Áskoranir höfuðborgarsvæðisins næstu 20 árin 3. nóvember 2011 06:00 Árið 1991 voru Íslendingar 255 þúsund talsins og þar af bjuggu um 149 þúsund á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi) eða um 58% íbúa landsins. Tuttugu árum síðar, eða í ársbyrjun 2011, bjuggu um 318 þúsund íbúar á Íslandi og þar af bjuggu um 201 þúsund íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða um 63%. Landsmönnum fjölgaði um 24% á þessum tuttugu árum. Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 52 þúsund á þessum tuttugu árum en íbúum annars staðar á landinu fjölgaði um 10 þúsund. Gefum okkur að sama fjölgun muni eiga sér stað næstu tuttugu árin og undanfarin tuttugu ár. Þá verða landsmenn orðnir 380 þúsund sem er aðeins meira en miðspá Hagstofu Íslands segir til um. Íbúafjöldinn á höfuðborgarsvæðinu yrði þá um 250 þúsund og íbúafjöldi annars staðar á landinu um 130 þúsund. Ljóst er að ef íbúum á höfuðborgarsvæðinu kemur til með að fjölga um 50 þúsund næstu tuttugu árin standa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu frammi fyrir mikilli áskorun. Hvernig á að bregðast við í búsetumálum til að mynda? Fjölgun um 50 þúsund næstu tuttugu árin kallar enn fremur á nýja sýn í þróun umferðarmála á höfuðborgarsvæðinu sem og í þróun almenningssamgangna. Ég sé fyrir mér fjórar megináskoranir. Fyrsta áskorunin snýr að búsetuúrræðum fyrir allan þennan íbúafjölda. Sem betur fer er nóg til af lóðum og ein nálgun sem ég tel vera góða er að byggja þéttar, þ.e. byggja á svæðum sem nú eru óbyggð. Í því sambandi mætti íhuga að tengja Suðurgötu við Kársnes og síðar lengra í Álftanes. Með þessari þéttingu byggðar yrðu til tengsl milla byggðasvæða sem nú eru ekki til staðar. Önnur áskorunin lýtur að umferðarmálum og þróun þeirra. Ljóst er að tengja þarf betur ólík svæði höfuðborgarsvæðisins og ofangreind tillaga um þverun Skerjafjarðar er ein tillaga af mörgum sem þarf að grípa til með það fyrir augum að bæta umferð vegna fyrirsjáanlegrar íbúafjölgunar á svæðinu. Þriðja áskorunin tengist almenningssamgöngum og þróun þeirra. Ef þessi þróun í íbúafjölgun gengur eftir þarf að stórefla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og auka vægi þeirra í allri stefnumótun varðandi þróun íbúðahverfa og tengingu þeirra við miðbæjarkjarna. Fjórða áskorunin fjallar um innri uppbyggingu þjónustustofnana og ber þá helst að nefna skóla, heilsugæslu og þjónustumiðstöðvar. Mín ósk í þessum efnum er sú að nú gefst tækifæri til að tengja betur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvað skipulagsmál varðar. Sveitarfélögin þurfa að vera í öflugra samstarfi við skipulagningu höfuðborgarsvæðisins og nálgast það sem eina heild til að mæta þeirri íbúafjölgun sem fyrirsjáanleg er. Það væri óskandi að þau bæru gæfu til þess samstarfs þannig að vegalengdir milli staða á höfuðborgarsvæðinu lengdust ekki, heldur yrði reynt að byggja á svæðum sem eru óbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1991 voru Íslendingar 255 þúsund talsins og þar af bjuggu um 149 þúsund á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi) eða um 58% íbúa landsins. Tuttugu árum síðar, eða í ársbyrjun 2011, bjuggu um 318 þúsund íbúar á Íslandi og þar af bjuggu um 201 þúsund íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða um 63%. Landsmönnum fjölgaði um 24% á þessum tuttugu árum. Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 52 þúsund á þessum tuttugu árum en íbúum annars staðar á landinu fjölgaði um 10 þúsund. Gefum okkur að sama fjölgun muni eiga sér stað næstu tuttugu árin og undanfarin tuttugu ár. Þá verða landsmenn orðnir 380 þúsund sem er aðeins meira en miðspá Hagstofu Íslands segir til um. Íbúafjöldinn á höfuðborgarsvæðinu yrði þá um 250 þúsund og íbúafjöldi annars staðar á landinu um 130 þúsund. Ljóst er að ef íbúum á höfuðborgarsvæðinu kemur til með að fjölga um 50 þúsund næstu tuttugu árin standa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu frammi fyrir mikilli áskorun. Hvernig á að bregðast við í búsetumálum til að mynda? Fjölgun um 50 þúsund næstu tuttugu árin kallar enn fremur á nýja sýn í þróun umferðarmála á höfuðborgarsvæðinu sem og í þróun almenningssamgangna. Ég sé fyrir mér fjórar megináskoranir. Fyrsta áskorunin snýr að búsetuúrræðum fyrir allan þennan íbúafjölda. Sem betur fer er nóg til af lóðum og ein nálgun sem ég tel vera góða er að byggja þéttar, þ.e. byggja á svæðum sem nú eru óbyggð. Í því sambandi mætti íhuga að tengja Suðurgötu við Kársnes og síðar lengra í Álftanes. Með þessari þéttingu byggðar yrðu til tengsl milla byggðasvæða sem nú eru ekki til staðar. Önnur áskorunin lýtur að umferðarmálum og þróun þeirra. Ljóst er að tengja þarf betur ólík svæði höfuðborgarsvæðisins og ofangreind tillaga um þverun Skerjafjarðar er ein tillaga af mörgum sem þarf að grípa til með það fyrir augum að bæta umferð vegna fyrirsjáanlegrar íbúafjölgunar á svæðinu. Þriðja áskorunin tengist almenningssamgöngum og þróun þeirra. Ef þessi þróun í íbúafjölgun gengur eftir þarf að stórefla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og auka vægi þeirra í allri stefnumótun varðandi þróun íbúðahverfa og tengingu þeirra við miðbæjarkjarna. Fjórða áskorunin fjallar um innri uppbyggingu þjónustustofnana og ber þá helst að nefna skóla, heilsugæslu og þjónustumiðstöðvar. Mín ósk í þessum efnum er sú að nú gefst tækifæri til að tengja betur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hvað skipulagsmál varðar. Sveitarfélögin þurfa að vera í öflugra samstarfi við skipulagningu höfuðborgarsvæðisins og nálgast það sem eina heild til að mæta þeirri íbúafjölgun sem fyrirsjáanleg er. Það væri óskandi að þau bæru gæfu til þess samstarfs þannig að vegalengdir milli staða á höfuðborgarsvæðinu lengdust ekki, heldur yrði reynt að byggja á svæðum sem eru óbyggð.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun