Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Guðrún Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Eineltismál hafa verið í umræðunni að undanförnu, því miður ekki að ástæðulausu. Þetta virðist vera mein sem er viðvarandi. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar og því er þarft að ræða þessi mál þótt þau séu illviðráðanleg og viðkvæm. Samfélagið þarf að vera meðvitað og skoða hvað það er í uppbyggingu þess sem viðheldur þessari hegðun. Við erum öll ábyrg fyrir því að taka á vandanum. Í skólum landsins hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til að bregðast við einelti þegar það kemur upp. Heimili og skóli – landssamtök foreldra hafa bent foreldrum á leiðir til að stemma stigu við því með ýmsum hætti. Meðal þess sem við kynnum fyrir foreldrum í fyrirlestrum okkar eru svokallaðir vinahópar. Þá taka foreldrar sig saman og skipta bekk eða árgangi upp í smærri hópa til að hjálpa börnunum að tengjast á jákvæðan hátt í náinni umsjón ábyrgra aðila. Markmiðið er að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt til að hjálpa börnunum að tengjast og umgangast hvert annað af virðingu. Stundum kemur það upp að einhverjir foreldrar eru ekki með aðstöðu til að taka þátt. Þá er vert að hafa í huga að það eru oftar en ekki börn þessara foreldra sem þurfa hvað mest á því að halda að vinahópar séu myndaðir. Þeir sem eru sterkari leggja sitt af mörkum til að hlúa að hinum sem minna mega sín. Ef til vill er þetta hornsteinninn að því að útrýma einelti. Þegar skilningur er fyrir því að við byggjum betri lífsgæði fyrir heildina með því að huga vel að öllum. Þegar hver hugsar aðeins um sig og sinn hag tvístrumst við og sumir verða utanveltu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við eigum að vera komin lengra en svo. Einelti er ekki eðlilegur fórnarkostnaður. Einelti er mjög frumstæð hegðun sem byggir á mikilli skammsýni. Framsýni á að vera markmið þróaðs samfélags, og það að huga að velferð hópsins sem heildar kemur sér vel fyrir alla þegar fram horfir. Einelti er ekki bundið við börn og unglinga. Það á sér einnig stað hjá fullorðnum. Þetta er samfélagsmein. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Talsmáti á heimili og framkoma við annað fullorðið fólk hefur mikil áhrif á það hvernig börnin okkar haga sér. Börn eru óvitar. Þau horfa til okkar uppalendanna um leiðsögn og fyrirmæli. Þegar barn leggur annað barn í einelti og sú hegðun er ekki leiðrétt erum við ekki að sinna skyldum okkar sem uppalendur. Það er afar mikilvægt að kenna börnum nærgætni og umburðarlyndi og jafn mikilvægt að muna að það er lærð hegðun, ekki meðfædd. Skólar landsins virðast úrræðalitlir þegar kemur að því að eiga við einelti. Það má merkja á því að oft hrekjast þolendur eineltis úr skóla sínum til að flýja ofbeldið. Lái það hver sem vill foreldri að taka barn úr skóla sem þurft hefur að þola einelti árum saman. Þegar svo er komið er yfirleitt búið að halda marga fundi með skólastjórnendum, umsjónarkennara og námsráðgjafa með foreldrum þolenda og gerenda. Einhvern veginn virkar ekkert og á endanum taka foreldrar barnið úr skólanum. Eftir það er oft ekkert meira aðhafst. Þolandinn er bugaður og hrakinn á brott. Skilaboðin frá samfélaginu eru að hann hafi þurft að lúta fyrir ofbeldinu. Gerandinn lærir að ofbeldið hafi borið árangur og sú hegðun virki fyrir hann. Hvað verður um þann einstakling í samfélaginu? Hvað mun hann leggja af mörkum framvegis? Hvernig mun hann ná sínu fram á sínum vinnustað? Sömuleiðis spyr maður hvernig þolandinn muni dafna í framtíðinni? Öll börn eiga rétt á viðunandi aðstöðu til náms innan síns sveitarfélags. Ábyrgð skóla er því rík að skapa umhverfi þar sem allir geta þrifist. Við eigum að geta krafist þess að þessar stofnanir bregðist við og leysi vandamál sem koma þar upp. Jafnframt þurfa foreldrar að axla sína ábyrgð og koma að lausn málsins eins og þeim er kleift. Íþróttafélög eru hér ekki undanskilin. Þar er ýtt undir samkeppni og slíkur samanburður getur leitt til eineltis. Þau þurfa að vera meðvituð um og vakandi fyrir að íþróttir hafa uppeldislegt gildi. Foreldrar eiga að fara fram á að þar séu allir hvattir og studdir jafnt. Fjölbreytileikinn er nauðsynlegur en hann þrífst ekki ef við reynum að steypa alla í sama mót. Það er ábyrgðarhlutur að vera þátttakandi í samfélagi. Innan þess eru ýmsar stofnanir sem gegna tilteknum skyldum til að gera það skilvirkara og betra. Ef þessar stofnanir og kerfi eru ekki að virka sem skyldi, þá kemur upp villa. Sú villa gegnsýrir síðan allt kerfið um ókomna tíð ef ekkert er gert til að laga það og leiðrétta. Það er mikilvægt að finna lausn og það er eðlilegt að leggja grunninn í upphafi þegar einstaklingurinn er að mótast. Börnin eru framtíðin og við eigum að leggja allt á okkur til að að fyrirbyggja og taka á einelti í skólum landsins. Það mun bera ávöxt. Við munum uppskera vandaðra og betra samfélag sem einkennist af gagnkvæmri virðingu og umhyggju þar sem allir fá sín notið og fjölbreytileikinn fær að dafna. Við bendum foreldrum á bæklinginn Einelti – góð ráð til foreldra sem unninn var í samvinnu við Þorlák H. Helgason, framkvæmdastjóra Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Má m.a. nálgast hann á heimasíðu samtakanna, heimiliogskoli.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Eineltismál hafa verið í umræðunni að undanförnu, því miður ekki að ástæðulausu. Þetta virðist vera mein sem er viðvarandi. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar og því er þarft að ræða þessi mál þótt þau séu illviðráðanleg og viðkvæm. Samfélagið þarf að vera meðvitað og skoða hvað það er í uppbyggingu þess sem viðheldur þessari hegðun. Við erum öll ábyrg fyrir því að taka á vandanum. Í skólum landsins hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til að bregðast við einelti þegar það kemur upp. Heimili og skóli – landssamtök foreldra hafa bent foreldrum á leiðir til að stemma stigu við því með ýmsum hætti. Meðal þess sem við kynnum fyrir foreldrum í fyrirlestrum okkar eru svokallaðir vinahópar. Þá taka foreldrar sig saman og skipta bekk eða árgangi upp í smærri hópa til að hjálpa börnunum að tengjast á jákvæðan hátt í náinni umsjón ábyrgra aðila. Markmiðið er að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt til að hjálpa börnunum að tengjast og umgangast hvert annað af virðingu. Stundum kemur það upp að einhverjir foreldrar eru ekki með aðstöðu til að taka þátt. Þá er vert að hafa í huga að það eru oftar en ekki börn þessara foreldra sem þurfa hvað mest á því að halda að vinahópar séu myndaðir. Þeir sem eru sterkari leggja sitt af mörkum til að hlúa að hinum sem minna mega sín. Ef til vill er þetta hornsteinninn að því að útrýma einelti. Þegar skilningur er fyrir því að við byggjum betri lífsgæði fyrir heildina með því að huga vel að öllum. Þegar hver hugsar aðeins um sig og sinn hag tvístrumst við og sumir verða utanveltu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við eigum að vera komin lengra en svo. Einelti er ekki eðlilegur fórnarkostnaður. Einelti er mjög frumstæð hegðun sem byggir á mikilli skammsýni. Framsýni á að vera markmið þróaðs samfélags, og það að huga að velferð hópsins sem heildar kemur sér vel fyrir alla þegar fram horfir. Einelti er ekki bundið við börn og unglinga. Það á sér einnig stað hjá fullorðnum. Þetta er samfélagsmein. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Talsmáti á heimili og framkoma við annað fullorðið fólk hefur mikil áhrif á það hvernig börnin okkar haga sér. Börn eru óvitar. Þau horfa til okkar uppalendanna um leiðsögn og fyrirmæli. Þegar barn leggur annað barn í einelti og sú hegðun er ekki leiðrétt erum við ekki að sinna skyldum okkar sem uppalendur. Það er afar mikilvægt að kenna börnum nærgætni og umburðarlyndi og jafn mikilvægt að muna að það er lærð hegðun, ekki meðfædd. Skólar landsins virðast úrræðalitlir þegar kemur að því að eiga við einelti. Það má merkja á því að oft hrekjast þolendur eineltis úr skóla sínum til að flýja ofbeldið. Lái það hver sem vill foreldri að taka barn úr skóla sem þurft hefur að þola einelti árum saman. Þegar svo er komið er yfirleitt búið að halda marga fundi með skólastjórnendum, umsjónarkennara og námsráðgjafa með foreldrum þolenda og gerenda. Einhvern veginn virkar ekkert og á endanum taka foreldrar barnið úr skólanum. Eftir það er oft ekkert meira aðhafst. Þolandinn er bugaður og hrakinn á brott. Skilaboðin frá samfélaginu eru að hann hafi þurft að lúta fyrir ofbeldinu. Gerandinn lærir að ofbeldið hafi borið árangur og sú hegðun virki fyrir hann. Hvað verður um þann einstakling í samfélaginu? Hvað mun hann leggja af mörkum framvegis? Hvernig mun hann ná sínu fram á sínum vinnustað? Sömuleiðis spyr maður hvernig þolandinn muni dafna í framtíðinni? Öll börn eiga rétt á viðunandi aðstöðu til náms innan síns sveitarfélags. Ábyrgð skóla er því rík að skapa umhverfi þar sem allir geta þrifist. Við eigum að geta krafist þess að þessar stofnanir bregðist við og leysi vandamál sem koma þar upp. Jafnframt þurfa foreldrar að axla sína ábyrgð og koma að lausn málsins eins og þeim er kleift. Íþróttafélög eru hér ekki undanskilin. Þar er ýtt undir samkeppni og slíkur samanburður getur leitt til eineltis. Þau þurfa að vera meðvituð um og vakandi fyrir að íþróttir hafa uppeldislegt gildi. Foreldrar eiga að fara fram á að þar séu allir hvattir og studdir jafnt. Fjölbreytileikinn er nauðsynlegur en hann þrífst ekki ef við reynum að steypa alla í sama mót. Það er ábyrgðarhlutur að vera þátttakandi í samfélagi. Innan þess eru ýmsar stofnanir sem gegna tilteknum skyldum til að gera það skilvirkara og betra. Ef þessar stofnanir og kerfi eru ekki að virka sem skyldi, þá kemur upp villa. Sú villa gegnsýrir síðan allt kerfið um ókomna tíð ef ekkert er gert til að laga það og leiðrétta. Það er mikilvægt að finna lausn og það er eðlilegt að leggja grunninn í upphafi þegar einstaklingurinn er að mótast. Börnin eru framtíðin og við eigum að leggja allt á okkur til að að fyrirbyggja og taka á einelti í skólum landsins. Það mun bera ávöxt. Við munum uppskera vandaðra og betra samfélag sem einkennist af gagnkvæmri virðingu og umhyggju þar sem allir fá sín notið og fjölbreytileikinn fær að dafna. Við bendum foreldrum á bæklinginn Einelti – góð ráð til foreldra sem unninn var í samvinnu við Þorlák H. Helgason, framkvæmdastjóra Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Má m.a. nálgast hann á heimasíðu samtakanna, heimiliogskoli.is.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun