Skoðun

Hættum þessu dekri við stjórnmálastéttina

Ásgerður Jóna Flosadóttir skrifar
Niðurskurður og enn meiri niðurskurður. Þurfum við ekki að fara í naflaskoðun þegar kemur að niðurskurði hjá hinu opinbera?

Huga stjórnmálamenn nægilega að hinu smáa í umhverfi sínu þegar kemur að samdrætti í útgjöldum ríkisins? Það er erfitt fyrir landsmenn að horfa upp á stjórnmálastéttina lifa sínu ljúfa lífi á kostnað okkar hinna þrátt fyrir kreppuna þegar við almenningurinn þrengjum sultarólina í innsta gat.

Stjórnmálamenn hafa frían síma, niðurgreiddan mat, afnot af bifreiðum, frí dagblöð, greiddan starfskostnað og svona mætti lengi telja. Þeir ákveða niðurskurðinn án þess að finna hann á eigin skinni. Þessu þarf að breyta og hættum þessu dekri við stjórnmálastéttina.

Margt smátt í sparnaði gerir eitt stórt.

Ég legg til að eftirfarandi verði lagt af:  • Ráðherrar noti eigin bíla. Þeir gætu fengið merki í rúðu bílsins sem leyfði viðkomandi að leggja bílnum hvar sem er.
  • Þingmenn greiði sjálfir fyrir símanotkun sína utan skrifstofunnar. Þeir noti símtækin á skrifstofum sínum sem við sköffum þeim.
  • Lokum mötuneytinu í Alþingishúsinu og hættum að niðurgreiða matinn ofan í þingmenn. Starfsmenn þingsins hafi með sér nesti eða nýti matsölustaðina í nágrenninu og styðji þannig við einkareksturinn sem berst í bökkum.
  • Þingmenn kaupi sjálfir dagblöð, ef þeir vilja fylgjast með gera þeir það á sinn kostnað.
  • Hættum að greiða starfskostnað. Hvaða vitleysa er þetta með aukakostnað við að mæta til og stunda vinnu sína. Þeir eiga sjálfir að greiða slíkan kostnað.
  • Þingmaður standi straum af auka búsetukostnaði eins og aðrar stéttir í þjóðfélaginu gera.


Hvaða bull er þetta að við séum að greiða fyrir aukaheimili þingmanns. Viðkomandi ákvað að bjóða sig fram og náði kosningu líkt og með þann sem sækir um og fær starf í öðru byggðarlagi en hann býr í. Ekki er það atvinnurekandinn sem greiðir fyrir aukabúsetu. Oftar en ekki flytur fjölskyldan búferlum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Stanley

Þorsteinn Másson skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.