Fleiri fréttir

Alla söguna takk

Jón Kaldal skrifar

Krafan um að rannsóknin á hruni bankanna nái líka yfir aðdraganda einkavæðingar þeirra er sanngjörn. Í raun er bráðnauðsynlegt að Alþingi taki af öll tvímæli um að sá kafli verði hluti af starfslýsingu fyrirhugaðrar rannsóknarnefndar.

Úrbæturnar hrökkva skammt

Valur Þráinsson skrifar

Þann 30.10.2008 samþykkti menntamálaráðherra tillögur stjórnar LÍN er snúa að sveigjanlegri reglum til að koma til móts við nema erlendis sem verða fyrir barðinu á þeirri banka- og gjaldeyriskreppu sem ríður yfir Ísland þessa dagana. Samþykktar voru breytingar í sex liðum og snertir liður fjögur skiptinema erlendis beint.

Nú reynir á nýsköpun í atvinnulífi

Á síðustu dögum hefur allt verið á fleygiferð í landi okkar. Við stöndum nú frammi fyrir miklum vanda sem verður ekki leystur nema með samheldni, baráttu og einhug.

Mamma Mia

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Ég man eftir því að hafa velt því fyrir mér þegar ég var lítil hvor væri meiri pæja, Agnetha Fältskog eða Anni-Frid Lyngstad. Þá bjó ég í Svíþjóð og söngkonur Abba þóttu afbragð annarra kvenna.

Um gjaldeyrislögin

Nýsamþykkt lög um breytingu laga um gjaldeyrismál vekja spurningar. Sérstaklega heimildarákvæði Seðlabankans um reglusetningu um gjaldeyrisskil, en það hljómar svo: „Seðlabanka Íslands er heimilt, að fengnu samþykki viðskiptaráðherra, að setja reglur um að skylt sé að skila erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar hafa eignast fyrir seldar vörur og þjónustu eða á annan hátt.“

Þjóð í hafti

Þorsteinn Pálsson skrifar

Viðskiptaráðherra hefur ákveðið að breyta ráðuneyti sínu í ráðuneyti hafta og gjaldeyrisskömmtunar. Samhliða hefur Alþingi samþykkt að framselja Seðlabankanum vald til að stýra gjaldeyrisskömmtunarkerfi með öllum gömlu refsiheimildum haftaáranna. Skömmtunarstjórn verður nú aðalhlutverk bankans.

Gufubaðið

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Á Laugarvatni - hvaðan ég er ættaður - var einu sinni æðislegt, náttúrulegt gufubað. Þetta var einn af uppáhaldsstöðunum mínum á Íslandi.

Vandinn lá í stefnunni

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Um stöðuna í þjóðmálunum núna þá er full ástæða til þess að vara við. Fólk er reitt, kvíðið, óöruggt og vantreystir öllu og öllum. Undirtónninn er háskalegur. Kröfur sem eru tilræði við réttarríkið komast á kreik; um ákærur án þess að skýrt sakarefni liggi fyrir.

Opið bréf til formanns SVÞ

Kæra Hrund. Í bréfi þínu til félagsmanna Samtaka verslunar og þjónustu í dag varðandi það álitaefni hvort Samtök atvinnulífsins eigi að beita sér fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru eru alvarlegri ásakanir og rangfærslur en við verður búið.

Siðlaus þjóðkirkjulög

Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar

Síðastliðinn sunnudag flutti ég útvarpspredikun. Vegna viðbragða biskupsstofu vil ég árétta eftirfarandi. Stjórnarskrá lýðveldisins kveður á um verndun evangelískrar lúterskrar kirkju.

Engin kreppa á Akureyri

Satt að segja bjóst ég ekki við því að ég yrði útilokaður frá því að skrifa greinar í blaðið Vikudag hér á Akureyri og er ég spurði ritstjórann, Kristján Kristjánsson, hverju þetta sætti svaraði hann: Þú ert búinn með kvótann, Hjörleifur. Ég hafði skrifað nokkrar greinar í Vikudag á árinu og í sumum þeirra hafði ég verið gagnrýninn á störf meirihluta bæjarstjórnar en ekki svo að ég yrði sviptur ritfrelsi eins og í einræðisríki væri. Hafa ekki allir leyfi til að gagnrýna? Mér þótti þetta táknrænt vegna þess að undirritaður stofnsetti og rak Vikudag í u.þ.b. 10 ár og var ritstjóri blaðsins síðustu árin, en það skiptir svo sem engu máli héðan í frá, ég bara hugsa til þess að samkvæmt samningi þegar ég seldi Vikudag má ég byrja að gefa út sjálfur um nk. áramót.

Fjölgun farþega og ferða hjá Strætó

Það er margt ánægjulegt að gerast hjá Strætó bs þessa dagana. Aukning hefur orðið í farþegafjölda og ljóst er að þegar harðnar á dalnum líta margir til þess að nýta sér þann frábæra og ódýra samgöngumáta sem strætó er. Gjaldskrá Strætó verður óbreytt sem ætti að koma sér vel hjá mörgum um þessar mundir. Gerðar hafa verið ítarlegar talningar á notkun strætó undanfarið og hafa talningar sýnt að nú síðustu mánuði hefur farþegum fjölgað. Fjölgunin á sér helst stað á annatímum og því nauðsynlegt að auka við þjónustuna á sumum leiðum á annatíma með því að setja inn aukavagna. Það sést vel á súluriti hér að neðan hvernig notkunin er á vögnunum miðað við mismunandi tíma dags.

Nýtt skref

Þorsteinn Pálsson skrifar

Formenn stjórnarflokkanna hafa kallað til formlegra samtala við stærstu samtök launþega og atvinnufyrirtækja í landinu. Líta verður svo á að í þessu nýja skrefi felist ákvörðun um að leita eftir víðtækri samstöðu um stærstu viðfangsefni næstu missera. Í eldfimri stöðu var það tímabært.

Úrræði í peningamálum

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar

Reiði almennings vegna kreppunnar er skiljanleg. En því má ekki gleyma, að hún er alþjóðleg lánsfjárkreppa, sem bitnar ekki aðeins á Íslendingum. Víða annars staðar riða bankar til falls, fyrirtæki komast í þrot, fólk missir vinnuna. Við urðum harðar úti en aðrir af tveimur ástæðum.

Björgvin Geisp Zzzigurðsson

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Í vor sá ég merkilega fréttaskýringu í hinum virta bandaríska sjónvarpsþætti 60 mínútur. Inn­slagið fjallaði um svefnrannsóknir og nýjustu niðurstöður sprenglærðra háskólamanna þar í landi, sem hafa komist að því að svefn sé manninum miklu mikilvægari en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir.

Flokkshagsmunir gegn þjóðarhagsmunum

Hvers vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið þvert í vegi fyrir því að þjóðin gæti látið á það reyna, hvort brýnustu þjóðarhagsmunum væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru?

Merkileg bók um listamann

Myndlist í samfélagi eins og því íslenska hefur löngum verið snortin af óskrifuðum boðum og bönnum, jafnvel tískusveiflum, þó svo hugtakið tíska nái ekki vel til þess ástands sem hampar einni eða fleiri listastefnum en sneiðir hjá eða hafnar öðrum. Þannig hafa gengið yfir tímabil þar sem margir agnúuðust út í afstrakt sem „óæðri list“ meðan aðrir litu á hlutbundna myndlist sem „gamaldags drasl“ og konseptlist var „inni“ en máverk „úti“. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mörg undanfarin ár hafa æ fleiri hafnað slíkum dilkadrætti og horft til fjölbreytni í myndlist og gæða (á margvíslegan mælikvarða) fremur en tilteknar skólastefnur eða hópmyndanir. Sumir vilja kenna þetta (eða þakka) svoköllum póstmódernisma. Mér er nær að halda að töluverðu almennu frjálslyndi, aukinni víðsýni vegna meiri ferðalaga en áður og höfnun kennisetninga í listum sé um að kenna (eða þakka).

Lausn undan verðtryggingu

Mikil umræða á sér nú stað í samfélaginu um verðtryggingu og mögulegt afnám hennar. Fólk með verðtryggð húsnæðislán, yfirdráttarlán eða bílalán er skiljanlega mjög uggandi um sinn hag vegna mikillar verðbólgu, sem fyrirsjáanlegt er að verði í tveggja stafa tölu langt fram á næsta ár. Ýmsir hafa kallað eftir afnámi verðtryggingar, eins og þar sé um að ræða tæra töfralausn.

Það er hættulegt að vera kona

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Í Afríkuríkinu Kongó er hættulegra að vera kona en að vera hermaður. Þetta kom fram í máli hinnar norsku Gro Lindstad á morgunverðarfundi UNIFEM í upphafi árlegs 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gro er yfirmaður UNIFEM á sviði samstarfs við ríkisstjórnir og þjóðþing.

Frestur er á öllu bestur

Benedikt Jóhannesson skrifar

Margir hafa orð á því hve yfirvegaður Geir Haarde sé í viðtölum. Hann láti vart haggast þó að hart sé að honum sótt. Þetta er rétt og sannarlega lofsvert. Hins vegar er það mjög til baga hve mörgum málum ríkisstjórnin og einkum Sjálfstæðismenn ýta á undan sér og geta ekki tekið af skarið.

Hvert stefnir gengið?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Er hægt að sjá fjármálakreppur fyrir? Já, með því að telja byggingarkranana. Ef þeir eru orðnir ískyggilega margir eins og í Bangkok 1996 og í Reykjavík 2006, þá er klár hætta á kreppu.

Yfirtók ríkið gömlu bankana?

Ástráður Haraldsson skrifar

Fall bankanna lagði próf fyrir stjórnvöld. Hvernig tekst að leysa úr ræður miklu um hvernig okkur reiðir af á næstu árum. Affarasælast er frammi fyrir erfiðum verkefnum að halda haus og vinna af einurð og heiðarleika. Það sem átti að gera var einfaldlega að segja satt og fara að lögum. Verkar ekki flókið. Líklega falla stjórnvöld samt á prófinu. Í stað þess að fara að lögum hafa þau keppst við að hanna undanþágur frá lögum. Alþingi hefur haft það hlutverk að ljá undanþágunum formlegt lagagildi. Útaf þessu varð Icesave að óleysanlegu vandamáli. Útaf þessu gæti stofnast til ótakmarkaðrar ábyrgðar ríkisins á skuldum bankanna.

Ofurhetjan Kreppumann

Dr. Gunni skrifar

Inni í mér syngur Bonní Tyler smellinn sinn Holding out for a hero. Ég og Bonní þurfum sárlega hetju í líf okkar þessi misserin. Þar sem engin íslensk hetja er í sjónmáli hef ég brugðið á það ráð að hengja plakat af Barack Obama upp á vegg heima hjá mér. Það er skárra en ekkert.

Ber enginn pólitíska ábyrgð?

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi afl í stjórnmálum á Íslandi á lýðveldistímanum. Síðastliðin sautján ár hefur flokkurinn farið með allt í senn forsætisráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórn Seðlabankans (í persónum tvegga fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur). Þar með ber Sjálfstæðisflokkurinn óumdeilanlega höfuðábyrgð á þeirri efnahagsstefnu, sem nú hefur beðið algert skipbrot.

Rökrétt tortryggni

Jón Kaldal skrifar

Tortryggni og efi eru áberandi í tilfinningalífi landsmanna þessa dagana. Þetta eru eðlileg og rökrétt viðbrögð við því að uppgötva að svo margt sem haldið var fram sem staðreyndum reyndist, þegar til tók, tóm steypa.

Með hnullung í skónum

Jafet S. Ólafsson skrifar

Fyrir þremur mánuðum ritaði ég grein í Markaðinn, sem bar yfirskriftina „Með stein í skónum" en það er titillinn á smásagnasafni sem Ari Kr. Sæmundsen stórkaupmaður sendi frá sér í sumar, skemmtilegar sögur.

Misskilningur um makrílveiðar

Sigurður Sverrisson skrifar

Þeim ásökunum var haldið fram í frétt á vefsíðu BBC þann 10. nóvember sl. að íslensk skip hefðu veitt fimmfalt meira magn af makríl en kvóti þeirra segir til um. Þetta er mikill misskilningur.

Sakamannasamfélagið

Brynjar Níelsson skrifar

Prófsteinn réttarríkisins er ekki hvernig það virkar á meðan allt leikur í lyndi heldur hvernig það stenst þrýsting og verndar borgarana þegar veruleg vandamál og ágreiningur koma upp í samfélaginu.

Pant vera Geir

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Rosalega er ég eitthvað úrræðalaus í dag. Svona hlýtur manni að líða sem er í einhverju ábyrgðarstarfinu. Mér líður eins og Geir. Þetta sést kannski eins mikið á mér og honum.

Af hverju bankaleynd

Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga.

Nauðsyn á endurskipulagningu

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Þjóðleikhúsi vekur kröfu um að stjórnvöld taki til í leiklistarmálum. Þau hafa um langt skeið verið í kyrrstöðu og ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgðina. Í úttektinni kemur í ljós að ráðamenn hafa lengi látið viðhald á húsinu dankast, hrun úr ytra byrði þess er ekki lengur hættulegt vegfarendum, og áhorfendasvæðum var breytt fyrir nær tveimur áratugum: aðalsvið, starfsmannaaðstaða og tækjabúnaður hafa beðið endurnýjunar og bíða enn.

Öldur reiðinnar

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Umtalsverð gengishækkun hefur orðið á reiðinni síðustu vikur. Telst hún ótvírætt til tekna í yfirstandandi umróti. Um það vitna svör almennings í fjölmiðlum, hvort heldur er á mótmælafundum, vinnustöðum eða á götum úti.

Vinalegir þjófar

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Júnínótt eina árið 1994 sté ég úr hótelrekkju í Amsterdam og ákvað að bregða mér í reiðhjólatúr um borgina. Ég rataði vissulega ekkert en nóttin var að renna sitt skeið á enda og ég átti að taka lest til Parísar að morgni og ég vildi ekki hætta á það að sofna í morgunsárið og sofa fram á miðjan dag. Ætlaði ég heldur að þrauka án þess að sofa um nóttina, og í þeim tilgangi fór ég í hjólreiðatúrinn, en sofna svo í lestinni og vakna stálsleginn í Frans.

Endurreisnin

Þorsteinn Pálsson skrifar

Með sanni verður ekki sagt að gangur stjórnarsamstarfsins hafi verið vakur síðustu daga. Einörð afstaða formanns Samfylkingarinnar sýnist hafa ráðið því að flokkurinn hvarf ekki úr stjórnarsamstarfinu eftir ræðu talsmanns bankastjórnar Seðlabankans í Viðskiptaráðinu á dögunum. Markmið hennar var að grafa undan ríkisstjórninni.

Vannýtt auðlind

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Hin alltumlykjandi kreppa hefur nú eitrað tilveruna í margar vikur. Hvarvetna getur að líta sökudólga sem eiga það helst sameiginlegt að vera steinhissa á alls kyns ásökunum því tilgangur þeirra hafi svo sannarlega verið góður.

Stjörnur tvær

Einar Már Jónsson skrifar

Í þessari miklu kreppu sem nú ríður eins og holskefla yfir heim allan standa tveir franskir stjórnmálamenn með pálmann í höndunum, og það eru Nikulás forseti og bréfberinn Besancenot.

Að kenna gömlum hundi að sitja

Langt er síðan ríkisstjórninni var gerð grein fyrir að íslenskir bankar væru orðnir alltof stórir og skuldsettir fyrir íslenskt samfélag. Fyrir lá fjöldi viðvarana, sem voru algjörlega hunsaðar. Forystumenn þjóðarinnar voru alltof önnum kafnir við að ferðast með einkaþotum heimshornanna á milli, jafnvel í boði útrásargreifanna.

Trúnaðarmenn SFR

SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu er með um 7000 félagsmenn og hefur á að skipa um 250 trúnaðarmönnum sem saman mynda trúnaðarmannaráð. Trúnaðarmenn eru lífæð stéttarfélagsins og tenging okkar við vinnustaði félagsmanna. Öflugt trúnaðarmannakerfi er lykillinn að farsælu starfi innan stéttarfélagsins og viljum við því hnykkja á mikilvægi þess að kosnir séu trúnaðarmenn fyrir hönd félagsmanna SFR á öllum vinnustöðum.

Ný gildi á Íslandi

Eftir þær sviptingar sem nú hafa orðið í íslensku efnahagslífi er ekki annað hægt að segja en að það sé grátlegt fyrir íslenska alþýðu að horfa uppá það ástand sem nú blasir við þjóðinni. Ástand sem er að langstærstum hluta tilkomið vegna ofþenslu bankakerfisins og græðgisvæðingar sem hér hefur ríkt undanfarin ár í fjármálageiranum.

Björk fær slæma ráðgjöf

Í samantekt Dr. Karls Karlssonar fyrir líftæknihóp Bjarkar sem birt var í Fréttablaðinu 15. nóv. s.l. eru þau tilmæli á borð borin að styrkja beri líftækni á Íslandi með mun meira fjármagni úr vösum skattgreiðenda og með straumlínulagaðra regluverki. Þessi formúla mun hvorki þjóna þjóðfélagi okkar né vísindunum.

Hjálp!

Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Hefðbundin meðul hagfræðinnar eru ekki líkleg til að mega sín mikils gagnvart þeirri vá sem stendur nú fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Eigi að takast að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu frá fjöldagjaldþroti, atvinnuleysi og óðaverðbólgu þarf til samstillt og risastórt átak sem á sér engan sinn líka í Íslandssögunni.

Spektir

Davíð Þór Jónsson skrifar

Að kasta eggjum og tómötum er góð skemmtun. Það er löng hefð fyrir því að það sé táknræn athöfn til að láta í ljós megna óánægju. Enginn meiðist og ekkert skemmist og því er hvorki hægt að flokka það sem ofbeldi né skemmdarverk.

Athugasemdir við grein Helga Hjörvars

Ingimundur Friðriksson. skrifar

Í grein í Fréttablaðinu 21. nóvember 2008 rekur Helgi Hjörvar alþingismaður 23 atriði sem hann telur sýna fram á stjarnfræðilegt vanhæfi yfirstjórnar Seðlabankans. Hér skal aðeins í örstuttu máli brugðist við athugasemdum Helga í sömu töluröð og þær voru í grein hans.

Hér segir frá vondu fólki

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Í hartnær fjóra áratugi hef ég fylgst náið með störfum Alþingis og umfjöllun um Alþingi og alþingismenn í fjölmiðlum og orðræðum þar um meðal fólks. Stundum sem áhorfandi. Oftar sem þátttakandi. Á þeim árum hef ég átt samskipti og samleið með fjöldanum öllum af konum og körlum, sem starfað hafa á Alþingi, komið þar og farið.

Sjá næstu 50 greinar