Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar 27. maí 2025 10:01 Í maímánuði ár hvert fer fram uppgjör hjá þeim eldri borgurum sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun. Menn eru misánægðir eða óánægðir með útkomuna. Það er all margir sem fá endurgreitt en það eru miklu fleiri sem þurfa að endurgreiða eða um 67% þeirra sem hafa greiðslur frá TR vegna ársins 2024 en voru 78% vegna fyrra árs. Ástæða fyrir endurgreiðslukröfu er aðalega vegna fjármagnstekna eða um 73%. Svo kemur söluhagnaður og arður. En þarf það að vera þannig að TR sé að senda tæplega 30.000 manns póst um að þau hafi fengið of mikið greitt? Í desember ár hvert er sendur póstur á alla með uppfærðri tekjuáætlun fyrir næsta ár og er ætlast til að menn skoði póstinn og geri breytingar á áætlunni ef þeim finnst hún ekki passa við tekjur og eignir. En er fólk að gera þetta? Samkvæmt upplýsingum sem ég hef séð eru aðeins 15% þeirra sem eru á greiðslulista TR að senda inn nýja tekjuáætlun. Um 5% skoða póstinn og gera ekki breytingar en 80% virðast ekki opna póstinn sinn og vita þá ekki hvað er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi í tekjur á næsta ári. Er eðlilegt að 4 af hverjum 5 skoði ekki póstinn sinn og renni þannig blint í sjóinn með tekjur næstu 12 mánaða? Að mínu mati er þetta stórt vandamál og ef menn væru meira vakandi þá væri hægt að fækka póstunum um endurkröfur og koma í veg fyrir heil mikil leiðindi sem af þessu hljótast. Landsamband eldri borgara sendi á öll aðildarfélög sín í desember sl., erindi um að hvetja sína félaga til að skoða póstinn frá TR og uppfæra tekjuáætlun sína. En það virðist ekki hafa borið mikinn árangur. En svo er stóra spurningin: Er viðunandi að fólk sem á eðlilegan sparnað eftir 40-50 ár á vinnumarkaði þurfi að sæta skerðingum á grunnlífeyri vegna fjármagnstekna. Það er ekki verið að tala um þá sem eiga háar upphæðir heldur varasjóð sem hægt er að grípa í ef illa árar eða upp koma vandamál t.d. vegna veikinda og/eða andláts. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er ákvæði um að tekið verði upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna. LEB mun vinna ötullega að því að stjórnvöld standi við þessa setningu í sáttmálanum ásamt því að berjast fyrir öllum þeim þörfu málum sem eru þar skrifuð. En allt tal um skerðingar og ósanngirni, þá eru um 5.000 manns sem einvörðungu eru með grunnlífeyri eða falla undir frítekjumörkin og í áðurnefndum sáttmála er tilgreint að gripið verði til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun. Ágæta ríkistjórn, það eru semsagt 5.000 eldri borgarar sem eru langt undir eðlilegri framfærslu og þurfa hjálp strax. Einnig eru um 15.000 eldri borgarar undir lágmarkslaunum. Þetta gengur ekki lengur og Landsamband eldri borgara mun beita öllum þeim ráðum sem það hefur til að hreinlega bjarga þessum hópi úr klóm fátæktar. Hver var það sem sagði að það ætti að útrýma fátækt á Íslandi? Nú er tækifærið standið við stóru orðin. Munið að það er of seint að birgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Höfundur er formaður LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Snæbjörnsson Eldri borgarar Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Í maímánuði ár hvert fer fram uppgjör hjá þeim eldri borgurum sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun. Menn eru misánægðir eða óánægðir með útkomuna. Það er all margir sem fá endurgreitt en það eru miklu fleiri sem þurfa að endurgreiða eða um 67% þeirra sem hafa greiðslur frá TR vegna ársins 2024 en voru 78% vegna fyrra árs. Ástæða fyrir endurgreiðslukröfu er aðalega vegna fjármagnstekna eða um 73%. Svo kemur söluhagnaður og arður. En þarf það að vera þannig að TR sé að senda tæplega 30.000 manns póst um að þau hafi fengið of mikið greitt? Í desember ár hvert er sendur póstur á alla með uppfærðri tekjuáætlun fyrir næsta ár og er ætlast til að menn skoði póstinn og geri breytingar á áætlunni ef þeim finnst hún ekki passa við tekjur og eignir. En er fólk að gera þetta? Samkvæmt upplýsingum sem ég hef séð eru aðeins 15% þeirra sem eru á greiðslulista TR að senda inn nýja tekjuáætlun. Um 5% skoða póstinn og gera ekki breytingar en 80% virðast ekki opna póstinn sinn og vita þá ekki hvað er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi í tekjur á næsta ári. Er eðlilegt að 4 af hverjum 5 skoði ekki póstinn sinn og renni þannig blint í sjóinn með tekjur næstu 12 mánaða? Að mínu mati er þetta stórt vandamál og ef menn væru meira vakandi þá væri hægt að fækka póstunum um endurkröfur og koma í veg fyrir heil mikil leiðindi sem af þessu hljótast. Landsamband eldri borgara sendi á öll aðildarfélög sín í desember sl., erindi um að hvetja sína félaga til að skoða póstinn frá TR og uppfæra tekjuáætlun sína. En það virðist ekki hafa borið mikinn árangur. En svo er stóra spurningin: Er viðunandi að fólk sem á eðlilegan sparnað eftir 40-50 ár á vinnumarkaði þurfi að sæta skerðingum á grunnlífeyri vegna fjármagnstekna. Það er ekki verið að tala um þá sem eiga háar upphæðir heldur varasjóð sem hægt er að grípa í ef illa árar eða upp koma vandamál t.d. vegna veikinda og/eða andláts. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er ákvæði um að tekið verði upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna. LEB mun vinna ötullega að því að stjórnvöld standi við þessa setningu í sáttmálanum ásamt því að berjast fyrir öllum þeim þörfu málum sem eru þar skrifuð. En allt tal um skerðingar og ósanngirni, þá eru um 5.000 manns sem einvörðungu eru með grunnlífeyri eða falla undir frítekjumörkin og í áðurnefndum sáttmála er tilgreint að gripið verði til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun. Ágæta ríkistjórn, það eru semsagt 5.000 eldri borgarar sem eru langt undir eðlilegri framfærslu og þurfa hjálp strax. Einnig eru um 15.000 eldri borgarar undir lágmarkslaunum. Þetta gengur ekki lengur og Landsamband eldri borgara mun beita öllum þeim ráðum sem það hefur til að hreinlega bjarga þessum hópi úr klóm fátæktar. Hver var það sem sagði að það ætti að útrýma fátækt á Íslandi? Nú er tækifærið standið við stóru orðin. Munið að það er of seint að birgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Höfundur er formaður LEB.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun