Eru Íslendingar feitastir? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 11:00 Nýlega var fjallað um í fréttum sjónvarpsstöðvar að Íslendingar væru orðnir næstfeitasta þjóð, ýmist í heimi, á Vesturlöndum eða meðal OECD-ríkja, næst á eftir Bandaríkjamönnum. Nokkuð var fjallað um málið í dægurmálaþáttum á útvarpsstöðvum og ljóst var á máli fjölmiðlafólks að það hafði töluverða áhyggjur af heilsu og velferð samlanda sinna. Ef mikill vandi felst í því að vera næst efst á þessum lista eins og greina mátti á fréttaflutningi, þá er lausnin einföld. Við lesum rétt úr umræddri skýrslu og sjáum að Íslendingar eru alls ekki næst feitust í heimi. Við erum í sjötta sæti á lista allmargra þjóða, á eftir Bandaríkjamönnum, Mexíkómönnum, Nýsjálendingum, Bretum og Austurríkismönnum. Við gætum mögulega verið enn neðar ef mælingar fást frá fleiri löndum. Fréttin um að við værum önnur feitasta þjóðin var einfaldlega röng. Ef umhyggja fréttamanna fyrir sannleikanum er einlæg má búast við að fréttastofur fjalli jafnmikið um þessa leiðréttu frétt eins og þær fjölluðu um röngu fréttina. Vigtaðu rétt strákurÁhugavert er að vita hvernig slík villa kemst í fréttatíma. Líklega er um að ræða sambland af fjórum þáttum. Ruglingur í meðferð hugtaka, skort á gagnrýnum lestri upplýsinga, of hröð vinnubrögð á fréttastofum og of frjálsleg framsetning niðurstaðna í skýrslu. Hugtök sem notuð eru til að lýsa holdafari fólks eru ruglingsleg og stundum torskilin. Líkamsþyngdarstuðull (BMI) byggir á þyngd að teknu tilliti til hæðar svo: (BMI = kg /m2) Sömu mörk eru notuð fyrir karla og konur. Þegar BMI stuðull er hærri en 30 er talað um offitu (e. obesity). BMI gildi á milli 25 og 30 flokkast sem ofþyngd (sem er ekki offita). Deilt er um hvar þessi mörk eigi að liggja og hvað þau í raun þýða. Meiri sátt er um mörkin fyrir offitu en um mörkin fyrir ofþyngd. Karlmaður (eða kona) sem 190 cm og 91 kg er með BMI-gildið 25,2 og flokkast því í ofþyngd sem og einstaklingur sem er 160 cm og 64 kg. Fáir eru með mynd af slíkum einstaklingum í huga þegar rætt er um offitu þjóða. Ekki er útilokað að aukið hlutfall Íslendinga sem flokkast í ofþyngd geti m.a. verið til komið vegna aukinnar vöðvasöfnunar enda hefur hluti landsmanna æft stíft. BMI-stuðullinn gerir ekki greinarmun á vöðvamassa og fitumassa. Í umræddri skýrslu birtist einnig samanlagt hlutfall fullorðinna Íslendinga sem annað hvort er í ofþyngd eða offitu. Þar er blandað saman tveimur aðgreindum hópum og því miður er það oft gert m.a. í skýrslum og ritum sérfræðinga um þetta efni. Annar hópurinn er að öllum líkindum of feitur, en hinn er það síður. Að mínu mati er gagnsemi flokksins „ofþyngd“ svo takmörkuð að skoða þarf alvarlega hvort hætta eigi að birta upplýsingar um ofþyngd í opinberum skýrslum og fréttum. Með nokkurri lagni hefði fréttamaður hins vegar getað séð að samsetta mælingin er ekki eingöngu að mæla offitu, enda var myndin fyrir offitu á næstu blaðsíðu. Því stundum verður mönnum áLíklegt má telja að hefðu fréttamenn gefið sér betri tíma í vinnslu fréttarinnar og kynnt sér helstu hugtök hefði þessi ranga frétt ekki farið í loftið. Hins vegar er rétt að benda á að skýrslan sjálf var ekki nægjanlega vel unnin. Í skýrslunni er nokkrum þjóðum raðað á lista eftir því hversu stór hluti íbúa er samtals annars vegar í ofþyngd og hins vegar í offitu. Á þennan lista vantar nokkrar af þeim þjóðum sem líklegar eru til að ná hátt ef gögn væru aðgengileg. Við erum sem sagt næsthæst á meingölluðum samanburði sem byggir á meingallaðri mælingu. Skýrsluhöfundar hefðu átt að gera betur grein fyrir hvað felst í þessum mælingum og samanburði. Það er eðlileg krafa að fréttamenn spyrji gagnrýninna spurninga um hvað sé mælt og hvernig. Með þessum skrifum er ég ekki að gera lítið úr skaðlegum áhrifum aukinnar offitu á heilsu fólks heldur að benda á mikilvægi þess að byggja á bestu fáanlegu mælingum. Umræða um þyngd má ekki skyggja á umræðu um mikilvægi hollrar fæðu, nægrar hreyfingar og vera með gott þol. Þannig þurfa allir að hreyfa sig nægjanlega mikið, borða hollan mat, og sofa vel, óháð því hvort þau eru í kjörþyngd eða ekki. Hluta af neikvæðum afleiðingum offitu má rekja til vanlíðanar í kjölfar neikvæðra ummæla sem höfð eru um útlit einstaklinga og hópa. Því skal ávallt gæta virðingar og umburðarlyndis þegar rætt er um líkamlegt útlit fólks og þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýlega var fjallað um í fréttum sjónvarpsstöðvar að Íslendingar væru orðnir næstfeitasta þjóð, ýmist í heimi, á Vesturlöndum eða meðal OECD-ríkja, næst á eftir Bandaríkjamönnum. Nokkuð var fjallað um málið í dægurmálaþáttum á útvarpsstöðvum og ljóst var á máli fjölmiðlafólks að það hafði töluverða áhyggjur af heilsu og velferð samlanda sinna. Ef mikill vandi felst í því að vera næst efst á þessum lista eins og greina mátti á fréttaflutningi, þá er lausnin einföld. Við lesum rétt úr umræddri skýrslu og sjáum að Íslendingar eru alls ekki næst feitust í heimi. Við erum í sjötta sæti á lista allmargra þjóða, á eftir Bandaríkjamönnum, Mexíkómönnum, Nýsjálendingum, Bretum og Austurríkismönnum. Við gætum mögulega verið enn neðar ef mælingar fást frá fleiri löndum. Fréttin um að við værum önnur feitasta þjóðin var einfaldlega röng. Ef umhyggja fréttamanna fyrir sannleikanum er einlæg má búast við að fréttastofur fjalli jafnmikið um þessa leiðréttu frétt eins og þær fjölluðu um röngu fréttina. Vigtaðu rétt strákurÁhugavert er að vita hvernig slík villa kemst í fréttatíma. Líklega er um að ræða sambland af fjórum þáttum. Ruglingur í meðferð hugtaka, skort á gagnrýnum lestri upplýsinga, of hröð vinnubrögð á fréttastofum og of frjálsleg framsetning niðurstaðna í skýrslu. Hugtök sem notuð eru til að lýsa holdafari fólks eru ruglingsleg og stundum torskilin. Líkamsþyngdarstuðull (BMI) byggir á þyngd að teknu tilliti til hæðar svo: (BMI = kg /m2) Sömu mörk eru notuð fyrir karla og konur. Þegar BMI stuðull er hærri en 30 er talað um offitu (e. obesity). BMI gildi á milli 25 og 30 flokkast sem ofþyngd (sem er ekki offita). Deilt er um hvar þessi mörk eigi að liggja og hvað þau í raun þýða. Meiri sátt er um mörkin fyrir offitu en um mörkin fyrir ofþyngd. Karlmaður (eða kona) sem 190 cm og 91 kg er með BMI-gildið 25,2 og flokkast því í ofþyngd sem og einstaklingur sem er 160 cm og 64 kg. Fáir eru með mynd af slíkum einstaklingum í huga þegar rætt er um offitu þjóða. Ekki er útilokað að aukið hlutfall Íslendinga sem flokkast í ofþyngd geti m.a. verið til komið vegna aukinnar vöðvasöfnunar enda hefur hluti landsmanna æft stíft. BMI-stuðullinn gerir ekki greinarmun á vöðvamassa og fitumassa. Í umræddri skýrslu birtist einnig samanlagt hlutfall fullorðinna Íslendinga sem annað hvort er í ofþyngd eða offitu. Þar er blandað saman tveimur aðgreindum hópum og því miður er það oft gert m.a. í skýrslum og ritum sérfræðinga um þetta efni. Annar hópurinn er að öllum líkindum of feitur, en hinn er það síður. Að mínu mati er gagnsemi flokksins „ofþyngd“ svo takmörkuð að skoða þarf alvarlega hvort hætta eigi að birta upplýsingar um ofþyngd í opinberum skýrslum og fréttum. Með nokkurri lagni hefði fréttamaður hins vegar getað séð að samsetta mælingin er ekki eingöngu að mæla offitu, enda var myndin fyrir offitu á næstu blaðsíðu. Því stundum verður mönnum áLíklegt má telja að hefðu fréttamenn gefið sér betri tíma í vinnslu fréttarinnar og kynnt sér helstu hugtök hefði þessi ranga frétt ekki farið í loftið. Hins vegar er rétt að benda á að skýrslan sjálf var ekki nægjanlega vel unnin. Í skýrslunni er nokkrum þjóðum raðað á lista eftir því hversu stór hluti íbúa er samtals annars vegar í ofþyngd og hins vegar í offitu. Á þennan lista vantar nokkrar af þeim þjóðum sem líklegar eru til að ná hátt ef gögn væru aðgengileg. Við erum sem sagt næsthæst á meingölluðum samanburði sem byggir á meingallaðri mælingu. Skýrsluhöfundar hefðu átt að gera betur grein fyrir hvað felst í þessum mælingum og samanburði. Það er eðlileg krafa að fréttamenn spyrji gagnrýninna spurninga um hvað sé mælt og hvernig. Með þessum skrifum er ég ekki að gera lítið úr skaðlegum áhrifum aukinnar offitu á heilsu fólks heldur að benda á mikilvægi þess að byggja á bestu fáanlegu mælingum. Umræða um þyngd má ekki skyggja á umræðu um mikilvægi hollrar fæðu, nægrar hreyfingar og vera með gott þol. Þannig þurfa allir að hreyfa sig nægjanlega mikið, borða hollan mat, og sofa vel, óháð því hvort þau eru í kjörþyngd eða ekki. Hluta af neikvæðum afleiðingum offitu má rekja til vanlíðanar í kjölfar neikvæðra ummæla sem höfð eru um útlit einstaklinga og hópa. Því skal ávallt gæta virðingar og umburðarlyndis þegar rætt er um líkamlegt útlit fólks og þjóða.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun