Er þetta það sem við viljum? Karen Eiríksdóttir skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Heldur voru það kaldar kveðjur, sem starfsfólk líknardeildar Landakotsspítala fékk frá yfirvöldum daginn eftir að það sat stolt að undirbúningi tíu ára afmælis deildarinnar. Mikill hugur var í fólki að gera kynningu á deildinni sem best úr garði og segja frá hinu góða starfi sem þar hefur verið unnið með fagmennsku, metnað og hlýju að leiðarljósi. Nú er hins vegar komið að því! Ráðist er að þjónustu við aldraða á líknandi meðferð. Það hefur verið stórkostlegt að fá að vinna við að hjúkra þessum aldurshópi á síðustu ævidögum fólks. Maður taldi víst að þessi þjónusta fengi að vera í friði, en enn og aftur er ráðist að varnarlausum öldungum, ekki einungis fjölveikum með illvíga sjúkdóma, þrotnum að líkamlegum kröftum, heldur jafnframt með misdjúp sár á sál eftir ýmiss konar missi á langri ævi. Síðan þetta fallega og virðulega hús, Landakotsspítali, var alfarið tekið í þjónustu aldraðra, hefur manni virst mikil sátt hafa verið í þjóðfélaginu með þá þjónustu sem þar hefur verið veitt, og hafa margir hrósað yfirvöldum fyrir þá ákvörðun á sínum tíma. Á undanförnum árum hefur hins vegar sífellt verið gengið á þá þjónustu, sem fyrr var veitt í húsinu. Rætt er um að sameina eigi þær líknardeildir, sem starfræktar eru innan LSH. Hvað þýðir sú sameining í raun? Ákveðið hefur verið að flytja líknardeild Landakotsspítala í Kópavog, þ.e.a.s. loka líknardeild aldraðra á Landakoti. Þar með er óhjákvæmilega verið að rýra þjónustuna við aldraða. Undanfarin tvö sumur hafa þessar tvær líknardeildir verið samreknar í Kópavogi. Reynsla er nú fengin á hvað því viðvíkur að reka saman þessi tvö hjúkrunarsvið, annars vegar almenna líknardeild og hins vegar líknardeild fyrir aldraða. Allir hafi verið af vilja gerðir að láta þessa tilraun ganga sem best upp og viljað taka þátt í þeim niðurskurði sem öll þjóðin hefur þurft að ganga í gegnum. Fullyrða má að báðar þessar líknardeildir veita ómetanlega þjónustu, en um er að ræða tvo mismunandi aldurshópa með mismunandi þarfir. Húsið í Kópavogi er að mínu mati mjög þröngt, og erfitt er að koma þar við ýmsum stórum hjálpartækjum sem beita þarf við þunga sjúklinga sem lítið eða ekkert geta hreyft sig í rúmum sínum. Staðsetning og skipulag deildarinnar á Landakoti hefur hentað vel þessari hjúkrun og umönnun, og hún býður upp á góða nánd við sjúklinga og aðstandendur þeirra, enda var deildin í upphafi hönnuð með þessa þjónustu í huga. Á Landakoti er opin röntgendeild tvisvar í viku. Þangað þurfa sjúklingar líknardeildar gjarnan að leita. Blóðrannsóknir og sjúkraþjálfun eru einnig í byggingunni og þarf því ekki að leita með þessa þjónustu út fyrir bæjarmörk. Undanfarin ár hefur verið áberandi hve aldraðir sem innritast á líknardeild Landakotsspítala hafa verið sjúkari en áður. Sömuleiðis hafa fjölskyldur margra þeirra verið orðnar mjög útkeyrðar og margir yfir sig þreyttir. Þetta hefur í för með sér ærið verk fyrir starfsfólk að hjálpa þessum hópi við að láta sér líða vel svo að allir geti gengið sem sáttastir frá kveðjustund. Á síðasta ári nutu liðlega hundrað aldraðir sjúklingar þjónustu líknardeildar aldraðra á Landakoti, ýmist til æviloka eða að meðferð leiddi til þess að þeir gátu farið á hjúkrunarheimili og jafnvel heim til sín. Gjarnan má minnast á fagurt útsýni af efstu hæð Landakotsspítala þar sem líknardeildin er. Þaðan blasa við listaverk náttúrunnar eins og þau gerast best, og hafa þau oft glatt gömul augu og rifjað upp margar góðar minningar. Sagt hefur verið í gríni að heppni hafi verið að útrásarvíkingarnir þurftu ekki að leita til deildarinnar, þar sem telja má víst að þeir hefðu séð tækifæri í staðsetningunni og viljað greiða hátt gjald fyrir útsýnið. Nú eru það hins vegar ráðamenn heilbrigðisþjónustunnar, sem ætla að loka fyrir þá þjónustu, er veitt hefur verið í húsinu við góðan orðstír. Margar spurningar hvíla eðlilega á starfsfólki líknardeildar. Rætt er um að heildarsparnaður sé áætlaður um 50 milljónir króna, og þá er mannlegi þátturinn ekki tekinn inn í dæmið. Er þessi ráðstöfun virkilega ómaksins virði? Ágætu ráðamenn. Hlífum þeim sem aldraðir eru og sjúkir. Leyfum þeim að vera saman á einum stað undir handleiðslu sérfræðinga. Enginn veit hver verður næstur að þurfa að þiggja spítalaþjónustu. Þá er gott til þess að vita að breiður faðmur er opinn á Landakotsspítala til að taka við öldruðum og um leið opnast væntanlega pláss á öðrum deildum fyrir sjúklinga, sem hentar betur sú þjónusta sem þar er veitt. Megum við bera gæfu til þess að veita öldruðum áfram þá þjónustu sem sómi er að! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heldur voru það kaldar kveðjur, sem starfsfólk líknardeildar Landakotsspítala fékk frá yfirvöldum daginn eftir að það sat stolt að undirbúningi tíu ára afmælis deildarinnar. Mikill hugur var í fólki að gera kynningu á deildinni sem best úr garði og segja frá hinu góða starfi sem þar hefur verið unnið með fagmennsku, metnað og hlýju að leiðarljósi. Nú er hins vegar komið að því! Ráðist er að þjónustu við aldraða á líknandi meðferð. Það hefur verið stórkostlegt að fá að vinna við að hjúkra þessum aldurshópi á síðustu ævidögum fólks. Maður taldi víst að þessi þjónusta fengi að vera í friði, en enn og aftur er ráðist að varnarlausum öldungum, ekki einungis fjölveikum með illvíga sjúkdóma, þrotnum að líkamlegum kröftum, heldur jafnframt með misdjúp sár á sál eftir ýmiss konar missi á langri ævi. Síðan þetta fallega og virðulega hús, Landakotsspítali, var alfarið tekið í þjónustu aldraðra, hefur manni virst mikil sátt hafa verið í þjóðfélaginu með þá þjónustu sem þar hefur verið veitt, og hafa margir hrósað yfirvöldum fyrir þá ákvörðun á sínum tíma. Á undanförnum árum hefur hins vegar sífellt verið gengið á þá þjónustu, sem fyrr var veitt í húsinu. Rætt er um að sameina eigi þær líknardeildir, sem starfræktar eru innan LSH. Hvað þýðir sú sameining í raun? Ákveðið hefur verið að flytja líknardeild Landakotsspítala í Kópavog, þ.e.a.s. loka líknardeild aldraðra á Landakoti. Þar með er óhjákvæmilega verið að rýra þjónustuna við aldraða. Undanfarin tvö sumur hafa þessar tvær líknardeildir verið samreknar í Kópavogi. Reynsla er nú fengin á hvað því viðvíkur að reka saman þessi tvö hjúkrunarsvið, annars vegar almenna líknardeild og hins vegar líknardeild fyrir aldraða. Allir hafi verið af vilja gerðir að láta þessa tilraun ganga sem best upp og viljað taka þátt í þeim niðurskurði sem öll þjóðin hefur þurft að ganga í gegnum. Fullyrða má að báðar þessar líknardeildir veita ómetanlega þjónustu, en um er að ræða tvo mismunandi aldurshópa með mismunandi þarfir. Húsið í Kópavogi er að mínu mati mjög þröngt, og erfitt er að koma þar við ýmsum stórum hjálpartækjum sem beita þarf við þunga sjúklinga sem lítið eða ekkert geta hreyft sig í rúmum sínum. Staðsetning og skipulag deildarinnar á Landakoti hefur hentað vel þessari hjúkrun og umönnun, og hún býður upp á góða nánd við sjúklinga og aðstandendur þeirra, enda var deildin í upphafi hönnuð með þessa þjónustu í huga. Á Landakoti er opin röntgendeild tvisvar í viku. Þangað þurfa sjúklingar líknardeildar gjarnan að leita. Blóðrannsóknir og sjúkraþjálfun eru einnig í byggingunni og þarf því ekki að leita með þessa þjónustu út fyrir bæjarmörk. Undanfarin ár hefur verið áberandi hve aldraðir sem innritast á líknardeild Landakotsspítala hafa verið sjúkari en áður. Sömuleiðis hafa fjölskyldur margra þeirra verið orðnar mjög útkeyrðar og margir yfir sig þreyttir. Þetta hefur í för með sér ærið verk fyrir starfsfólk að hjálpa þessum hópi við að láta sér líða vel svo að allir geti gengið sem sáttastir frá kveðjustund. Á síðasta ári nutu liðlega hundrað aldraðir sjúklingar þjónustu líknardeildar aldraðra á Landakoti, ýmist til æviloka eða að meðferð leiddi til þess að þeir gátu farið á hjúkrunarheimili og jafnvel heim til sín. Gjarnan má minnast á fagurt útsýni af efstu hæð Landakotsspítala þar sem líknardeildin er. Þaðan blasa við listaverk náttúrunnar eins og þau gerast best, og hafa þau oft glatt gömul augu og rifjað upp margar góðar minningar. Sagt hefur verið í gríni að heppni hafi verið að útrásarvíkingarnir þurftu ekki að leita til deildarinnar, þar sem telja má víst að þeir hefðu séð tækifæri í staðsetningunni og viljað greiða hátt gjald fyrir útsýnið. Nú eru það hins vegar ráðamenn heilbrigðisþjónustunnar, sem ætla að loka fyrir þá þjónustu, er veitt hefur verið í húsinu við góðan orðstír. Margar spurningar hvíla eðlilega á starfsfólki líknardeildar. Rætt er um að heildarsparnaður sé áætlaður um 50 milljónir króna, og þá er mannlegi þátturinn ekki tekinn inn í dæmið. Er þessi ráðstöfun virkilega ómaksins virði? Ágætu ráðamenn. Hlífum þeim sem aldraðir eru og sjúkir. Leyfum þeim að vera saman á einum stað undir handleiðslu sérfræðinga. Enginn veit hver verður næstur að þurfa að þiggja spítalaþjónustu. Þá er gott til þess að vita að breiður faðmur er opinn á Landakotsspítala til að taka við öldruðum og um leið opnast væntanlega pláss á öðrum deildum fyrir sjúklinga, sem hentar betur sú þjónusta sem þar er veitt. Megum við bera gæfu til þess að veita öldruðum áfram þá þjónustu sem sómi er að!
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun