Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar 28. maí 2025 14:31 Við lifum á tímum ótrúlegrar ofgnóttar. Meira að segja hér á Íslandi, á þessari afskekktu og vindblásnu eyju, höfum við aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Föt frá París, raftæki frá Bandaríkjunum, húsgögn frá Svíþjóð, húðvörur frá Suður Kóreu. Ef okkur langar í eitthvað þá tekur það innan við mínútu að panta eða finna hvert við getum sótt það. Það er í raun blessun að hafa frelsið til að velja úr svona miklu. Mikil þægindi koma með vörufjöldanum. En öllu þessu vali fylgir mikilvæg spurning: Nú þegar við getum eignast hvað sem er, þurfum við þá virkilega á öllu þessu að halda? Uppfylla allar þessar vörur þörfum okkar? Veita þessir valkostir okkur hugarró? Við fyllum heimilin okkar af hlutum: rafmagnstæki, húsgögn, snyrtivörur og föt fyrir hverja árstíð og hvert skap. Geymslur fyllast. Bílskúrar flæða yfir. Samt höldum við áfram að kaupa, eins og næsti hluturinn verði sá rétti, sá sem loksins lætur okkur finna fullnægju í lífinu. Stundum kaupum við til að gleðja aðra. Stundum til að upplifa öryggi, dugnað eða stjórn. En oft kemur löngunin frá dýpri stað: frá hljóðlátum óþægindum, tilfinningu um að vera ekki nóg eða eiga ekki nóg, til þess einfaldlega að líða betur í augnablikinu. Kaldhæðnin er sú að því meira sem við eigum því meira þurfum við að sjá um. Við höfum þá meira til að þrífa, geyma, laga og muna eftir og eftir situr minna rými og minni ró. Fleiri ákvarðanir og meiri hávaði. Þeir sem hafa tileinkað sér einfaldara líf og lagt áherslu á það sem þeim finnst virkilega skipta máli segja að minna sé meira. Þeir tala um skýrari hug, hversu auðvelt það er að halda heimilinu hreinu og þeim létti sem fylgir því að þurfa ekki lengur að elta það næsta. Það býr friður og gleði á einföldu heimili. Friður og gleði í að eiga færri föt en elska hverja einustu flík. Skoðaðu til dæmis hugmyndina um „capsule wardrobe“. Það sparar tíma, pláss og orku frá því að þurfa sífellt að hugsa „hvað á ég að fara í?“. Vellíðan finnst einfaldlega ekki í innkaupakerrum eða sendingarkössum. Innst inni vitum við þetta nú þegar. Athugaðu bara hvað gerist á sólríkum degi. Tölvupóstar gleymast. Dagskráin fellur niður. Fólk leitar í fjöllin, skóga, á næsta græna svæði eða út á sólríkan pall. Við sprettum út eins og kýr að vori en ekki í verslunarmiðstöðvar eða útsölur. Við leitum að því sem aðeins náttúran getur veitt: sólarljós sem lyftir skapinu, kyrrð sem skýrir hugann og ferskt loft sem róar taugakerfið. Það innra jafnvægi sem við reynum oft að kaupa en finnum aldrei. Við finnum það ekki í pökkum, heldur úti. Þegar við stígum út og hreyfum okkur endurnærist líkaminn og hugurinn róast. Kannski næst þegar löngunin kemur til að kaupa eitthvað getum við stoppað og spurt okkur: “Hverju sækist ég raunverulega eftir? Vantar mig þetta virkilega? Mun þetta gleðja mig til lengri tíma?” Þetta snýst ekki um sektarkennd eða fórnir. Heldur um að vera vakandi og velja af ásetningi. Að lifa með aðeins meira rými, svo við höfum pláss fyrir frið, fegurð og allt það sem skiptir raunverulega máli. Minna snýst ekki um að missa af. Heldur að loksins skilja að maður hefur nóg. Höfundur er meðstjórnandi hringrásarnefndar Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum ótrúlegrar ofgnóttar. Meira að segja hér á Íslandi, á þessari afskekktu og vindblásnu eyju, höfum við aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Föt frá París, raftæki frá Bandaríkjunum, húsgögn frá Svíþjóð, húðvörur frá Suður Kóreu. Ef okkur langar í eitthvað þá tekur það innan við mínútu að panta eða finna hvert við getum sótt það. Það er í raun blessun að hafa frelsið til að velja úr svona miklu. Mikil þægindi koma með vörufjöldanum. En öllu þessu vali fylgir mikilvæg spurning: Nú þegar við getum eignast hvað sem er, þurfum við þá virkilega á öllu þessu að halda? Uppfylla allar þessar vörur þörfum okkar? Veita þessir valkostir okkur hugarró? Við fyllum heimilin okkar af hlutum: rafmagnstæki, húsgögn, snyrtivörur og föt fyrir hverja árstíð og hvert skap. Geymslur fyllast. Bílskúrar flæða yfir. Samt höldum við áfram að kaupa, eins og næsti hluturinn verði sá rétti, sá sem loksins lætur okkur finna fullnægju í lífinu. Stundum kaupum við til að gleðja aðra. Stundum til að upplifa öryggi, dugnað eða stjórn. En oft kemur löngunin frá dýpri stað: frá hljóðlátum óþægindum, tilfinningu um að vera ekki nóg eða eiga ekki nóg, til þess einfaldlega að líða betur í augnablikinu. Kaldhæðnin er sú að því meira sem við eigum því meira þurfum við að sjá um. Við höfum þá meira til að þrífa, geyma, laga og muna eftir og eftir situr minna rými og minni ró. Fleiri ákvarðanir og meiri hávaði. Þeir sem hafa tileinkað sér einfaldara líf og lagt áherslu á það sem þeim finnst virkilega skipta máli segja að minna sé meira. Þeir tala um skýrari hug, hversu auðvelt það er að halda heimilinu hreinu og þeim létti sem fylgir því að þurfa ekki lengur að elta það næsta. Það býr friður og gleði á einföldu heimili. Friður og gleði í að eiga færri föt en elska hverja einustu flík. Skoðaðu til dæmis hugmyndina um „capsule wardrobe“. Það sparar tíma, pláss og orku frá því að þurfa sífellt að hugsa „hvað á ég að fara í?“. Vellíðan finnst einfaldlega ekki í innkaupakerrum eða sendingarkössum. Innst inni vitum við þetta nú þegar. Athugaðu bara hvað gerist á sólríkum degi. Tölvupóstar gleymast. Dagskráin fellur niður. Fólk leitar í fjöllin, skóga, á næsta græna svæði eða út á sólríkan pall. Við sprettum út eins og kýr að vori en ekki í verslunarmiðstöðvar eða útsölur. Við leitum að því sem aðeins náttúran getur veitt: sólarljós sem lyftir skapinu, kyrrð sem skýrir hugann og ferskt loft sem róar taugakerfið. Það innra jafnvægi sem við reynum oft að kaupa en finnum aldrei. Við finnum það ekki í pökkum, heldur úti. Þegar við stígum út og hreyfum okkur endurnærist líkaminn og hugurinn róast. Kannski næst þegar löngunin kemur til að kaupa eitthvað getum við stoppað og spurt okkur: “Hverju sækist ég raunverulega eftir? Vantar mig þetta virkilega? Mun þetta gleðja mig til lengri tíma?” Þetta snýst ekki um sektarkennd eða fórnir. Heldur um að vera vakandi og velja af ásetningi. Að lifa með aðeins meira rými, svo við höfum pláss fyrir frið, fegurð og allt það sem skiptir raunverulega máli. Minna snýst ekki um að missa af. Heldur að loksins skilja að maður hefur nóg. Höfundur er meðstjórnandi hringrásarnefndar Ungra umhverfissinna.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun