Hvers virði ert þú? Birgir Örn Guðjónsson skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Hvernig getur það verið fjarlægur draumur fyrir fjögurra manna fjölskyldu á Íslandi að eignast hús með garði? Það þarf ekki að vera einbýlishús, heldur bara hús þar sem börnin hafa sitt eigið herbergi og geta farið út í garð að leika sér. Ég á mér þennan draum. Bankastjórinn minn sagðist um daginn sjá ákveðin verðmæti í ákveðnu fyrirtæki og því hefðu þeir lagt fjármuni í fyrirtækið. Ég vænti þess að það sama eigi við um manninn sem fékk tugi milljarða afskrifaða í sama banka en fær samt að vera milljarðamæringur áfram. Fjölskylda sem gerði þau „mistök“ að sýna varkárni í „góðærinu“ og hefur staðið við sín prinsipp síðan fær ekki krónu. Er þessi fjölskylda einskis virði. Hin venjulega fjölskylda er ekki einu sinni að fara fram á mikið, hún er bara að óska eftir smá leiðréttingu. Hún er meira að segja til í að vera það rausnarleg að taka megnið á sig þó að hún eigi það alls ekki skilið. Við vitum að við fáum aldrei leiðréttingu á öllu því sem við eigum skilið. En það væri jafnvel nóg að fá bara að koma út á núlli, þrátt fyrir að vera búin að borga fleiri milljónir í einhver ár. Er hægt að ætlast til meira af okkur?! Það eiga að vera eðlileg mannréttindi að geta eignast hús yfir höfuðið. Ef þú tekur lán fyrir íbúð áttu að geta gengið að því vísu að þú borgir lánið niður með tímanum en ekki að það hækki við hverja innborgun. Það er ekki eðlilegt að íbúðarkaup séu eins og fjárhættuspil þar sem „húsið“ fær að velja sér öll spilin. Ég hef talað mikið við starfsfólkið í bankanum mínum og hef ekkert nema gott um það að segja. Þau eru kurteis og koma fram við mig af hlýju og hluttekningu. En það er ekki nóg. Við báðum ekki um koss á bágtið. Hlý orð eru innantóm án verka. Ég veit að það eru ótrúlega margir í svipaðri stöðu og ég en samt er þögnin þrúgandi. Við eigum að láta í okkur heyra þó að við köstum ekki eggjum eða berjum í tunnur. Það má ekki vera eina tjáningarformið sem opnar eyru þeirra sem ráða. Fjölskyldur landsins eiga ekki að gefast upp. Það er of mikið í húfi. Ég á mér draum, en það merkir ekki að ég sé sofandi. Ég er kurteis, en það merkir ekki að ég verji ekki fjölskyldu mína. Ég er jákvæður, en það merkir ekki að ég samþykki óréttlæti. Ég er orðinn þreyttur á því að það sé talað niður til okkar sem erum ekki sátt og sagt að við séum neikvæð og ímyndunarveik. Ég vil réttlæti einmitt vegna þess að ég elska fjölskyldu mína og lífið sjálft. Ég neita að trúa því að við þurfum að kenna börnunum okkar ný prinsipp í framtíðinni. Ég trúi því enn að bankarnir og stjórnvöld sjái verðmætin í íslenskum fjölskyldum. Þar liggja hin raunverulegu verðmæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hvernig getur það verið fjarlægur draumur fyrir fjögurra manna fjölskyldu á Íslandi að eignast hús með garði? Það þarf ekki að vera einbýlishús, heldur bara hús þar sem börnin hafa sitt eigið herbergi og geta farið út í garð að leika sér. Ég á mér þennan draum. Bankastjórinn minn sagðist um daginn sjá ákveðin verðmæti í ákveðnu fyrirtæki og því hefðu þeir lagt fjármuni í fyrirtækið. Ég vænti þess að það sama eigi við um manninn sem fékk tugi milljarða afskrifaða í sama banka en fær samt að vera milljarðamæringur áfram. Fjölskylda sem gerði þau „mistök“ að sýna varkárni í „góðærinu“ og hefur staðið við sín prinsipp síðan fær ekki krónu. Er þessi fjölskylda einskis virði. Hin venjulega fjölskylda er ekki einu sinni að fara fram á mikið, hún er bara að óska eftir smá leiðréttingu. Hún er meira að segja til í að vera það rausnarleg að taka megnið á sig þó að hún eigi það alls ekki skilið. Við vitum að við fáum aldrei leiðréttingu á öllu því sem við eigum skilið. En það væri jafnvel nóg að fá bara að koma út á núlli, þrátt fyrir að vera búin að borga fleiri milljónir í einhver ár. Er hægt að ætlast til meira af okkur?! Það eiga að vera eðlileg mannréttindi að geta eignast hús yfir höfuðið. Ef þú tekur lán fyrir íbúð áttu að geta gengið að því vísu að þú borgir lánið niður með tímanum en ekki að það hækki við hverja innborgun. Það er ekki eðlilegt að íbúðarkaup séu eins og fjárhættuspil þar sem „húsið“ fær að velja sér öll spilin. Ég hef talað mikið við starfsfólkið í bankanum mínum og hef ekkert nema gott um það að segja. Þau eru kurteis og koma fram við mig af hlýju og hluttekningu. En það er ekki nóg. Við báðum ekki um koss á bágtið. Hlý orð eru innantóm án verka. Ég veit að það eru ótrúlega margir í svipaðri stöðu og ég en samt er þögnin þrúgandi. Við eigum að láta í okkur heyra þó að við köstum ekki eggjum eða berjum í tunnur. Það má ekki vera eina tjáningarformið sem opnar eyru þeirra sem ráða. Fjölskyldur landsins eiga ekki að gefast upp. Það er of mikið í húfi. Ég á mér draum, en það merkir ekki að ég sé sofandi. Ég er kurteis, en það merkir ekki að ég verji ekki fjölskyldu mína. Ég er jákvæður, en það merkir ekki að ég samþykki óréttlæti. Ég er orðinn þreyttur á því að það sé talað niður til okkar sem erum ekki sátt og sagt að við séum neikvæð og ímyndunarveik. Ég vil réttlæti einmitt vegna þess að ég elska fjölskyldu mína og lífið sjálft. Ég neita að trúa því að við þurfum að kenna börnunum okkar ný prinsipp í framtíðinni. Ég trúi því enn að bankarnir og stjórnvöld sjái verðmætin í íslenskum fjölskyldum. Þar liggja hin raunverulegu verðmæti.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun