Hættum þessu dekri við stjórnmálastéttina Ásgerður Jóna Flosadóttir skrifar 14. nóvember 2011 11:00 Niðurskurður og enn meiri niðurskurður. Þurfum við ekki að fara í naflaskoðun þegar kemur að niðurskurði hjá hinu opinbera? Huga stjórnmálamenn nægilega að hinu smáa í umhverfi sínu þegar kemur að samdrætti í útgjöldum ríkisins? Það er erfitt fyrir landsmenn að horfa upp á stjórnmálastéttina lifa sínu ljúfa lífi á kostnað okkar hinna þrátt fyrir kreppuna þegar við almenningurinn þrengjum sultarólina í innsta gat. Stjórnmálamenn hafa frían síma, niðurgreiddan mat, afnot af bifreiðum, frí dagblöð, greiddan starfskostnað og svona mætti lengi telja. Þeir ákveða niðurskurðinn án þess að finna hann á eigin skinni. Þessu þarf að breyta og hættum þessu dekri við stjórnmálastéttina. Margt smátt í sparnaði gerir eitt stórt. Ég legg til að eftirfarandi verði lagt af:Ráðherrar noti eigin bíla. Þeir gætu fengið merki í rúðu bílsins sem leyfði viðkomandi að leggja bílnum hvar sem er.Þingmenn greiði sjálfir fyrir símanotkun sína utan skrifstofunnar. Þeir noti símtækin á skrifstofum sínum sem við sköffum þeim.Lokum mötuneytinu í Alþingishúsinu og hættum að niðurgreiða matinn ofan í þingmenn. Starfsmenn þingsins hafi með sér nesti eða nýti matsölustaðina í nágrenninu og styðji þannig við einkareksturinn sem berst í bökkum.Þingmenn kaupi sjálfir dagblöð, ef þeir vilja fylgjast með gera þeir það á sinn kostnað.Hættum að greiða starfskostnað. Hvaða vitleysa er þetta með aukakostnað við að mæta til og stunda vinnu sína. Þeir eiga sjálfir að greiða slíkan kostnað.Þingmaður standi straum af auka búsetukostnaði eins og aðrar stéttir í þjóðfélaginu gera. Hvaða bull er þetta að við séum að greiða fyrir aukaheimili þingmanns. Viðkomandi ákvað að bjóða sig fram og náði kosningu líkt og með þann sem sækir um og fær starf í öðru byggðarlagi en hann býr í. Ekki er það atvinnurekandinn sem greiðir fyrir aukabúsetu. Oftar en ekki flytur fjölskyldan búferlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurskurður og enn meiri niðurskurður. Þurfum við ekki að fara í naflaskoðun þegar kemur að niðurskurði hjá hinu opinbera? Huga stjórnmálamenn nægilega að hinu smáa í umhverfi sínu þegar kemur að samdrætti í útgjöldum ríkisins? Það er erfitt fyrir landsmenn að horfa upp á stjórnmálastéttina lifa sínu ljúfa lífi á kostnað okkar hinna þrátt fyrir kreppuna þegar við almenningurinn þrengjum sultarólina í innsta gat. Stjórnmálamenn hafa frían síma, niðurgreiddan mat, afnot af bifreiðum, frí dagblöð, greiddan starfskostnað og svona mætti lengi telja. Þeir ákveða niðurskurðinn án þess að finna hann á eigin skinni. Þessu þarf að breyta og hættum þessu dekri við stjórnmálastéttina. Margt smátt í sparnaði gerir eitt stórt. Ég legg til að eftirfarandi verði lagt af:Ráðherrar noti eigin bíla. Þeir gætu fengið merki í rúðu bílsins sem leyfði viðkomandi að leggja bílnum hvar sem er.Þingmenn greiði sjálfir fyrir símanotkun sína utan skrifstofunnar. Þeir noti símtækin á skrifstofum sínum sem við sköffum þeim.Lokum mötuneytinu í Alþingishúsinu og hættum að niðurgreiða matinn ofan í þingmenn. Starfsmenn þingsins hafi með sér nesti eða nýti matsölustaðina í nágrenninu og styðji þannig við einkareksturinn sem berst í bökkum.Þingmenn kaupi sjálfir dagblöð, ef þeir vilja fylgjast með gera þeir það á sinn kostnað.Hættum að greiða starfskostnað. Hvaða vitleysa er þetta með aukakostnað við að mæta til og stunda vinnu sína. Þeir eiga sjálfir að greiða slíkan kostnað.Þingmaður standi straum af auka búsetukostnaði eins og aðrar stéttir í þjóðfélaginu gera. Hvaða bull er þetta að við séum að greiða fyrir aukaheimili þingmanns. Viðkomandi ákvað að bjóða sig fram og náði kosningu líkt og með þann sem sækir um og fær starf í öðru byggðarlagi en hann býr í. Ekki er það atvinnurekandinn sem greiðir fyrir aukabúsetu. Oftar en ekki flytur fjölskyldan búferlum.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar