Meðferðarfulltrúinn Krugman Hafsteinn Hauksson skrifar 2. nóvember 2011 09:00 Ég þekki engan alkahólista sem hefur ákveðið að takast á við drykkjuvandann með því að drekka sjaldnar og minna í hvert skipti - ef hann gæti það, þá væri hann ekki alkahólisti. Það er ástæðan fyrir því að engin meðferðarstofnun reynir að hjálpa drykkjumönnum að ná stjórn á drykkjunni, heldur að hætta henni alveg. Meðferðarfulltrúi sem teldi að einhver annar vegur væri drykkjusjúklingi fær myndi ekki halda starfi sínu lengi. Þrátt fyrir það stóð einn meðferðarfulltrúi í sínu fagi frammi fyrir íslensku þjóðinni í síðustu viku og veitti henni nákvæmlega slík ráð. Það var nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman. Betri stefna Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 viðurkenndi hann að Íslendingar hefðu vissulega slæma reynslu af því að fara sjálfir með peningamálastjórn í landinu, en svarið væri ekki það að huga að upptöku annars gjaldmiðils, heldur að hafa bara betri peningamálastefnu. Jahá. Flóknara er það ekki! Hvað hélt Nóbelsverðlaunahafinn eiginlega að þeir sem efast um krónuna sem heppilegan gjaldmiðil væru ósáttir við? Myndirnar og litavalið á peningaseðlunum? Auðvitað er vandinn sá að umgjörð og stjórntæki peningastefnunnar glíma við fjölda kerfislægra galla sem hafa komið bersýnilega í ljós á síðustu árum, auk þess sem mikið hefur skort á bæði aga og skynsemi við beitingu þeirra í gegnum tíðina. Og gallarnir eru of djúpstæðir til að hægt sé að laga þá bara með því að vilja það, auk þess sem lítill vilji virðist yfir höfuð standa til þess. Að veita þjóð sem hefur hvorki getað haldið verðlagi né gengi gjaldmiðils síns stöðugu í meira en nokkur ár í senn síðustu 90 árin, ekki einu sinni undir fastgengisstefnu, þau ráð að hún þurfi bara betri peningamálastjórn er álíka gagnlegt og að veita alkahólista þau ráð að hann þurfi bara að drekka sjaldnar og minna í hvert skipti. Ef málið væri svo einfalt, þá væri enginn vandi til staðar til að byrja með.Upphaf umræðunnar, ekki endalok Paul Krugman er frábær hagfræðingur, sem hafði margt skynsamlegt til málanna að leggja þann stutta tíma sem hann dvaldist á landinu. Hann vakti upp mikilvægar og aðkallandi spurningar um framtíðarskipan peningamála á Íslandi, sem raunar er að mati undirritaðs það mikilvægasta sem Íslendingar þurfa að taka ákvörðun um eftir hrun fjármálakerfisins. En þau einfeldningslegu ráð sem Krugman veitti Íslendingum þar um afhjúpuðu þá staðreynd að orð hans ættu að marka upphafið að umræðunni, ekki endalok hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Ég þekki engan alkahólista sem hefur ákveðið að takast á við drykkjuvandann með því að drekka sjaldnar og minna í hvert skipti - ef hann gæti það, þá væri hann ekki alkahólisti. Það er ástæðan fyrir því að engin meðferðarstofnun reynir að hjálpa drykkjumönnum að ná stjórn á drykkjunni, heldur að hætta henni alveg. Meðferðarfulltrúi sem teldi að einhver annar vegur væri drykkjusjúklingi fær myndi ekki halda starfi sínu lengi. Þrátt fyrir það stóð einn meðferðarfulltrúi í sínu fagi frammi fyrir íslensku þjóðinni í síðustu viku og veitti henni nákvæmlega slík ráð. Það var nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman. Betri stefna Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 viðurkenndi hann að Íslendingar hefðu vissulega slæma reynslu af því að fara sjálfir með peningamálastjórn í landinu, en svarið væri ekki það að huga að upptöku annars gjaldmiðils, heldur að hafa bara betri peningamálastefnu. Jahá. Flóknara er það ekki! Hvað hélt Nóbelsverðlaunahafinn eiginlega að þeir sem efast um krónuna sem heppilegan gjaldmiðil væru ósáttir við? Myndirnar og litavalið á peningaseðlunum? Auðvitað er vandinn sá að umgjörð og stjórntæki peningastefnunnar glíma við fjölda kerfislægra galla sem hafa komið bersýnilega í ljós á síðustu árum, auk þess sem mikið hefur skort á bæði aga og skynsemi við beitingu þeirra í gegnum tíðina. Og gallarnir eru of djúpstæðir til að hægt sé að laga þá bara með því að vilja það, auk þess sem lítill vilji virðist yfir höfuð standa til þess. Að veita þjóð sem hefur hvorki getað haldið verðlagi né gengi gjaldmiðils síns stöðugu í meira en nokkur ár í senn síðustu 90 árin, ekki einu sinni undir fastgengisstefnu, þau ráð að hún þurfi bara betri peningamálastjórn er álíka gagnlegt og að veita alkahólista þau ráð að hann þurfi bara að drekka sjaldnar og minna í hvert skipti. Ef málið væri svo einfalt, þá væri enginn vandi til staðar til að byrja með.Upphaf umræðunnar, ekki endalok Paul Krugman er frábær hagfræðingur, sem hafði margt skynsamlegt til málanna að leggja þann stutta tíma sem hann dvaldist á landinu. Hann vakti upp mikilvægar og aðkallandi spurningar um framtíðarskipan peningamála á Íslandi, sem raunar er að mati undirritaðs það mikilvægasta sem Íslendingar þurfa að taka ákvörðun um eftir hrun fjármálakerfisins. En þau einfeldningslegu ráð sem Krugman veitti Íslendingum þar um afhjúpuðu þá staðreynd að orð hans ættu að marka upphafið að umræðunni, ekki endalok hennar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun