Er allt annað en fiskurinn og sauðkindin aukaatriði? Margrét Kristmannsdóttir skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Hvað sem má segja um núverandi stjórnarsamstarf er það í augnablikinu eina sjáanlega samstarfið sem mun tryggja að umsóknarferlið að Evrópusambandinu haldi áfram – þó með hangandi haus sé. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 64% landsmanna klára umsóknarferlið og innan atvinnulífsins er þetta hlutfall enn hærra. Örmynt eins og íslenska krónan verður aldrei sá gjaldmiðill sem atvinnulífið þarf, enda hafa mörg stærstu fyrirtæki landsins þegar yfirgefið hana. Það getur hins vegar þorri íslenskra fyrirtækja og heimilin ekki gert. Að svipta þau möguleikanum á því að sjá hvernig rekstrarumhverfi og lífskjör gætu breyst með aðild er óþolandi forræðishyggja. Hlutverk stjórnmálamanna í þessu máli er einfaldlega eitt – að tryggja þjóðinni sem bestan samning. Þjóðin tekur síðan við keflinu og greiðir atkvæði um eigin framtíð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í umræðunni um Evrópusambandið eru hagsmunir sjávarútvegs og landbúnaðar mjög áberandi en um hagsmuni annarra atvinnugreina heyrist vart. Enda vitað að þjóðin mun aldrei samþykkja inngöngu – nema það fáist góður samningur fyrir þessar tvær atvinnugreinar. Góður samningur á ekki að tryggja þessum atvinnugreinum óbreytt ástand, en tryggja verður framtíðarhagsmuni þeirra við samningaborðið. Hins vegar gætir vaxandi furðu hversu lítið er rætt um hagsmuni annarra atvinnugreina í þessu landi og lífskjör almennt ef okkur verður gert að vera utan Evrópusambandsins og með íslensku krónuna næstu áratugina. Á næstu árum þurfum við að skapa 20.000 störf til að eyða atvinnuleysi og taka á móti ungu fólki sem er að koma út á vinnumarkaðinn. Svo til ekkert af þessum störfum mun koma frá sjávarútvegi eða landbúnaði, heldur mun lunginn af þessum störfum koma frá verslun, iðnaði og þjónustugeiranum. Því er ekki síður mikilvægt að tryggja að þær atvinnugreinar, sem eiga að skapa hér framtíðarstörf búi við samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Það gera þær ekki í dag og það á hugsanlega að vera helsta áhyggjuefni okkar. Það vekur furðu að þeir aðilar sem berjast gegn aðildarviðræðum Íslands skuli sjálfir ekki hafa neinar raunhæfar lausnir í peningamálum þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn boðar í plani B að gera eigi úttekt á peningastefnunni og kanna framtíðarkosti – sem er ágætt í sjálfu sér – en enginn veit hvenær eða hvaða niðurstöðu þetta plan muni að lokum skila. Fyrir skömmu birti Sjálfstæðisflokkurinn efnahagstillögur sínar undir yfirskriftinni „Framtíðin“ og þó að sumar tillögur hafi þar verið góðar vakti ekki síður athygli sú ærandi þögn sem þar ríkti um framtíðarpeningastefnu Íslands. Ekki eitt orð um krónuna eða hvernig á að leysa vanda örmyntar 320.000 manna þjóðar né þær byrðar sem hún leggur á fyrirtækin og heimilin í landinu. Eftir allt sem á undan er gengið hjá þessari þjóð verður að setja spurningarmerki við hvernig hægt er að gefa út 12 síðna blað um efnahagstillögur og minnast ekki orði á eitt mikilvægasta málið – að tryggja stöðugleika með traustum gjaldmiðli. Þegar atvinnugreinum er gert ókleift að vera samkeppnishæfar við nágrannalöndin eða helstu samkeppnisaðila, þá er það mjög alvarlegur hlutur þegar stjórnmálaöfl í landinu skella skollaeyrum við því ástandi. Af hverju hlusta menn ekki þegar forsvarsmenn margra stórfyrirtækja segja ítrekað að þeir muni ekki geta rekið fyrirtæki sín hér á landi ef íslenska krónan verður áfram gjaldmiðill þjóðarinnar? Af hverju skella menn skollaeyrum við þegar forsvarsmenn segjast verða nauðbeygðir að flytja höfuðstöðvar og störf úr landi til að komast í eðlilegt rekstrarumhverfi? Íslenska krónan er að flestra mati ónýtur gjaldmiðill og mun aldrei gagnast íslensku atvinnulífi. Ég hef ekki enn hitt þann aðila í íslensku atvinnulífi sem hefur raunverulega trú á því að krónan muni fljóta á ný, hún muni alltaf þurfa að vera í einhvers konar höftum til að verja hana atlögum, t.d. spákaupmanna. En forsenda afnámsins er hins vegar að fyrir liggi trúverðug peningastefna, sem getur stöðvað atlögur og tjón vegna óhóflegra gjaldmiðlasveiflna. Afnám hafta án skýrrar stefnu í peningamálum er ferli með ófyrirséðum afleiðingum. Þá rússíbanareið getur verslunin ekki stutt enda fyrirséð að mörg fyrirtæki myndu ekki lifa af það ferli, svo ekki sé minnst á afleiðingarnar fyrir íslensk heimili. Ef okkur tekst með inngöngu í ESB að jafna rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja og á sama tíma að rétta af hag heimilanna þannig að lunginn af tekjunum fari ekki í að borga vexti, afborganir og að kaupa í matinn – þá er það einfalt reikningsdæmi að þetta daglega puð okkar allra, bæði fyrirtækja og heimila, muni skilja mun meira eftir sig. Og það er kannski mergurinn málsins. Við núverandi ástand sjá mörg fyrirtæki og um 85% ungs fólks ekki sína framtíð hér á landi samkvæmt könnunum. Og ekki hefur verið mikil umræða á Alþingi eða í samfélaginu almennt um þá staðreynd. Ég vil reka mitt fyrirtæki og heimili á svipuðum kjörum og gerist í nágrannalöndunum. Við Íslendingar eigum ekki að þurfa að skila lengstum vinnudegi, streða frá morgni til kvölds fyrir nauðþurftum í þeim misskilningi að þannig tryggjum við best fullveldi þjóðarinnar. Ef við tryggjum lykilhagsmuni okkar í aðildarviðræðunum við ESB á Ísland heima meðal vinaþjóða í Evrópu – hér eftir sem hingað til. Þangað höfum við einfaldlega mun meira að sækja – en Evrópusambandið nokkru sinni að sækja hingað. Er ekki allavega sjálfsagt að láta á það reyna – klára aðildarviðræður og leyfa þjóðinni sjálfri að kjósa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað sem má segja um núverandi stjórnarsamstarf er það í augnablikinu eina sjáanlega samstarfið sem mun tryggja að umsóknarferlið að Evrópusambandinu haldi áfram – þó með hangandi haus sé. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 64% landsmanna klára umsóknarferlið og innan atvinnulífsins er þetta hlutfall enn hærra. Örmynt eins og íslenska krónan verður aldrei sá gjaldmiðill sem atvinnulífið þarf, enda hafa mörg stærstu fyrirtæki landsins þegar yfirgefið hana. Það getur hins vegar þorri íslenskra fyrirtækja og heimilin ekki gert. Að svipta þau möguleikanum á því að sjá hvernig rekstrarumhverfi og lífskjör gætu breyst með aðild er óþolandi forræðishyggja. Hlutverk stjórnmálamanna í þessu máli er einfaldlega eitt – að tryggja þjóðinni sem bestan samning. Þjóðin tekur síðan við keflinu og greiðir atkvæði um eigin framtíð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í umræðunni um Evrópusambandið eru hagsmunir sjávarútvegs og landbúnaðar mjög áberandi en um hagsmuni annarra atvinnugreina heyrist vart. Enda vitað að þjóðin mun aldrei samþykkja inngöngu – nema það fáist góður samningur fyrir þessar tvær atvinnugreinar. Góður samningur á ekki að tryggja þessum atvinnugreinum óbreytt ástand, en tryggja verður framtíðarhagsmuni þeirra við samningaborðið. Hins vegar gætir vaxandi furðu hversu lítið er rætt um hagsmuni annarra atvinnugreina í þessu landi og lífskjör almennt ef okkur verður gert að vera utan Evrópusambandsins og með íslensku krónuna næstu áratugina. Á næstu árum þurfum við að skapa 20.000 störf til að eyða atvinnuleysi og taka á móti ungu fólki sem er að koma út á vinnumarkaðinn. Svo til ekkert af þessum störfum mun koma frá sjávarútvegi eða landbúnaði, heldur mun lunginn af þessum störfum koma frá verslun, iðnaði og þjónustugeiranum. Því er ekki síður mikilvægt að tryggja að þær atvinnugreinar, sem eiga að skapa hér framtíðarstörf búi við samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Það gera þær ekki í dag og það á hugsanlega að vera helsta áhyggjuefni okkar. Það vekur furðu að þeir aðilar sem berjast gegn aðildarviðræðum Íslands skuli sjálfir ekki hafa neinar raunhæfar lausnir í peningamálum þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn boðar í plani B að gera eigi úttekt á peningastefnunni og kanna framtíðarkosti – sem er ágætt í sjálfu sér – en enginn veit hvenær eða hvaða niðurstöðu þetta plan muni að lokum skila. Fyrir skömmu birti Sjálfstæðisflokkurinn efnahagstillögur sínar undir yfirskriftinni „Framtíðin“ og þó að sumar tillögur hafi þar verið góðar vakti ekki síður athygli sú ærandi þögn sem þar ríkti um framtíðarpeningastefnu Íslands. Ekki eitt orð um krónuna eða hvernig á að leysa vanda örmyntar 320.000 manna þjóðar né þær byrðar sem hún leggur á fyrirtækin og heimilin í landinu. Eftir allt sem á undan er gengið hjá þessari þjóð verður að setja spurningarmerki við hvernig hægt er að gefa út 12 síðna blað um efnahagstillögur og minnast ekki orði á eitt mikilvægasta málið – að tryggja stöðugleika með traustum gjaldmiðli. Þegar atvinnugreinum er gert ókleift að vera samkeppnishæfar við nágrannalöndin eða helstu samkeppnisaðila, þá er það mjög alvarlegur hlutur þegar stjórnmálaöfl í landinu skella skollaeyrum við því ástandi. Af hverju hlusta menn ekki þegar forsvarsmenn margra stórfyrirtækja segja ítrekað að þeir muni ekki geta rekið fyrirtæki sín hér á landi ef íslenska krónan verður áfram gjaldmiðill þjóðarinnar? Af hverju skella menn skollaeyrum við þegar forsvarsmenn segjast verða nauðbeygðir að flytja höfuðstöðvar og störf úr landi til að komast í eðlilegt rekstrarumhverfi? Íslenska krónan er að flestra mati ónýtur gjaldmiðill og mun aldrei gagnast íslensku atvinnulífi. Ég hef ekki enn hitt þann aðila í íslensku atvinnulífi sem hefur raunverulega trú á því að krónan muni fljóta á ný, hún muni alltaf þurfa að vera í einhvers konar höftum til að verja hana atlögum, t.d. spákaupmanna. En forsenda afnámsins er hins vegar að fyrir liggi trúverðug peningastefna, sem getur stöðvað atlögur og tjón vegna óhóflegra gjaldmiðlasveiflna. Afnám hafta án skýrrar stefnu í peningamálum er ferli með ófyrirséðum afleiðingum. Þá rússíbanareið getur verslunin ekki stutt enda fyrirséð að mörg fyrirtæki myndu ekki lifa af það ferli, svo ekki sé minnst á afleiðingarnar fyrir íslensk heimili. Ef okkur tekst með inngöngu í ESB að jafna rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja og á sama tíma að rétta af hag heimilanna þannig að lunginn af tekjunum fari ekki í að borga vexti, afborganir og að kaupa í matinn – þá er það einfalt reikningsdæmi að þetta daglega puð okkar allra, bæði fyrirtækja og heimila, muni skilja mun meira eftir sig. Og það er kannski mergurinn málsins. Við núverandi ástand sjá mörg fyrirtæki og um 85% ungs fólks ekki sína framtíð hér á landi samkvæmt könnunum. Og ekki hefur verið mikil umræða á Alþingi eða í samfélaginu almennt um þá staðreynd. Ég vil reka mitt fyrirtæki og heimili á svipuðum kjörum og gerist í nágrannalöndunum. Við Íslendingar eigum ekki að þurfa að skila lengstum vinnudegi, streða frá morgni til kvölds fyrir nauðþurftum í þeim misskilningi að þannig tryggjum við best fullveldi þjóðarinnar. Ef við tryggjum lykilhagsmuni okkar í aðildarviðræðunum við ESB á Ísland heima meðal vinaþjóða í Evrópu – hér eftir sem hingað til. Þangað höfum við einfaldlega mun meira að sækja – en Evrópusambandið nokkru sinni að sækja hingað. Er ekki allavega sjálfsagt að láta á það reyna – klára aðildarviðræður og leyfa þjóðinni sjálfri að kjósa?
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun