, rannsóknir og áhrif virkjana á fiskistofna í Þjórsá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur verið unnið að rannsóknum á lífríki Þjórsár en ítarlegar rannsóknir hafa átt sér stað á fiskistofnum í ánni allt frá árinu 1973, bæði á vegum Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar. Rannsóknir á lífríki árinnar eru mikilvægar af mörgum ástæðum, meðal annars til þess að geta sem best sagt fyrir um áhrif nýrra virkjana á viðkvæma og dýrmæta fiskistofna í ánni. Landsvirkjun leitast við að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Það er fyrirtækinu því mikilvægt að lágmarka, eins og mögulegt er, áhrif virkjana á fiskistofna sem og annað lífríki og umhverfi í nágrenni þeirra. Verði ákveðið að reisa fyrirhugaðar virkjanir í neðanverðri Þjórsá leggur Landsvirkjun áherslu á að ráðist verði í umfangsmiklar mótvægisaðgerðir sem byggðar eru á niðurstöðum áðurnefndra rannsókna. Breytt hönnun virkjanaVið mat á umhverfisáhrifum fyrir Urriðafossvirkjun sem fram fór árið 2003 komu fram áhyggjuraddir vegna laxastofnsins í Þjórsá. Landsvirkjun voru sett margvísleg skilyrði sem uppfylla þyrfti ef ráðist yrði í byggingu virkjananna. Í kjölfarið ákvað Landsvirkjun að ráðast í frekari breytingar, umfram það sem kveðið var á um í skilyrðum Skipulagsstofnunar. Markmið þeirra breytinga og mótvægisaðgerða er að lágmarka neikvæð áhrif þeirra þriggja virkjana í neðanverðri Þjórsá sem til umfjöllunar eru í Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls- og jarðvarma: Holta-, Hvamms- og Urriðafossvirkjun. Fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir eru byggðar á niðurstöðum rannsókna og tillögum Veiðimálastofnunnar. Þær munu tryggja lágmarksrennsli sem nemur 10-15 m3/s neðan lóna svo árfarvegir þorni aldrei upp. Lónhæðir við Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun hafa verið lækkaðar um einn metra frá því mat á umhverfisáhrifum fór fram en við það eykst rennslishraði um lónin sem hefur jákvæð áhrif á göngur og lífsskilyrði laxa og niðurgöngu seiða. Í þessum virkjunum verða auk þess sérstakir Kaplan hverflar sem auka lífsmöguleika seiða fremur en aðrar gerðir. Fiskistigar verða gerðir við stíflur Urriðafossvirkjunar og Hvammsvirkjunar. Reynsla frá fiskistiga við Búðafoss sem settur var upp árið 1991 er góð og eftir gerð hans hefur lax numið land fyrir ofan fyrirhugaða Holtavirkjun. Líta má á gerð fiskistigans sem einskonar snemmbúna mótvægisaðgerð. Við Urriðafossvirkjun er gert ráð fyrir sérhannaðri seiðafleytu en við þá virkjun er fallhæð mest, eða 41 metri. í Þjórsá fara 98% af veiði fram með netum neðarlega í ánni. Landsvirkjun stefnir að því að kaupa upp stóran hlut þessara veiðiréttinda svo draga muni verulega úr veiði í ánni. Meðal tillagna Veiðimálastofnunar er að búa í haginn fyrir stangveiði með ýmsum aðgerðum í farvegum milli virkjana. Meðal annarra mótvægisaðgerða er að nýta góð uppeldissvæði ofan gönguhindrana í þverám ofan Hvammsvirkjunar. Munu slíkar aðgerðir vega að hluta til upp á móti neikvæðum áhrifum sökum fyrirhugaðra virkjana. Opin umræða mikilvægVerði það niðurstaðan að Alþingi ákveði að samþykkja Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls- og jarðvarma með virkjanir í neðanverðri Þjórsá í nýtingarflokki, er það hlutverk Landsvirkjunar að leggja ríka áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af þeim virkjunum. Landsvirkjun bindur vonir við að þær mótvægisaðgerðir sem lagðar eru til byggðar á rannsóknum á fiskistofnum í Þjórsá muni skila þeim árangri að áhrif virkjananna á stærð laxastofnsins verði óveruleg. Rannsóknir munu halda áfram og fyrirtækið mun leggja sig fram við að taka tillit til nýrra og áður óþekktra rannsóknarniðurstaðna, og reyna eftir bestu getu að koma til móts við áhyggjuraddir vegna lífríkisins með mótvægisaðgerðum studdum traustum rannsóknarniðurstöðum. Hvað starfsemi Landsvirkjunar varðar þá er það okkar stefna að starfa á opinn og gagnsæjan hátt. Við teljum mikilvægt að kynna bæði stefnu okkar og niðurstöður rannsókna opinberlega og heiðarlega. Nánar er hægt að kynna sér rannsóknir á fiskistofnum í Þjórsá á heimasíðu Landsvirkjunar undir umhverfismál, rannsóknir og áhrif virkjana á fiskistofna í Þjórsá.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun