Opið bréf til Eiríks Bergmanns Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 10. nóvember 2011 07:00 Sæll Eiríkur. Grein þín í síðasta tölublaði Fréttatímans er afar ósmekkleg og í raun ógeðsleg þar sem þú bæði berum og óberum orðum tengir mig, framsóknarmanninn, við einhverjar verstu öfgar og öfgahópa sem hægt er að hugsa sér. Þetta hafa pólitískir andstæðingar Framsóknar leikið síðustu mánuði en framsetningin á grein þinni er dropinn sem fyllir mælinn. Dettur fólki í hug að við sitjum undir því þegjandi að vera sett í beint samhengi við nýnasista, hryðjuverkamenn og einkennisklædda öfgaflokka!? Hvað fær þig til að skrifa þannig að Framsóknarflokkurinn eigi eitthvað skylt við öfgaflokka? Ekkert í stefnu flokksins gefur slíkt í skyn. Ekkert í málflutningi mínum eða annarra fulltrúa flokksins gefur tilefni til að halda svona ógeði á lofti. Ég hefði haldið að maður í þinni stöðu ætti að hafa betri yfirsýn um stefnu og málflutning okkar en þú greinilega hefur. Telur þú þig geta staðið undir starfsheiti þínu sem sérfræðingur um stjórnmál þegar þú hefur augljóslega ekki fyrir því að kynna þér einfaldar staðreyndir um stefnu stjórnmálaflokkanna sem þú fjallar um? Er UMFÍ fasistafélagsskapur? En stjórnlagaráð?Þú virðist helst telja það merki um hættulegar þjóðernisöfgar framsóknarmanna að á síðasta flokksþingi stóðu þrír félagar í Ungmennafélagi Íslands fyrir stuttri glímusýningu sem skemmtiatriði, en fánahylling er hluti sýninga á þeirri ágætu íþrótt. Það ber nákvæmlega engan vott um þjóðernisöfgar eða andúð á útlendingum heldur er einfaldlega rótgróin ungmennafélagshefð. Eða ætlar þú kannski að halda því fram á sama hátt að fánahyllingin á unglingalandsmóti UMFÍ í sumar, þar sem þúsundir manna tóku þátt í fánahyllingu, hafi borið vott um öfgafulla þjóðernishyggju? Kom þér ekki til hugar að framsóknarmenn geti verið stoltir af fánanum, þjóðinni og landinu á sama hátt og flestir aðrir án þess að í því felist fyrirlitning á öðrum þjóðum, andúð á innflytjendum eða fasískar hugsjónir? Eru það „fasísk gildi", Eiríkur Bergmann, að hafa íslenska fánann uppi við líkt og gert er á Alþingi, í stjórnarbyggingum, skólum og kirkjum landsins, svo ekki sé talað um íþróttakappleiki og mannamót af ýmsu tilefni? Var Stjórnlagaráð, sem þú sast í, að daðra við „fasísk minni" með merki sínu í íslensku fánalitunum og með því að syngja íslensk ættjarðarlög við upphaf funda sinna? Eða bera fánalitir og ættjarðarlög aðeins vott um hættulegar þjóðernisöfgar ef þú tekur ekki persónulega þátt, Eiríkur Bergmann? Innflytjendur eru jákvæð viðbót við samfélagiðÍsland hefur átt því láni að fagna að fjölmargt fólk af erlendum uppruna hefur séð hag sínum vel borgið með því að flytja hingað til lands. Fjölmargir innflytjendur hafa skotið hér rótum og sest að með fjölskyldur sínar eða stofnað nýjar, aukið við þekkingu og vinnuafl íslendinga og auðgað samfélagið. Um það er ekkert nema gott að segja enda hef ég aldrei annað sagt. Samt telur þú þig þess umkominn að gefa í skyn að við framsóknarmenn ölum á andúð á innflytjendum? Hverjir gerðu fyrsta þjónustusamning félagsmálaráðuneytisins við Alþjóðahúsið? Framsóknarmenn. Hverjir eru jákvæðastir gagnvart fjárfestingum kínversks auðmanns á N-Austurlandi? Framsóknarmenn. Hvar eru þjóðernisöfgarnar og útlendingahatrið í þessu Eiríkur? Framsóknarmenn eru frjálslyndirÉg trúi því að allir menn séu jafnir. Ég trúi því að jafnrétti kynjanna sé ekki val heldur skylda og að fatlaðir eigi sama rétt og aðrir. Ég vil jafnrétti til náms. Ég tel að allar trúarskoðanir rúmist saman á Íslandi, jafnvel þó ég vilji halda tengslum ríkis og kirkju. Ég vil jafna lífsskilyrði fólks á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ég vil nýta íslenskar auðlindir en er á móti því að náttúrunni sé misboðið. Ég vil semja við erlenda aðila um leit að olíu við Ísland. Ég vil virka samkeppni en um leið tryggja íslenska framleiðslu. Ég er hlynntur fulltrúalýðræði. Ég vil að Ísland eigi góð samskipti við öll ríki sem virða mannréttindi og frelsi einstaklingsins. Ég vil taka vel á móti útlendingum sem flytja hingað til lands og vilja leggja íslensku samfélagi lið, þeir auðga samfélagið og styrkja það. Ég vil banna öfgahópa sem nærast á rasisma og ofstæki. Ég hef ákveðnar efasemdir um Schengen samstarfið vegna glæpamanna sem nýta sér frelsið. Ég er stoltur af landinu mínu en tel það ekki yfir önnur lönd hafið. Ég er dyggur stuðningsmaður Ungmennafélags Íslands sem hyllir fósturjörðina og fánann við hátíðleg tækifæri en ekkert í skoðunum mínum eða stefnu Framsóknarflokksins ber vott um útlendingahatur, andúð á innflytjendum eða þjóðernisöfgar. Og Eiríkur, ég á útlenska tengdadóttur sem er yndisleg og frábær og grein þín er móðgun við bæði mig og hana. Ert þú maður til að viðurkenna mistök þín Eiríkur?Ég er frjálslyndur. Þess vegna er ég framsóknarmaður. Framsóknarmenn eru ekki þjóðernisöfgamenn heldur þvert á móti höfnum við öfgum. Greinin sem þú skrifaðir og framsetning hennar er ósönn og meiðandi. Ef þú ert maður til þá biður þú mig og aðra framsóknarmenn afsökunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Eiríkur. Grein þín í síðasta tölublaði Fréttatímans er afar ósmekkleg og í raun ógeðsleg þar sem þú bæði berum og óberum orðum tengir mig, framsóknarmanninn, við einhverjar verstu öfgar og öfgahópa sem hægt er að hugsa sér. Þetta hafa pólitískir andstæðingar Framsóknar leikið síðustu mánuði en framsetningin á grein þinni er dropinn sem fyllir mælinn. Dettur fólki í hug að við sitjum undir því þegjandi að vera sett í beint samhengi við nýnasista, hryðjuverkamenn og einkennisklædda öfgaflokka!? Hvað fær þig til að skrifa þannig að Framsóknarflokkurinn eigi eitthvað skylt við öfgaflokka? Ekkert í stefnu flokksins gefur slíkt í skyn. Ekkert í málflutningi mínum eða annarra fulltrúa flokksins gefur tilefni til að halda svona ógeði á lofti. Ég hefði haldið að maður í þinni stöðu ætti að hafa betri yfirsýn um stefnu og málflutning okkar en þú greinilega hefur. Telur þú þig geta staðið undir starfsheiti þínu sem sérfræðingur um stjórnmál þegar þú hefur augljóslega ekki fyrir því að kynna þér einfaldar staðreyndir um stefnu stjórnmálaflokkanna sem þú fjallar um? Er UMFÍ fasistafélagsskapur? En stjórnlagaráð?Þú virðist helst telja það merki um hættulegar þjóðernisöfgar framsóknarmanna að á síðasta flokksþingi stóðu þrír félagar í Ungmennafélagi Íslands fyrir stuttri glímusýningu sem skemmtiatriði, en fánahylling er hluti sýninga á þeirri ágætu íþrótt. Það ber nákvæmlega engan vott um þjóðernisöfgar eða andúð á útlendingum heldur er einfaldlega rótgróin ungmennafélagshefð. Eða ætlar þú kannski að halda því fram á sama hátt að fánahyllingin á unglingalandsmóti UMFÍ í sumar, þar sem þúsundir manna tóku þátt í fánahyllingu, hafi borið vott um öfgafulla þjóðernishyggju? Kom þér ekki til hugar að framsóknarmenn geti verið stoltir af fánanum, þjóðinni og landinu á sama hátt og flestir aðrir án þess að í því felist fyrirlitning á öðrum þjóðum, andúð á innflytjendum eða fasískar hugsjónir? Eru það „fasísk gildi", Eiríkur Bergmann, að hafa íslenska fánann uppi við líkt og gert er á Alþingi, í stjórnarbyggingum, skólum og kirkjum landsins, svo ekki sé talað um íþróttakappleiki og mannamót af ýmsu tilefni? Var Stjórnlagaráð, sem þú sast í, að daðra við „fasísk minni" með merki sínu í íslensku fánalitunum og með því að syngja íslensk ættjarðarlög við upphaf funda sinna? Eða bera fánalitir og ættjarðarlög aðeins vott um hættulegar þjóðernisöfgar ef þú tekur ekki persónulega þátt, Eiríkur Bergmann? Innflytjendur eru jákvæð viðbót við samfélagiðÍsland hefur átt því láni að fagna að fjölmargt fólk af erlendum uppruna hefur séð hag sínum vel borgið með því að flytja hingað til lands. Fjölmargir innflytjendur hafa skotið hér rótum og sest að með fjölskyldur sínar eða stofnað nýjar, aukið við þekkingu og vinnuafl íslendinga og auðgað samfélagið. Um það er ekkert nema gott að segja enda hef ég aldrei annað sagt. Samt telur þú þig þess umkominn að gefa í skyn að við framsóknarmenn ölum á andúð á innflytjendum? Hverjir gerðu fyrsta þjónustusamning félagsmálaráðuneytisins við Alþjóðahúsið? Framsóknarmenn. Hverjir eru jákvæðastir gagnvart fjárfestingum kínversks auðmanns á N-Austurlandi? Framsóknarmenn. Hvar eru þjóðernisöfgarnar og útlendingahatrið í þessu Eiríkur? Framsóknarmenn eru frjálslyndirÉg trúi því að allir menn séu jafnir. Ég trúi því að jafnrétti kynjanna sé ekki val heldur skylda og að fatlaðir eigi sama rétt og aðrir. Ég vil jafnrétti til náms. Ég tel að allar trúarskoðanir rúmist saman á Íslandi, jafnvel þó ég vilji halda tengslum ríkis og kirkju. Ég vil jafna lífsskilyrði fólks á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ég vil nýta íslenskar auðlindir en er á móti því að náttúrunni sé misboðið. Ég vil semja við erlenda aðila um leit að olíu við Ísland. Ég vil virka samkeppni en um leið tryggja íslenska framleiðslu. Ég er hlynntur fulltrúalýðræði. Ég vil að Ísland eigi góð samskipti við öll ríki sem virða mannréttindi og frelsi einstaklingsins. Ég vil taka vel á móti útlendingum sem flytja hingað til lands og vilja leggja íslensku samfélagi lið, þeir auðga samfélagið og styrkja það. Ég vil banna öfgahópa sem nærast á rasisma og ofstæki. Ég hef ákveðnar efasemdir um Schengen samstarfið vegna glæpamanna sem nýta sér frelsið. Ég er stoltur af landinu mínu en tel það ekki yfir önnur lönd hafið. Ég er dyggur stuðningsmaður Ungmennafélags Íslands sem hyllir fósturjörðina og fánann við hátíðleg tækifæri en ekkert í skoðunum mínum eða stefnu Framsóknarflokksins ber vott um útlendingahatur, andúð á innflytjendum eða þjóðernisöfgar. Og Eiríkur, ég á útlenska tengdadóttur sem er yndisleg og frábær og grein þín er móðgun við bæði mig og hana. Ert þú maður til að viðurkenna mistök þín Eiríkur?Ég er frjálslyndur. Þess vegna er ég framsóknarmaður. Framsóknarmenn eru ekki þjóðernisöfgamenn heldur þvert á móti höfnum við öfgum. Greinin sem þú skrifaðir og framsetning hennar er ósönn og meiðandi. Ef þú ert maður til þá biður þú mig og aðra framsóknarmenn afsökunar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun