Fleiri fréttir Hvað er málið með Geir? Jón Kaldal skrifar Umfang Davíðs Oddssonar í umræðu undanfarna daga er orðið með öllu óþolandi. Það versta er þó að við eigum einskis annars úrkosta en að halda áfram að tala um hann. Því eins og allir vita hverfa vandamálin ekki þótt við hættum að tala um þau. Það kallast bara uppgjöf. Vandamál hverfa ekki fyrr en þau eru leyst. 21.11.2008 08:57 Stjarnfræðilegt vanhæfi Helgi Hjörvar skrifar Dramadrottningin Davíð Oddsson þráir augljóslega að allt snúist um hann sjálfan. En hvað sem þeirri barnslegu þrá líður snýst umræða um stöðu Seðlabankans um annað og meira en eina persónu en það er traust og trúverðugleiki þessarar mikilvægu stofnunar. Pólitískum deilum við Davíð Oddsson er mikilvægt að halda utan við það mat en sjálfur hef ég gert grein fyrir afstöðu minni í þeim efnum m.a. í greininni „Klassískur kommúnistaleiðtogi" í Morgunblaðinu vorið 2001. 21.11.2008 06:00 Tilraunaeldhúsið Þórgunnur Oddsdóttir skrifar Ilmur af íslenskri kjötsúpu tók á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum í gær. Ég brosti út í annað enda benti lyktin til þess að atvinnulausi bankamaðurinn á heimilinu hefði ekki setið auðum höndum þann daginn. Sú var líka raunin. 21.11.2008 06:00 Velferðarríkið til varnar Stefán Ólafsson skrifar Kreppan verður þjóðinni afar erfið næstu 2 til 3 árin. Mikil skuldabyrði heimila, atvinnuleysi og kjaraskerðing eru fyrirsjáanleg. Hætta er á skaðlegum landflótta. Við þessar aðstæður er mikilvægt að heimilin verði varin eins og kostur er. Stjórnvöld undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur hafa þegar innleitt leiðir til að auka sveigjanleika við afborganir lána og við framkvæmd atvinnuleysisbóta. Það er gott. Eftirfarandi 6 úrræða er einnig þörf: 21.11.2008 05:30 Versló, SUS og Andri Snær Rithöfundurinn, og handhafi frelsisverðlauna SUS, Andri Snær Magnason, lýsti því yfir í þættinum Silfri Egils fyrir rúmri viku að efnahagsvandinn á Íslandi væri gjaldþrot Heimdallar, SUS, Verslunarskóla Íslands og viðskiptaháskólanna. Líklega hefur hann þar fyrst og fremst verið að vísa til einhvers konar staðalmyndar af fólki sem tilheyrir þessum félagsskap. Nú þegar hefur forseti Nemendafélags Verslunarskólans lýst óánægju sinni með þennan málflutning rithöfundarins, enda hljóta það að teljast kaldar kveðjur frá Andra Snæ til ungs fólks á aldrinum 16 til 20 ára í tilteknum skóla að við því blasi einhvers konar gjaldþrot. 21.11.2008 04:45 Sikileyjarvörnin Þorsteinn Pálsson skrifar Sú harka sem fram kom í gagnrýni bankastjórnar Seðlabankans á forsætisráðherra á fundi Viðskiptaráðs í vikunni kom flestum í opna skjöldu. Hins vegar kom ekki á óvart að bankastjórarnir freistuðu þess að hræra í þeirri pólitísku deiglu sem nú kraumar. 20.11.2008 06:00 Ábyrgð Samfylkingarinnar Hallgrímur Helgason skrifar Með hverjum deginum sem líður síast inn sú furða og sú staðreynd að hér hefur land verið sett á hvolf og enn hefur ekki nokkur maður sagt af sér. Þeir sem blésu upp þá bankabólu sem sprakk svo illa framan í þjóðina eru reyndar flestir flúnir ofan í sínar vel fóðruðu matarholur en þeir og þau sem áttu að hemja vandann sitja enn. 20.11.2008 07:00 Rök fyrir utanþingsstjórn Þorvaldur Gylfason skrifar Kreppan nú er þríþætt og snýst um fjármál, gjaldeyrismál og stjórnmál. Fjármálakreppan skall á, þegar þrír stærstu bankar landsins hrundu eins og spilaborg. 20.11.2008 06:00 Sterk ímynd Íslands er hrunin Ímynd og ásjóna Íslands er hrunin. Traust á Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum er fokið út í veður og vind. Trúverðugleikinn, sem var sterkur, er ekki upp á marga fiska. 20.11.2008 06:00 Listin að pirra fólk Ólafur Sindri Ólafsson skrifar Það er orðið ljóst, ef það var það ekki fyrir löngu, að hefðbundnar mótmælaaðgerðir skila engu á Íslandi. Borgaraleg óhlýðni er marklaust hugtak ef óhlýðnin veldur engum ama nema í besta falli nokkrum blaðamönnum sem fá yfir sig endurkast af jógúrtsulli á Alþingishúsið. Í gær kom fólk svo saman og myndaði skjaldborg utan um þinghúsið. Gallinn var sá að enginn var staddur í húsinu nema hópur skólabarna í kynnisferð. 20.11.2008 06:00 Hvað skulda útgerðarfyrirtæki? Það er mjög mikilvægt að fá að vita hver staðan er í sjávarútvegi hér á landi, til þess að gera sér grein fyrir ástandi mála. Hvorki sjávarútvegsráðherra né framkvæmdastjóri LÍÚ virðast þess umkomnir að veita svör við þessari spurningu, en ég hefi margsinnis spurt ráðherra á þinginu en sá hinn sami komið sér hjá svörum. 20.11.2008 05:00 Aðsteðjandi krónubréfavandi Eigendur krónubréfa bíða nú tækifæris að flytja ca 400 milljarða króna úr landi á gengi sem verður langtum óhagstæðara en markaðsgengi í ágústbyrjun (ca $1=80 kr.). Af líkum má ráða að trúverðugleika íslenzkra stjórnvalda og hagstjórnarstefnu þeirra bíði hliðstætt gengishrun meðal krónubréfafjárfesta eftir opnun gjaldeyrisviðskipta. 20.11.2008 04:00 Bankastjórnin eða ríkisstjórnin Steinunn Stefánsdóttir skrifar Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, flutti ræðu á morgunfundi Viðskiptaráðs í gær. Ræðu seðlabankastjórans var beðið með mikilli eftirvæntingu og um fátt meira rætt í gær, eins og vænta mátti enda hefur formaður stjórnar Seðlabanka Íslands ekki svarað þeirri gagnrýni sem bankinn hefur sætt síðan í fyrstu viku bankakreppunnar. 19.11.2008 09:53 Undir þann græna hlíða Einar Már Jónsson skrifar Einn af þeim forkólfum franskra sósíalista sem Nikulás Sarkozy reyndi að veiða í sitt net eftir að hann var kjörinn forseti, var Dominique Strauss-Kahn, og var honum boðið að verða yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 19.11.2008 06:00 Dagur eftir þennan dag Á laugardaginn sótti ég fund í Iðnó um framtíðina og labbaði út á Austurvöll þar á eftir til að skynja mótmælin og hug hins almenna borgara. Enda þótt ég sitji á þingi, deili ég áhyggjum og kvíða með öllu því fólki, sem vill fá svör og viðbrögð gagnvart því sem við blasir. Að því leyti erum við öll á sama báti og það eykur á óvissuna að heyra og lesa látlaust neikvæðar fréttir og frásagnir af erfiðleikum og áföllum. 19.11.2008 06:00 Skorpuþjóðin Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Á sjöunda áratugnum gekk síldin um Íslandsmið sem aldrei fyrr. Búinn ASDIC-fiskleitartækjum og kraftblökkum mætti íslenski flotinn henni og hreinsaði hana upp. Með öllu. Veiðin fór úr 770 þúsund tonnum árið 1966 í síldveiðibann árið 1972. En síldin var í okkar lögsögu og við vorum því í fullum rétti. 19.11.2008 06:00 Grænar ferðir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Í gær var samþykkt einróma í borgarstjórn stefna borgarinnar í samgöngumálum starfsmanna og fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar. Grænar ferðir er stefna sem hefur áhrif á ferðamáta starfsmanna borgarinnar. Reykjavíkurborg vill með þessu sýna fordæmi með því að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi sinni. 19.11.2008 05:00 Þriðju stoðinni slegið upp á ný Undanfarið hefur borið á umræðu um sprotafyrirtæki og mikilvægi þess að styrkja atvinnulífið. Í þeim efnum er vert að koma á framfæri nokkrum þáttum um hugbúnaðariðnaðinn. 19.11.2008 04:00 Hagvöxtur og hamingja Þóra Helgadóttir skrifar Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri. 19.11.2008 00:01 Traust þarf að ríkja á stjórn efnahagsmála Óli Kristján Ármannsson skrifar Hér á landi sáðu stjórnvöld til útrásar og uppbyggingar atvinnugreinar á alþjóðavísu í fjármálageira. Hér var stefnt að því að koma upp alþjóðlegri fjármálamiðstöð og fagnað var þróttmiklum vexti bankanna og skatttekjunum sem starfsemi fjármálageirans færði þjóðarbúinu. Núna standa eftir rústirnar einar af þessari uppbyggingu. 19.11.2008 00:01 Gömlu gildin Þorsteinn Pálsson skrifar Trúlega hafa flestir fundið til einveru þjóðarinnar síðustu vikur. Sú spurning varð áleitin hvort allar gömlu vinaþjóðirnar hefðu snúið við okkur bakinu. Hin hliðin á þeim peningi sýndi jafnvel erfiðara íhugunarefni. Mátti vera að okkur hefði borið af leið í samskiptum við aðrar þjóðir? 18.11.2008 05:00 Blind og geld Karen D. Kjartansdóttir skrifar í október var Davíð Oddsson seðlabankastjóri spurður að því í Kastljósi hvort til greina kæmi að hann léti af embætti. Því svaraði Davíð: „Það hefur enginn nefnt það við mig en ég hef bara svona séð þetta en ef ég teldi mig hafa unnið til þess þá væri það sjálfsagt." 18.11.2008 06:00 Lán eða lýðræði? Sverrir Jakobsson skrifar Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðum íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og þeim skilmálum sem munu fylgja láni frá sjóðnum. 18.11.2008 06:00 Ný þöggunarstefna? Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar Skyndilega er farið að glitta í þöggunarstefnu í umræðunni um Ísland og Evrópu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að efna til vinnu á vegum nefndar sem skoðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu, þá bregst annar ritstjóra Fréttablaðsins, Jón Kaldal, svo við að hann nefnir það fum og máttleysi. Hans sjónarmið er greinilega það að umræða um Evrópumálin eigi ekki að fara fram með lýðræðislegum og opnum hætti. 18.11.2008 00:01 Wa-Mu aðferðin Björn Ingi Hrafnsson skrifar Tilkynnt var í gær, vonum seinna, um samkomulag við Breta, Hollendinga og aðrar þjóðir Evrópusambandsins um lyktir Icesave-málsins, einhverrar harðvítugustu milliríkjadeilu í sögu þjóðarinnar. 17.11.2008 03:00 Með strætó í sumarfrí Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Hversvegna eru ekki jólin sérhvern dag, sérhvert andartak, eins og fallegt lag?" söng Björgvin Halldórsson svo eftirminnilega um árið og svaraði eigin spurningu í næstu andrá: „Þá yrðu jólin bara hversdagsleg og sljó, engin hátíðarblær, enginn friður og ró". 17.11.2008 06:00 Frestarinn Guðmundur Andri Thorssin skrifar Ég man eftir snjöllum pistli hjá Þráni Bertelssyni í útvarpinu í gamla daga þar sem hann gerði þá játningu að hann væri „frestari", geymdi það til morgundagsins sem betur væri gert í dag. Margir hlustendur sáu sjálfa sig í lýsingu Þráins - og vissulega ég. 17.11.2008 06:00 Siðfræði Kauphallarinnar Ögmundur Jónasson skrifar Ögmundur Jónasson skrifar um nýju bankaráðin 17.11.2008 05:00 Ástæða til að næra reiðina Jón Kaldal skrifar Eins og margir hafa bent á felast fjölmörg tækifæri í því upplausnarástandi sem nú ríkir. Eitt það stærsta, fyrir hvern og einn, er að líta í eigin barm og hugleiða möguleika sína til að hafa áhrif á hvernig samfélag rís upp úr þeim ruslahaug sem stefna síðustu sautján ára hefur skilið eftir sig. 16.11.2008 06:00 Litlir sigrar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sú ákvörðun að segja Bretum að við kærum okkur ekki um þeirra nærveru hér á landi með svokölluðu loftrýmiseftirliti var góð og reyndar nauðsynleg. Þó að þessi yfirlýsing sé kannski í sjálfu sér ekki stóra málið í okkar miklu og þungu vandamálum er þetta engu að síður atriði fyrir sálartetrið. 16.11.2008 06:00 Hver á að segja af sér? Óhætt er að segja að fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson, hafi brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu með afsögn sinni sem þingmaður þann 11. nóvember 2008. 15.11.2008 06:00 Finnska leiðin og heilbrigðisþjónusta María Bragadóttir skrifar Ísland er lítið land. Við erum stolt þjóð og dugleg, en þurfum engu að síður að vera raunsæ. Við getum einfaldlega ekki verið best í öllu. Við verðum að greina styrkleika okkar og ákveða hvert við viljum beina kröftum okkar. 15.11.2008 06:00 Óvissuferð Jónína Michaelsdóttir skrifar Á síðustu árum hefur berlega komið í ljós að leikjagleði eldist ekki af fólki. Óvissuferðir hafa til dæmis færst í vöxt og eru með ýmsu móti. Þær geta endað í berjamó, leikhúsi í Lundúnum, sundlaug í nágrannabæ, hestaferð, eða á sólarströnd. 15.11.2008 06:00 Er hetja á Alþingi? Við lýðræðislegar kosningar framselja menn rétt sinn til að stjórna samfélaginu til annarra, og þessir aðrir eru upp frá því ábyrgir fyrir hinu framselda valdi. Kjósandinn framselur sína ábyrgð á að stjórna að miklum hluta til þess sem er í framboði. 15.11.2008 06:00 Núna Guðmundur Steingrímsson skrifar Sá erkisnillingur Barack Obama fékk mig til þess að fá undarlegt ofnæmi í augun - vil ég meina - um miðja nótt nú í byrjun nóvember, þannig að ég táraðist óhóflega. Þetta gerðist rétt í þann mund þegar Obama gekk ásamt konu sinni og börnum inn á sviðið í Chicago, nýkjörinn forseti frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna sinna. 15.11.2008 06:00 Brot á stjórnarskrá Verðtryggðar skuldir heimilanna eru nú rúmir 1.400 milljarðar króna og hækka um tugi milljarða um hver mánaðamót. Seðlabankinn spáir að verðbólga aukist enn og fari yfir 20% í upphafi næsta árs. 15.11.2008 06:00 Þjóðréttarlegar skuldbindingar Ríkisstjórn Íslands hefur lýst því yfir að innstæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verði tryggðar að fullu. 15.11.2008 06:00 Nútímaleg lausn Mikil tíðindi felast í niðurstöðu samráðshóps um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Sú sátt sem náðist um niðurstöðuna bindur enda á áratugalangar deilur um gatnamótin. Margar útfærslur hafa verið kynntar fyrir borgarbúum og mislæg gatnamót á þessum stað hafa rokkað inn og út af aðalskipulagi, eftir því hvaða flokkar hafa verið við völd. 15.11.2008 06:00 Þjóðarumræða Þorsteinn Pálsson skrifar Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til landsfundar í janúarlok til þess að taka ákvörðun um afstöðuna til Evrópusambandsins. Segja má að þessi ákvörðun komi vonum seinna. Hún er málefnalegt og gott skref. Niðurstaðan er ekki gefin. 15.11.2008 06:00 Grundvöllur lýðræðis Þegar allt er komið á hvolf í íslensku samfélagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfirvalda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september. 15.11.2008 06:00 Mitt framlag í aðgerðarpakka Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Mér líður eins og ljóni í búri. Allt er á hreyfingu, hreyfingu niður á við. Mér líður eins og ljóni í búri vegna þess að ég hef næga orku til athafna en finns ég ekki vera í aðstöðu til að gera nokkurn skapaðan hlut. 14.11.2008 15:35 Íslenska til alls Steinunn Stefánsdóttir skrifar Dagur íslenskrar tungu er á sunnudaginn, 16. nóvember. Á Málræktarþingi þann dag verður Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur afhent ritið Íslenska til alls. Það hefur að geyma tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu en það er einmitt eitt af hlutverkum Íslenskrar málnefndar samkvæmt lögum að vinna að slíkum tillögum. 14.11.2008 08:47 Spjöld sögunnar Bergsteinn Sigurðsson skrifar Á mánudag kom sonur minn átta ára heim með hrúgu af myndaspjöldum með andlitum sem ég kannaðist við úr sjónvarpinu. „Hvað er þetta?" spurði ég. „Hagfræðingaspjöld," svaraði hann. Við skiptumst á þeim í skólanum." „Svona eins og körfuboltaspjöldum?" 14.11.2008 07:00 Bakkafullur lækur Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Það er öng og þröng í hugunum. Fátt, lítið sem ekkert, til gleði í þjóðarranni. Ráðamenn svo hnípnir þá sjaldan þeir sjást að raun er á að líta. Öll ráð virðast þeim fjarri. Langir bálkar birtast í fjölmiðlum þar sem raktar eru spurningar sem almenningur vill fá svör við, spurningar sem eru brýnar og varða almenningsheill og engin svör fást við. 13.11.2008 06:00 Lífið er einfalt Dr. Gunni skrifar Ég hef hugsað alltof mikið undarnfarnar vikur. Ég hef satt að segja hugsað mig í spað. Það væri kannski allt í lagi ef ég hefði verið að hugsa um eitthvað skemmtilegt, en svo er nú aldeilis ekki. Hugsanirnar snúast flestar um fjármál, leiðinlegasta umhugsunarefni í heimi. 13.11.2008 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Hvað er málið með Geir? Jón Kaldal skrifar Umfang Davíðs Oddssonar í umræðu undanfarna daga er orðið með öllu óþolandi. Það versta er þó að við eigum einskis annars úrkosta en að halda áfram að tala um hann. Því eins og allir vita hverfa vandamálin ekki þótt við hættum að tala um þau. Það kallast bara uppgjöf. Vandamál hverfa ekki fyrr en þau eru leyst. 21.11.2008 08:57
Stjarnfræðilegt vanhæfi Helgi Hjörvar skrifar Dramadrottningin Davíð Oddsson þráir augljóslega að allt snúist um hann sjálfan. En hvað sem þeirri barnslegu þrá líður snýst umræða um stöðu Seðlabankans um annað og meira en eina persónu en það er traust og trúverðugleiki þessarar mikilvægu stofnunar. Pólitískum deilum við Davíð Oddsson er mikilvægt að halda utan við það mat en sjálfur hef ég gert grein fyrir afstöðu minni í þeim efnum m.a. í greininni „Klassískur kommúnistaleiðtogi" í Morgunblaðinu vorið 2001. 21.11.2008 06:00
Tilraunaeldhúsið Þórgunnur Oddsdóttir skrifar Ilmur af íslenskri kjötsúpu tók á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum í gær. Ég brosti út í annað enda benti lyktin til þess að atvinnulausi bankamaðurinn á heimilinu hefði ekki setið auðum höndum þann daginn. Sú var líka raunin. 21.11.2008 06:00
Velferðarríkið til varnar Stefán Ólafsson skrifar Kreppan verður þjóðinni afar erfið næstu 2 til 3 árin. Mikil skuldabyrði heimila, atvinnuleysi og kjaraskerðing eru fyrirsjáanleg. Hætta er á skaðlegum landflótta. Við þessar aðstæður er mikilvægt að heimilin verði varin eins og kostur er. Stjórnvöld undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur hafa þegar innleitt leiðir til að auka sveigjanleika við afborganir lána og við framkvæmd atvinnuleysisbóta. Það er gott. Eftirfarandi 6 úrræða er einnig þörf: 21.11.2008 05:30
Versló, SUS og Andri Snær Rithöfundurinn, og handhafi frelsisverðlauna SUS, Andri Snær Magnason, lýsti því yfir í þættinum Silfri Egils fyrir rúmri viku að efnahagsvandinn á Íslandi væri gjaldþrot Heimdallar, SUS, Verslunarskóla Íslands og viðskiptaháskólanna. Líklega hefur hann þar fyrst og fremst verið að vísa til einhvers konar staðalmyndar af fólki sem tilheyrir þessum félagsskap. Nú þegar hefur forseti Nemendafélags Verslunarskólans lýst óánægju sinni með þennan málflutning rithöfundarins, enda hljóta það að teljast kaldar kveðjur frá Andra Snæ til ungs fólks á aldrinum 16 til 20 ára í tilteknum skóla að við því blasi einhvers konar gjaldþrot. 21.11.2008 04:45
Sikileyjarvörnin Þorsteinn Pálsson skrifar Sú harka sem fram kom í gagnrýni bankastjórnar Seðlabankans á forsætisráðherra á fundi Viðskiptaráðs í vikunni kom flestum í opna skjöldu. Hins vegar kom ekki á óvart að bankastjórarnir freistuðu þess að hræra í þeirri pólitísku deiglu sem nú kraumar. 20.11.2008 06:00
Ábyrgð Samfylkingarinnar Hallgrímur Helgason skrifar Með hverjum deginum sem líður síast inn sú furða og sú staðreynd að hér hefur land verið sett á hvolf og enn hefur ekki nokkur maður sagt af sér. Þeir sem blésu upp þá bankabólu sem sprakk svo illa framan í þjóðina eru reyndar flestir flúnir ofan í sínar vel fóðruðu matarholur en þeir og þau sem áttu að hemja vandann sitja enn. 20.11.2008 07:00
Rök fyrir utanþingsstjórn Þorvaldur Gylfason skrifar Kreppan nú er þríþætt og snýst um fjármál, gjaldeyrismál og stjórnmál. Fjármálakreppan skall á, þegar þrír stærstu bankar landsins hrundu eins og spilaborg. 20.11.2008 06:00
Sterk ímynd Íslands er hrunin Ímynd og ásjóna Íslands er hrunin. Traust á Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum er fokið út í veður og vind. Trúverðugleikinn, sem var sterkur, er ekki upp á marga fiska. 20.11.2008 06:00
Listin að pirra fólk Ólafur Sindri Ólafsson skrifar Það er orðið ljóst, ef það var það ekki fyrir löngu, að hefðbundnar mótmælaaðgerðir skila engu á Íslandi. Borgaraleg óhlýðni er marklaust hugtak ef óhlýðnin veldur engum ama nema í besta falli nokkrum blaðamönnum sem fá yfir sig endurkast af jógúrtsulli á Alþingishúsið. Í gær kom fólk svo saman og myndaði skjaldborg utan um þinghúsið. Gallinn var sá að enginn var staddur í húsinu nema hópur skólabarna í kynnisferð. 20.11.2008 06:00
Hvað skulda útgerðarfyrirtæki? Það er mjög mikilvægt að fá að vita hver staðan er í sjávarútvegi hér á landi, til þess að gera sér grein fyrir ástandi mála. Hvorki sjávarútvegsráðherra né framkvæmdastjóri LÍÚ virðast þess umkomnir að veita svör við þessari spurningu, en ég hefi margsinnis spurt ráðherra á þinginu en sá hinn sami komið sér hjá svörum. 20.11.2008 05:00
Aðsteðjandi krónubréfavandi Eigendur krónubréfa bíða nú tækifæris að flytja ca 400 milljarða króna úr landi á gengi sem verður langtum óhagstæðara en markaðsgengi í ágústbyrjun (ca $1=80 kr.). Af líkum má ráða að trúverðugleika íslenzkra stjórnvalda og hagstjórnarstefnu þeirra bíði hliðstætt gengishrun meðal krónubréfafjárfesta eftir opnun gjaldeyrisviðskipta. 20.11.2008 04:00
Bankastjórnin eða ríkisstjórnin Steinunn Stefánsdóttir skrifar Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, flutti ræðu á morgunfundi Viðskiptaráðs í gær. Ræðu seðlabankastjórans var beðið með mikilli eftirvæntingu og um fátt meira rætt í gær, eins og vænta mátti enda hefur formaður stjórnar Seðlabanka Íslands ekki svarað þeirri gagnrýni sem bankinn hefur sætt síðan í fyrstu viku bankakreppunnar. 19.11.2008 09:53
Undir þann græna hlíða Einar Már Jónsson skrifar Einn af þeim forkólfum franskra sósíalista sem Nikulás Sarkozy reyndi að veiða í sitt net eftir að hann var kjörinn forseti, var Dominique Strauss-Kahn, og var honum boðið að verða yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 19.11.2008 06:00
Dagur eftir þennan dag Á laugardaginn sótti ég fund í Iðnó um framtíðina og labbaði út á Austurvöll þar á eftir til að skynja mótmælin og hug hins almenna borgara. Enda þótt ég sitji á þingi, deili ég áhyggjum og kvíða með öllu því fólki, sem vill fá svör og viðbrögð gagnvart því sem við blasir. Að því leyti erum við öll á sama báti og það eykur á óvissuna að heyra og lesa látlaust neikvæðar fréttir og frásagnir af erfiðleikum og áföllum. 19.11.2008 06:00
Skorpuþjóðin Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Á sjöunda áratugnum gekk síldin um Íslandsmið sem aldrei fyrr. Búinn ASDIC-fiskleitartækjum og kraftblökkum mætti íslenski flotinn henni og hreinsaði hana upp. Með öllu. Veiðin fór úr 770 þúsund tonnum árið 1966 í síldveiðibann árið 1972. En síldin var í okkar lögsögu og við vorum því í fullum rétti. 19.11.2008 06:00
Grænar ferðir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Í gær var samþykkt einróma í borgarstjórn stefna borgarinnar í samgöngumálum starfsmanna og fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar. Grænar ferðir er stefna sem hefur áhrif á ferðamáta starfsmanna borgarinnar. Reykjavíkurborg vill með þessu sýna fordæmi með því að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi sinni. 19.11.2008 05:00
Þriðju stoðinni slegið upp á ný Undanfarið hefur borið á umræðu um sprotafyrirtæki og mikilvægi þess að styrkja atvinnulífið. Í þeim efnum er vert að koma á framfæri nokkrum þáttum um hugbúnaðariðnaðinn. 19.11.2008 04:00
Hagvöxtur og hamingja Þóra Helgadóttir skrifar Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri. 19.11.2008 00:01
Traust þarf að ríkja á stjórn efnahagsmála Óli Kristján Ármannsson skrifar Hér á landi sáðu stjórnvöld til útrásar og uppbyggingar atvinnugreinar á alþjóðavísu í fjármálageira. Hér var stefnt að því að koma upp alþjóðlegri fjármálamiðstöð og fagnað var þróttmiklum vexti bankanna og skatttekjunum sem starfsemi fjármálageirans færði þjóðarbúinu. Núna standa eftir rústirnar einar af þessari uppbyggingu. 19.11.2008 00:01
Gömlu gildin Þorsteinn Pálsson skrifar Trúlega hafa flestir fundið til einveru þjóðarinnar síðustu vikur. Sú spurning varð áleitin hvort allar gömlu vinaþjóðirnar hefðu snúið við okkur bakinu. Hin hliðin á þeim peningi sýndi jafnvel erfiðara íhugunarefni. Mátti vera að okkur hefði borið af leið í samskiptum við aðrar þjóðir? 18.11.2008 05:00
Blind og geld Karen D. Kjartansdóttir skrifar í október var Davíð Oddsson seðlabankastjóri spurður að því í Kastljósi hvort til greina kæmi að hann léti af embætti. Því svaraði Davíð: „Það hefur enginn nefnt það við mig en ég hef bara svona séð þetta en ef ég teldi mig hafa unnið til þess þá væri það sjálfsagt." 18.11.2008 06:00
Lán eða lýðræði? Sverrir Jakobsson skrifar Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðum íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og þeim skilmálum sem munu fylgja láni frá sjóðnum. 18.11.2008 06:00
Ný þöggunarstefna? Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar Skyndilega er farið að glitta í þöggunarstefnu í umræðunni um Ísland og Evrópu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að efna til vinnu á vegum nefndar sem skoðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu, þá bregst annar ritstjóra Fréttablaðsins, Jón Kaldal, svo við að hann nefnir það fum og máttleysi. Hans sjónarmið er greinilega það að umræða um Evrópumálin eigi ekki að fara fram með lýðræðislegum og opnum hætti. 18.11.2008 00:01
Wa-Mu aðferðin Björn Ingi Hrafnsson skrifar Tilkynnt var í gær, vonum seinna, um samkomulag við Breta, Hollendinga og aðrar þjóðir Evrópusambandsins um lyktir Icesave-málsins, einhverrar harðvítugustu milliríkjadeilu í sögu þjóðarinnar. 17.11.2008 03:00
Með strætó í sumarfrí Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Hversvegna eru ekki jólin sérhvern dag, sérhvert andartak, eins og fallegt lag?" söng Björgvin Halldórsson svo eftirminnilega um árið og svaraði eigin spurningu í næstu andrá: „Þá yrðu jólin bara hversdagsleg og sljó, engin hátíðarblær, enginn friður og ró". 17.11.2008 06:00
Frestarinn Guðmundur Andri Thorssin skrifar Ég man eftir snjöllum pistli hjá Þráni Bertelssyni í útvarpinu í gamla daga þar sem hann gerði þá játningu að hann væri „frestari", geymdi það til morgundagsins sem betur væri gert í dag. Margir hlustendur sáu sjálfa sig í lýsingu Þráins - og vissulega ég. 17.11.2008 06:00
Siðfræði Kauphallarinnar Ögmundur Jónasson skrifar Ögmundur Jónasson skrifar um nýju bankaráðin 17.11.2008 05:00
Ástæða til að næra reiðina Jón Kaldal skrifar Eins og margir hafa bent á felast fjölmörg tækifæri í því upplausnarástandi sem nú ríkir. Eitt það stærsta, fyrir hvern og einn, er að líta í eigin barm og hugleiða möguleika sína til að hafa áhrif á hvernig samfélag rís upp úr þeim ruslahaug sem stefna síðustu sautján ára hefur skilið eftir sig. 16.11.2008 06:00
Litlir sigrar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sú ákvörðun að segja Bretum að við kærum okkur ekki um þeirra nærveru hér á landi með svokölluðu loftrýmiseftirliti var góð og reyndar nauðsynleg. Þó að þessi yfirlýsing sé kannski í sjálfu sér ekki stóra málið í okkar miklu og þungu vandamálum er þetta engu að síður atriði fyrir sálartetrið. 16.11.2008 06:00
Hver á að segja af sér? Óhætt er að segja að fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson, hafi brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu með afsögn sinni sem þingmaður þann 11. nóvember 2008. 15.11.2008 06:00
Finnska leiðin og heilbrigðisþjónusta María Bragadóttir skrifar Ísland er lítið land. Við erum stolt þjóð og dugleg, en þurfum engu að síður að vera raunsæ. Við getum einfaldlega ekki verið best í öllu. Við verðum að greina styrkleika okkar og ákveða hvert við viljum beina kröftum okkar. 15.11.2008 06:00
Óvissuferð Jónína Michaelsdóttir skrifar Á síðustu árum hefur berlega komið í ljós að leikjagleði eldist ekki af fólki. Óvissuferðir hafa til dæmis færst í vöxt og eru með ýmsu móti. Þær geta endað í berjamó, leikhúsi í Lundúnum, sundlaug í nágrannabæ, hestaferð, eða á sólarströnd. 15.11.2008 06:00
Er hetja á Alþingi? Við lýðræðislegar kosningar framselja menn rétt sinn til að stjórna samfélaginu til annarra, og þessir aðrir eru upp frá því ábyrgir fyrir hinu framselda valdi. Kjósandinn framselur sína ábyrgð á að stjórna að miklum hluta til þess sem er í framboði. 15.11.2008 06:00
Núna Guðmundur Steingrímsson skrifar Sá erkisnillingur Barack Obama fékk mig til þess að fá undarlegt ofnæmi í augun - vil ég meina - um miðja nótt nú í byrjun nóvember, þannig að ég táraðist óhóflega. Þetta gerðist rétt í þann mund þegar Obama gekk ásamt konu sinni og börnum inn á sviðið í Chicago, nýkjörinn forseti frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna sinna. 15.11.2008 06:00
Brot á stjórnarskrá Verðtryggðar skuldir heimilanna eru nú rúmir 1.400 milljarðar króna og hækka um tugi milljarða um hver mánaðamót. Seðlabankinn spáir að verðbólga aukist enn og fari yfir 20% í upphafi næsta árs. 15.11.2008 06:00
Þjóðréttarlegar skuldbindingar Ríkisstjórn Íslands hefur lýst því yfir að innstæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verði tryggðar að fullu. 15.11.2008 06:00
Nútímaleg lausn Mikil tíðindi felast í niðurstöðu samráðshóps um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Sú sátt sem náðist um niðurstöðuna bindur enda á áratugalangar deilur um gatnamótin. Margar útfærslur hafa verið kynntar fyrir borgarbúum og mislæg gatnamót á þessum stað hafa rokkað inn og út af aðalskipulagi, eftir því hvaða flokkar hafa verið við völd. 15.11.2008 06:00
Þjóðarumræða Þorsteinn Pálsson skrifar Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til landsfundar í janúarlok til þess að taka ákvörðun um afstöðuna til Evrópusambandsins. Segja má að þessi ákvörðun komi vonum seinna. Hún er málefnalegt og gott skref. Niðurstaðan er ekki gefin. 15.11.2008 06:00
Grundvöllur lýðræðis Þegar allt er komið á hvolf í íslensku samfélagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfirvalda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september. 15.11.2008 06:00
Mitt framlag í aðgerðarpakka Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Mér líður eins og ljóni í búri. Allt er á hreyfingu, hreyfingu niður á við. Mér líður eins og ljóni í búri vegna þess að ég hef næga orku til athafna en finns ég ekki vera í aðstöðu til að gera nokkurn skapaðan hlut. 14.11.2008 15:35
Íslenska til alls Steinunn Stefánsdóttir skrifar Dagur íslenskrar tungu er á sunnudaginn, 16. nóvember. Á Málræktarþingi þann dag verður Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur afhent ritið Íslenska til alls. Það hefur að geyma tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu en það er einmitt eitt af hlutverkum Íslenskrar málnefndar samkvæmt lögum að vinna að slíkum tillögum. 14.11.2008 08:47
Spjöld sögunnar Bergsteinn Sigurðsson skrifar Á mánudag kom sonur minn átta ára heim með hrúgu af myndaspjöldum með andlitum sem ég kannaðist við úr sjónvarpinu. „Hvað er þetta?" spurði ég. „Hagfræðingaspjöld," svaraði hann. Við skiptumst á þeim í skólanum." „Svona eins og körfuboltaspjöldum?" 14.11.2008 07:00
Bakkafullur lækur Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Það er öng og þröng í hugunum. Fátt, lítið sem ekkert, til gleði í þjóðarranni. Ráðamenn svo hnípnir þá sjaldan þeir sjást að raun er á að líta. Öll ráð virðast þeim fjarri. Langir bálkar birtast í fjölmiðlum þar sem raktar eru spurningar sem almenningur vill fá svör við, spurningar sem eru brýnar og varða almenningsheill og engin svör fást við. 13.11.2008 06:00
Lífið er einfalt Dr. Gunni skrifar Ég hef hugsað alltof mikið undarnfarnar vikur. Ég hef satt að segja hugsað mig í spað. Það væri kannski allt í lagi ef ég hefði verið að hugsa um eitthvað skemmtilegt, en svo er nú aldeilis ekki. Hugsanirnar snúast flestar um fjármál, leiðinlegasta umhugsunarefni í heimi. 13.11.2008 06:00
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun