Gjaldmiðlaumræða í óskilum Hafsteinn Hauksson skrifar 8. nóvember 2011 09:00 Krónan er meira en bara grænblái liturinn á fimmþúsundkrónaseðlinum og myndin af Jóni Sig á fimmhundruðkallinum. Krónan er öll umgjörð peningamálastefnunnar, markmið hennar, stýritæki og samspil ríkisstjórnar og seðlabanka allt í senn. Þess vegna verður umræða um framtíð gjaldmiðilsins að snúast um alla þessa þætti. Króna sem ekki má skipta í erlenda gjaldeyri er til dæmis klárlega allt annar gjaldmiðill en fljótandi króna, og króna sem rekin er á trúverðugu fastgengi gagnvart evru er alls engin króna – heldur evra. Þegar fólk segir að krónan hafi gengið sér til húðar, þá get ég mér þess yfirleitt til um að það eigi við að klúðurslegt samspil þenslu í ríkisfjármálum og aðhalds í peningastefnu með einstrengingsleg markmið og bitlaus stjórntæki samhliða erlendri skammtímafjárfestingu gangi ekki lengur. Um það er raunar ekki deilt; í það minnsta hefur Seðlabankinn sjálfur viðurkennt að verðbólgumarkmiðið hafi ekki gengið:"Þótt fyrirkomulagið hafi verið byggt á hugmyndum hagfræðinnar um besta fyrirkomulag peningamála og reynslu fjölda landa sem náð hafa góðum árangri í stjórn peningamála, hefur árangur Seðlabankans í viðureigninni við verðbólgu verið slakur nánast allt tímabilið frá því að verðbólgumarkmiðið var tekið upp og verri en í öðrum ríkjum með sambærilegt fyrirkomulag. (Peningastefnan eftir höft, 2010)"Efnisleg umræða í óskilum Þess vegna á umræða um framtíð krónunnar að snúast um hvort eitthvað sé hægt að gera til að laga þá galla sem eru á peningastefnunni; víkka markmið hennar út fyrir einfalda verðbólgutölu og útbúa ný stjórntæki til að stuðla að stöðugleika svo dæmi séu nefnd. Síðan þarf að meta hvort hlutfall kostnaðar og árangurs af svoleiðis endurbótavinnu sé hagfelldari en af því að taka einfaldlega upp aðra mynt eða leita annarra lausna, sérstaklega í ljósi þess að ýmislegt í þjóðarbúskapnum gerir sjálfstæða peningastefnu erfiða viðfangs. En það er varla einn einasti stjórnmálamaður að velta þessum hlutum fyrir sér. Á stjórnmálasviðinu snýst umræðan um krónuna og framtíðarskipan gjaldmiðlamála sjaldnast um peningastefnuna, ekki einu sinni um litinn og myndirnar á peningaseðlunum, heldur um Evrópusambandið – efnislega er umræðan algjörlega í óskilum.Plan A er ekki nóg Það er orðið allt að því ómögulegt að skilja að pólitíska umræðu um sambandsaðild frá hagfræðilegri umræðu um gjaldmiðilinn. Á meðan ekkert er fast í hendi þar situr þjóðin aðeins uppi með tvo óboðlega kosti á meðan stjórnmálamenn rífast um Evrópusambandið; haftakrónu eða þá vonlausu peningastefnu sem rekin var fyrir hrun. En hvað ef meirihluti þjóðarinnar hafnar aðild að Evrópusambandinu? Hvað ef Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn eftir næstu kosningar? "Ef"-in eru allt of stór til að evra gegnum ESB sé eini valkosturinn við haftakrónu sem vert er að hugleiða. Það er vart hægt að hugsa sér verra hlutskipti en að vakna upp við það fimm til tíu árum eftir hrun að tvíhliða upptaka evru er ekki að fara að gerast, og hafa ekkert traust plan B í hendi – að standa á byrjunarreit og uppgötva að tíma sem hægt var að verja í að ræða peningastefnuna og færast nær niðurstöðu var sóað.Ræðum það mikilvægasta fyrst Peningastefnan er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar til framtíðar eins og staðan er núna. Punktur. Hugmyndirnar vantar ekki. Það hefur verið stungið upp á Tobin-skatti á fjármagnsflutninga til að draga úr sveiflum í krónuni, einhliða upptöku fjölda gjaldmiðla, þar á meðal evru, dollars og jafnvel kanadadollars, eða innleiðingu þessara gjaldmiðla sem lögeyris samhliða krónunni, auk þess sem Seðlabankinn hefur lagt fyrir matseðil af nýjum markmiðum og stýritækjum sem myndu hugsanlega gera krónuna sjálfa að fýsilegri kosti. En það eru ráðamenn sem þurfa á endanum að panta af matseðlinum, og allar þessar hugmyndir falla dauðar niður þegar þá skortir kjark til að ræða þær af alvöru og taka afstöðu. Meðal þess sem þingheimi þótti vert að ræða í síðustu viku voru innsiglingin í Grindavíkurhöfn, Þríhnúkagígur, söngur og heimspeki í skólum, Skipasafn Íslands og fuglaskoðunarstöð í Garði. Þetta eru alveg örugglega mál sem þarf að sinna, en má ég biðja um að mál sem varða velferð þjóðarinnar allrar um ókomna tíð verði leidd til lykta fyrst – ja, eða bara hleypt á dagskrá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Krónan er meira en bara grænblái liturinn á fimmþúsundkrónaseðlinum og myndin af Jóni Sig á fimmhundruðkallinum. Krónan er öll umgjörð peningamálastefnunnar, markmið hennar, stýritæki og samspil ríkisstjórnar og seðlabanka allt í senn. Þess vegna verður umræða um framtíð gjaldmiðilsins að snúast um alla þessa þætti. Króna sem ekki má skipta í erlenda gjaldeyri er til dæmis klárlega allt annar gjaldmiðill en fljótandi króna, og króna sem rekin er á trúverðugu fastgengi gagnvart evru er alls engin króna – heldur evra. Þegar fólk segir að krónan hafi gengið sér til húðar, þá get ég mér þess yfirleitt til um að það eigi við að klúðurslegt samspil þenslu í ríkisfjármálum og aðhalds í peningastefnu með einstrengingsleg markmið og bitlaus stjórntæki samhliða erlendri skammtímafjárfestingu gangi ekki lengur. Um það er raunar ekki deilt; í það minnsta hefur Seðlabankinn sjálfur viðurkennt að verðbólgumarkmiðið hafi ekki gengið:"Þótt fyrirkomulagið hafi verið byggt á hugmyndum hagfræðinnar um besta fyrirkomulag peningamála og reynslu fjölda landa sem náð hafa góðum árangri í stjórn peningamála, hefur árangur Seðlabankans í viðureigninni við verðbólgu verið slakur nánast allt tímabilið frá því að verðbólgumarkmiðið var tekið upp og verri en í öðrum ríkjum með sambærilegt fyrirkomulag. (Peningastefnan eftir höft, 2010)"Efnisleg umræða í óskilum Þess vegna á umræða um framtíð krónunnar að snúast um hvort eitthvað sé hægt að gera til að laga þá galla sem eru á peningastefnunni; víkka markmið hennar út fyrir einfalda verðbólgutölu og útbúa ný stjórntæki til að stuðla að stöðugleika svo dæmi séu nefnd. Síðan þarf að meta hvort hlutfall kostnaðar og árangurs af svoleiðis endurbótavinnu sé hagfelldari en af því að taka einfaldlega upp aðra mynt eða leita annarra lausna, sérstaklega í ljósi þess að ýmislegt í þjóðarbúskapnum gerir sjálfstæða peningastefnu erfiða viðfangs. En það er varla einn einasti stjórnmálamaður að velta þessum hlutum fyrir sér. Á stjórnmálasviðinu snýst umræðan um krónuna og framtíðarskipan gjaldmiðlamála sjaldnast um peningastefnuna, ekki einu sinni um litinn og myndirnar á peningaseðlunum, heldur um Evrópusambandið – efnislega er umræðan algjörlega í óskilum.Plan A er ekki nóg Það er orðið allt að því ómögulegt að skilja að pólitíska umræðu um sambandsaðild frá hagfræðilegri umræðu um gjaldmiðilinn. Á meðan ekkert er fast í hendi þar situr þjóðin aðeins uppi með tvo óboðlega kosti á meðan stjórnmálamenn rífast um Evrópusambandið; haftakrónu eða þá vonlausu peningastefnu sem rekin var fyrir hrun. En hvað ef meirihluti þjóðarinnar hafnar aðild að Evrópusambandinu? Hvað ef Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn eftir næstu kosningar? "Ef"-in eru allt of stór til að evra gegnum ESB sé eini valkosturinn við haftakrónu sem vert er að hugleiða. Það er vart hægt að hugsa sér verra hlutskipti en að vakna upp við það fimm til tíu árum eftir hrun að tvíhliða upptaka evru er ekki að fara að gerast, og hafa ekkert traust plan B í hendi – að standa á byrjunarreit og uppgötva að tíma sem hægt var að verja í að ræða peningastefnuna og færast nær niðurstöðu var sóað.Ræðum það mikilvægasta fyrst Peningastefnan er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar til framtíðar eins og staðan er núna. Punktur. Hugmyndirnar vantar ekki. Það hefur verið stungið upp á Tobin-skatti á fjármagnsflutninga til að draga úr sveiflum í krónuni, einhliða upptöku fjölda gjaldmiðla, þar á meðal evru, dollars og jafnvel kanadadollars, eða innleiðingu þessara gjaldmiðla sem lögeyris samhliða krónunni, auk þess sem Seðlabankinn hefur lagt fyrir matseðil af nýjum markmiðum og stýritækjum sem myndu hugsanlega gera krónuna sjálfa að fýsilegri kosti. En það eru ráðamenn sem þurfa á endanum að panta af matseðlinum, og allar þessar hugmyndir falla dauðar niður þegar þá skortir kjark til að ræða þær af alvöru og taka afstöðu. Meðal þess sem þingheimi þótti vert að ræða í síðustu viku voru innsiglingin í Grindavíkurhöfn, Þríhnúkagígur, söngur og heimspeki í skólum, Skipasafn Íslands og fuglaskoðunarstöð í Garði. Þetta eru alveg örugglega mál sem þarf að sinna, en má ég biðja um að mál sem varða velferð þjóðarinnar allrar um ókomna tíð verði leidd til lykta fyrst – ja, eða bara hleypt á dagskrá?
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun