Ungmennaráð í Reykjavíkurborg - félagsmiðstöðvadagurinn 2. nóvember 4. nóvember 2011 10:49 Guðbjörg Magnúsdóttir Ungmennaráð er ráð sem er starfrækt er í öllum hverfum Reykjavíkur. Það er ungmennanna sjálfra í hverjum skóla að útnefnda í ráðið, gjarnan er verið að leita eftir áhugasömum ungmennum sem hafa skoðanir og áhuga á samfélaginu, eru á aldrinum 14-18 ára. Ungmennaráðið hittist að jafnaði hálfsmánaðarlega. Í ungmennaráði miðborgar og hlíða sitja í ráðinu ungmenni frá sjö skólum: Hlíðaskóli, Háteigsskóli, Tjarnarskóli, Austurbæjarskóli, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Reykjavík og Kvennaskólinn í Reykjavík. Tveir starfsmenn borgarinnar sitja fundina með þeim, einn frá Þjónstumiðstöðinni Miðborgar og Hlíðar og annar frá Frístundamiðstöðinni Kampur. Það þarf ekki að kvíða framtíðinni þegar horft er til þessa flottu ungmenna sem hafa áhuga á því að breyta samfélaginu til góðs. Ungmennaráð miðborgar og hlíða fékk í fyrra styrk frá Evrópu unga fólksins til að gera fræðslumyndband um einelti. Ungmennin sömdu handritið, léku flest hlutverkin, sáu um klippingu og framsetningu efnisins og fengu faglega ráðgjöf frá kvikmyndaleikstjóra við allt ferlið. Einnig fengu þau áhugaleikara með sér í lið sem léku hin ýmsu fullorðinshlutverk í myndunum. Afraksturinn var sendur á alla grunnskóla landsins þeim til frjálsra afnota í kennslu. Myndböndin má sjá á youtube.com undir ,,Einelti er ekkert grín". Ráðið hefur nú hist að nýju þennan veturinn og er margt sem þau vilja hafa áhrif á t.d. vilja þau sjá að hugsað sé meira um Hverfisgötuna, að húsin séu máluð á skemmtilegum litum. Þau voru ánægð með lokun gatna í miðbænum í sumar og sóttu meira bæinn vegna þessa. Með því að mæta vel á fundi ungmennaráðsins er hægt að hafa margskonar áhrif. Til dæmis hefur þeim verið boðið að sitja í ungmennaráði umboðsmanns barna, verið fulltrúar unga fólksins á umhverfisþingi á vegum Umhverfisráðuneytisins, fengið að segja álit sitt á lagafrumvarpi um ábyrgð nemenda og áhrif á skólabrag, vegna nýrra laga um grunnskólana frá Menntamálaráðuneytinu svo eitthvað sé nefnt. Tveir úr ráðinu fengu að vera fulltrúar á Stjórnlagaþingi unga fólksins í vor og annar þeirra fer nú í nóvember á ráðstefnu í Mónakó til að segja frá fyrirkomulagi stjórnlagaþings unga fólksins. Hvert ungmennaráð er einstakt, hvert ráð er mismunandi milli ára og milli hverfa og það sem hvílir á ungmennum í einu hverfinu hvílir ekki á öðrum ráðum. Ekki má gleyma því að stundum er einfaldlega skemmtilegast að setjast niður og spjalla um daginn og veginn. Hugmyndin með ungmennaráði er fyrst og fremst að rödd ungmenna fái að heyrast og hafi áhrif inn í borgarkerfið og á annan vettvang. Starfsfólk ráðanna ber að vera þeim innan handa við að koma skoðunum sínum áfram. Það er margt sem þau læra í ungmennaráði og velt er við mörgum steinum s.s. hvernig fara formlegir fundir fram, hvernig er gott að stýra fundum þannig að raddir og skoðanir allra komi fram? Hvernig er hægt að hlusta eftir röddum allra ungmenna í sínu hverfi? Hvernig eru lýðræðislegar ákvarðanir teknar í þessu landi og þessari borg? Tveir fulltrúar í hverju ungmennaráði sitja einnig í Reykjavíkurráði og Reykjavíkurráð fær að sitja borgarstjórnarfundi á hverju vori og flytja mál sitt fyrir borgarstjóra og borgarfulltrúa, þá gjarnan mál sem hafa verið mikið rædd inn í hverju ungmennaráði og fær þar með formlega meðferð í borgarkerfinu. 2. nóvember er Félagsmiðstöðvadagur haldin hátíðlegur um allt land og er öllum borgarbúum boðið í félagsmiðstöðvar landsins. Þar er unga fólkið okkar að skemmta sér og þér er boðið með. Upp úr þessu starfi er ungmennaráðin sprottin og ýmislegt annað gott frístundastarf borgarinnar s.s. Músiktilraunir, góðgerðavikur, jólagjafasmiðjur, drullumall og svo framvegis. Þarna fá ungmennin að njóta sín á eigin forsendum, ólíkir hæfileikar og eiginleikar blómstra og finna sér óvæntan farveg. Stundum njóta sín ungmenni á þessum vettvangi sem ekki njóta sín í skólakerfinu. Þannið styður frístundastarf skólastarf og öfugt. Í félagsmiðstöð þroska ungmennin með sér félagsþroska, tilfinningaþroska, fá hvatningu til framkvæmdar, umhyggju og stuðning. Til hamingju með félagsmistöðvarnar kæru ungmenni, samtarfsfólk og borgaryfirvöld. Guðbjörg Magnúsdóttir og Hrefna Guðmundsdóttir starfsmenn ungmennaráðs miðborgar og hlíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Guðbjörg Magnúsdóttir Ungmennaráð er ráð sem er starfrækt er í öllum hverfum Reykjavíkur. Það er ungmennanna sjálfra í hverjum skóla að útnefnda í ráðið, gjarnan er verið að leita eftir áhugasömum ungmennum sem hafa skoðanir og áhuga á samfélaginu, eru á aldrinum 14-18 ára. Ungmennaráðið hittist að jafnaði hálfsmánaðarlega. Í ungmennaráði miðborgar og hlíða sitja í ráðinu ungmenni frá sjö skólum: Hlíðaskóli, Háteigsskóli, Tjarnarskóli, Austurbæjarskóli, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Reykjavík og Kvennaskólinn í Reykjavík. Tveir starfsmenn borgarinnar sitja fundina með þeim, einn frá Þjónstumiðstöðinni Miðborgar og Hlíðar og annar frá Frístundamiðstöðinni Kampur. Það þarf ekki að kvíða framtíðinni þegar horft er til þessa flottu ungmenna sem hafa áhuga á því að breyta samfélaginu til góðs. Ungmennaráð miðborgar og hlíða fékk í fyrra styrk frá Evrópu unga fólksins til að gera fræðslumyndband um einelti. Ungmennin sömdu handritið, léku flest hlutverkin, sáu um klippingu og framsetningu efnisins og fengu faglega ráðgjöf frá kvikmyndaleikstjóra við allt ferlið. Einnig fengu þau áhugaleikara með sér í lið sem léku hin ýmsu fullorðinshlutverk í myndunum. Afraksturinn var sendur á alla grunnskóla landsins þeim til frjálsra afnota í kennslu. Myndböndin má sjá á youtube.com undir ,,Einelti er ekkert grín". Ráðið hefur nú hist að nýju þennan veturinn og er margt sem þau vilja hafa áhrif á t.d. vilja þau sjá að hugsað sé meira um Hverfisgötuna, að húsin séu máluð á skemmtilegum litum. Þau voru ánægð með lokun gatna í miðbænum í sumar og sóttu meira bæinn vegna þessa. Með því að mæta vel á fundi ungmennaráðsins er hægt að hafa margskonar áhrif. Til dæmis hefur þeim verið boðið að sitja í ungmennaráði umboðsmanns barna, verið fulltrúar unga fólksins á umhverfisþingi á vegum Umhverfisráðuneytisins, fengið að segja álit sitt á lagafrumvarpi um ábyrgð nemenda og áhrif á skólabrag, vegna nýrra laga um grunnskólana frá Menntamálaráðuneytinu svo eitthvað sé nefnt. Tveir úr ráðinu fengu að vera fulltrúar á Stjórnlagaþingi unga fólksins í vor og annar þeirra fer nú í nóvember á ráðstefnu í Mónakó til að segja frá fyrirkomulagi stjórnlagaþings unga fólksins. Hvert ungmennaráð er einstakt, hvert ráð er mismunandi milli ára og milli hverfa og það sem hvílir á ungmennum í einu hverfinu hvílir ekki á öðrum ráðum. Ekki má gleyma því að stundum er einfaldlega skemmtilegast að setjast niður og spjalla um daginn og veginn. Hugmyndin með ungmennaráði er fyrst og fremst að rödd ungmenna fái að heyrast og hafi áhrif inn í borgarkerfið og á annan vettvang. Starfsfólk ráðanna ber að vera þeim innan handa við að koma skoðunum sínum áfram. Það er margt sem þau læra í ungmennaráði og velt er við mörgum steinum s.s. hvernig fara formlegir fundir fram, hvernig er gott að stýra fundum þannig að raddir og skoðanir allra komi fram? Hvernig er hægt að hlusta eftir röddum allra ungmenna í sínu hverfi? Hvernig eru lýðræðislegar ákvarðanir teknar í þessu landi og þessari borg? Tveir fulltrúar í hverju ungmennaráði sitja einnig í Reykjavíkurráði og Reykjavíkurráð fær að sitja borgarstjórnarfundi á hverju vori og flytja mál sitt fyrir borgarstjóra og borgarfulltrúa, þá gjarnan mál sem hafa verið mikið rædd inn í hverju ungmennaráði og fær þar með formlega meðferð í borgarkerfinu. 2. nóvember er Félagsmiðstöðvadagur haldin hátíðlegur um allt land og er öllum borgarbúum boðið í félagsmiðstöðvar landsins. Þar er unga fólkið okkar að skemmta sér og þér er boðið með. Upp úr þessu starfi er ungmennaráðin sprottin og ýmislegt annað gott frístundastarf borgarinnar s.s. Músiktilraunir, góðgerðavikur, jólagjafasmiðjur, drullumall og svo framvegis. Þarna fá ungmennin að njóta sín á eigin forsendum, ólíkir hæfileikar og eiginleikar blómstra og finna sér óvæntan farveg. Stundum njóta sín ungmenni á þessum vettvangi sem ekki njóta sín í skólakerfinu. Þannið styður frístundastarf skólastarf og öfugt. Í félagsmiðstöð þroska ungmennin með sér félagsþroska, tilfinningaþroska, fá hvatningu til framkvæmdar, umhyggju og stuðning. Til hamingju með félagsmistöðvarnar kæru ungmenni, samtarfsfólk og borgaryfirvöld. Guðbjörg Magnúsdóttir og Hrefna Guðmundsdóttir starfsmenn ungmennaráðs miðborgar og hlíða.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun