Framtak til fyrirmyndar Ingólfur Sverrisson skrifar 12. nóvember 2011 10:30 Sól skein skært við Skagfirðingum og gestum þeirra þegar Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki tók í notkun nýtt Hátæknimenntasetur á dögunum. Þar með var staðfest merkilegt samstarf iðnfyrirtækja á svæðinu, sveitarstjórna, skólans og HAAS Automation í Belgíu en það opinberast í nýjum og tæknilega fullkomnum CNC stýrðum vélum sem kennt verður á í framtíðinni í skólanum. Hér er um mikla fjárfestingu að ræða sem ber vott um stórhug skólans og atvinnulífsins í Skagafirði. Framtakið lýsir jafnframt sannfæringu fyrir því að með því að bjóða slíkt nám innan málm- og véltæknigreinarinnar gefast ný og áður óþekkt tækifæri í héraðinu til að efla tæknigrein sem aðrar þjóðir hafa byggt velferð sína á. Undirstaða alls þessa er þó að skólinn geti kennt verðandi iðnaðarmönnum hina nýju og heillandi tækni. Til þess þarf réttu tækin og kunnáttu kennara. Síðan er það fyrirtækjanna að nýta þá þekkingu til að færa út starfsemi sína með hönnun og framleiðslu verðmætra og eftirsóttra vara eða íhluta í stærri heildir. Fordæmi FinnaÞað, sem gerir þessa atburðarás athyglisverða, er hið uppbyggilega samstarf sem tekist hefur milli skóla og atvinnulífsins á Sauðárkróki og hefur víða boðað nýja tíma eins og best sést í Finnlandi. Eftir hrunið þar upp úr 1990 varð Finnum ljóst að beina þurfti sjónum strax að skólakerfinu og stuðla að víðtækri samvinnu þess við atvinnulífið og sveitar- og svæðisstjórnir um allt land. Á hverju svæði var mótuð stefna um hvaða atvinnugreinar skyldi efla sérstaklega. Lykillinn var skýr framtíðarsýn í verk- og tæknimenntun og samvinna atvinnulífs, skóla og svæðisstjórna. Í kjölfarið voru styrktir einskonar fjöltækniskólar sem síðan hafa veitt hagnýta menntun og starfsþjálfun í samræmi við markaða atvinnustefnu á svæðinu. Afrakstur þessarar aðferðar Finna er verulegur og ekki þarf að efast um að þetta framtak Skagfirðinga mun á sama hátt færa þeim farsæld í framtíðinni. Að bíða eftir öðrumEkki er vitað til að í aðdraganda þessa merka framtaks á Sauðárkróki hafi verið leitað „suður“ til að koma setrinu á fót. Hve oft er sá steinn klappaður að ekki sé nægur skilningur hjá þeim „fyrir sunnan“ á því að koma nauðsynlegum framfaramálum í framkvæmd? Einlægt er beðið eftir að þingmenn, ráðherrar eða eitthvert annað galdrafólk komi færandi hendi og bregði töfrasprota sínum á loft til að efla atvinnulífið. Þegar slík undur gerast ekki þá kvarta menn gjarnan sáran um skilningsleysi og jafnvel andúð fyrrnefndra á viðkomandi byggðarlagi. Verða af þessu öllu oft hin mestu leiðindi. En Skagfirðingar létu ekki deigan síga í þessum efnum frekar en öðrum. Þess í stað tóku fyrirtæki á svæðinu, skólinn og sveitarfélagið saman höndum og leituðu út í hinn víða heim með góðra manna hjálp og úr varð tæknivætt hámenntasetur sem á eftir að lyfta verkmenntun í héraðinu á hærra stig. Málinu fylgt eftirTil að leggja áherslu á vilja sinn og staðfestu afhentu samtök stuðningsaðila, sem kalla sig Sáttmála til sóknar, skólanum eina milljón króna við vígsluathöfnina til að markaðssetja hann. Það er vissulega gott fordæmi og til marks um að full alvara fylgir því að efla veg og virðingu málm- og véltæknigreinarinnar. Sú viðleitni verður áreiðanlega mikið gæfuspor fyrir þróun atvinnulífs í Skagafirði, hefur víðtæk áhrif og verður öðrum gott fordæmi. Ekki er vanþörf á þegar leitað er logandi ljósi um allt land að arðbærum og áhugaverðum störfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sól skein skært við Skagfirðingum og gestum þeirra þegar Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki tók í notkun nýtt Hátæknimenntasetur á dögunum. Þar með var staðfest merkilegt samstarf iðnfyrirtækja á svæðinu, sveitarstjórna, skólans og HAAS Automation í Belgíu en það opinberast í nýjum og tæknilega fullkomnum CNC stýrðum vélum sem kennt verður á í framtíðinni í skólanum. Hér er um mikla fjárfestingu að ræða sem ber vott um stórhug skólans og atvinnulífsins í Skagafirði. Framtakið lýsir jafnframt sannfæringu fyrir því að með því að bjóða slíkt nám innan málm- og véltæknigreinarinnar gefast ný og áður óþekkt tækifæri í héraðinu til að efla tæknigrein sem aðrar þjóðir hafa byggt velferð sína á. Undirstaða alls þessa er þó að skólinn geti kennt verðandi iðnaðarmönnum hina nýju og heillandi tækni. Til þess þarf réttu tækin og kunnáttu kennara. Síðan er það fyrirtækjanna að nýta þá þekkingu til að færa út starfsemi sína með hönnun og framleiðslu verðmætra og eftirsóttra vara eða íhluta í stærri heildir. Fordæmi FinnaÞað, sem gerir þessa atburðarás athyglisverða, er hið uppbyggilega samstarf sem tekist hefur milli skóla og atvinnulífsins á Sauðárkróki og hefur víða boðað nýja tíma eins og best sést í Finnlandi. Eftir hrunið þar upp úr 1990 varð Finnum ljóst að beina þurfti sjónum strax að skólakerfinu og stuðla að víðtækri samvinnu þess við atvinnulífið og sveitar- og svæðisstjórnir um allt land. Á hverju svæði var mótuð stefna um hvaða atvinnugreinar skyldi efla sérstaklega. Lykillinn var skýr framtíðarsýn í verk- og tæknimenntun og samvinna atvinnulífs, skóla og svæðisstjórna. Í kjölfarið voru styrktir einskonar fjöltækniskólar sem síðan hafa veitt hagnýta menntun og starfsþjálfun í samræmi við markaða atvinnustefnu á svæðinu. Afrakstur þessarar aðferðar Finna er verulegur og ekki þarf að efast um að þetta framtak Skagfirðinga mun á sama hátt færa þeim farsæld í framtíðinni. Að bíða eftir öðrumEkki er vitað til að í aðdraganda þessa merka framtaks á Sauðárkróki hafi verið leitað „suður“ til að koma setrinu á fót. Hve oft er sá steinn klappaður að ekki sé nægur skilningur hjá þeim „fyrir sunnan“ á því að koma nauðsynlegum framfaramálum í framkvæmd? Einlægt er beðið eftir að þingmenn, ráðherrar eða eitthvert annað galdrafólk komi færandi hendi og bregði töfrasprota sínum á loft til að efla atvinnulífið. Þegar slík undur gerast ekki þá kvarta menn gjarnan sáran um skilningsleysi og jafnvel andúð fyrrnefndra á viðkomandi byggðarlagi. Verða af þessu öllu oft hin mestu leiðindi. En Skagfirðingar létu ekki deigan síga í þessum efnum frekar en öðrum. Þess í stað tóku fyrirtæki á svæðinu, skólinn og sveitarfélagið saman höndum og leituðu út í hinn víða heim með góðra manna hjálp og úr varð tæknivætt hámenntasetur sem á eftir að lyfta verkmenntun í héraðinu á hærra stig. Málinu fylgt eftirTil að leggja áherslu á vilja sinn og staðfestu afhentu samtök stuðningsaðila, sem kalla sig Sáttmála til sóknar, skólanum eina milljón króna við vígsluathöfnina til að markaðssetja hann. Það er vissulega gott fordæmi og til marks um að full alvara fylgir því að efla veg og virðingu málm- og véltæknigreinarinnar. Sú viðleitni verður áreiðanlega mikið gæfuspor fyrir þróun atvinnulífs í Skagafirði, hefur víðtæk áhrif og verður öðrum gott fordæmi. Ekki er vanþörf á þegar leitað er logandi ljósi um allt land að arðbærum og áhugaverðum störfum.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar