Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar 28. maí 2025 14:31 Við lifum á tímum ótrúlegrar ofgnóttar. Meira að segja hér á Íslandi, á þessari afskekktu og vindblásnu eyju, höfum við aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Föt frá París, raftæki frá Bandaríkjunum, húsgögn frá Svíþjóð, húðvörur frá Suður Kóreu. Ef okkur langar í eitthvað þá tekur það innan við mínútu að panta eða finna hvert við getum sótt það. Það er í raun blessun að hafa frelsið til að velja úr svona miklu. Mikil þægindi koma með vörufjöldanum. En öllu þessu vali fylgir mikilvæg spurning: Nú þegar við getum eignast hvað sem er, þurfum við þá virkilega á öllu þessu að halda? Uppfylla allar þessar vörur þörfum okkar? Veita þessir valkostir okkur hugarró? Við fyllum heimilin okkar af hlutum: rafmagnstæki, húsgögn, snyrtivörur og föt fyrir hverja árstíð og hvert skap. Geymslur fyllast. Bílskúrar flæða yfir. Samt höldum við áfram að kaupa, eins og næsti hluturinn verði sá rétti, sá sem loksins lætur okkur finna fullnægju í lífinu. Stundum kaupum við til að gleðja aðra. Stundum til að upplifa öryggi, dugnað eða stjórn. En oft kemur löngunin frá dýpri stað: frá hljóðlátum óþægindum, tilfinningu um að vera ekki nóg eða eiga ekki nóg, til þess einfaldlega að líða betur í augnablikinu. Kaldhæðnin er sú að því meira sem við eigum því meira þurfum við að sjá um. Við höfum þá meira til að þrífa, geyma, laga og muna eftir og eftir situr minna rými og minni ró. Fleiri ákvarðanir og meiri hávaði. Þeir sem hafa tileinkað sér einfaldara líf og lagt áherslu á það sem þeim finnst virkilega skipta máli segja að minna sé meira. Þeir tala um skýrari hug, hversu auðvelt það er að halda heimilinu hreinu og þeim létti sem fylgir því að þurfa ekki lengur að elta það næsta. Það býr friður og gleði á einföldu heimili. Friður og gleði í að eiga færri föt en elska hverja einustu flík. Skoðaðu til dæmis hugmyndina um „capsule wardrobe“. Það sparar tíma, pláss og orku frá því að þurfa sífellt að hugsa „hvað á ég að fara í?“. Vellíðan finnst einfaldlega ekki í innkaupakerrum eða sendingarkössum. Innst inni vitum við þetta nú þegar. Athugaðu bara hvað gerist á sólríkum degi. Tölvupóstar gleymast. Dagskráin fellur niður. Fólk leitar í fjöllin, skóga, á næsta græna svæði eða út á sólríkan pall. Við sprettum út eins og kýr að vori en ekki í verslunarmiðstöðvar eða útsölur. Við leitum að því sem aðeins náttúran getur veitt: sólarljós sem lyftir skapinu, kyrrð sem skýrir hugann og ferskt loft sem róar taugakerfið. Það innra jafnvægi sem við reynum oft að kaupa en finnum aldrei. Við finnum það ekki í pökkum, heldur úti. Þegar við stígum út og hreyfum okkur endurnærist líkaminn og hugurinn róast. Kannski næst þegar löngunin kemur til að kaupa eitthvað getum við stoppað og spurt okkur: “Hverju sækist ég raunverulega eftir? Vantar mig þetta virkilega? Mun þetta gleðja mig til lengri tíma?” Þetta snýst ekki um sektarkennd eða fórnir. Heldur um að vera vakandi og velja af ásetningi. Að lifa með aðeins meira rými, svo við höfum pláss fyrir frið, fegurð og allt það sem skiptir raunverulega máli. Minna snýst ekki um að missa af. Heldur að loksins skilja að maður hefur nóg. Höfundur er meðstjórnandi hringrásarnefndar Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum ótrúlegrar ofgnóttar. Meira að segja hér á Íslandi, á þessari afskekktu og vindblásnu eyju, höfum við aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Föt frá París, raftæki frá Bandaríkjunum, húsgögn frá Svíþjóð, húðvörur frá Suður Kóreu. Ef okkur langar í eitthvað þá tekur það innan við mínútu að panta eða finna hvert við getum sótt það. Það er í raun blessun að hafa frelsið til að velja úr svona miklu. Mikil þægindi koma með vörufjöldanum. En öllu þessu vali fylgir mikilvæg spurning: Nú þegar við getum eignast hvað sem er, þurfum við þá virkilega á öllu þessu að halda? Uppfylla allar þessar vörur þörfum okkar? Veita þessir valkostir okkur hugarró? Við fyllum heimilin okkar af hlutum: rafmagnstæki, húsgögn, snyrtivörur og föt fyrir hverja árstíð og hvert skap. Geymslur fyllast. Bílskúrar flæða yfir. Samt höldum við áfram að kaupa, eins og næsti hluturinn verði sá rétti, sá sem loksins lætur okkur finna fullnægju í lífinu. Stundum kaupum við til að gleðja aðra. Stundum til að upplifa öryggi, dugnað eða stjórn. En oft kemur löngunin frá dýpri stað: frá hljóðlátum óþægindum, tilfinningu um að vera ekki nóg eða eiga ekki nóg, til þess einfaldlega að líða betur í augnablikinu. Kaldhæðnin er sú að því meira sem við eigum því meira þurfum við að sjá um. Við höfum þá meira til að þrífa, geyma, laga og muna eftir og eftir situr minna rými og minni ró. Fleiri ákvarðanir og meiri hávaði. Þeir sem hafa tileinkað sér einfaldara líf og lagt áherslu á það sem þeim finnst virkilega skipta máli segja að minna sé meira. Þeir tala um skýrari hug, hversu auðvelt það er að halda heimilinu hreinu og þeim létti sem fylgir því að þurfa ekki lengur að elta það næsta. Það býr friður og gleði á einföldu heimili. Friður og gleði í að eiga færri föt en elska hverja einustu flík. Skoðaðu til dæmis hugmyndina um „capsule wardrobe“. Það sparar tíma, pláss og orku frá því að þurfa sífellt að hugsa „hvað á ég að fara í?“. Vellíðan finnst einfaldlega ekki í innkaupakerrum eða sendingarkössum. Innst inni vitum við þetta nú þegar. Athugaðu bara hvað gerist á sólríkum degi. Tölvupóstar gleymast. Dagskráin fellur niður. Fólk leitar í fjöllin, skóga, á næsta græna svæði eða út á sólríkan pall. Við sprettum út eins og kýr að vori en ekki í verslunarmiðstöðvar eða útsölur. Við leitum að því sem aðeins náttúran getur veitt: sólarljós sem lyftir skapinu, kyrrð sem skýrir hugann og ferskt loft sem róar taugakerfið. Það innra jafnvægi sem við reynum oft að kaupa en finnum aldrei. Við finnum það ekki í pökkum, heldur úti. Þegar við stígum út og hreyfum okkur endurnærist líkaminn og hugurinn róast. Kannski næst þegar löngunin kemur til að kaupa eitthvað getum við stoppað og spurt okkur: “Hverju sækist ég raunverulega eftir? Vantar mig þetta virkilega? Mun þetta gleðja mig til lengri tíma?” Þetta snýst ekki um sektarkennd eða fórnir. Heldur um að vera vakandi og velja af ásetningi. Að lifa með aðeins meira rými, svo við höfum pláss fyrir frið, fegurð og allt það sem skiptir raunverulega máli. Minna snýst ekki um að missa af. Heldur að loksins skilja að maður hefur nóg. Höfundur er meðstjórnandi hringrásarnefndar Ungra umhverfissinna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun