Tregur vilji Sigurður Konráðsson skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Alþingi hefur gengið ötullega fram í að samþykkja ýmis lög og þingsályktanir sem varða íslenskt mál. Íslensk málnefnd hefur starfað vel að margháttuðum undirbúningi sem tengist þessari vinnu. Í lögum þessum og samþykktum er meðal annars lögð áhersla á kennslu íslensku sem móðurmáls á öllum skólastigum. Afar misjafnt er hvernig við hefur verið brugðist í skólum landsins. Hvers vegna er tregða að bregðast við eindregnum vilja opinberra aðila þegar viðfangsefnið er íslensk tunga? Ekki fór mikið fyrir umræðum um VII. kafla í lögum um Stjórnarráð Íslands (nr. 115/2011, samþykkt 17. september, lögin tóku gildi 23. september). Þar er meðal annars sagt að „Forsætisráðherra mót[i] Stjórnarráðinu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd“. Enn fremur segir að „[m]ál það sem notað er í starfsemi Stjórnarráðsins eða á vegum þess skal vera vandað, einfalt og skýrt“. Í lögunum er gerð krafa um vandaða málnotkun og málstefna skal vera til. Íslensk málnefnd sendi frá sér tillögur að íslenskri málstefnu í ritinu „Íslensku til alls“ árið 2008. Tillögur þessar voru samþykktar einróma sem þingsályktun á Alþingi 12. mars 2009 (þskj. 699). Meginefnið er þetta: „Þingsályktun um íslenska málstefnu. Alþingi ályktar að samþykkja tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu sem opinbera stefnu í málefnum íslenskrar tungu.“ Þar með varð í fyrsta skipti í sögunni til íslensk málstefna. Alþingi lét ekki þar við sitja. 7. júní 2011 voru samþykkt Lög um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls (nr. 61/2011). Fleira mætti nefna þar sem fram kemur eindreginn vilji stjórnvalda, til dæmis um aukinn hlut íslensku í kennslu í grunnskóla (kemur fram í viðmiðunarstundaskrá) og áhyggjur af stöðu íslensku í skólakerfinu, ekki hvað síst í menntun kennara. Hverjum sem fylgst hefur með umræðu um íslenskt mál hér á landi og umræðu um móðurmál og móðurmálskennslu í nágrannalöndum hefur brugðið þegar hann áttar sig á hve víða er að finna afar tregan vilja til þess að fara eftir því sem ætlast er til af stjórnvöldum. Svo gæti virst sem ekki dugi að setja lög, að Alþingi samþykki þingsályktun, að Íslensk málnefnd lýsi yfir stefnu í lögbundum ársskýrslum, að mennta- og menningarmálaráðherra sendi stærstu kennaramenntunarstofnun bréf þar sem minnt er á íslenska málstefnu og þótt háskólakennarar fari í bréfum fram á að tekið verði tillit til þess vilja sem hér hefur verið lýst. Hvers vegna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur gengið ötullega fram í að samþykkja ýmis lög og þingsályktanir sem varða íslenskt mál. Íslensk málnefnd hefur starfað vel að margháttuðum undirbúningi sem tengist þessari vinnu. Í lögum þessum og samþykktum er meðal annars lögð áhersla á kennslu íslensku sem móðurmáls á öllum skólastigum. Afar misjafnt er hvernig við hefur verið brugðist í skólum landsins. Hvers vegna er tregða að bregðast við eindregnum vilja opinberra aðila þegar viðfangsefnið er íslensk tunga? Ekki fór mikið fyrir umræðum um VII. kafla í lögum um Stjórnarráð Íslands (nr. 115/2011, samþykkt 17. september, lögin tóku gildi 23. september). Þar er meðal annars sagt að „Forsætisráðherra mót[i] Stjórnarráðinu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd“. Enn fremur segir að „[m]ál það sem notað er í starfsemi Stjórnarráðsins eða á vegum þess skal vera vandað, einfalt og skýrt“. Í lögunum er gerð krafa um vandaða málnotkun og málstefna skal vera til. Íslensk málnefnd sendi frá sér tillögur að íslenskri málstefnu í ritinu „Íslensku til alls“ árið 2008. Tillögur þessar voru samþykktar einróma sem þingsályktun á Alþingi 12. mars 2009 (þskj. 699). Meginefnið er þetta: „Þingsályktun um íslenska málstefnu. Alþingi ályktar að samþykkja tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu sem opinbera stefnu í málefnum íslenskrar tungu.“ Þar með varð í fyrsta skipti í sögunni til íslensk málstefna. Alþingi lét ekki þar við sitja. 7. júní 2011 voru samþykkt Lög um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls (nr. 61/2011). Fleira mætti nefna þar sem fram kemur eindreginn vilji stjórnvalda, til dæmis um aukinn hlut íslensku í kennslu í grunnskóla (kemur fram í viðmiðunarstundaskrá) og áhyggjur af stöðu íslensku í skólakerfinu, ekki hvað síst í menntun kennara. Hverjum sem fylgst hefur með umræðu um íslenskt mál hér á landi og umræðu um móðurmál og móðurmálskennslu í nágrannalöndum hefur brugðið þegar hann áttar sig á hve víða er að finna afar tregan vilja til þess að fara eftir því sem ætlast er til af stjórnvöldum. Svo gæti virst sem ekki dugi að setja lög, að Alþingi samþykki þingsályktun, að Íslensk málnefnd lýsi yfir stefnu í lögbundum ársskýrslum, að mennta- og menningarmálaráðherra sendi stærstu kennaramenntunarstofnun bréf þar sem minnt er á íslenska málstefnu og þótt háskólakennarar fari í bréfum fram á að tekið verði tillit til þess vilja sem hér hefur verið lýst. Hvers vegna?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun