Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Guðrún Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Eineltismál hafa verið í umræðunni að undanförnu, því miður ekki að ástæðulausu. Þetta virðist vera mein sem er viðvarandi. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar og því er þarft að ræða þessi mál þótt þau séu illviðráðanleg og viðkvæm. Samfélagið þarf að vera meðvitað og skoða hvað það er í uppbyggingu þess sem viðheldur þessari hegðun. Við erum öll ábyrg fyrir því að taka á vandanum. Í skólum landsins hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til að bregðast við einelti þegar það kemur upp. Heimili og skóli – landssamtök foreldra hafa bent foreldrum á leiðir til að stemma stigu við því með ýmsum hætti. Meðal þess sem við kynnum fyrir foreldrum í fyrirlestrum okkar eru svokallaðir vinahópar. Þá taka foreldrar sig saman og skipta bekk eða árgangi upp í smærri hópa til að hjálpa börnunum að tengjast á jákvæðan hátt í náinni umsjón ábyrgra aðila. Markmiðið er að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt til að hjálpa börnunum að tengjast og umgangast hvert annað af virðingu. Stundum kemur það upp að einhverjir foreldrar eru ekki með aðstöðu til að taka þátt. Þá er vert að hafa í huga að það eru oftar en ekki börn þessara foreldra sem þurfa hvað mest á því að halda að vinahópar séu myndaðir. Þeir sem eru sterkari leggja sitt af mörkum til að hlúa að hinum sem minna mega sín. Ef til vill er þetta hornsteinninn að því að útrýma einelti. Þegar skilningur er fyrir því að við byggjum betri lífsgæði fyrir heildina með því að huga vel að öllum. Þegar hver hugsar aðeins um sig og sinn hag tvístrumst við og sumir verða utanveltu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við eigum að vera komin lengra en svo. Einelti er ekki eðlilegur fórnarkostnaður. Einelti er mjög frumstæð hegðun sem byggir á mikilli skammsýni. Framsýni á að vera markmið þróaðs samfélags, og það að huga að velferð hópsins sem heildar kemur sér vel fyrir alla þegar fram horfir. Einelti er ekki bundið við börn og unglinga. Það á sér einnig stað hjá fullorðnum. Þetta er samfélagsmein. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Talsmáti á heimili og framkoma við annað fullorðið fólk hefur mikil áhrif á það hvernig börnin okkar haga sér. Börn eru óvitar. Þau horfa til okkar uppalendanna um leiðsögn og fyrirmæli. Þegar barn leggur annað barn í einelti og sú hegðun er ekki leiðrétt erum við ekki að sinna skyldum okkar sem uppalendur. Það er afar mikilvægt að kenna börnum nærgætni og umburðarlyndi og jafn mikilvægt að muna að það er lærð hegðun, ekki meðfædd. Skólar landsins virðast úrræðalitlir þegar kemur að því að eiga við einelti. Það má merkja á því að oft hrekjast þolendur eineltis úr skóla sínum til að flýja ofbeldið. Lái það hver sem vill foreldri að taka barn úr skóla sem þurft hefur að þola einelti árum saman. Þegar svo er komið er yfirleitt búið að halda marga fundi með skólastjórnendum, umsjónarkennara og námsráðgjafa með foreldrum þolenda og gerenda. Einhvern veginn virkar ekkert og á endanum taka foreldrar barnið úr skólanum. Eftir það er oft ekkert meira aðhafst. Þolandinn er bugaður og hrakinn á brott. Skilaboðin frá samfélaginu eru að hann hafi þurft að lúta fyrir ofbeldinu. Gerandinn lærir að ofbeldið hafi borið árangur og sú hegðun virki fyrir hann. Hvað verður um þann einstakling í samfélaginu? Hvað mun hann leggja af mörkum framvegis? Hvernig mun hann ná sínu fram á sínum vinnustað? Sömuleiðis spyr maður hvernig þolandinn muni dafna í framtíðinni? Öll börn eiga rétt á viðunandi aðstöðu til náms innan síns sveitarfélags. Ábyrgð skóla er því rík að skapa umhverfi þar sem allir geta þrifist. Við eigum að geta krafist þess að þessar stofnanir bregðist við og leysi vandamál sem koma þar upp. Jafnframt þurfa foreldrar að axla sína ábyrgð og koma að lausn málsins eins og þeim er kleift. Íþróttafélög eru hér ekki undanskilin. Þar er ýtt undir samkeppni og slíkur samanburður getur leitt til eineltis. Þau þurfa að vera meðvituð um og vakandi fyrir að íþróttir hafa uppeldislegt gildi. Foreldrar eiga að fara fram á að þar séu allir hvattir og studdir jafnt. Fjölbreytileikinn er nauðsynlegur en hann þrífst ekki ef við reynum að steypa alla í sama mót. Það er ábyrgðarhlutur að vera þátttakandi í samfélagi. Innan þess eru ýmsar stofnanir sem gegna tilteknum skyldum til að gera það skilvirkara og betra. Ef þessar stofnanir og kerfi eru ekki að virka sem skyldi, þá kemur upp villa. Sú villa gegnsýrir síðan allt kerfið um ókomna tíð ef ekkert er gert til að laga það og leiðrétta. Það er mikilvægt að finna lausn og það er eðlilegt að leggja grunninn í upphafi þegar einstaklingurinn er að mótast. Börnin eru framtíðin og við eigum að leggja allt á okkur til að að fyrirbyggja og taka á einelti í skólum landsins. Það mun bera ávöxt. Við munum uppskera vandaðra og betra samfélag sem einkennist af gagnkvæmri virðingu og umhyggju þar sem allir fá sín notið og fjölbreytileikinn fær að dafna. Við bendum foreldrum á bæklinginn Einelti – góð ráð til foreldra sem unninn var í samvinnu við Þorlák H. Helgason, framkvæmdastjóra Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Má m.a. nálgast hann á heimasíðu samtakanna, heimiliogskoli.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eineltismál hafa verið í umræðunni að undanförnu, því miður ekki að ástæðulausu. Þetta virðist vera mein sem er viðvarandi. Afleiðingarnar geta verið hræðilegar og því er þarft að ræða þessi mál þótt þau séu illviðráðanleg og viðkvæm. Samfélagið þarf að vera meðvitað og skoða hvað það er í uppbyggingu þess sem viðheldur þessari hegðun. Við erum öll ábyrg fyrir því að taka á vandanum. Í skólum landsins hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til að bregðast við einelti þegar það kemur upp. Heimili og skóli – landssamtök foreldra hafa bent foreldrum á leiðir til að stemma stigu við því með ýmsum hætti. Meðal þess sem við kynnum fyrir foreldrum í fyrirlestrum okkar eru svokallaðir vinahópar. Þá taka foreldrar sig saman og skipta bekk eða árgangi upp í smærri hópa til að hjálpa börnunum að tengjast á jákvæðan hátt í náinni umsjón ábyrgra aðila. Markmiðið er að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt til að hjálpa börnunum að tengjast og umgangast hvert annað af virðingu. Stundum kemur það upp að einhverjir foreldrar eru ekki með aðstöðu til að taka þátt. Þá er vert að hafa í huga að það eru oftar en ekki börn þessara foreldra sem þurfa hvað mest á því að halda að vinahópar séu myndaðir. Þeir sem eru sterkari leggja sitt af mörkum til að hlúa að hinum sem minna mega sín. Ef til vill er þetta hornsteinninn að því að útrýma einelti. Þegar skilningur er fyrir því að við byggjum betri lífsgæði fyrir heildina með því að huga vel að öllum. Þegar hver hugsar aðeins um sig og sinn hag tvístrumst við og sumir verða utanveltu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við eigum að vera komin lengra en svo. Einelti er ekki eðlilegur fórnarkostnaður. Einelti er mjög frumstæð hegðun sem byggir á mikilli skammsýni. Framsýni á að vera markmið þróaðs samfélags, og það að huga að velferð hópsins sem heildar kemur sér vel fyrir alla þegar fram horfir. Einelti er ekki bundið við börn og unglinga. Það á sér einnig stað hjá fullorðnum. Þetta er samfélagsmein. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Talsmáti á heimili og framkoma við annað fullorðið fólk hefur mikil áhrif á það hvernig börnin okkar haga sér. Börn eru óvitar. Þau horfa til okkar uppalendanna um leiðsögn og fyrirmæli. Þegar barn leggur annað barn í einelti og sú hegðun er ekki leiðrétt erum við ekki að sinna skyldum okkar sem uppalendur. Það er afar mikilvægt að kenna börnum nærgætni og umburðarlyndi og jafn mikilvægt að muna að það er lærð hegðun, ekki meðfædd. Skólar landsins virðast úrræðalitlir þegar kemur að því að eiga við einelti. Það má merkja á því að oft hrekjast þolendur eineltis úr skóla sínum til að flýja ofbeldið. Lái það hver sem vill foreldri að taka barn úr skóla sem þurft hefur að þola einelti árum saman. Þegar svo er komið er yfirleitt búið að halda marga fundi með skólastjórnendum, umsjónarkennara og námsráðgjafa með foreldrum þolenda og gerenda. Einhvern veginn virkar ekkert og á endanum taka foreldrar barnið úr skólanum. Eftir það er oft ekkert meira aðhafst. Þolandinn er bugaður og hrakinn á brott. Skilaboðin frá samfélaginu eru að hann hafi þurft að lúta fyrir ofbeldinu. Gerandinn lærir að ofbeldið hafi borið árangur og sú hegðun virki fyrir hann. Hvað verður um þann einstakling í samfélaginu? Hvað mun hann leggja af mörkum framvegis? Hvernig mun hann ná sínu fram á sínum vinnustað? Sömuleiðis spyr maður hvernig þolandinn muni dafna í framtíðinni? Öll börn eiga rétt á viðunandi aðstöðu til náms innan síns sveitarfélags. Ábyrgð skóla er því rík að skapa umhverfi þar sem allir geta þrifist. Við eigum að geta krafist þess að þessar stofnanir bregðist við og leysi vandamál sem koma þar upp. Jafnframt þurfa foreldrar að axla sína ábyrgð og koma að lausn málsins eins og þeim er kleift. Íþróttafélög eru hér ekki undanskilin. Þar er ýtt undir samkeppni og slíkur samanburður getur leitt til eineltis. Þau þurfa að vera meðvituð um og vakandi fyrir að íþróttir hafa uppeldislegt gildi. Foreldrar eiga að fara fram á að þar séu allir hvattir og studdir jafnt. Fjölbreytileikinn er nauðsynlegur en hann þrífst ekki ef við reynum að steypa alla í sama mót. Það er ábyrgðarhlutur að vera þátttakandi í samfélagi. Innan þess eru ýmsar stofnanir sem gegna tilteknum skyldum til að gera það skilvirkara og betra. Ef þessar stofnanir og kerfi eru ekki að virka sem skyldi, þá kemur upp villa. Sú villa gegnsýrir síðan allt kerfið um ókomna tíð ef ekkert er gert til að laga það og leiðrétta. Það er mikilvægt að finna lausn og það er eðlilegt að leggja grunninn í upphafi þegar einstaklingurinn er að mótast. Börnin eru framtíðin og við eigum að leggja allt á okkur til að að fyrirbyggja og taka á einelti í skólum landsins. Það mun bera ávöxt. Við munum uppskera vandaðra og betra samfélag sem einkennist af gagnkvæmri virðingu og umhyggju þar sem allir fá sín notið og fjölbreytileikinn fær að dafna. Við bendum foreldrum á bæklinginn Einelti – góð ráð til foreldra sem unninn var í samvinnu við Þorlák H. Helgason, framkvæmdastjóra Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Má m.a. nálgast hann á heimasíðu samtakanna, heimiliogskoli.is.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar