Opið bréf til þingmanna Samfylkingarinnar Inga Sigrún Atladóttir skrifar 10. nóvember 2011 06:00 Á landsfundi Samfylkingarinnar helgina 21.-23. október voru kynntar ýmsar nýjungar til að bæta flokkstarfið. Enn fremur var farið yfir glæsilegan árangur í stjórnun landsmálanna og gerð grein fyrir ýmsum erfiðum hindrunum sem hafa verið á leiðinni. Fundurinn sýndi að flokkurinn er samstæður og sterkur, tilbúinn í ný verkefni. Vikuna eftir landsfundinn birtust sláandi tölur frá Hagstofunni um stöðu íslenskra heimila. Rúmlega helmingur þeirra á erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót og hefur hlutfalliðaukist stöðugt frá 2007. Við aldursgreiningu niðurstaðnanna kom í ljós að aldurshópurinn 30-39 ára var í mestum vandræðum. Í ljósi þessara niðurstaðna tel ég það skyldu Samfylkingarinnar að skoða mjög gagnrýnið hvers vegna aðgerðir til varnar heimilum landsins hafi ekki skilað betri árangri. Nýlega las ég kanadíska grein sem fjallaði um nútíma stjórnmálaumræðu og áhrif fjármálamarkaðarins á hana (Soederberg, 2010). Niðurstaðan var sú að eftir fjármálahrunið 2008 hafa stjórnmálamenn um allan heim þaggað niður umræðu um raunverulegar orsakir og afleiðingar hrunsins. Stjórnmálamenn hafa talað um hrun fjármálageirans sem eðlilega samfélagslega afleiðingu án þess að tengja hana við eigin pólitíska sýn eða hugmyndafræðilegar áherslur. Stjórnmálamenn hafa haft tilhneigingu til að miða aðgerðir sínar við að fjármálastofnanir séu fórnarlömb hrunsins en ekki orsakir. Í ræðu á landsfundinum lofaði formaður Samfylkingarinnar okkur samflokksmönnum sínum raunverulegri sókn til betri lífskjara og manneskjulegra samfélags. Ég veit að hún er manneskja til að efna þetta loforð og vegna þess styð ég hana til forystu. Í ljósi orða formannsins og einlægri trú á að Samfylkingin sé raunverulegur jafnaðarmannaflokkur vænti ég þess að þingmenn staldri við og miði aðgerðir á seinni hluta kjörtímabilsins við það 51% landsmanna sem ekki nær endum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á landsfundi Samfylkingarinnar helgina 21.-23. október voru kynntar ýmsar nýjungar til að bæta flokkstarfið. Enn fremur var farið yfir glæsilegan árangur í stjórnun landsmálanna og gerð grein fyrir ýmsum erfiðum hindrunum sem hafa verið á leiðinni. Fundurinn sýndi að flokkurinn er samstæður og sterkur, tilbúinn í ný verkefni. Vikuna eftir landsfundinn birtust sláandi tölur frá Hagstofunni um stöðu íslenskra heimila. Rúmlega helmingur þeirra á erfitt með að ná endum saman um hver mánaðamót og hefur hlutfalliðaukist stöðugt frá 2007. Við aldursgreiningu niðurstaðnanna kom í ljós að aldurshópurinn 30-39 ára var í mestum vandræðum. Í ljósi þessara niðurstaðna tel ég það skyldu Samfylkingarinnar að skoða mjög gagnrýnið hvers vegna aðgerðir til varnar heimilum landsins hafi ekki skilað betri árangri. Nýlega las ég kanadíska grein sem fjallaði um nútíma stjórnmálaumræðu og áhrif fjármálamarkaðarins á hana (Soederberg, 2010). Niðurstaðan var sú að eftir fjármálahrunið 2008 hafa stjórnmálamenn um allan heim þaggað niður umræðu um raunverulegar orsakir og afleiðingar hrunsins. Stjórnmálamenn hafa talað um hrun fjármálageirans sem eðlilega samfélagslega afleiðingu án þess að tengja hana við eigin pólitíska sýn eða hugmyndafræðilegar áherslur. Stjórnmálamenn hafa haft tilhneigingu til að miða aðgerðir sínar við að fjármálastofnanir séu fórnarlömb hrunsins en ekki orsakir. Í ræðu á landsfundinum lofaði formaður Samfylkingarinnar okkur samflokksmönnum sínum raunverulegri sókn til betri lífskjara og manneskjulegra samfélags. Ég veit að hún er manneskja til að efna þetta loforð og vegna þess styð ég hana til forystu. Í ljósi orða formannsins og einlægri trú á að Samfylkingin sé raunverulegur jafnaðarmannaflokkur vænti ég þess að þingmenn staldri við og miði aðgerðir á seinni hluta kjörtímabilsins við það 51% landsmanna sem ekki nær endum saman.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar