Tregur vilji Sigurður Konráðsson skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Alþingi hefur gengið ötullega fram í að samþykkja ýmis lög og þingsályktanir sem varða íslenskt mál. Íslensk málnefnd hefur starfað vel að margháttuðum undirbúningi sem tengist þessari vinnu. Í lögum þessum og samþykktum er meðal annars lögð áhersla á kennslu íslensku sem móðurmáls á öllum skólastigum. Afar misjafnt er hvernig við hefur verið brugðist í skólum landsins. Hvers vegna er tregða að bregðast við eindregnum vilja opinberra aðila þegar viðfangsefnið er íslensk tunga? Ekki fór mikið fyrir umræðum um VII. kafla í lögum um Stjórnarráð Íslands (nr. 115/2011, samþykkt 17. september, lögin tóku gildi 23. september). Þar er meðal annars sagt að „Forsætisráðherra mót[i] Stjórnarráðinu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd“. Enn fremur segir að „[m]ál það sem notað er í starfsemi Stjórnarráðsins eða á vegum þess skal vera vandað, einfalt og skýrt“. Í lögunum er gerð krafa um vandaða málnotkun og málstefna skal vera til. Íslensk málnefnd sendi frá sér tillögur að íslenskri málstefnu í ritinu „Íslensku til alls“ árið 2008. Tillögur þessar voru samþykktar einróma sem þingsályktun á Alþingi 12. mars 2009 (þskj. 699). Meginefnið er þetta: „Þingsályktun um íslenska málstefnu. Alþingi ályktar að samþykkja tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu sem opinbera stefnu í málefnum íslenskrar tungu.“ Þar með varð í fyrsta skipti í sögunni til íslensk málstefna. Alþingi lét ekki þar við sitja. 7. júní 2011 voru samþykkt Lög um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls (nr. 61/2011). Fleira mætti nefna þar sem fram kemur eindreginn vilji stjórnvalda, til dæmis um aukinn hlut íslensku í kennslu í grunnskóla (kemur fram í viðmiðunarstundaskrá) og áhyggjur af stöðu íslensku í skólakerfinu, ekki hvað síst í menntun kennara. Hverjum sem fylgst hefur með umræðu um íslenskt mál hér á landi og umræðu um móðurmál og móðurmálskennslu í nágrannalöndum hefur brugðið þegar hann áttar sig á hve víða er að finna afar tregan vilja til þess að fara eftir því sem ætlast er til af stjórnvöldum. Svo gæti virst sem ekki dugi að setja lög, að Alþingi samþykki þingsályktun, að Íslensk málnefnd lýsi yfir stefnu í lögbundum ársskýrslum, að mennta- og menningarmálaráðherra sendi stærstu kennaramenntunarstofnun bréf þar sem minnt er á íslenska málstefnu og þótt háskólakennarar fari í bréfum fram á að tekið verði tillit til þess vilja sem hér hefur verið lýst. Hvers vegna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Alþingi hefur gengið ötullega fram í að samþykkja ýmis lög og þingsályktanir sem varða íslenskt mál. Íslensk málnefnd hefur starfað vel að margháttuðum undirbúningi sem tengist þessari vinnu. Í lögum þessum og samþykktum er meðal annars lögð áhersla á kennslu íslensku sem móðurmáls á öllum skólastigum. Afar misjafnt er hvernig við hefur verið brugðist í skólum landsins. Hvers vegna er tregða að bregðast við eindregnum vilja opinberra aðila þegar viðfangsefnið er íslensk tunga? Ekki fór mikið fyrir umræðum um VII. kafla í lögum um Stjórnarráð Íslands (nr. 115/2011, samþykkt 17. september, lögin tóku gildi 23. september). Þar er meðal annars sagt að „Forsætisráðherra mót[i] Stjórnarráðinu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd“. Enn fremur segir að „[m]ál það sem notað er í starfsemi Stjórnarráðsins eða á vegum þess skal vera vandað, einfalt og skýrt“. Í lögunum er gerð krafa um vandaða málnotkun og málstefna skal vera til. Íslensk málnefnd sendi frá sér tillögur að íslenskri málstefnu í ritinu „Íslensku til alls“ árið 2008. Tillögur þessar voru samþykktar einróma sem þingsályktun á Alþingi 12. mars 2009 (þskj. 699). Meginefnið er þetta: „Þingsályktun um íslenska málstefnu. Alþingi ályktar að samþykkja tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu sem opinbera stefnu í málefnum íslenskrar tungu.“ Þar með varð í fyrsta skipti í sögunni til íslensk málstefna. Alþingi lét ekki þar við sitja. 7. júní 2011 voru samþykkt Lög um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls (nr. 61/2011). Fleira mætti nefna þar sem fram kemur eindreginn vilji stjórnvalda, til dæmis um aukinn hlut íslensku í kennslu í grunnskóla (kemur fram í viðmiðunarstundaskrá) og áhyggjur af stöðu íslensku í skólakerfinu, ekki hvað síst í menntun kennara. Hverjum sem fylgst hefur með umræðu um íslenskt mál hér á landi og umræðu um móðurmál og móðurmálskennslu í nágrannalöndum hefur brugðið þegar hann áttar sig á hve víða er að finna afar tregan vilja til þess að fara eftir því sem ætlast er til af stjórnvöldum. Svo gæti virst sem ekki dugi að setja lög, að Alþingi samþykki þingsályktun, að Íslensk málnefnd lýsi yfir stefnu í lögbundum ársskýrslum, að mennta- og menningarmálaráðherra sendi stærstu kennaramenntunarstofnun bréf þar sem minnt er á íslenska málstefnu og þótt háskólakennarar fari í bréfum fram á að tekið verði tillit til þess vilja sem hér hefur verið lýst. Hvers vegna?
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar