Framtak til fyrirmyndar Ingólfur Sverrisson skrifar 12. nóvember 2011 10:30 Sól skein skært við Skagfirðingum og gestum þeirra þegar Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki tók í notkun nýtt Hátæknimenntasetur á dögunum. Þar með var staðfest merkilegt samstarf iðnfyrirtækja á svæðinu, sveitarstjórna, skólans og HAAS Automation í Belgíu en það opinberast í nýjum og tæknilega fullkomnum CNC stýrðum vélum sem kennt verður á í framtíðinni í skólanum. Hér er um mikla fjárfestingu að ræða sem ber vott um stórhug skólans og atvinnulífsins í Skagafirði. Framtakið lýsir jafnframt sannfæringu fyrir því að með því að bjóða slíkt nám innan málm- og véltæknigreinarinnar gefast ný og áður óþekkt tækifæri í héraðinu til að efla tæknigrein sem aðrar þjóðir hafa byggt velferð sína á. Undirstaða alls þessa er þó að skólinn geti kennt verðandi iðnaðarmönnum hina nýju og heillandi tækni. Til þess þarf réttu tækin og kunnáttu kennara. Síðan er það fyrirtækjanna að nýta þá þekkingu til að færa út starfsemi sína með hönnun og framleiðslu verðmætra og eftirsóttra vara eða íhluta í stærri heildir. Fordæmi FinnaÞað, sem gerir þessa atburðarás athyglisverða, er hið uppbyggilega samstarf sem tekist hefur milli skóla og atvinnulífsins á Sauðárkróki og hefur víða boðað nýja tíma eins og best sést í Finnlandi. Eftir hrunið þar upp úr 1990 varð Finnum ljóst að beina þurfti sjónum strax að skólakerfinu og stuðla að víðtækri samvinnu þess við atvinnulífið og sveitar- og svæðisstjórnir um allt land. Á hverju svæði var mótuð stefna um hvaða atvinnugreinar skyldi efla sérstaklega. Lykillinn var skýr framtíðarsýn í verk- og tæknimenntun og samvinna atvinnulífs, skóla og svæðisstjórna. Í kjölfarið voru styrktir einskonar fjöltækniskólar sem síðan hafa veitt hagnýta menntun og starfsþjálfun í samræmi við markaða atvinnustefnu á svæðinu. Afrakstur þessarar aðferðar Finna er verulegur og ekki þarf að efast um að þetta framtak Skagfirðinga mun á sama hátt færa þeim farsæld í framtíðinni. Að bíða eftir öðrumEkki er vitað til að í aðdraganda þessa merka framtaks á Sauðárkróki hafi verið leitað „suður“ til að koma setrinu á fót. Hve oft er sá steinn klappaður að ekki sé nægur skilningur hjá þeim „fyrir sunnan“ á því að koma nauðsynlegum framfaramálum í framkvæmd? Einlægt er beðið eftir að þingmenn, ráðherrar eða eitthvert annað galdrafólk komi færandi hendi og bregði töfrasprota sínum á loft til að efla atvinnulífið. Þegar slík undur gerast ekki þá kvarta menn gjarnan sáran um skilningsleysi og jafnvel andúð fyrrnefndra á viðkomandi byggðarlagi. Verða af þessu öllu oft hin mestu leiðindi. En Skagfirðingar létu ekki deigan síga í þessum efnum frekar en öðrum. Þess í stað tóku fyrirtæki á svæðinu, skólinn og sveitarfélagið saman höndum og leituðu út í hinn víða heim með góðra manna hjálp og úr varð tæknivætt hámenntasetur sem á eftir að lyfta verkmenntun í héraðinu á hærra stig. Málinu fylgt eftirTil að leggja áherslu á vilja sinn og staðfestu afhentu samtök stuðningsaðila, sem kalla sig Sáttmála til sóknar, skólanum eina milljón króna við vígsluathöfnina til að markaðssetja hann. Það er vissulega gott fordæmi og til marks um að full alvara fylgir því að efla veg og virðingu málm- og véltæknigreinarinnar. Sú viðleitni verður áreiðanlega mikið gæfuspor fyrir þróun atvinnulífs í Skagafirði, hefur víðtæk áhrif og verður öðrum gott fordæmi. Ekki er vanþörf á þegar leitað er logandi ljósi um allt land að arðbærum og áhugaverðum störfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Sól skein skært við Skagfirðingum og gestum þeirra þegar Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki tók í notkun nýtt Hátæknimenntasetur á dögunum. Þar með var staðfest merkilegt samstarf iðnfyrirtækja á svæðinu, sveitarstjórna, skólans og HAAS Automation í Belgíu en það opinberast í nýjum og tæknilega fullkomnum CNC stýrðum vélum sem kennt verður á í framtíðinni í skólanum. Hér er um mikla fjárfestingu að ræða sem ber vott um stórhug skólans og atvinnulífsins í Skagafirði. Framtakið lýsir jafnframt sannfæringu fyrir því að með því að bjóða slíkt nám innan málm- og véltæknigreinarinnar gefast ný og áður óþekkt tækifæri í héraðinu til að efla tæknigrein sem aðrar þjóðir hafa byggt velferð sína á. Undirstaða alls þessa er þó að skólinn geti kennt verðandi iðnaðarmönnum hina nýju og heillandi tækni. Til þess þarf réttu tækin og kunnáttu kennara. Síðan er það fyrirtækjanna að nýta þá þekkingu til að færa út starfsemi sína með hönnun og framleiðslu verðmætra og eftirsóttra vara eða íhluta í stærri heildir. Fordæmi FinnaÞað, sem gerir þessa atburðarás athyglisverða, er hið uppbyggilega samstarf sem tekist hefur milli skóla og atvinnulífsins á Sauðárkróki og hefur víða boðað nýja tíma eins og best sést í Finnlandi. Eftir hrunið þar upp úr 1990 varð Finnum ljóst að beina þurfti sjónum strax að skólakerfinu og stuðla að víðtækri samvinnu þess við atvinnulífið og sveitar- og svæðisstjórnir um allt land. Á hverju svæði var mótuð stefna um hvaða atvinnugreinar skyldi efla sérstaklega. Lykillinn var skýr framtíðarsýn í verk- og tæknimenntun og samvinna atvinnulífs, skóla og svæðisstjórna. Í kjölfarið voru styrktir einskonar fjöltækniskólar sem síðan hafa veitt hagnýta menntun og starfsþjálfun í samræmi við markaða atvinnustefnu á svæðinu. Afrakstur þessarar aðferðar Finna er verulegur og ekki þarf að efast um að þetta framtak Skagfirðinga mun á sama hátt færa þeim farsæld í framtíðinni. Að bíða eftir öðrumEkki er vitað til að í aðdraganda þessa merka framtaks á Sauðárkróki hafi verið leitað „suður“ til að koma setrinu á fót. Hve oft er sá steinn klappaður að ekki sé nægur skilningur hjá þeim „fyrir sunnan“ á því að koma nauðsynlegum framfaramálum í framkvæmd? Einlægt er beðið eftir að þingmenn, ráðherrar eða eitthvert annað galdrafólk komi færandi hendi og bregði töfrasprota sínum á loft til að efla atvinnulífið. Þegar slík undur gerast ekki þá kvarta menn gjarnan sáran um skilningsleysi og jafnvel andúð fyrrnefndra á viðkomandi byggðarlagi. Verða af þessu öllu oft hin mestu leiðindi. En Skagfirðingar létu ekki deigan síga í þessum efnum frekar en öðrum. Þess í stað tóku fyrirtæki á svæðinu, skólinn og sveitarfélagið saman höndum og leituðu út í hinn víða heim með góðra manna hjálp og úr varð tæknivætt hámenntasetur sem á eftir að lyfta verkmenntun í héraðinu á hærra stig. Málinu fylgt eftirTil að leggja áherslu á vilja sinn og staðfestu afhentu samtök stuðningsaðila, sem kalla sig Sáttmála til sóknar, skólanum eina milljón króna við vígsluathöfnina til að markaðssetja hann. Það er vissulega gott fordæmi og til marks um að full alvara fylgir því að efla veg og virðingu málm- og véltæknigreinarinnar. Sú viðleitni verður áreiðanlega mikið gæfuspor fyrir þróun atvinnulífs í Skagafirði, hefur víðtæk áhrif og verður öðrum gott fordæmi. Ekki er vanþörf á þegar leitað er logandi ljósi um allt land að arðbærum og áhugaverðum störfum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun