Ábyrgð fjölmiðla í umræðu um einelti Ragnar Þorsteinsson skrifar 5. nóvember 2011 06:00 Þegar einstaklingar koma fram í fjölmiðlum og saka starfsfólk skóla um að hafa brugðist í alvarlegum eineltismálum verður staðan nær alltaf ójöfn og framsetningin einhliða. Staðreynd málsins er nefnilega sú að fagfólk sem verður fyrir slíkum ásökunum getur ekki tjáð sig um einstök mál sökum trúnaðar við skjólstæðinga sína. Á þetta við um alla sem starfa í skólasamfélaginu, s.s. skólastjóra, kennara og sérfræðinga á þjónustumiðstöðvum. Fullkominn trúnaður verður að ríkja á milli skólans og skjólstæðinga hans og í slíku trúnaðarsambandi er fjölmargt sem ekki á heima á almenningstorgi fjölmiðlanna. Tilefni þessarar greinar er nýleg umfjöllun dagblaðsins DV um misbrest á viðbrögðum starfsfólks í Árbæjarskóla við alvarlegu einelti. Í þeirri umfjöllun var skólastjóri ekki einungis borinn þungum sökum heldur allt skólasamfélagið í Árbæ. Umfjöllunin kveikti illskeytta umræðu í félagsmiðlum og í bloggheimum, orðræðu sem því miður minnti á það sem hin upphaflega fjölmiðlaumfjöllun átti að kveða niður. Starfsfólk skólans spyr sig nú hvort það það sé svona ófagmannlegt í störfum sínum? Foreldrar spyrja hvort það geti verið að barnið þeirra gangi í skóla sem bregst þeim er síst skyldi? Nemendur skynja allar þessar tilfinningar og verða órólegir. Fólk finnur til reiði, vonbrigða og uppgjafar. Réttlætiskennd þess er misboðið. Skóli er samfélag. Stolt og virðing þess hefur verið sært. Ég vil því taka til varna fyrir skólasamfélagið í Árbæ. Skólasamfélagið stendur vörð um velferð barnaEngin fjöður skal dregin yfir staðreyndir. Einelti er dauðans alvara og það á sér illu heilli stað víða í samfélaginu og því miður einnig í skólum og í skipulögðu barna- og unglingastarfi. Þrátt fyrir öflugt forvarnastarf og viðbragðsáætlanir hefur okkur ekki tekist að uppræta eineltið og þá sérstaklega meðal yngstu grunnskólanemendanna. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er líðan barna í grunnskólum borgarinnar könnuð reglulega. Árlega er spurt um einelti meðal nemenda í 6.-10. bekk í gegnum Skólapúlsinn (sjá www.skolapulsinn.is/um). Rannsóknir og greining kanna einnig hagi og líðan barna í 5.-7. bekk á landinu öllu. Foreldrar í öllum skólum eru reglulega spurðir um einelti og viðbrögð skólans í foreldrakönnunum. Í þessum könnunum hefur Árbæjarskóli fengið góðar niðurstöður. Foreldrar og starfsfólk er upp til hópa ánægt með skólann sinn sem er fjölmennasti skóli borgarinnar. Hvað þýðir þetta? Jú, það þýðir m.a. að stjórnendur og kennarar í skólanum hafa staðið sig vel í að fyrirbyggja einelti og taka á því þegar það kemur upp. Hins vegar getur skólinn ekki nema að takmörkuðu leyti komið í veg fyrir einelti sem á sér stað utan skólans. Skólanum ber hins vegar að taka umkvartanir foreldra alvarlega og vinna að því með öllum tiltækum ráðum að börnunum líði sem best í skólanum. Ég fullyrði að þannig hefur verið haldið á málum í Árbæjarskóla. En vissulega má alltaf gera betur – í þeim skóla sem öðrum – það er verkefni allra sem starfa í grunnskólum borgarinnar að standa vörð um velferð og nám barna upp á hvern einasta dag. Vinsamlegt samfélagNú er að fara af stað verkefni á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni Vinsamlegt samfélag. Verkefnið nær til allra frístundamiðstöðva, grunnskóla og leikskóla í borginni. Það á að stuðla að vinsamlegu samfélagi þar sem framkoma allra einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum og virðingu. Þar er einelti ekki liðið en þegar þörf krefur er tekið skipulega á því í samræmi við eineltisáætlun starfsstaðar og stefnu borgarinnar. Þetta verkefni kemur til viðbótar því sem kennt hefur verið við Olweusar-áætlunina sem hefur skotið rótum í mörgum skólum. Leitað verður eftir samstarfi í hverfunum meðal foreldra, grasrótarsamtaka og annarra sem vilja leggja verkefninu lið. Til að koma í veg fyrir einelti er ekki nóg að skólarnir geri allt sem í þeirra valdi stendur. Þar verða foreldrar einnig að taka höndum saman og styðja starfsfólk skólana. Stöndum vörð um skólasamfélagið en reynum um leið að koma í veg fyrir einelti af öllum okkar mætti. Munum að börn læra það sem fyrir þeim er haft. Sú orðræða sem þau búa við heima fyrir verður þeirra viðmið. Ég vil hvetja fjölmiðla til að fjalla á vandaðan hátt um eineltismál og þær alvarlegu afleiðingar sem einelti hefur á þolendur ekki síður gerendur. Rík ástæða er til að blaða- og fréttamenn hafi í heiðri þriðju grein siðareglna sinna sem hljómar svo: Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingar koma fram í fjölmiðlum og saka starfsfólk skóla um að hafa brugðist í alvarlegum eineltismálum verður staðan nær alltaf ójöfn og framsetningin einhliða. Staðreynd málsins er nefnilega sú að fagfólk sem verður fyrir slíkum ásökunum getur ekki tjáð sig um einstök mál sökum trúnaðar við skjólstæðinga sína. Á þetta við um alla sem starfa í skólasamfélaginu, s.s. skólastjóra, kennara og sérfræðinga á þjónustumiðstöðvum. Fullkominn trúnaður verður að ríkja á milli skólans og skjólstæðinga hans og í slíku trúnaðarsambandi er fjölmargt sem ekki á heima á almenningstorgi fjölmiðlanna. Tilefni þessarar greinar er nýleg umfjöllun dagblaðsins DV um misbrest á viðbrögðum starfsfólks í Árbæjarskóla við alvarlegu einelti. Í þeirri umfjöllun var skólastjóri ekki einungis borinn þungum sökum heldur allt skólasamfélagið í Árbæ. Umfjöllunin kveikti illskeytta umræðu í félagsmiðlum og í bloggheimum, orðræðu sem því miður minnti á það sem hin upphaflega fjölmiðlaumfjöllun átti að kveða niður. Starfsfólk skólans spyr sig nú hvort það það sé svona ófagmannlegt í störfum sínum? Foreldrar spyrja hvort það geti verið að barnið þeirra gangi í skóla sem bregst þeim er síst skyldi? Nemendur skynja allar þessar tilfinningar og verða órólegir. Fólk finnur til reiði, vonbrigða og uppgjafar. Réttlætiskennd þess er misboðið. Skóli er samfélag. Stolt og virðing þess hefur verið sært. Ég vil því taka til varna fyrir skólasamfélagið í Árbæ. Skólasamfélagið stendur vörð um velferð barnaEngin fjöður skal dregin yfir staðreyndir. Einelti er dauðans alvara og það á sér illu heilli stað víða í samfélaginu og því miður einnig í skólum og í skipulögðu barna- og unglingastarfi. Þrátt fyrir öflugt forvarnastarf og viðbragðsáætlanir hefur okkur ekki tekist að uppræta eineltið og þá sérstaklega meðal yngstu grunnskólanemendanna. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er líðan barna í grunnskólum borgarinnar könnuð reglulega. Árlega er spurt um einelti meðal nemenda í 6.-10. bekk í gegnum Skólapúlsinn (sjá www.skolapulsinn.is/um). Rannsóknir og greining kanna einnig hagi og líðan barna í 5.-7. bekk á landinu öllu. Foreldrar í öllum skólum eru reglulega spurðir um einelti og viðbrögð skólans í foreldrakönnunum. Í þessum könnunum hefur Árbæjarskóli fengið góðar niðurstöður. Foreldrar og starfsfólk er upp til hópa ánægt með skólann sinn sem er fjölmennasti skóli borgarinnar. Hvað þýðir þetta? Jú, það þýðir m.a. að stjórnendur og kennarar í skólanum hafa staðið sig vel í að fyrirbyggja einelti og taka á því þegar það kemur upp. Hins vegar getur skólinn ekki nema að takmörkuðu leyti komið í veg fyrir einelti sem á sér stað utan skólans. Skólanum ber hins vegar að taka umkvartanir foreldra alvarlega og vinna að því með öllum tiltækum ráðum að börnunum líði sem best í skólanum. Ég fullyrði að þannig hefur verið haldið á málum í Árbæjarskóla. En vissulega má alltaf gera betur – í þeim skóla sem öðrum – það er verkefni allra sem starfa í grunnskólum borgarinnar að standa vörð um velferð og nám barna upp á hvern einasta dag. Vinsamlegt samfélagNú er að fara af stað verkefni á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni Vinsamlegt samfélag. Verkefnið nær til allra frístundamiðstöðva, grunnskóla og leikskóla í borginni. Það á að stuðla að vinsamlegu samfélagi þar sem framkoma allra einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum og virðingu. Þar er einelti ekki liðið en þegar þörf krefur er tekið skipulega á því í samræmi við eineltisáætlun starfsstaðar og stefnu borgarinnar. Þetta verkefni kemur til viðbótar því sem kennt hefur verið við Olweusar-áætlunina sem hefur skotið rótum í mörgum skólum. Leitað verður eftir samstarfi í hverfunum meðal foreldra, grasrótarsamtaka og annarra sem vilja leggja verkefninu lið. Til að koma í veg fyrir einelti er ekki nóg að skólarnir geri allt sem í þeirra valdi stendur. Þar verða foreldrar einnig að taka höndum saman og styðja starfsfólk skólana. Stöndum vörð um skólasamfélagið en reynum um leið að koma í veg fyrir einelti af öllum okkar mætti. Munum að börn læra það sem fyrir þeim er haft. Sú orðræða sem þau búa við heima fyrir verður þeirra viðmið. Ég vil hvetja fjölmiðla til að fjalla á vandaðan hátt um eineltismál og þær alvarlegu afleiðingar sem einelti hefur á þolendur ekki síður gerendur. Rík ástæða er til að blaða- og fréttamenn hafi í heiðri þriðju grein siðareglna sinna sem hljómar svo: Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun