Ábyrgð fjölmiðla í umræðu um einelti Ragnar Þorsteinsson skrifar 5. nóvember 2011 06:00 Þegar einstaklingar koma fram í fjölmiðlum og saka starfsfólk skóla um að hafa brugðist í alvarlegum eineltismálum verður staðan nær alltaf ójöfn og framsetningin einhliða. Staðreynd málsins er nefnilega sú að fagfólk sem verður fyrir slíkum ásökunum getur ekki tjáð sig um einstök mál sökum trúnaðar við skjólstæðinga sína. Á þetta við um alla sem starfa í skólasamfélaginu, s.s. skólastjóra, kennara og sérfræðinga á þjónustumiðstöðvum. Fullkominn trúnaður verður að ríkja á milli skólans og skjólstæðinga hans og í slíku trúnaðarsambandi er fjölmargt sem ekki á heima á almenningstorgi fjölmiðlanna. Tilefni þessarar greinar er nýleg umfjöllun dagblaðsins DV um misbrest á viðbrögðum starfsfólks í Árbæjarskóla við alvarlegu einelti. Í þeirri umfjöllun var skólastjóri ekki einungis borinn þungum sökum heldur allt skólasamfélagið í Árbæ. Umfjöllunin kveikti illskeytta umræðu í félagsmiðlum og í bloggheimum, orðræðu sem því miður minnti á það sem hin upphaflega fjölmiðlaumfjöllun átti að kveða niður. Starfsfólk skólans spyr sig nú hvort það það sé svona ófagmannlegt í störfum sínum? Foreldrar spyrja hvort það geti verið að barnið þeirra gangi í skóla sem bregst þeim er síst skyldi? Nemendur skynja allar þessar tilfinningar og verða órólegir. Fólk finnur til reiði, vonbrigða og uppgjafar. Réttlætiskennd þess er misboðið. Skóli er samfélag. Stolt og virðing þess hefur verið sært. Ég vil því taka til varna fyrir skólasamfélagið í Árbæ. Skólasamfélagið stendur vörð um velferð barnaEngin fjöður skal dregin yfir staðreyndir. Einelti er dauðans alvara og það á sér illu heilli stað víða í samfélaginu og því miður einnig í skólum og í skipulögðu barna- og unglingastarfi. Þrátt fyrir öflugt forvarnastarf og viðbragðsáætlanir hefur okkur ekki tekist að uppræta eineltið og þá sérstaklega meðal yngstu grunnskólanemendanna. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er líðan barna í grunnskólum borgarinnar könnuð reglulega. Árlega er spurt um einelti meðal nemenda í 6.-10. bekk í gegnum Skólapúlsinn (sjá www.skolapulsinn.is/um). Rannsóknir og greining kanna einnig hagi og líðan barna í 5.-7. bekk á landinu öllu. Foreldrar í öllum skólum eru reglulega spurðir um einelti og viðbrögð skólans í foreldrakönnunum. Í þessum könnunum hefur Árbæjarskóli fengið góðar niðurstöður. Foreldrar og starfsfólk er upp til hópa ánægt með skólann sinn sem er fjölmennasti skóli borgarinnar. Hvað þýðir þetta? Jú, það þýðir m.a. að stjórnendur og kennarar í skólanum hafa staðið sig vel í að fyrirbyggja einelti og taka á því þegar það kemur upp. Hins vegar getur skólinn ekki nema að takmörkuðu leyti komið í veg fyrir einelti sem á sér stað utan skólans. Skólanum ber hins vegar að taka umkvartanir foreldra alvarlega og vinna að því með öllum tiltækum ráðum að börnunum líði sem best í skólanum. Ég fullyrði að þannig hefur verið haldið á málum í Árbæjarskóla. En vissulega má alltaf gera betur – í þeim skóla sem öðrum – það er verkefni allra sem starfa í grunnskólum borgarinnar að standa vörð um velferð og nám barna upp á hvern einasta dag. Vinsamlegt samfélagNú er að fara af stað verkefni á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni Vinsamlegt samfélag. Verkefnið nær til allra frístundamiðstöðva, grunnskóla og leikskóla í borginni. Það á að stuðla að vinsamlegu samfélagi þar sem framkoma allra einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum og virðingu. Þar er einelti ekki liðið en þegar þörf krefur er tekið skipulega á því í samræmi við eineltisáætlun starfsstaðar og stefnu borgarinnar. Þetta verkefni kemur til viðbótar því sem kennt hefur verið við Olweusar-áætlunina sem hefur skotið rótum í mörgum skólum. Leitað verður eftir samstarfi í hverfunum meðal foreldra, grasrótarsamtaka og annarra sem vilja leggja verkefninu lið. Til að koma í veg fyrir einelti er ekki nóg að skólarnir geri allt sem í þeirra valdi stendur. Þar verða foreldrar einnig að taka höndum saman og styðja starfsfólk skólana. Stöndum vörð um skólasamfélagið en reynum um leið að koma í veg fyrir einelti af öllum okkar mætti. Munum að börn læra það sem fyrir þeim er haft. Sú orðræða sem þau búa við heima fyrir verður þeirra viðmið. Ég vil hvetja fjölmiðla til að fjalla á vandaðan hátt um eineltismál og þær alvarlegu afleiðingar sem einelti hefur á þolendur ekki síður gerendur. Rík ástæða er til að blaða- og fréttamenn hafi í heiðri þriðju grein siðareglna sinna sem hljómar svo: Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingar koma fram í fjölmiðlum og saka starfsfólk skóla um að hafa brugðist í alvarlegum eineltismálum verður staðan nær alltaf ójöfn og framsetningin einhliða. Staðreynd málsins er nefnilega sú að fagfólk sem verður fyrir slíkum ásökunum getur ekki tjáð sig um einstök mál sökum trúnaðar við skjólstæðinga sína. Á þetta við um alla sem starfa í skólasamfélaginu, s.s. skólastjóra, kennara og sérfræðinga á þjónustumiðstöðvum. Fullkominn trúnaður verður að ríkja á milli skólans og skjólstæðinga hans og í slíku trúnaðarsambandi er fjölmargt sem ekki á heima á almenningstorgi fjölmiðlanna. Tilefni þessarar greinar er nýleg umfjöllun dagblaðsins DV um misbrest á viðbrögðum starfsfólks í Árbæjarskóla við alvarlegu einelti. Í þeirri umfjöllun var skólastjóri ekki einungis borinn þungum sökum heldur allt skólasamfélagið í Árbæ. Umfjöllunin kveikti illskeytta umræðu í félagsmiðlum og í bloggheimum, orðræðu sem því miður minnti á það sem hin upphaflega fjölmiðlaumfjöllun átti að kveða niður. Starfsfólk skólans spyr sig nú hvort það það sé svona ófagmannlegt í störfum sínum? Foreldrar spyrja hvort það geti verið að barnið þeirra gangi í skóla sem bregst þeim er síst skyldi? Nemendur skynja allar þessar tilfinningar og verða órólegir. Fólk finnur til reiði, vonbrigða og uppgjafar. Réttlætiskennd þess er misboðið. Skóli er samfélag. Stolt og virðing þess hefur verið sært. Ég vil því taka til varna fyrir skólasamfélagið í Árbæ. Skólasamfélagið stendur vörð um velferð barnaEngin fjöður skal dregin yfir staðreyndir. Einelti er dauðans alvara og það á sér illu heilli stað víða í samfélaginu og því miður einnig í skólum og í skipulögðu barna- og unglingastarfi. Þrátt fyrir öflugt forvarnastarf og viðbragðsáætlanir hefur okkur ekki tekist að uppræta eineltið og þá sérstaklega meðal yngstu grunnskólanemendanna. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er líðan barna í grunnskólum borgarinnar könnuð reglulega. Árlega er spurt um einelti meðal nemenda í 6.-10. bekk í gegnum Skólapúlsinn (sjá www.skolapulsinn.is/um). Rannsóknir og greining kanna einnig hagi og líðan barna í 5.-7. bekk á landinu öllu. Foreldrar í öllum skólum eru reglulega spurðir um einelti og viðbrögð skólans í foreldrakönnunum. Í þessum könnunum hefur Árbæjarskóli fengið góðar niðurstöður. Foreldrar og starfsfólk er upp til hópa ánægt með skólann sinn sem er fjölmennasti skóli borgarinnar. Hvað þýðir þetta? Jú, það þýðir m.a. að stjórnendur og kennarar í skólanum hafa staðið sig vel í að fyrirbyggja einelti og taka á því þegar það kemur upp. Hins vegar getur skólinn ekki nema að takmörkuðu leyti komið í veg fyrir einelti sem á sér stað utan skólans. Skólanum ber hins vegar að taka umkvartanir foreldra alvarlega og vinna að því með öllum tiltækum ráðum að börnunum líði sem best í skólanum. Ég fullyrði að þannig hefur verið haldið á málum í Árbæjarskóla. En vissulega má alltaf gera betur – í þeim skóla sem öðrum – það er verkefni allra sem starfa í grunnskólum borgarinnar að standa vörð um velferð og nám barna upp á hvern einasta dag. Vinsamlegt samfélagNú er að fara af stað verkefni á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni Vinsamlegt samfélag. Verkefnið nær til allra frístundamiðstöðva, grunnskóla og leikskóla í borginni. Það á að stuðla að vinsamlegu samfélagi þar sem framkoma allra einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum og virðingu. Þar er einelti ekki liðið en þegar þörf krefur er tekið skipulega á því í samræmi við eineltisáætlun starfsstaðar og stefnu borgarinnar. Þetta verkefni kemur til viðbótar því sem kennt hefur verið við Olweusar-áætlunina sem hefur skotið rótum í mörgum skólum. Leitað verður eftir samstarfi í hverfunum meðal foreldra, grasrótarsamtaka og annarra sem vilja leggja verkefninu lið. Til að koma í veg fyrir einelti er ekki nóg að skólarnir geri allt sem í þeirra valdi stendur. Þar verða foreldrar einnig að taka höndum saman og styðja starfsfólk skólana. Stöndum vörð um skólasamfélagið en reynum um leið að koma í veg fyrir einelti af öllum okkar mætti. Munum að börn læra það sem fyrir þeim er haft. Sú orðræða sem þau búa við heima fyrir verður þeirra viðmið. Ég vil hvetja fjölmiðla til að fjalla á vandaðan hátt um eineltismál og þær alvarlegu afleiðingar sem einelti hefur á þolendur ekki síður gerendur. Rík ástæða er til að blaða- og fréttamenn hafi í heiðri þriðju grein siðareglna sinna sem hljómar svo: Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun