Þjóðlönd Íslands Snorri Baldursson skrifar 10. nóvember 2011 06:00 Umhverfisráðuneytið hefur hafið vinnu sem miðar að því að sameina stjórnun og umsýslu friðlanda, þjóðgarða og þjóðskóga, alls um 20.000 km2, í nýrri stofnun sem hefur vinnuheitið „Þjóðgarðastofnun Íslands“. Núverandi fyrirkomulag er þannig að þrjár stofnanir fara með stjórn þriggja þjóðgarða: Þingvallanefnd/Alþingi hefur umsjón með Þingvallaþjóðgarði, Umhverfisstofnun með Þjóðgarðinum Snæfellsnesi og öðrum svæðum sem friðlýst eru samkvæmt náttúruverndarlögum, og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur umsjón með Vatnajökulsþjóðgarði. Skógrækt ríkisins hefur umsjón með þjóðskógum og Landgræðsla ríkisins með landgræðslusvæðum. Hugmyndin um Þjóðgarðastofnun Íslands er ekki ný enda ljóst að lítil þjóð hefur ekki efni á að dreifa kröftum og takmörkuðum fjármunum. Undirritaður styður þessi áform og ef vel og myndarlega er að verki staðið getur þetta orðið mikið heillaspor fyrir náttúruvernd, ferðamennsku og ímynd landsins. Það sýnist þó ljóst að ganga þurfi enn lengra og sameina í eina stofnun umsýslu alls lands í eigu ríkisins, þar með þjóðlendur og ríkisjarðir, a.m.k. þær sem ekki eru í ábúð. Stofnunin gæti þá heitið „Þjóðlandastofnun Íslands“. Þjóðlendur eru landsvæði utan eignarlanda, einkum á hálendinu, sem íslenska ríkið á samkvæmt lögum og forsætisráðherra fer með í umboði þjóðarinnar. Mikil vinna hefur farið í að afmarka og skera úr um þjóðlendur og er enn langt í land að þeirri vinnu sé lokið. Stöðu mála má sjá á vef Óbyggðanefndar, www.obyggd.stjr.is. Þar sést að þjóðlendur, sem þegar hafa verið staðfestar með dómi, spanna drjúgan hluta af miðhálendi Íslands og eru líklega ekki undir 30.000 km2 að stærð. Eins og komið hefur fram þá fara fjórar stofnanir með umsýslu þjóðgarða, friðlanda og þjóðskóga. Þær hafa samtals yfir að ráða um 30 heilsársstarfsmönnum sem dreifast á annan tug starfstöðva um allt land. Á sumrin bætast við hundrað landverðir eða svo. Tveir til þrír embættismenn í umhverfisráðuneytinu sinna ennfremur þessum málaflokki. Einn embættismaður í forsætisráðuneytinu fer með umsjón þjóðlendna og annar embættismaður í landbúnaðarráðuneytinu hefur umsjón með ríkisjörðum. Heildarfjárveitingar ríkisins til landvörslu, uppbyggingar og annarra framkvæmda á þessum 50.000 ferkílómetrum lands, hálfu Íslandi, eru líklega um 800 milljónir á ári. Þjóðlöndin, sem samheiti yfir allt þetta ríkisland, eru ómetanleg auðlind til framtíðar. Stjórnmálamenn og embættismenn hafa oftast hrapalega vanmetið þessa auðlind. Þeir hafa öðru fremur einblínt á sjávarfang og orku, sem vissulega eru líka miklar auðlindir. Þetta má sjá þegar borið er saman umfang Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu, Orkustofnunar, Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins við ofangreindar stofnanir á sviði landvörslu og náttúruverndar. Heildstæð framsýn og vönduð skipulagning og uppbygging þjóðlandanna, ásamt virkri landvörslu, getur skilað arði sem er á við margar virkjanir og togara. Arðurinn verður í takt við þá umhyggju sem er sýnd. Umhyggju ríkisins má sýna með öflugri Þjóðlandastofnun sem skipuð er hæfu fagfólki og hefur fjárráð til uppbyggingar og framkvæmda. Það kostar milljarða að gera þjóðlöndin þannig úr garði að þau geti tekið við vaxandi straumi ferðafólks og aflað verulegra tekna á formi ímyndarsköpunar, markaðsávinnings og/eða aðgangseyris. Það þarf að lagfæra og merkja vegi, endurheimta vistkerfi, koma fyrir upplýsinga- og fræðsluskiltum, búa til kort og upplýsingavefi, leggja göngustíga, byggja tröppur og brýr, setja niður salerni, reisa upplýsingamiðstöðvar og svo mætti lengi telja. Að lokum, Þjóðlandastofnun Íslands, já takk, með öllu landi í ríkiseign undir, ekki færri en 50 starfsmenn og einn milljarð á ári í framkvæmdafé; nánast allt það fé færi í uppbyggingu og starfsmannahald á landsbyggðinni. Fjárfesting af þessu tagi skilar fljótt sterkari þjóðlöndum og heilbrigðari ímynd Íslands; eftir nokkurra ára uppbyggingu er því kominn grunnur til að verja 900 milljónum eða svo í markaðsátak fyrir erlenda ferðamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Umhverfisráðuneytið hefur hafið vinnu sem miðar að því að sameina stjórnun og umsýslu friðlanda, þjóðgarða og þjóðskóga, alls um 20.000 km2, í nýrri stofnun sem hefur vinnuheitið „Þjóðgarðastofnun Íslands“. Núverandi fyrirkomulag er þannig að þrjár stofnanir fara með stjórn þriggja þjóðgarða: Þingvallanefnd/Alþingi hefur umsjón með Þingvallaþjóðgarði, Umhverfisstofnun með Þjóðgarðinum Snæfellsnesi og öðrum svæðum sem friðlýst eru samkvæmt náttúruverndarlögum, og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur umsjón með Vatnajökulsþjóðgarði. Skógrækt ríkisins hefur umsjón með þjóðskógum og Landgræðsla ríkisins með landgræðslusvæðum. Hugmyndin um Þjóðgarðastofnun Íslands er ekki ný enda ljóst að lítil þjóð hefur ekki efni á að dreifa kröftum og takmörkuðum fjármunum. Undirritaður styður þessi áform og ef vel og myndarlega er að verki staðið getur þetta orðið mikið heillaspor fyrir náttúruvernd, ferðamennsku og ímynd landsins. Það sýnist þó ljóst að ganga þurfi enn lengra og sameina í eina stofnun umsýslu alls lands í eigu ríkisins, þar með þjóðlendur og ríkisjarðir, a.m.k. þær sem ekki eru í ábúð. Stofnunin gæti þá heitið „Þjóðlandastofnun Íslands“. Þjóðlendur eru landsvæði utan eignarlanda, einkum á hálendinu, sem íslenska ríkið á samkvæmt lögum og forsætisráðherra fer með í umboði þjóðarinnar. Mikil vinna hefur farið í að afmarka og skera úr um þjóðlendur og er enn langt í land að þeirri vinnu sé lokið. Stöðu mála má sjá á vef Óbyggðanefndar, www.obyggd.stjr.is. Þar sést að þjóðlendur, sem þegar hafa verið staðfestar með dómi, spanna drjúgan hluta af miðhálendi Íslands og eru líklega ekki undir 30.000 km2 að stærð. Eins og komið hefur fram þá fara fjórar stofnanir með umsýslu þjóðgarða, friðlanda og þjóðskóga. Þær hafa samtals yfir að ráða um 30 heilsársstarfsmönnum sem dreifast á annan tug starfstöðva um allt land. Á sumrin bætast við hundrað landverðir eða svo. Tveir til þrír embættismenn í umhverfisráðuneytinu sinna ennfremur þessum málaflokki. Einn embættismaður í forsætisráðuneytinu fer með umsjón þjóðlendna og annar embættismaður í landbúnaðarráðuneytinu hefur umsjón með ríkisjörðum. Heildarfjárveitingar ríkisins til landvörslu, uppbyggingar og annarra framkvæmda á þessum 50.000 ferkílómetrum lands, hálfu Íslandi, eru líklega um 800 milljónir á ári. Þjóðlöndin, sem samheiti yfir allt þetta ríkisland, eru ómetanleg auðlind til framtíðar. Stjórnmálamenn og embættismenn hafa oftast hrapalega vanmetið þessa auðlind. Þeir hafa öðru fremur einblínt á sjávarfang og orku, sem vissulega eru líka miklar auðlindir. Þetta má sjá þegar borið er saman umfang Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu, Orkustofnunar, Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins við ofangreindar stofnanir á sviði landvörslu og náttúruverndar. Heildstæð framsýn og vönduð skipulagning og uppbygging þjóðlandanna, ásamt virkri landvörslu, getur skilað arði sem er á við margar virkjanir og togara. Arðurinn verður í takt við þá umhyggju sem er sýnd. Umhyggju ríkisins má sýna með öflugri Þjóðlandastofnun sem skipuð er hæfu fagfólki og hefur fjárráð til uppbyggingar og framkvæmda. Það kostar milljarða að gera þjóðlöndin þannig úr garði að þau geti tekið við vaxandi straumi ferðafólks og aflað verulegra tekna á formi ímyndarsköpunar, markaðsávinnings og/eða aðgangseyris. Það þarf að lagfæra og merkja vegi, endurheimta vistkerfi, koma fyrir upplýsinga- og fræðsluskiltum, búa til kort og upplýsingavefi, leggja göngustíga, byggja tröppur og brýr, setja niður salerni, reisa upplýsingamiðstöðvar og svo mætti lengi telja. Að lokum, Þjóðlandastofnun Íslands, já takk, með öllu landi í ríkiseign undir, ekki færri en 50 starfsmenn og einn milljarð á ári í framkvæmdafé; nánast allt það fé færi í uppbyggingu og starfsmannahald á landsbyggðinni. Fjárfesting af þessu tagi skilar fljótt sterkari þjóðlöndum og heilbrigðari ímynd Íslands; eftir nokkurra ára uppbyggingu er því kominn grunnur til að verja 900 milljónum eða svo í markaðsátak fyrir erlenda ferðamenn.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar