Nýtt vinstriafl - án allra öfga Kristján Guðlaugsson skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Það mikilvægasta sem maðurinn hefur uppskorið í baráttu sinni fyrir betra lífi á síðustu öldum er borgaralegt þingræði. Öfgafullar stefnur síðustu aldar, kommúnisminn og ofstækisfull hægristefna, hafa hver á sinn hátt grafið undan þingræðinu. Það er kominn tími til að skapa öfluga vinstrihreyfingu sem afneitar ríkistrúnni og byggir á sönnum gildum þingræðis og lýðræðis. Þess vegna fagna ég hugrekki og framsýni Lilju Mósesdóttur. Kommúnisminn og forræðishyggja ríkistrúarmanna, bæði til vinstri og hægri, hrundi endanlega saman á tíunda áratug síðustu aldar. Við tók hömlulaus nýfrjálshyggja hægriaflanna sem kastaði að lokum veröldinni út í dýpstu kreppu hins borgaralega þjóðfélags síðan kreppan mikla 1929-1939 reið yfir. Að stofna nýtt stjórnmálaafl er ekki neitt áhlaupaverk. Það þarf fyrst og fremst að endurreisa trú fólksins á raunverulegt þingræði. Landlæg vantrú manna á stjórnmálum og stjórnmálamönnum veldur því að óánægja með allt sem þingræðið stendur fyrir hefur svipt almenning trúna á því að miklu leyti. Þar á nýfrjálshyggjan, klíkuskapurinn og vildarvinahugsunin afgerandi þátt, en við fall austurblokkarinnar opnuðust nýir, lítt plægðir markaðir, samtímis því sem tölvuöldin gerði mönnum kleift að nýta gamla markaði langtum betur en áður voru dæmi til. Alla þessa möguleika notfærði nýfrjálshyggjan sér einvörðungu til þess að auka völd og gróða örfárra manna. En þessi stefna ól andstöðu sína. Upp er risin alþjóðleg hreyfing sem berst fyrir jöfnuði og gegn einkavæðingu, ofurgróða og valdspillingu. Það er á þessum grundvelli að nýtt vinstrisinnað stjórnmálaafl verður að rísa, auðvitað með sértæk úrlausnarefni hins íslenska þjóðfélags í huga fyrst og fremst. Stefnuskráin verður að taka mið af tvennu, baráttu fyrir raunverulegu þingræði og gegn óréttlátum kjörum og aðstæðum almennings. Hana verður líka að móta með þátttöku fólksins og án tilrauna til þess að skapa elítu eða forystuafl sem stendur utan við og ofar venjulegum meðlimum. Forysta slíks stjórnmálaafls verður að hlusta á vilja almennings sem og gagnrýni og skoðanir venjulegra flokksmanna. Flokkurinn verður að taka mið af hagsmunum almennings, réttlæti í fjármálum og skattamálum, sem og jafnréttismálum, standa vörð um þjóðareign, fiskveiðistjórnun, orkumál og jafnvægi í möguleikum allra til að hafa áhrif á líf sitt og framtíð barna sinna. Í fjármálum þarf að endurskoða skattakerfið. Ofurveldi bankanna þarf að stöðva. Tillit til vogunarsjóða og fjárfesta verður að víkja fyrir hagsmunum hins vinnandi fólks. Í utanríkismálum þarf að taka skýra afstöðu gegn aðild að Efnahagsbandalaginu. Ísland á að ganga úr NATO og vera óhrætt við að taka sjálfstæða afstöðu á alþjóðavettvangi. Í heilbrigðismálum á að tryggja almenningi bestu þjónustu sem völ er á. Nefna má ókeypis tannlækningar fyrir unglinga, betri kjör fyrir eldri borgara og styrkari fjárhagslegan grundvöll fyrir þá sem sjúkdómar eða örorka hafa hrakið út af almennum vinnumarkaði. Afstaðan til verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóðanna skiptir hér einnig máli. Það verður að leggja mikla áherslu á að vinna aftur verkalýðshreyfinguna og ná stjórn á lífeyrissjóðunum í þágu réttsýni og jafnræðis. Fleiri mál má nefna, en stefnumótunin sjálf og úrvinnsla hennar verður að fara fram á jafnréttis- og lýðræðisgrundvelli með þátttöku sem flestra. Tökum blaðið frá munninum og sameinumst um stofnun nýs stjórnmálaafls til vinstri, en án allra öfga. Við erum fólkið og við getum lyft grettistaki á vettvangi þingræðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það mikilvægasta sem maðurinn hefur uppskorið í baráttu sinni fyrir betra lífi á síðustu öldum er borgaralegt þingræði. Öfgafullar stefnur síðustu aldar, kommúnisminn og ofstækisfull hægristefna, hafa hver á sinn hátt grafið undan þingræðinu. Það er kominn tími til að skapa öfluga vinstrihreyfingu sem afneitar ríkistrúnni og byggir á sönnum gildum þingræðis og lýðræðis. Þess vegna fagna ég hugrekki og framsýni Lilju Mósesdóttur. Kommúnisminn og forræðishyggja ríkistrúarmanna, bæði til vinstri og hægri, hrundi endanlega saman á tíunda áratug síðustu aldar. Við tók hömlulaus nýfrjálshyggja hægriaflanna sem kastaði að lokum veröldinni út í dýpstu kreppu hins borgaralega þjóðfélags síðan kreppan mikla 1929-1939 reið yfir. Að stofna nýtt stjórnmálaafl er ekki neitt áhlaupaverk. Það þarf fyrst og fremst að endurreisa trú fólksins á raunverulegt þingræði. Landlæg vantrú manna á stjórnmálum og stjórnmálamönnum veldur því að óánægja með allt sem þingræðið stendur fyrir hefur svipt almenning trúna á því að miklu leyti. Þar á nýfrjálshyggjan, klíkuskapurinn og vildarvinahugsunin afgerandi þátt, en við fall austurblokkarinnar opnuðust nýir, lítt plægðir markaðir, samtímis því sem tölvuöldin gerði mönnum kleift að nýta gamla markaði langtum betur en áður voru dæmi til. Alla þessa möguleika notfærði nýfrjálshyggjan sér einvörðungu til þess að auka völd og gróða örfárra manna. En þessi stefna ól andstöðu sína. Upp er risin alþjóðleg hreyfing sem berst fyrir jöfnuði og gegn einkavæðingu, ofurgróða og valdspillingu. Það er á þessum grundvelli að nýtt vinstrisinnað stjórnmálaafl verður að rísa, auðvitað með sértæk úrlausnarefni hins íslenska þjóðfélags í huga fyrst og fremst. Stefnuskráin verður að taka mið af tvennu, baráttu fyrir raunverulegu þingræði og gegn óréttlátum kjörum og aðstæðum almennings. Hana verður líka að móta með þátttöku fólksins og án tilrauna til þess að skapa elítu eða forystuafl sem stendur utan við og ofar venjulegum meðlimum. Forysta slíks stjórnmálaafls verður að hlusta á vilja almennings sem og gagnrýni og skoðanir venjulegra flokksmanna. Flokkurinn verður að taka mið af hagsmunum almennings, réttlæti í fjármálum og skattamálum, sem og jafnréttismálum, standa vörð um þjóðareign, fiskveiðistjórnun, orkumál og jafnvægi í möguleikum allra til að hafa áhrif á líf sitt og framtíð barna sinna. Í fjármálum þarf að endurskoða skattakerfið. Ofurveldi bankanna þarf að stöðva. Tillit til vogunarsjóða og fjárfesta verður að víkja fyrir hagsmunum hins vinnandi fólks. Í utanríkismálum þarf að taka skýra afstöðu gegn aðild að Efnahagsbandalaginu. Ísland á að ganga úr NATO og vera óhrætt við að taka sjálfstæða afstöðu á alþjóðavettvangi. Í heilbrigðismálum á að tryggja almenningi bestu þjónustu sem völ er á. Nefna má ókeypis tannlækningar fyrir unglinga, betri kjör fyrir eldri borgara og styrkari fjárhagslegan grundvöll fyrir þá sem sjúkdómar eða örorka hafa hrakið út af almennum vinnumarkaði. Afstaðan til verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóðanna skiptir hér einnig máli. Það verður að leggja mikla áherslu á að vinna aftur verkalýðshreyfinguna og ná stjórn á lífeyrissjóðunum í þágu réttsýni og jafnræðis. Fleiri mál má nefna, en stefnumótunin sjálf og úrvinnsla hennar verður að fara fram á jafnréttis- og lýðræðisgrundvelli með þátttöku sem flestra. Tökum blaðið frá munninum og sameinumst um stofnun nýs stjórnmálaafls til vinstri, en án allra öfga. Við erum fólkið og við getum lyft grettistaki á vettvangi þingræðisins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun