Fleiri fréttir

Hvað framleiðir Ísland?

Heiðar Már Guðjónsson skrifar

Nú þegar seðlabankar heimsins keppast hver við annan um að prenta peninga, til að borga fyrir fjárlagahalla og björgun fjármálafyrirtækja, þá er hafið kapphlaup um að verðfella gjaldmiðla heimsins.

Allt er undir

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Af íslenskri skotgrafaumræðu mætti halda að yfirstandandi efnahagsvandi evrusvæðisins hefði engin bein áhrif á okkur. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar (ESB) hafa glaðhlakkalega bent á að ástandið sýni að Ísland eigi ekkert erindi inn í þennan félagskap. Fylgjendur hennar segja á móti að samtakamáttur aðildarríkjanna við að leysa vanda hvert annars sýni að eftirsóknarvert sé að tilheyra sambandinu. Þessi umræða er yfirborðskennd og fangar ekki alvarleika ástandsins.

„Þessi hlerunarárátta er alvarlegt mál“

Árið 2005 lagði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, fram frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti þar sem meðal annars var bætt við 3. mgr. 42. gr. núgildandi fjarskiptalaga sem fjallar um það sem kallað hefur verið gagnageymd.

„Gömlu dagana gefðu mér“

Ég er einn af þeim sem hafa verið í hálfgerðri „depressjon“ undanfarin misseri og saknað gömlu góðu daganna, þegar við græddum á tá og fingri og gátum keypt allt sem auga og hönd á festi með vildarkjörum. Við áttum fjármálasnillinga á heimsmælikvarða og lögðum metnað okkar í að auka hagvöxt og hlífðum okkur hvergi.

Hvað kostar velferðartryggingin?

Jón Þór Ólafsson skrifar

Allt er til staðar til að við getum lifað við mikla velferð á Íslandi. Hátt menntastig og gott verkvit, miklar auðlindir á hvert mannsbarn, fín atvinnutæki og ágætt samgöngukerfi. Allt er til staðar nema regluverk sem tryggir að spilling eigi erfitt uppdráttar og sé auðvelt að uppræta. Án slíkra reglna verður aldrei nema tímabundin velmegun og velferð á Íslandi.

Dagrenning

Lifandi skelfingar ósköp er niðdimm þoka búin að umlykja Sjálfstæðisflokkinn undanfarin misseri: Seðlabankinn hættur að gefa út hin arðvænu Ástarbréf; Hannes Hólmsteinn leystur frá störfum sem ráðsmaður um fjármál og efnahagsmál ríkisins; Kjartani gert ómögulegt að stunda arðsöm viðskipti við S-menn um banka og verðbréf þeirra

Betur má ef duga skal

Vorið 1994 markaði tímamót í sögu borgarinnar, þegar Reykjavíkurlistinn vann sigur á Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórnarkosningum. Með félagshyggju og jafnrétti kynjanna að leiðarljósi breytti borgarstjórn þjónustu borgarinnar til hins betra. Börn og foreldrar fóru ekki varhluta af breytingunum, enda eru leikskólarnir eins og við þekkjum þá í dag að miklu leyti Reykjavíkurlistanum að þakka. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur í meirihluta vorið 2006 stóðu leikskólar til boða fyrir öll börn sem þá urðu tveggja ára á árinu.

Höfuðborg og flugvöllur allra landsmanna

Það er lögmál að borgir og bæir myndast oftast á krossgötum, sem draga að sér verslun og þjónustu. Innlend dæmi eru Reykjavík, Borgarnes, Akureyri, Egilsstaðir og Selfoss en erlend dæmi eru Ósló, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn. Reykjavík myndaðist þar sem sjóleið og landleið mættust við gömlu Reykjavíkurhöfn á þeim tímum sem dönsku konungarnir, Þórbergur, Lindberg og Nóbelsskáldið tóku land í Reykjavíkurhöfn. Síðan bættist flugvöllurinn við rétt við Kvosina. Fljótlega myndaðist andstaða við flugvöllinn á þeim forsendum að hann tæki rými frá miðborginni.

Steingrímur, viltu finna milljarð?

Á fjárlögum síðustu tveggja ára hafa kvikmyndasjóðir verið skornir niður um rúman þriðjung með ískyggilegum afleiðingum fyrir greinina.

Varkárni um Vaðlaheiðargöng

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Allt stefnir nú í að Vaðlaheiðargöng verði að veruleika á undan vegaframkvæmdum sem þó eru ofar á samgönguáætlun, svo sem nýjum Norðfjarðargöngum og Dýrafjarðargöngum, auk samgöngubóta á sunnanverðum Vestfjörðum og til Vestmannaeyja.

Auðvelt val

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Karpað er um hvort ríkið eigi að lána fyrir framkvæmdum á Vaðlaheiðargöngum. Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar líst ekkert á, ekki heldur Merði Árnasyni í Samfylkingunni. Menn telja ólíklegt að veggjaldið dugi til að greiða upp göngin og fólk muni velja að aka ókeypis um Víkurskarð. Innanríkisráðherra sagði Vaðlaheiðargöngin sambærileg Hvalfjarðargöngunum, vegfarendur hefðu val í báðum tilfellum. Að fara göngin eða ekki. Sjálfri finnst mér ekkert líkt með Hvalfirði og Víkurskarði því um fjallveg er að ræða í öðru tilvikinu en láglendisveg í hinu.

Sársauki sálarinnar og minningar

Ingólfur Harðarson skrifar

Kæri Kristinn Jens Sigþórsson, sóknarprestur, mig langar að þakka þér fyrir að sýna alþjóð hvernig aðstæður okkar fórnarlamba er í raun og veru. Þú endurspeglar svo vel hvernig er tekið á móti okkur þegar við opnum á okkar mál. Þú útskýrir á einstakan hátt hvernig meirihluti fagfólks vinnur og ástæðuna fyrir því að við erum ekki komin lengra með meðhöndlun á afleiðingum þess sem henti okkur. Hvar málaflokkurinn er staddur.

Staðan á sjúkraflugi á Íslandi er dauðans alvara!

Íslendingar eru duglegir að bera sig saman við vestrænar þjóðir í hæfni og gæðum þjónustu og menntunar. Við segjum stolt frá því að við teljum okkur vera á pari við Norðurlandaþjóðirnar með að virða réttindi og þjónusta þegna landsins.

Nýsköpun í atvinnumálum

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Áhersla ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í atvinnumálum hefur m.a. verið að styðja við nýsköpun og vöxt sprotafyrirtækja sem lið í að auka fjölbreytni og leggja grunn að heilbrigðum og sjálfbærum vexti efnahagslífsins.

Fötin og sálin urðu óhrein

Lítil stúlka gengur í skólann með nýju skólatöskuna sína og í nýju úlpunni. Hún er svo glöð. Pabbi hennar hafði keypt þetta í útlöndum. Pabbi var svo góður og mamma líka.

Fjarar undan litlum gjaldmiðlum

Mikið hefur verið ritað og rætt um gjaldeyrismál að undanförnu. Ástæðan er sú að það hriktir í undirstöðum efnahagskerfis heimsins og menn eru ekki sammála hvert stefnir. Undirritaður skrifaði stutta grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem ég benti á þá staðreynd að jafnvel öflugir gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn eiga undir högg að sækja.

Verum vinir

Eðvald Einar Stefánsson skrifar

Börn eiga að njóta þess að vera börn og barnæskan á að vera áhyggjulaus tími. Það eru þó allt of margir sem upplifa þá tíma ekki jákvæða. Fjölmiðlar hafa verið ötulir við að segja frá tilvikum þar sem einelti hefur varanleg áhrif á framtíð þeirra barna sem fyrir því verða.

Foreldrar gegn einelti

Bryndís Jónsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir skrifar

Einelti gegn börnum er grafalvarlegt samfélagsmein. Í könnunum Menntasviðs Reykjavíkur um viðhorf foreldra til grunnskólastarfs kemur fram að einelti hefur ekki farið minnkandi síðustu ár, að mati foreldra. Tæp 16% foreldra í könnun frá 2010 telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Í fjögur hundruð barna skóla eru þetta um sextíu og fjórir nemendur.

Skipulag höfuðborgarsvæðisins - magn eða gæði

Í dag er alþjóðlegi skipulagsdagurinn og því vel við hæfi að leiða hugann í meira mæli að skipulagsmálum en alla jafna. Ekkert svæði á Íslandi hefur verið skipulagt jafn mikið og höfuðborgarsvæðið og segja má að þar kristallist nálgun okkar Íslendinga í skipulagsmálum sem einkennist meira af magni en gæðum.

Gjaldmiðlaumræða í óskilum

Hafsteinn Hauksson skrifar

Krónan er meira en bara grænblái liturinn á fimmþúsundkrónaseðlinum og myndin af Jóni Sig á fimmhundruðkallinum.

Aðeins of glæsileg uppbygging

Aðstaða til íþróttaiðkunar á Íslandi hefur tekið gríðarlegum stakkaskiptum á undanförnum árum. Ný fjölnota íþróttahús og gervigrasvellir sem nota má allt árið hafa komið til sögu í fjöldamörgum sveitarfélögum. Þetta hefur komið öllum íþróttaiðkendum til góða, ekki sízt börnum og unglingum. Þótt mörg þessara mannvirkja hafi risið í samstarfi íþróttafélaga og sveitarfélaga hafa skattgreiðendur borið mest af kostnaðinum og glæsileg uppbygging íþróttamannvirkja á sinn þátt í fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga, sem er ekki alveg eins glæsileg.

Öfgar eru nauðsynlegar

Ákveðin lenska er í opinberri umræðu að tala niður til fólks sem ber svo sterkar skoðanir til ákveðins málstaðar að það gæti, samkvæmt hefðbundinni orðræðu, hve skynsamleg sem hún er, kallast öfgar. Að grípa til þeirrar skilgreiningar að um öfgar sé að ræða virðist með öðrum orðum oft nóg til að gera lítið úr málflutningi þeim sem gagnrýndur er hverju sinni.

Um sjálfstæðismenn og flokkinn

Jónína Michaelsdótir skrifar

Bloggarar og álitsgjafar um um stjórnmál og viðskiptalíf hér og þar, geta þess ekki endilega hvar þeir sjálfir standa í pólitík og hvers vegna. Í mörgum tilvikum er það á allra vitorði, en ekki alltaf. Til eru þeir sem trúa því í einlægni að þeir séu hlutlausir í málflutningi, af því að þeir eru ekki flokksbundnir.

Heildstæð orkustefna

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru ríkulegar og þær eru ein af grunnstoðunum sem samfélag okkar byggir á. En það fylgir vandi vegsemd hverri og við verðum að umgangast náttúru landsins og auðlindirnar af virðingu og hófsemd.

Hætta á fordómum „af erlendu bergi“

Natthawat Voramool skrifar

Alltaf öðru hverju má lesa eða hlusta á upphaf frétta eins og ég las í einu dagblaðanna nýverið: „Tvær konur búsettar á Íslandi af erlendu bergi brotnar hafa verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald…“

Þau eru davíðistar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Nú er maður náttúrlega ekki sjálfstæðismaður og kannski óviðurkvæmilegt að vera að tjá sig um prívatmálefni þess flokks eða taka afstöðu til þess hvaða leiðtoga flokkurinn velur sér. Eða hvað? Þegar yngri dóttir mín var lítil mismælti hún sig einu sinni og sagði að eitthvað væri „hjáviðkvæmilegt" – enginn skildi alveg orðið en kannski þýðir það einmitt þetta: einhvers konar blöndu af því sem er óviðurkvæmilegt og óhjákvæmilegt.

Botn í málið

Magnús Halldórsson skrifar

Það hefur ekki fengist botn í það enn, með Hæstaréttardómi, hvort það megi lána fé til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði.

Betri bæi

Logi Már Einarsson skrifar

Óbyggðir landsins eru okkur dýrmætar og mikilvægt að huga vel að því hvernig um þær er gengið. Þetta hefur mönnum orðið æ ljósara og hefur megináhersla umhverfisverndar á Íslandi snúist um víðernið. Það er þó ekki síst við skipulagningu þéttbýlis sem ná má árangri í umhverfisvernd. Skynsamleg þróun bæja getur skipt sköpum.

Tíminn senn á þrotum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Enn bætist í þá mynd sem birzt hefur að undanförnu, meðal annars í fréttaskýringum hér í Fréttablaðinu, af umfangsmiklum fyrirtækjarekstri stóru bankanna. Í „mjúkum faðmi bankanna“ hvíla nú 137 fyrirtæki, samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið gaf í svari við fyrirspurn Félags atvinnurekenda. Mörg þeirra hafa verið í fangi fjármálastofnana í 30 mánuði eða meira.

Ööögúlp!!

Gerður Kristný skrifar

Um daginn hitti ég skemmtilega konu sem sagði mér að hún hefði eitt sinn tekið sig til og eldað ýmsa rétti sem hún hafði séð bregða fyrir í bókum. Hún hafði svo oft velt fyrir sér bragðinu af öllum bökunum, kássunum og búðingunum sem sögupersónurnar röðuðu í sig. Svona geta bækur vakið oft forvitni lesenda um líf annarra. Ég hef líka oft leitt hugann að því hvernig labbkássan smakkast í einu teiknimyndasögunni sem ég eignaðist sem krakki, Ástríki og útlendingahersveitinni. Það þurfti reyndar bæði botnlangakast og garnaflækju til að ég fengi hana.

Leghálskrabbamein frekar en eitruð HPV bólusetning

Þorsteinn Scheving Thorsteinsson skrifar

Í grein Fréttablaðsins þann 21. okt. sl. undir fyrirsögninni "Bólusetning gegn leghálskrabbameini” vakti Jakob Jóhannesson athygli með þremur spurningum er hann bar upp, eða: "Er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið að 12 ára stúlkur hér á landi verði bólusettar þeim að kostnaðarlausu? Virkar bóluefnið? Eru þau örugg?“

Neyðarkall frá neytanda

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Yarisinn skrikaði til í hausthálkunni þar sem ég lagði fyrir utan Ríkið á fimmtudag. Sumardekkin eru ennþá undir, en ég hef litlar áhyggjur. Þetta er enginn vetur núorðið. Í þann mund sem ég ætla að vippa mér innfyrir bíður mín fyrirsát: rauðklæddur björgunarsveitarmaður með hjálm á höfði. Rétt eins og á sama tíma í fyrra reynir hann að pranga inn á mig Neyðarkalli. Ég fer undan í flæmingi en segi honum að lokum að ég sé búinn að kaupa. (Í hitt í fyrra en hvít lygi hefur aldrei skaðað neinn). 1-0 fyrir mér. En Það er eins og við manninn mælt og síðustu dagar hafa verið nákvæmlega eins.

Um símhleranir

Bogi Nilsson skrifar

Róbert R. Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, er fastur penni hjá Fréttablaðinu og birtir þar áhugaverðar greinar um lögfræðileg efni einkenndar með yfirskriftinni Hugleiðingar um lög og rétt. Þriðjudaginn 1. nóvember, fjallaði Róbert um símhleranir sem framkvæmdar eru í þágu rannsóknar sakamála.

Ábyrgð fjölmiðla í umræðu um einelti

Ragnar Þorsteinsson skrifar

Þegar einstaklingar koma fram í fjölmiðlum og saka starfsfólk skóla um að hafa brugðist í alvarlegum eineltismálum verður staðan nær alltaf ójöfn og framsetningin einhliða. Staðreynd málsins er nefnilega sú að fagfólk sem verður fyrir slíkum ásökunum getur ekki tjáð sig um einstök mál sökum trúnaðar við skjólstæðinga sína.

Keppni um að minnka flokk

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Líklega er það rétt sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem nú hefur tilkynnt að hún sækist eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum, segir í Fréttablaðinu í gær að formannsslagur þeirra Bjarna Benediktssonar snúist fremur um aðferðir og persónur en pólitískar áherzlur. Að minnsta kosti verður ekki séð að neinn grundvallarmunur sé á pólitík formannsins og áskorandans.

Vísir að nýjum öxli í utanríkismálum

Þorsteinn Pálsson skrifar

Flestir vilja að stjórnmálaflokkar haldi sig við þá stefnu sem þeir boða. Um leið vilja menn að forystumenn þeirra hafi umboð til að semja við aðra um málamiðlanir. Á annan veg verður landinu ekki stjórnað.

Íslenski hrokinn

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Ísland er eins og hverfi í Berlín, að því leyti að við erum svo fá. Við eigum til að gleyma þessu. Í því ljósi er frjór jarðvegur fyrir hjarðhugsun hér á landi. Það þarf ekki nema nokkra spekinga til að lýsa skoðun sinni og þjóðin tekur undir.

Kynlíf með ofurhetjum

Sigga Dögg skrifar

Hrekkjavakan er í miklu uppáhaldi hjá mér. Undirrituð lætur þetta tilefni til hlutverkaleiks ekki fram hjá sér fara enda er þetta einstakt tækifæri til þess að uppfylla „fantasíur“ um annan veruleika. Það er mín skoðun að það að klæða sig í búning leyfi manni að vera önnur útgáfa af sjálfum sér. Það opnar fyrir einhvern leynilegan hluta af manni sem liggur í dvala alla hina dagana.

Ungmennaráð í Reykjavíkurborg - félagsmiðstöðvadagurinn 2. nóvember

Ungmennaráð er ráð sem er starfrækt er í öllum hverfum Reykjavíkur. Það er ungmennanna sjálfra í hverjum skóla að útnefnda í ráðið, gjarnan er verið að leita eftir áhugasömum ungmennum sem hafa skoðanir og áhuga á samfélaginu, eru á aldrinum 14-18 ára. Ungmennaráðið hittist að jafnaði hálfsmánaðarlega.

Er allt annað en fiskurinn og sauðkindin aukaatriði?

Margrét Kristmannsdóttir skrifar

Hvað sem má segja um núverandi stjórnarsamstarf er það í augnablikinu eina sjáanlega samstarfið sem mun tryggja að umsóknarferlið að Evrópusambandinu haldi áfram – þó með hangandi haus sé.

Lattelepjandi lopa-treflar eru líka fólk

Benóný Ægisson skrifar

Ég er einn af þeim sem er þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í miðborginni. Að vísu fylgja því nokkrir ókostir en hvergi nærri nógu miklir til að yfirgnæfa kostina. Einn af ókostunum er sá að stundum er eins og við íbúarnir séum ósýnilegir, svona einskonar huldufólk og er eftirfarandi saga til marks um það:

Sjá næstu 50 greinar