Brugðist við óvæntum sveiflum í rjúpnastofninum Svandís Svavarsdóttir skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, birtir grein í Morgunblaðinu 31. október sl., þar sem hann gagnrýnir ákvörðun umhverfisráðherra um rjúpnaveiðar þetta árið. Ég harma þann misskilning sem mér finnst örla á hjá Elvari og vil því fara yfir aðdraganda ákvörðunar um rjúpnaveiðar þetta árið. Það skiptir miklu máli að traust ríki á milli stjórnvalda og veiðimanna í þessum efnum. Stjórnvöldum ber skylda út frá náttúruverndarsjónarmiðum að tryggja að athafnir mannsins höggvi ekki of stór skörð í dýrastofna og nýting þeirra sé með sjálfbærum hætti. Sú nýbreytni varð við ákvörðun á fyrirkomulagi rjúpnaveiða haustið 2009, að gert var ráð fyrir að ákvörðunin gilti til þriggja ára, nema að óvænt þróun yrði í rjúpnastofninum á þeim tíma. Þegar umhverfisráðuneytinu bárust ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) 7. september kom fram að stærð veiðistofnsins virtist hafa dregist saman um ríflega helming á milli ára. Lagði NÍ til þrjár leiðir í stöðunni; í fyrsta lagi óbreytt 18 daga veiðitímabil, í öðru lagi fækkun veiðidaga, t.d. um helming, og í þriðja lagi að rjúpnaveiðum yrði hætt. Sérfræðingar NÍ og Umhverfisstofnunar (UST) mættu á fund í umhverfisráðuneytinu 20. september, þar sem UST lagði fram útfærslu á tillögu um 18 veiðidaga. Taldi ég sveiflu í rjúpnastofninum vera meiri en svo að hægt væri að láta athugunarlaust, en jafnframt fulllangt gengið að banna veiðar með öllu. Því óskaði ég eftir útfærslu sérfræðinga NÍ og UST á níu daga veiðitíma á rjúpu þetta árið. Tillaga stofnananna tveggja lá fyrir 29. september og voru lögboðnir hagsmunaaðilar þá þegar boðaðir á fund um málið. Þann 30. september fundaði ráðuneytið með hagsmunaaðilum, þ.e. fulltrúum frá Skotvís, Bændasamtökunum og Fuglavernd. Þar tilkynnti ég ákvörðun um níu daga veiðitímabil og bað hagsmunaaðila um útfærslu á fyrirkomulaginu, svo hægt væri að taka endanlega ákvörðun fyrir 5. október. Þær athugasemdir sem bárust sneru allar að breytingum á fjölda daga, en ekki með slíkum rökum að sérfræðingar ráðuneytisins legðu til að horfið yrði frá níu daga útfærslunni – enda ljóst að rjúpnastofninn þyrfti strangari veiðistjórnun en áður. Því var farið að tillögu Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar við endanlega ákvörðun, sem kynnt var 5. október. Almennt er mikill skilningur í samfélaginu á mikilvægi þess að ganga vel um rjúpnastofninn og fara veiðimenn og samtök þeirra þar framarlega í flokki. Samstarf stjórnvalda við Skotvís hefur verið gott og ber að þakka fyrir það. Eins og fram kom þegar ákvörðun um veiðar var kynnt, hyggst ég boða til frekara samstarfs, þar sem skoðað verður hvernig rjúpnaveiðum verði best hagað á komandi árum. Ég tek undir með formanni Skotvís, að slæmt sé að það þurfi að handstýra ákvörðun um rjúpnaveiðar svo skömmu fyrir veiðitímabilið ár hvert. Bind ég vonir við að samstarf sérfræðinga og hagsmunaaðila geti á næstu vikum og mánuðum fundið nýjar lausnir við skipulag rjúpnaveiða, svo hægt sé að stunda þær á sjálfbæran hátt um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, birtir grein í Morgunblaðinu 31. október sl., þar sem hann gagnrýnir ákvörðun umhverfisráðherra um rjúpnaveiðar þetta árið. Ég harma þann misskilning sem mér finnst örla á hjá Elvari og vil því fara yfir aðdraganda ákvörðunar um rjúpnaveiðar þetta árið. Það skiptir miklu máli að traust ríki á milli stjórnvalda og veiðimanna í þessum efnum. Stjórnvöldum ber skylda út frá náttúruverndarsjónarmiðum að tryggja að athafnir mannsins höggvi ekki of stór skörð í dýrastofna og nýting þeirra sé með sjálfbærum hætti. Sú nýbreytni varð við ákvörðun á fyrirkomulagi rjúpnaveiða haustið 2009, að gert var ráð fyrir að ákvörðunin gilti til þriggja ára, nema að óvænt þróun yrði í rjúpnastofninum á þeim tíma. Þegar umhverfisráðuneytinu bárust ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) 7. september kom fram að stærð veiðistofnsins virtist hafa dregist saman um ríflega helming á milli ára. Lagði NÍ til þrjár leiðir í stöðunni; í fyrsta lagi óbreytt 18 daga veiðitímabil, í öðru lagi fækkun veiðidaga, t.d. um helming, og í þriðja lagi að rjúpnaveiðum yrði hætt. Sérfræðingar NÍ og Umhverfisstofnunar (UST) mættu á fund í umhverfisráðuneytinu 20. september, þar sem UST lagði fram útfærslu á tillögu um 18 veiðidaga. Taldi ég sveiflu í rjúpnastofninum vera meiri en svo að hægt væri að láta athugunarlaust, en jafnframt fulllangt gengið að banna veiðar með öllu. Því óskaði ég eftir útfærslu sérfræðinga NÍ og UST á níu daga veiðitíma á rjúpu þetta árið. Tillaga stofnananna tveggja lá fyrir 29. september og voru lögboðnir hagsmunaaðilar þá þegar boðaðir á fund um málið. Þann 30. september fundaði ráðuneytið með hagsmunaaðilum, þ.e. fulltrúum frá Skotvís, Bændasamtökunum og Fuglavernd. Þar tilkynnti ég ákvörðun um níu daga veiðitímabil og bað hagsmunaaðila um útfærslu á fyrirkomulaginu, svo hægt væri að taka endanlega ákvörðun fyrir 5. október. Þær athugasemdir sem bárust sneru allar að breytingum á fjölda daga, en ekki með slíkum rökum að sérfræðingar ráðuneytisins legðu til að horfið yrði frá níu daga útfærslunni – enda ljóst að rjúpnastofninn þyrfti strangari veiðistjórnun en áður. Því var farið að tillögu Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar við endanlega ákvörðun, sem kynnt var 5. október. Almennt er mikill skilningur í samfélaginu á mikilvægi þess að ganga vel um rjúpnastofninn og fara veiðimenn og samtök þeirra þar framarlega í flokki. Samstarf stjórnvalda við Skotvís hefur verið gott og ber að þakka fyrir það. Eins og fram kom þegar ákvörðun um veiðar var kynnt, hyggst ég boða til frekara samstarfs, þar sem skoðað verður hvernig rjúpnaveiðum verði best hagað á komandi árum. Ég tek undir með formanni Skotvís, að slæmt sé að það þurfi að handstýra ákvörðun um rjúpnaveiðar svo skömmu fyrir veiðitímabilið ár hvert. Bind ég vonir við að samstarf sérfræðinga og hagsmunaaðila geti á næstu vikum og mánuðum fundið nýjar lausnir við skipulag rjúpnaveiða, svo hægt sé að stunda þær á sjálfbæran hátt um ókomna tíð.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar