Þú skalt ekki listar njóta! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 1. nóvember 2011 06:00 Nú liggur fjárlagafrumvarp ársins 2012 fyrir Alþingi og víða er rýnt í boðskap þess. Ekki er óalgengt að spjótum sé beint að listum og menningu þegar gagnrýnt er með hvaða hætti opinberu fé er varið. Listafólki eru því töm á tungu rökin, sem réttlæta opinberar fjárveitingar til menningar og lista. Þar vega að sjálfsögðu þyngst rökin um eigið gildi lista og menningar, en upp á síðkastið hafa komið fram tölulegar upplýsingar sem skipta líka máli. Hagræn áhrif lista og menningar eru umtalsverð og ljóst að ríkissjóður fær hverja krónu sem lögð er til listrænnar sköpunar aftur til baka og sumar fimm sinnum. Hugmyndin um verkfall listafólks hefur oft skotið upp kollinum, til að leggja áherslu á gildi lista og menningar, en slík aðgerð er flókin og jafnvel óframkvæmanleg. Nú hefur hugmyndin verið einfölduð og í stað þess að listafólk fari í verkfall í einn dag er því beint til hvers og eins okkar að við hugleiðum hversu stóran þátt listir eiga í okkar daglega lífi, hversu víða þær eru í okkar nánasta umhverfi og hversu fátæklegt lífið væri án þeirra. Þetta getum við gert með því að takmarka eigin aðgang að listum og listrænum upplifunum. Til hægðarauka hafa verið útbúin 15 boðorð, sem hægt er að fylgja til að forðast allar listir í dag. Boðorðin eru aðgengileg víða á vefnum og hvetja þau fólk til að hlusta ekki á tónlist, fara ekki í bíó, sækja ekki listasöfn, lesa ekki bókmenntir, horfa ekki á byggingar hannaðar af arkitektum og þar fram eftir götunum. Með sameinuðu átaki og táknrænum gjörningum, sem víðast um landið, er ætlunin að koma boðorðum listalausa dagsins til skila til þjóðarinnar. Allt í þeim tilgangi að skapa umræðu um umhverfi okkar án lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Nú liggur fjárlagafrumvarp ársins 2012 fyrir Alþingi og víða er rýnt í boðskap þess. Ekki er óalgengt að spjótum sé beint að listum og menningu þegar gagnrýnt er með hvaða hætti opinberu fé er varið. Listafólki eru því töm á tungu rökin, sem réttlæta opinberar fjárveitingar til menningar og lista. Þar vega að sjálfsögðu þyngst rökin um eigið gildi lista og menningar, en upp á síðkastið hafa komið fram tölulegar upplýsingar sem skipta líka máli. Hagræn áhrif lista og menningar eru umtalsverð og ljóst að ríkissjóður fær hverja krónu sem lögð er til listrænnar sköpunar aftur til baka og sumar fimm sinnum. Hugmyndin um verkfall listafólks hefur oft skotið upp kollinum, til að leggja áherslu á gildi lista og menningar, en slík aðgerð er flókin og jafnvel óframkvæmanleg. Nú hefur hugmyndin verið einfölduð og í stað þess að listafólk fari í verkfall í einn dag er því beint til hvers og eins okkar að við hugleiðum hversu stóran þátt listir eiga í okkar daglega lífi, hversu víða þær eru í okkar nánasta umhverfi og hversu fátæklegt lífið væri án þeirra. Þetta getum við gert með því að takmarka eigin aðgang að listum og listrænum upplifunum. Til hægðarauka hafa verið útbúin 15 boðorð, sem hægt er að fylgja til að forðast allar listir í dag. Boðorðin eru aðgengileg víða á vefnum og hvetja þau fólk til að hlusta ekki á tónlist, fara ekki í bíó, sækja ekki listasöfn, lesa ekki bókmenntir, horfa ekki á byggingar hannaðar af arkitektum og þar fram eftir götunum. Með sameinuðu átaki og táknrænum gjörningum, sem víðast um landið, er ætlunin að koma boðorðum listalausa dagsins til skila til þjóðarinnar. Allt í þeim tilgangi að skapa umræðu um umhverfi okkar án lista.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar