Matur handa öllum Áslaug Helgadóttir skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Framleiða þarf helmingi meiri mat í heiminum á næstu 50 árum en nú er gert. Fólksfjölgun er ör og sífellt fleiri vilja borða jafn vel og Vesturlandabúar hafa tamið sér. Þetta verður að gera án þess að ganga frekar á gæði jarðarinnar. Það þarf að auka framleiðni verulega á sama tíma og margt bendir til þess að skilyrði muni versna á stórum landssvæðum vegna loftslagsbreytinga. Staðan er ekki vonlaus – langt í frá. Nú sem endranær er best að treysta á hugvitið og velja árangursríkustu leiðirnar að settu marki. Til þess að mæta þessu markmiði þarf að stórauka framlag til landbúnaðarrannsókna. Það þarf að gera átak í að losa nýja tækni undan ofurvaldi stórfyrirtækja og einkaleyfa og gera hana aðgengilega fyrir bændur um allan heim. Jafnframt þarf að slaka á óraunhæfum kröfum um heimild til þess að rækta og nýta afurðir erfðatækninnar. Fólkið streymir úr sveitum á mölinaÞað er vert að hafa nokkrar staðreyndir á hreinu. Á síðustu 50 árum hefur framleiðsla á landbúnaðarvörum haldið í við fólksfjölgunina og vel það því nú er framleiddur 30% meiri matur á mann en var 1960, þótt vissulega sé gæðunum misskipt milli jarðarbúa. Á sama tíma hefur einungis um 10% meira land verið brotið til ræktunar, en fólkinu hefur fjölgað um 123%. Fólk hefur streymt úr sveitum og á mölina og nú eru bændur einungis örfá prósent vinnuaflsins í flestum löndum heims. Hvernig má þetta vera? Jú, svarið er einfalt. Búvísindi hafa leikið lykilhlutverk í þessari þróun, einkum tilbúinn áburður, bættar ræktunaraðferðir og framfarir í plöntukynbótum. Græna byltingin, sem hófst á 7. áratugnum, gjörbreytti fæðuöryggi og dró úr næringarskorti hundraða milljóna í þróunarlöndunum fyrir utan Afríku og lagði grunn að velmegun í löndum eins og Kína og Indlandi. Fórnarkostnaðurinn hefur hins vegar verið mikill. Landbúnaður nýtir um 40% af öllu landi í heiminum og allt besta landið er nú þegar í ræktun. Frá 1960 hefur áveituland tvöfaldast og áburðarnotkun aukist um 500% enda streyma næringarefnin sífellt af ræktarlandinu með matnum í borgirnar. Vatnsgæði hafa minnkað en orkunotkun og áburðarmengun aukist. Um þriðjung af losun gróðurhúsalofttegunda má rekja til landbúnaðar vegna eyðingar regnskóga, metanlosunar frá búfé og hrísgrjónaræktun og losunar á nituroxíði frá ábornu landi. Það er hægt að auka framboð á matÞað er ljóst að við þurfum nýja nálgun í landbúnaði. Í nýrri grein („Solutions for a cultivated planet“, Nature 20. okt. 2011) eru færð rök fyrir því að auka megi framboð á mat í heiminum um 100-180%. Jafnframt sé unnt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tapi á líffjölbreytni, og bæta jarðvegs- og vatnsgæði. Árangursríkustu leiðirnar eru margþættar. Að mati höfunda eru eftirfarandi atriði brýnust: -Að takmarka frekari landnot til landbúnaðar, einkum í hitabeltinu þar sem eyðing regnskóga veldur mikilli kolefnislosun. Slíkt land gefur almennt litla uppskeru. Skynsamlegra er að vernda gott ræktunarland annars staðar og auka uppskeru þar. n Að beita allri tiltækri þekkingu og tækni til þess að fá hámarksuppskeru á hverjum stað miðað við getu landsins. Mikilvægt er að velja af kostgæfni tegundir og kynbætt yrki þeirra og nýta áburð og áveituvatn af skynsemi. Frekari kynbætur munu einnig skila ávinningi. -Að draga úr ósjálfbærri nýtingu á vatni, næringarefnum og ýmiss konar hjálparefnum. Á mörgum svæðum er ofauðgun af völdum næringarefna vandamál, t.d. sums staðar í Kína, Norður-Indlandi, Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Þar þarf að draga úr áburði, bæta nýtingu á lífrænum áburði og finna leiðir til þess að ná næringarefnunum inn í hringrás milli sveita og borga. Á öðrum svæðum vantar hins vegar sárlega næringarefni, t.d. víða í þróunarlöndunum og í Austur-Evrópu. Þar gæti verið skynsamlegt að auka áburðargjöf. -Að breyta mataræði og nýta uppskeru beint til manneldis í stað þess að gera úr henni fóður eða lífeldsneyti. Það mætti einnig framleiða meira af kjöti sem krefst minni orku. Munum þó að beitarbúskapur, einkum á jaðarsvæðum eins og hér á landi, og búfjárrækt og akuryrkja í bland geta lagt til hitaeiningar og prótein og bætt þannig efnahag og fæðuöryggi víða um heim. -Að draga úr sóun því milli 30-50% af þeim mat sem framleiddur er í heiminum kemst aldrei á leiðarenda. Hann glatast ýmist í framleiðslu og flutningi á markað (þróunarlöndin) eða hjá söluaðilum og neytendum (þróuðu löndin). Meindýr og sjúkdómar skemma einnig mikinn mat, og geymsluþol sumra matvæla er takmarkað. Finnum lausnir sem henta hverju landsvæðiTil þess að þetta gangi eftir er mikilvægt að efla vísindalega þekkingu og að leiðirnar sem valdar verði séu gagnreyndar en byggist ekki á kreddu eða hjávísindum. Finna þarf lausnir sem henta hverju landsvæði og spyrja hvað gefi bestan árangur með minnstum tilkostnaði. Nýjar aðferðir verða að auka þanþol kerfisins og draga úr áhættu, t.d. vegna nýrra sjúkdóma eða efnahagslegra áfalla. Leitin að nýjum lausnum verður að vera óbundin af fyrir fram ákveðinni skoðun á einhverri tækni eða framleiðsluaðferð. Þær aðferðir sem við notum á hverjum tíma þurfa þó að vera í stöðugri endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framleiða þarf helmingi meiri mat í heiminum á næstu 50 árum en nú er gert. Fólksfjölgun er ör og sífellt fleiri vilja borða jafn vel og Vesturlandabúar hafa tamið sér. Þetta verður að gera án þess að ganga frekar á gæði jarðarinnar. Það þarf að auka framleiðni verulega á sama tíma og margt bendir til þess að skilyrði muni versna á stórum landssvæðum vegna loftslagsbreytinga. Staðan er ekki vonlaus – langt í frá. Nú sem endranær er best að treysta á hugvitið og velja árangursríkustu leiðirnar að settu marki. Til þess að mæta þessu markmiði þarf að stórauka framlag til landbúnaðarrannsókna. Það þarf að gera átak í að losa nýja tækni undan ofurvaldi stórfyrirtækja og einkaleyfa og gera hana aðgengilega fyrir bændur um allan heim. Jafnframt þarf að slaka á óraunhæfum kröfum um heimild til þess að rækta og nýta afurðir erfðatækninnar. Fólkið streymir úr sveitum á mölinaÞað er vert að hafa nokkrar staðreyndir á hreinu. Á síðustu 50 árum hefur framleiðsla á landbúnaðarvörum haldið í við fólksfjölgunina og vel það því nú er framleiddur 30% meiri matur á mann en var 1960, þótt vissulega sé gæðunum misskipt milli jarðarbúa. Á sama tíma hefur einungis um 10% meira land verið brotið til ræktunar, en fólkinu hefur fjölgað um 123%. Fólk hefur streymt úr sveitum og á mölina og nú eru bændur einungis örfá prósent vinnuaflsins í flestum löndum heims. Hvernig má þetta vera? Jú, svarið er einfalt. Búvísindi hafa leikið lykilhlutverk í þessari þróun, einkum tilbúinn áburður, bættar ræktunaraðferðir og framfarir í plöntukynbótum. Græna byltingin, sem hófst á 7. áratugnum, gjörbreytti fæðuöryggi og dró úr næringarskorti hundraða milljóna í þróunarlöndunum fyrir utan Afríku og lagði grunn að velmegun í löndum eins og Kína og Indlandi. Fórnarkostnaðurinn hefur hins vegar verið mikill. Landbúnaður nýtir um 40% af öllu landi í heiminum og allt besta landið er nú þegar í ræktun. Frá 1960 hefur áveituland tvöfaldast og áburðarnotkun aukist um 500% enda streyma næringarefnin sífellt af ræktarlandinu með matnum í borgirnar. Vatnsgæði hafa minnkað en orkunotkun og áburðarmengun aukist. Um þriðjung af losun gróðurhúsalofttegunda má rekja til landbúnaðar vegna eyðingar regnskóga, metanlosunar frá búfé og hrísgrjónaræktun og losunar á nituroxíði frá ábornu landi. Það er hægt að auka framboð á matÞað er ljóst að við þurfum nýja nálgun í landbúnaði. Í nýrri grein („Solutions for a cultivated planet“, Nature 20. okt. 2011) eru færð rök fyrir því að auka megi framboð á mat í heiminum um 100-180%. Jafnframt sé unnt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tapi á líffjölbreytni, og bæta jarðvegs- og vatnsgæði. Árangursríkustu leiðirnar eru margþættar. Að mati höfunda eru eftirfarandi atriði brýnust: -Að takmarka frekari landnot til landbúnaðar, einkum í hitabeltinu þar sem eyðing regnskóga veldur mikilli kolefnislosun. Slíkt land gefur almennt litla uppskeru. Skynsamlegra er að vernda gott ræktunarland annars staðar og auka uppskeru þar. n Að beita allri tiltækri þekkingu og tækni til þess að fá hámarksuppskeru á hverjum stað miðað við getu landsins. Mikilvægt er að velja af kostgæfni tegundir og kynbætt yrki þeirra og nýta áburð og áveituvatn af skynsemi. Frekari kynbætur munu einnig skila ávinningi. -Að draga úr ósjálfbærri nýtingu á vatni, næringarefnum og ýmiss konar hjálparefnum. Á mörgum svæðum er ofauðgun af völdum næringarefna vandamál, t.d. sums staðar í Kína, Norður-Indlandi, Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Þar þarf að draga úr áburði, bæta nýtingu á lífrænum áburði og finna leiðir til þess að ná næringarefnunum inn í hringrás milli sveita og borga. Á öðrum svæðum vantar hins vegar sárlega næringarefni, t.d. víða í þróunarlöndunum og í Austur-Evrópu. Þar gæti verið skynsamlegt að auka áburðargjöf. -Að breyta mataræði og nýta uppskeru beint til manneldis í stað þess að gera úr henni fóður eða lífeldsneyti. Það mætti einnig framleiða meira af kjöti sem krefst minni orku. Munum þó að beitarbúskapur, einkum á jaðarsvæðum eins og hér á landi, og búfjárrækt og akuryrkja í bland geta lagt til hitaeiningar og prótein og bætt þannig efnahag og fæðuöryggi víða um heim. -Að draga úr sóun því milli 30-50% af þeim mat sem framleiddur er í heiminum kemst aldrei á leiðarenda. Hann glatast ýmist í framleiðslu og flutningi á markað (þróunarlöndin) eða hjá söluaðilum og neytendum (þróuðu löndin). Meindýr og sjúkdómar skemma einnig mikinn mat, og geymsluþol sumra matvæla er takmarkað. Finnum lausnir sem henta hverju landsvæðiTil þess að þetta gangi eftir er mikilvægt að efla vísindalega þekkingu og að leiðirnar sem valdar verði séu gagnreyndar en byggist ekki á kreddu eða hjávísindum. Finna þarf lausnir sem henta hverju landsvæði og spyrja hvað gefi bestan árangur með minnstum tilkostnaði. Nýjar aðferðir verða að auka þanþol kerfisins og draga úr áhættu, t.d. vegna nýrra sjúkdóma eða efnahagslegra áfalla. Leitin að nýjum lausnum verður að vera óbundin af fyrir fram ákveðinni skoðun á einhverri tækni eða framleiðsluaðferð. Þær aðferðir sem við notum á hverjum tíma þurfa þó að vera í stöðugri endurskoðun.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun