Fleiri fréttir

Við gerum of lítið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið segir frá því í dag að formaður flóttamannanefndar velferðarráðuneytisins, Íris Björg Kristjánsdóttir, vonist til að hægt verði að taka á móti flóttafólki á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, svokölluðum kvótaflóttamönnum, á næsta ári. Þó sé óvíst að fjárveitingar fáist til þess.

Tregur vilji

Sigurður Konráðsson skrifar

Alþingi hefur gengið ötullega fram í að samþykkja ýmis lög og þingsályktanir sem varða íslenskt mál. Íslensk málnefnd hefur starfað vel að margháttuðum undirbúningi sem tengist þessari vinnu. Í lögum þessum og samþykktum er meðal annars lögð áhersla á kennslu íslensku sem móðurmáls á öllum skólastigum. Afar misjafnt er hvernig við hefur verið brugðist í skólum landsins. Hvers vegna er tregða að bregðast við eindregnum vilja opinberra aðila þegar viðfangsefnið er íslensk tunga?

Lambið hinsta fylgist með þér

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Ég var í sveit sem barn. Ég fór í sauðburð á hverju vori, dró að mér anganina af lífinu að kvikna, lék við litlu lömbin smá... og át þau síðan með uppstúf og rauðkáli á jólunum. Afi minn gerði heimsins besta hangikjöt og honum þótti sjálfsagt að láta uppruna þess getið, enda stoltur af sínu fé og sínu kjöti þannig að ég þekkti jólamatinn alltaf persónulega.

Dýr sparnaður

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir.

Áskoranir höfuðborgarsvæðisins næstu 20 árin

Árið 1991 voru Íslendingar 255 þúsund talsins og þar af bjuggu um 149 þúsund á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi) eða um 58% íbúa landsins. Tuttugu árum síðar, eða í ársbyrjun 2011, bjuggu um 318 þúsund íbúar á Íslandi og þar af bjuggu um 201 þúsund íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða um 63%. Landsmönnum fjölgaði um 24% á þessum tuttugu árum. Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 52 þúsund á þessum tuttugu árum en íbúum annars staðar á landinu fjölgaði um 10 þúsund.

Nýtt vinstriafl - án allra öfga

Kristján Guðlaugsson skrifar

Það mikilvægasta sem maðurinn hefur uppskorið í baráttu sinni fyrir betra lífi á síðustu öldum er borgaralegt þingræði. Öfgafullar stefnur síðustu aldar, kommúnisminn og ofstækisfull hægristefna, hafa hver á sinn hátt grafið undan þingræðinu. Það er kominn tími til að skapa öfluga vinstrihreyfingu sem afneitar ríkistrúnni og byggir á sönnum gildum þingræðis og lýðræðis. Þess vegna fagna ég hugrekki og framsýni Lilju Mósesdóttur.

Matur handa öllum

Áslaug Helgadóttir skrifar

Framleiða þarf helmingi meiri mat í heiminum á næstu 50 árum en nú er gert. Fólksfjölgun er ör og sífellt fleiri vilja borða jafn vel og Vesturlandabúar hafa tamið sér. Þetta verður að gera án þess að ganga frekar á gæði jarðarinnar. Það þarf að auka framleiðni verulega á sama tíma og margt bendir til þess að skilyrði muni versna á stórum landssvæðum vegna loftslagsbreytinga. Staðan er ekki vonlaus – langt í frá. Nú sem endranær er best að treysta á hugvitið og velja árangursríkustu leiðirnar að settu marki.

Minningar og meðferð

Kristinn Jens Sigurþórsson skrifar

Ellefu þjóðkirkjuprestar senda mér kveðju sína hér í Fréttablaðinu á laugardaginn. Eru þar á ferðinni kærir kollegar. Finnst þeim miður hvernig ég í greininni „Bældar minningar á brauðfótum?“ fjallaði um Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og bók hennar, „Ekki líta undan.“ Gera þeir þrenns konar athugasemdir við skrif mín og kalla eftir veigamiklum ástæðum og gildum rökum fyrir þeim.

Frægðin að utan

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn?

Hagkvæmara að gefa

Eygló Harðardóttir skrifar

Fyrir hrun trúðu margir á sýnina um að sífellt væri hægt að stækka kökuna með því að ýta undir græðgi einstaklinganna. Þetta endurspeglaðist í að skattaívilnanir stjórnvalda beindust m.a. fyrst og fremst að fyrirtækjum sem voru á markaði í hagnaðarskyni.

Hvers virði ert þú?

Birgir Örn Guðjónsson skrifar

Hvernig getur það verið fjarlægur draumur fyrir fjögurra manna fjölskyldu á Íslandi að eignast hús með garði? Það þarf ekki að vera einbýlishús, heldur bara hús þar sem börnin hafa sitt eigið herbergi og geta farið út í garð að leika sér. Ég á mér þennan draum.

Peningar í vinnu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Skráning smásölufyrirtækisins Haga í Kauphöllina – og fleiri fyrirtækja sem stefna á að sigla í kjölfarið eins og sagt var frá í fréttum Fréttablaðsins í gær – er mikilvægt skref í endurreisn íslenzks efnahagslífs.

Gósentíð og kreppa

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Hefur á nýlegum tíma verið annar eins jarðvegur fyrir nýjar hugmyndir um efnahagslíf og stjórnmál? Og það á heimsvísu. Vestan megin á jörðinni ríkir efnahagskreppa vegna bankaheims sem gekk af göflunum og ærði fólk með sér. Henni fylgir djúpt og almennt vantraust á allar aðferðir síðustu ára við efnahagslegan rekstur og pólitíska stjórn þjóðfélaga. Og algert virðingarleysi fyrir kennivaldi þeirra sem sitja í háum söðlum.

Ég drep þig eftir þrjá daga

Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar

Hvernig gerist það að maður er á flótta og fer á milli landa á fölsuðum skilríkjum? Til dæmis svona: Það geisar stríð, ringulreiðin er algjör, hættur allt í kring. Hér getið hvorki þið né börnin ykkar verið. En úps, skilríkin ykkar hafa glatast í öllu saman. Varasamt getur líka verið að segja rétt nafn, auk þess sem þjóðerni ykkar gæti orðið til þess að þið yrðuð stoppuð samstundis á landamærum.

Til varnar stjórnmálum

Hjálmar Sveinsson skrifar

Það er afar vinsælt nú um stundir að úthúða stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum. Fyrir því er reyndar löng hefð, en síðustu misserin hefur andúðin náð áður óþekktum hæðum. Það er eins og búið sé að gefa skotleyfi á stjórnmálamenn og þeir virðast frekar varnarlausir. Sá siður hefur til að mynda fest sig í sessi að hrópa ókvæðisorð að íslenskum alþingismönnum á leið sinni úr Dómkirkjunni í Alþingishúsið og grýta í þá eggjum.

Hvað er félagsmiðstöð?

Í flestum sveitarfélögum landsins er að finna félagsmiðstöð sem heldur úti félagsstarfi fyrir börn og unglinga. Þó að almennt þyki sjálfsagt að halda úti félagsmiðstöð í hverju bæjarfélagi þá ber oft ekki mikið á því starfi sem fer þar fram og vitneskja almennings um starfið og eðli þess oft af skornum skammti. Innan veggja félagsmiðstöðva út um allt land má finna fjölbreytt og blómlegt starf sem stuðlar að auknum félagsþroska hjá því unga fólki sem erfa mun þetta land.

Er þetta það sem við viljum?

Karen Eiríksdóttir skrifar

Heldur voru það kaldar kveðjur, sem starfsfólk líknardeildar Landakotsspítala fékk frá yfirvöldum daginn eftir að það sat stolt að undirbúningi tíu ára afmælis deildarinnar. Mikill hugur var í fólki að gera kynningu á deildinni sem best úr garði og segja frá hinu góða starfi sem þar hefur verið unnið með fagmennsku, metnað og hlýju að leiðarljósi. Nú er hins vegar komið að því! Ráðist er að þjónustu við aldraða á líknandi meðferð.

Vanræksla stjórnvalda í forvarnamálum!

Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar

Nú berast fréttir af því að við Íslendingar séum orðin næst feitasta þjóð heims! Þetta eru sorglegar fréttir, sérstaklega þar sem þessi þróun hefur verið fyrirséð í langan tíma. Í ljósi þess setti ég sem ráðherra heilbrigðismála forvarnir í forgang. Ég fékk til liðs við mig fólk með yfirburðaþekkingu á sviðinu; Dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, sem nú starfar sem prófessor við Columbia háskóla í New York, og Héðin Unnsteinsson, sem starfað hafði að stefnumótun hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um árabil. Byggt á nýjustu rannsóknum og í samráði við fjölmarga fagaðila á sviði forvarnamála, settu þau saman heildstæða stefnu sem tekur til hreyfingar, vímuvarna og geðverndar.

Umrót í Evrópu

Einar Benediktsson skrifar

Í málefnum Evrópusambandsins hefur flest annað horfið í skuggann af pólitískum ágreiningi um hvernig leysa skuli skuldavanda evruríkja sem hafa sýnt slakastan árangur um að fylgja settum reglum. Fréttir fjölmiðla okkar um evrukrísuna eru oftast hinar válegustu þrátt fyrir að á ráðherrafundum evruríkjanna í ESB hafi þokað í rétta átt í aðgerðum fyrir Grikkland og aðþrengda banka.

Brugðist við óvæntum sveiflum í rjúpnastofninum

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, birtir grein í Morgunblaðinu 31. október sl., þar sem hann gagnrýnir ákvörðun umhverfisráðherra um rjúpnaveiðar þetta árið. Ég harma þann misskilning sem mér finnst örla á hjá Elvari og vil því fara yfir aðdraganda ákvörðunar um rjúpnaveiðar þetta árið. Það skiptir miklu máli að traust ríki á milli stjórnvalda og veiðimanna í þessum efnum.

15 milljarða króna gjöf ríkisins

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Fréttablaðið birti á forsíðu sinni frétt um mikil uppgrip í uppsjávarveiðum. Veiðar á makríl, síld og loðnu munu væntanlega skila um 75 milljörðum kr. í þjóðarbúið. Það eru góðar fréttir fyrir marga, en sérstaklega fyrir útgerðina sem græðir á tá og fingri um þessar mundir. Það gæti líka verið sérstaklega góðar fréttir fyrir ríkissjóð, en eru það ekki.

Meðferðarfulltrúinn Krugman

Hafsteinn Hauksson skrifar

Ég þekki engan alkahólista sem hefur ákveðið að takast á við drykkjuvandann með því að drekka sjaldnar og minna í hvert skipti - ef hann gæti það, þá væri hann ekki alkahólisti.

Frjáls för, fáfræði og fordómar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sú staðreynd að pólskir ríkisborgarar rændu skartgripabúð hefur komið af stað einkennilegri umræðu um þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu, sem kveður á um afnám vegabréfaeftirlits og frjálsa för milli aðildarríkjanna.

Er Kleppur barn síns tíma?

Halldóra Jónsdóttir skrifar

Geðsjúkdómar eins og geðklofi, geðhvörf og langvinnt þunglyndi eru algengari en flestir gera sér grein fyrir og hafa oft mikla fötlun í för með sér. Ýmsir þættir eins og fíkniefnaneysla, líkamlegir sjúkdómar og þroskaraskanir geta haft áhrif á gang og horfur þessara sjúkdóma. Alvarlegir geðsjúkdómar hafa áhrif á alla þætti lífsins og geta dregið verulega úr færni til athafna daglegs lífs, félagslegra samskipta og getu til náms eða vinnu. Aðstandendur standa oft ráðþrota gagnvart vanlíðan ástvinar síns og sjúkdómurinn verður þung byrði fyrir fjölskylduna að bera. Til að bæta gráu ofan á svart mæta einstaklingar með þessi alvarlegu veikindi því miður oft fordómum og einangrast frá vinum, kunningjum og jafnvel fjölskyldu.

Ferming hvað?

Bjarni Gíslason skrifar

Það er sjálfsagt misjafnt hvað fólk hugsar um þegar það hugsar um fermingu. Sumir hafa þá skoðun að börnin sem láti ferma sig hugsi bara um gjafirnar og meini eiginlega ekkert með þessu. Ég tel að þetta séu fordómar sem eigi ekki við rök að styðjast. Ég hef bara of mikil samskipti við fermingarbörn og starfsmenn kirkjunnar sem sinna fermingarfræðslu til að taka mark á slíkri fullyrðingu.

Sameinuðu þjóðirnar standa sig

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) samþykkti í gær aðild Palestínu að stofnuninni. Fjöldi ríkja, þar með talið Ísland, lét hótanir Bandaríkjanna um að hætta fjárstuðningi við stofnunina ekki á sig fá og samþykkti aðild Palestínu. Vonandi slær þetta tóninn fyrir afgreiðslu á umsókn Palestínu um aðild að sjálfum Sameinuðu þjóðunum.

Áherslur á Norðurlandaráðsþingi

Helgi Hjörvar skrifar

Í dag er 63. þing Norðurlandaráðs sett í Kaupmannahöfn. Á þinginu eru tekin fyrir mál sem snerta beint hagsmuni Íslendinga. Það er því ánægjulegt að stuðningur Íslendinga við norrænt samstarf mælist endurtekið mikill.

Að loknum landsfundi Samfylkingarinnar

Jón Kr. Óskarsson skrifar

Landsþing 60+ lýsir þeim vilja sínum, að í áföngum verði afnumin skerðing tryggingabóta almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Fundurinn er þeirrar skoðunar, að greiðslur úr lífeyrissjóðum til lífeyrisþega eigi að vera viðbót við lífeyri frá almannatryggingum.

Sannleikurinn

Hanna Pálsdóttir skrifar

Mér brá verulega þegar ég horfði á fréttirnar á RÚV á sunnudagskvöldið og sá stutt brot úr ræðu Karls biskups, sem hann flutti í Hallgrímskirkju þá um morguninn, vegna 25 ára vígsluafmælis Hallgrímskirkju. Mér brá vegna þess að ég var í kirkjunni og hlustaði á ræðuna, sem mér þótti frábærlega góð. Þetta brot úr ræðunni, sem sýnt var í umræddum fréttum, gaf litla hugmynd um inntak ræðunnar í heild.

Skylmingar með orðum

Ómar Ragnarsson skrifar

Um aldir hafa verið stundaðar svonefndar bardagaíþróttir. Sumar þeirra eru huglægar eins og til dæmis skák, þar sem aðgerðir á skákborðinu miða að því að drepa menn. Í skylmingum æfa menn sig í því að sýna fram á hvernig þeir geti rekið hver annan á hol, í íslenskri glímu er tilgangurinn að fella menn til jarðar og í júdói m.a. að „hengja“ menn. Í engri af fyrrgreindum íþróttum er litið á athæfið sem saknæmt ofbeldi.

Þú skalt ekki listar njóta!

Kolbrún Halldórsdóttir skrifar

Nú liggur fjárlagafrumvarp ársins 2012 fyrir Alþingi og víða er rýnt í boðskap þess. Ekki er óalgengt að spjótum sé beint að listum og menningu þegar gagnrýnt er með hvaða hætti opinberu fé er varið. Listafólki eru því töm á tungu rökin, sem réttlæta opinberar fjárveitingar til menningar og lista.

Tiltektariðnaður

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Eftir bankahrun þurfti að ráðast í stórkostlega tiltekt á Íslandi. Það þurfti að endurskipuleggja efnahagsstjórnina, fjármálakerfið, atvinnulífið og heimilin. Margir hafa unnið við þessa tiltekt. Til varð nokkurs konar tiltektariðnaður. Enginn velkist í vafa um mikilvægi þess að koma föllnu kerfi aftur á fætur. Margir hafa hins vegar efast um að þeir sem sinna endurskipulagningunni hafi einhvern hvata til að ljúka henni.

Er lögreglu heimilt að hlera samtöl fólks án vitundar þess?

Róbert Spanó skrifar

Í nýlegu svari innanríkisráðherra á Alþingi kom fram að á árinu 2009 hefðu 173 úrskurðir til símhlerana verið kveðnir upp, einum færri á síðasta ári og 73 úrskurðir það sem af er þessu ári. Á árinu 2010 hefði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérstakur saksóknari fengið heimild til símhlerana í 72 tilvikum hvor, þ.e. samtals 144 heimildir. Ekki lægi fyrir á þessu stigi í hversu mörgum tilvikum kröfum lögreglu um símhleranir hefði verið hafnað.

Sjá næstu 50 greinar