Fleiri fréttir

Verum vinir

Eðvald Einar Stefánsson skrifar

Börn eiga að njóta þess að vera börn og barnæskan á að vera áhyggjulaus tími. Það eru þó allt of margir sem upplifa þá tíma ekki jákvæða. Fjölmiðlar hafa verið ötulir við að segja frá tilvikum þar sem einelti hefur varanleg áhrif á framtíð þeirra barna sem fyrir því verða.

Foreldrar gegn einelti

Bryndís Jónsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir skrifar

Einelti gegn börnum er grafalvarlegt samfélagsmein. Í könnunum Menntasviðs Reykjavíkur um viðhorf foreldra til grunnskólastarfs kemur fram að einelti hefur ekki farið minnkandi síðustu ár, að mati foreldra. Tæp 16% foreldra í könnun frá 2010 telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Í fjögur hundruð barna skóla eru þetta um sextíu og fjórir nemendur.

Skipulag höfuðborgarsvæðisins - magn eða gæði

Í dag er alþjóðlegi skipulagsdagurinn og því vel við hæfi að leiða hugann í meira mæli að skipulagsmálum en alla jafna. Ekkert svæði á Íslandi hefur verið skipulagt jafn mikið og höfuðborgarsvæðið og segja má að þar kristallist nálgun okkar Íslendinga í skipulagsmálum sem einkennist meira af magni en gæðum.

Gjaldmiðlaumræða í óskilum

Hafsteinn Hauksson skrifar

Krónan er meira en bara grænblái liturinn á fimmþúsundkrónaseðlinum og myndin af Jóni Sig á fimmhundruðkallinum.

Aðeins of glæsileg uppbygging

Aðstaða til íþróttaiðkunar á Íslandi hefur tekið gríðarlegum stakkaskiptum á undanförnum árum. Ný fjölnota íþróttahús og gervigrasvellir sem nota má allt árið hafa komið til sögu í fjöldamörgum sveitarfélögum. Þetta hefur komið öllum íþróttaiðkendum til góða, ekki sízt börnum og unglingum. Þótt mörg þessara mannvirkja hafi risið í samstarfi íþróttafélaga og sveitarfélaga hafa skattgreiðendur borið mest af kostnaðinum og glæsileg uppbygging íþróttamannvirkja á sinn þátt í fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga, sem er ekki alveg eins glæsileg.

Öfgar eru nauðsynlegar

Ákveðin lenska er í opinberri umræðu að tala niður til fólks sem ber svo sterkar skoðanir til ákveðins málstaðar að það gæti, samkvæmt hefðbundinni orðræðu, hve skynsamleg sem hún er, kallast öfgar. Að grípa til þeirrar skilgreiningar að um öfgar sé að ræða virðist með öðrum orðum oft nóg til að gera lítið úr málflutningi þeim sem gagnrýndur er hverju sinni.

Um sjálfstæðismenn og flokkinn

Jónína Michaelsdótir skrifar

Bloggarar og álitsgjafar um um stjórnmál og viðskiptalíf hér og þar, geta þess ekki endilega hvar þeir sjálfir standa í pólitík og hvers vegna. Í mörgum tilvikum er það á allra vitorði, en ekki alltaf. Til eru þeir sem trúa því í einlægni að þeir séu hlutlausir í málflutningi, af því að þeir eru ekki flokksbundnir.

Heildstæð orkustefna

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru ríkulegar og þær eru ein af grunnstoðunum sem samfélag okkar byggir á. En það fylgir vandi vegsemd hverri og við verðum að umgangast náttúru landsins og auðlindirnar af virðingu og hófsemd.

Hætta á fordómum „af erlendu bergi“

Natthawat Voramool skrifar

Alltaf öðru hverju má lesa eða hlusta á upphaf frétta eins og ég las í einu dagblaðanna nýverið: „Tvær konur búsettar á Íslandi af erlendu bergi brotnar hafa verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald…“

Þau eru davíðistar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Nú er maður náttúrlega ekki sjálfstæðismaður og kannski óviðurkvæmilegt að vera að tjá sig um prívatmálefni þess flokks eða taka afstöðu til þess hvaða leiðtoga flokkurinn velur sér. Eða hvað? Þegar yngri dóttir mín var lítil mismælti hún sig einu sinni og sagði að eitthvað væri „hjáviðkvæmilegt" – enginn skildi alveg orðið en kannski þýðir það einmitt þetta: einhvers konar blöndu af því sem er óviðurkvæmilegt og óhjákvæmilegt.

Botn í málið

Magnús Halldórsson skrifar

Það hefur ekki fengist botn í það enn, með Hæstaréttardómi, hvort það megi lána fé til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði.

Betri bæi

Logi Már Einarsson skrifar

Óbyggðir landsins eru okkur dýrmætar og mikilvægt að huga vel að því hvernig um þær er gengið. Þetta hefur mönnum orðið æ ljósara og hefur megináhersla umhverfisverndar á Íslandi snúist um víðernið. Það er þó ekki síst við skipulagningu þéttbýlis sem ná má árangri í umhverfisvernd. Skynsamleg þróun bæja getur skipt sköpum.

Tíminn senn á þrotum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Enn bætist í þá mynd sem birzt hefur að undanförnu, meðal annars í fréttaskýringum hér í Fréttablaðinu, af umfangsmiklum fyrirtækjarekstri stóru bankanna. Í „mjúkum faðmi bankanna“ hvíla nú 137 fyrirtæki, samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið gaf í svari við fyrirspurn Félags atvinnurekenda. Mörg þeirra hafa verið í fangi fjármálastofnana í 30 mánuði eða meira.

Ööögúlp!!

Gerður Kristný skrifar

Um daginn hitti ég skemmtilega konu sem sagði mér að hún hefði eitt sinn tekið sig til og eldað ýmsa rétti sem hún hafði séð bregða fyrir í bókum. Hún hafði svo oft velt fyrir sér bragðinu af öllum bökunum, kássunum og búðingunum sem sögupersónurnar röðuðu í sig. Svona geta bækur vakið oft forvitni lesenda um líf annarra. Ég hef líka oft leitt hugann að því hvernig labbkássan smakkast í einu teiknimyndasögunni sem ég eignaðist sem krakki, Ástríki og útlendingahersveitinni. Það þurfti reyndar bæði botnlangakast og garnaflækju til að ég fengi hana.

Leghálskrabbamein frekar en eitruð HPV bólusetning

Þorsteinn Scheving Thorsteinsson skrifar

Í grein Fréttablaðsins þann 21. okt. sl. undir fyrirsögninni "Bólusetning gegn leghálskrabbameini” vakti Jakob Jóhannesson athygli með þremur spurningum er hann bar upp, eða: "Er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið að 12 ára stúlkur hér á landi verði bólusettar þeim að kostnaðarlausu? Virkar bóluefnið? Eru þau örugg?“

Neyðarkall frá neytanda

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Yarisinn skrikaði til í hausthálkunni þar sem ég lagði fyrir utan Ríkið á fimmtudag. Sumardekkin eru ennþá undir, en ég hef litlar áhyggjur. Þetta er enginn vetur núorðið. Í þann mund sem ég ætla að vippa mér innfyrir bíður mín fyrirsát: rauðklæddur björgunarsveitarmaður með hjálm á höfði. Rétt eins og á sama tíma í fyrra reynir hann að pranga inn á mig Neyðarkalli. Ég fer undan í flæmingi en segi honum að lokum að ég sé búinn að kaupa. (Í hitt í fyrra en hvít lygi hefur aldrei skaðað neinn). 1-0 fyrir mér. En Það er eins og við manninn mælt og síðustu dagar hafa verið nákvæmlega eins.

Um símhleranir

Bogi Nilsson skrifar

Róbert R. Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, er fastur penni hjá Fréttablaðinu og birtir þar áhugaverðar greinar um lögfræðileg efni einkenndar með yfirskriftinni Hugleiðingar um lög og rétt. Þriðjudaginn 1. nóvember, fjallaði Róbert um símhleranir sem framkvæmdar eru í þágu rannsóknar sakamála.

Ábyrgð fjölmiðla í umræðu um einelti

Ragnar Þorsteinsson skrifar

Þegar einstaklingar koma fram í fjölmiðlum og saka starfsfólk skóla um að hafa brugðist í alvarlegum eineltismálum verður staðan nær alltaf ójöfn og framsetningin einhliða. Staðreynd málsins er nefnilega sú að fagfólk sem verður fyrir slíkum ásökunum getur ekki tjáð sig um einstök mál sökum trúnaðar við skjólstæðinga sína.

Keppni um að minnka flokk

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Líklega er það rétt sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem nú hefur tilkynnt að hún sækist eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum, segir í Fréttablaðinu í gær að formannsslagur þeirra Bjarna Benediktssonar snúist fremur um aðferðir og persónur en pólitískar áherzlur. Að minnsta kosti verður ekki séð að neinn grundvallarmunur sé á pólitík formannsins og áskorandans.

Vísir að nýjum öxli í utanríkismálum

Þorsteinn Pálsson skrifar

Flestir vilja að stjórnmálaflokkar haldi sig við þá stefnu sem þeir boða. Um leið vilja menn að forystumenn þeirra hafi umboð til að semja við aðra um málamiðlanir. Á annan veg verður landinu ekki stjórnað.

Íslenski hrokinn

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Ísland er eins og hverfi í Berlín, að því leyti að við erum svo fá. Við eigum til að gleyma þessu. Í því ljósi er frjór jarðvegur fyrir hjarðhugsun hér á landi. Það þarf ekki nema nokkra spekinga til að lýsa skoðun sinni og þjóðin tekur undir.

Kynlíf með ofurhetjum

Sigga Dögg skrifar

Hrekkjavakan er í miklu uppáhaldi hjá mér. Undirrituð lætur þetta tilefni til hlutverkaleiks ekki fram hjá sér fara enda er þetta einstakt tækifæri til þess að uppfylla „fantasíur“ um annan veruleika. Það er mín skoðun að það að klæða sig í búning leyfi manni að vera önnur útgáfa af sjálfum sér. Það opnar fyrir einhvern leynilegan hluta af manni sem liggur í dvala alla hina dagana.

Ungmennaráð í Reykjavíkurborg - félagsmiðstöðvadagurinn 2. nóvember

Ungmennaráð er ráð sem er starfrækt er í öllum hverfum Reykjavíkur. Það er ungmennanna sjálfra í hverjum skóla að útnefnda í ráðið, gjarnan er verið að leita eftir áhugasömum ungmennum sem hafa skoðanir og áhuga á samfélaginu, eru á aldrinum 14-18 ára. Ungmennaráðið hittist að jafnaði hálfsmánaðarlega.

Er allt annað en fiskurinn og sauðkindin aukaatriði?

Margrét Kristmannsdóttir skrifar

Hvað sem má segja um núverandi stjórnarsamstarf er það í augnablikinu eina sjáanlega samstarfið sem mun tryggja að umsóknarferlið að Evrópusambandinu haldi áfram – þó með hangandi haus sé.

Lattelepjandi lopa-treflar eru líka fólk

Benóný Ægisson skrifar

Ég er einn af þeim sem er þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í miðborginni. Að vísu fylgja því nokkrir ókostir en hvergi nærri nógu miklir til að yfirgnæfa kostina. Einn af ókostunum er sá að stundum er eins og við íbúarnir séum ósýnilegir, svona einskonar huldufólk og er eftirfarandi saga til marks um það:

Óöryggi eða hroki

Sigurjón Þórðarson skrifar

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG sem kenndi sig í fyrstu við norræna velferð hefur lagt alla áherslu á að breyta sem allra minnst þeim kerfum sem komu þjóðinni í afar þrönga stöðu. Frá kosningum hefur ríkisstjórnin dregið lappirnar í hverju málinu á fætur öðru.

Ýkjur um afskriftir í fjölmiðlum

Sigurður Magnússon skrifar

Fjölmiðlar hafa flutt fréttir af fjögurra milljarða afskriftum skulda hjá Sveitarfélaginu Álftanesi. Hér er verið að ýkja og líklegra að samningar náist um einn milljarð í afskriftir, eða leiðréttingu bankalána og eru þá meðtalin lán Fasteignar vegna Álftaneslaugar. Gegnir furðu að bæjaryfirvöld skuli ekki leiðrétta þennan fréttaflutning og gefa íbúum Álftaness réttar upplýsingar um stöðu mála. Þöggunin á þeim bæ getur ekki þjónað hagsmunum íbúanna þótt að sjálfsögðu þurfi að virða trúnað um einstök samningsgögn.

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft

Guðrún Jónsdóttir skrifar

Eineltismál hafa verið í umræðunni að undanförnu, því miður ekki að ástæðulausu. Þetta virðist vera mein sem er viðvarandi. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar og því er þarft að ræða þessi mál þótt þau séu illviðráðanleg og viðkvæm. Samfélagið þarf að vera meðvitað og skoða hvað það er í uppbyggingu þess sem viðheldur þessari hegðun. Við erum öll ábyrg fyrir því að taka á vandanum.

Jafnvægi í náttúrunni

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Veiðinytjar eru eðlilegur þáttur í mannvist á Íslandi. Ég hef stundað fugla- og fiskveiðar og horft á veiðar á sjávar- og landspendýrum. Enda þótt veiðisaga landsins einkennist af athöfnum sem miða að ásættanlegri mataröflun og útivist er þar líka annað að finna; allt frá sorglegum veiðiþjófnaði eða drápum á friðuðum dýrum til athafna sem miða að því að fækka því sem okkur hefur orðið tamt að kalla meindýr eða varg. Þegar kemur að fuglum eða spendýrum er t.d. átt við hrafn, ref og háhyrning. Hugmyndafræðin er þessi: Ef við drepum ekki nógu marga einstaklinga ræna þeir af okkur bráð eða spilla landbúnaði. Einfalt og klárt. Um leið er að mestu litið framhjá þeim flóknu ferlum í náttúrunni sem stjórna því að ein tegund (sem hefur átt sér langtíma þróun í landinu) hvorki útrýmir né knésetur margar aðrar.

Hagsmunaráðuneyti

Pawel Bartoszek skrifar

Ríkisendurskoðun gerði fyrr á þessu ári úttekt á útvistun opinberra verkefna til Bændasamtakanna. Niðurstöðurnar voru þær að samtökunum væri falið opinbert vald meðan fjárhagslegt og faglegt eftirlit á eftirfylgni samninga við þau skorti. Einnig var mælst til að stjórnvöld söfnuðu sínum eigin tölfræðiupplýsingum um landbúnað í stað þess að reiða sig á gögn hagsmunasamtaka.

Við gerum of lítið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið segir frá því í dag að formaður flóttamannanefndar velferðarráðuneytisins, Íris Björg Kristjánsdóttir, vonist til að hægt verði að taka á móti flóttafólki á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, svokölluðum kvótaflóttamönnum, á næsta ári. Þó sé óvíst að fjárveitingar fáist til þess.

Tregur vilji

Sigurður Konráðsson skrifar

Alþingi hefur gengið ötullega fram í að samþykkja ýmis lög og þingsályktanir sem varða íslenskt mál. Íslensk málnefnd hefur starfað vel að margháttuðum undirbúningi sem tengist þessari vinnu. Í lögum þessum og samþykktum er meðal annars lögð áhersla á kennslu íslensku sem móðurmáls á öllum skólastigum. Afar misjafnt er hvernig við hefur verið brugðist í skólum landsins. Hvers vegna er tregða að bregðast við eindregnum vilja opinberra aðila þegar viðfangsefnið er íslensk tunga?

Lambið hinsta fylgist með þér

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Ég var í sveit sem barn. Ég fór í sauðburð á hverju vori, dró að mér anganina af lífinu að kvikna, lék við litlu lömbin smá... og át þau síðan með uppstúf og rauðkáli á jólunum. Afi minn gerði heimsins besta hangikjöt og honum þótti sjálfsagt að láta uppruna þess getið, enda stoltur af sínu fé og sínu kjöti þannig að ég þekkti jólamatinn alltaf persónulega.

Dýr sparnaður

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir.

Áskoranir höfuðborgarsvæðisins næstu 20 árin

Árið 1991 voru Íslendingar 255 þúsund talsins og þar af bjuggu um 149 þúsund á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi) eða um 58% íbúa landsins. Tuttugu árum síðar, eða í ársbyrjun 2011, bjuggu um 318 þúsund íbúar á Íslandi og þar af bjuggu um 201 þúsund íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða um 63%. Landsmönnum fjölgaði um 24% á þessum tuttugu árum. Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 52 þúsund á þessum tuttugu árum en íbúum annars staðar á landinu fjölgaði um 10 þúsund.

Nýtt vinstriafl - án allra öfga

Kristján Guðlaugsson skrifar

Það mikilvægasta sem maðurinn hefur uppskorið í baráttu sinni fyrir betra lífi á síðustu öldum er borgaralegt þingræði. Öfgafullar stefnur síðustu aldar, kommúnisminn og ofstækisfull hægristefna, hafa hver á sinn hátt grafið undan þingræðinu. Það er kominn tími til að skapa öfluga vinstrihreyfingu sem afneitar ríkistrúnni og byggir á sönnum gildum þingræðis og lýðræðis. Þess vegna fagna ég hugrekki og framsýni Lilju Mósesdóttur.

Matur handa öllum

Áslaug Helgadóttir skrifar

Framleiða þarf helmingi meiri mat í heiminum á næstu 50 árum en nú er gert. Fólksfjölgun er ör og sífellt fleiri vilja borða jafn vel og Vesturlandabúar hafa tamið sér. Þetta verður að gera án þess að ganga frekar á gæði jarðarinnar. Það þarf að auka framleiðni verulega á sama tíma og margt bendir til þess að skilyrði muni versna á stórum landssvæðum vegna loftslagsbreytinga. Staðan er ekki vonlaus – langt í frá. Nú sem endranær er best að treysta á hugvitið og velja árangursríkustu leiðirnar að settu marki.

Minningar og meðferð

Kristinn Jens Sigurþórsson skrifar

Ellefu þjóðkirkjuprestar senda mér kveðju sína hér í Fréttablaðinu á laugardaginn. Eru þar á ferðinni kærir kollegar. Finnst þeim miður hvernig ég í greininni „Bældar minningar á brauðfótum?“ fjallaði um Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og bók hennar, „Ekki líta undan.“ Gera þeir þrenns konar athugasemdir við skrif mín og kalla eftir veigamiklum ástæðum og gildum rökum fyrir þeim.

Frægðin að utan

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn?

Hagkvæmara að gefa

Eygló Harðardóttir skrifar

Fyrir hrun trúðu margir á sýnina um að sífellt væri hægt að stækka kökuna með því að ýta undir græðgi einstaklinganna. Þetta endurspeglaðist í að skattaívilnanir stjórnvalda beindust m.a. fyrst og fremst að fyrirtækjum sem voru á markaði í hagnaðarskyni.

Hvers virði ert þú?

Birgir Örn Guðjónsson skrifar

Hvernig getur það verið fjarlægur draumur fyrir fjögurra manna fjölskyldu á Íslandi að eignast hús með garði? Það þarf ekki að vera einbýlishús, heldur bara hús þar sem börnin hafa sitt eigið herbergi og geta farið út í garð að leika sér. Ég á mér þennan draum.

Peningar í vinnu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Skráning smásölufyrirtækisins Haga í Kauphöllina – og fleiri fyrirtækja sem stefna á að sigla í kjölfarið eins og sagt var frá í fréttum Fréttablaðsins í gær – er mikilvægt skref í endurreisn íslenzks efnahagslífs.

Sjá næstu 50 greinar