Fleiri fréttir

Forneskjutaut á Alþingi

Það kemur ekki á óvart að hinir venjulegu talsmenn kyrrstöðu á Alþingi skuli finna þróuninni allt til foráttu. En það er einkennilegt að forneskjutautið skuli eiga jafn víðtækan hljómgrunn meðal stjórnarandstæðinga og umræður í þinginu á fimmtudaginn sýndu. .

Heimavinna og verkfall

<strong><em>Kennaraverkfall - Ásta Möller</em></strong> Skilningur og stuðningur almennings og samfélagsins í heild fyrir réttmætum kröfum viðkomandi stéttar er eitt öflugasta tækið í kjarabaráttunni og getur skipt sköpum um niðurstöðu. 

Efast um árangur sýndarverkfalla

<strong><em>Sýndarverkföll - Ragnhildur L. Guðmundsdóttir</em></strong> Í umræðu síðustu vikna hefur heyrst að kennarastéttin ætti að taka sér til fyrirmyndar aðferðir verkafólks í vinnudeilu!

Himininn er að hrynja, hæna mamma

<strong><em>Kennaraverkfall - Elín G. Ólafsdóttir</em></strong> Samninganefnd sveitarfélaga mætir þéttum vegg samherja sem ekki þekkist heimboð lágfótu. Að leggja niður vinnu er þungbær ákvörðun.

Vond landkynning

Um miðjan áttunda áratuginn blöskraði Bandaríkjastjórn svo hótanir og kröfugirni íslenskra stjórnvalda að hún íhugaði í alvöru að segja upp varnarsamningi landanna og lét jafnframt með leynd kanna hvort hægt væri að halda uppi vörnum og eftirliti á Norður-Atlantshafi án liðveislu Íslendinga.

Frændur og vinir

Miðbaugs-Gínea heitir land og var spænsk nýlenda í 190 ár og hefur verið sjálfstætt ríki síðan 1968. Obiang Nguem Mbasogo forseti hefur stjórnað þessu litla landi í vestanverðri Afríku með harðri hendi síðan 1979, en það ár rændi hann völdunum af blóði drifnum frænda sínum í vopnaðri uppreisn.

Gæti veikt öryggi Íslands

<strong><em>Ísland og öryggisráðið - Jóhann M. Hauksson</em></strong> Ísland sækir nú um setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Nokkrar ástæður eru gefnar fyrir því, og stenst engin þeirra nánari skoðun. Því getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að raunverulegar ástæður þessarar stefnu séu aðrar en þær sem gefnar eru upp.

Hætt að krefjast ábyrgðarmanna

<strong><em>Námslán - Björgvin G. Sigurðsson</em></strong> Samfylkingin leggur fram mörg menntamál á þinginu nú í haust. Til að mynda um eflingu starfsnáms og styttri námsbrauta, nýtt tækifæri til náms fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu að baki og um róttækar og réttlátar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Ekki lifað á meðaltölum

<strong><em>Lífeyrismál eldri borgara - Benedikt Davíðsson, Ólafur Ólafsson, Einar Árnason</em></strong> Greinar okkar um skattbyrði og kaupmátt hafa snúist um raunverulega stöðu um 25-30% hinna tekjulægstu ellilífeyrisþega en ekki þá sem hafa miklar aðrar tekjur eða um framtíðarsýn næstu kynslóða ellilífeyrisþega. Svör um meðaltöl og betri tíma annarra síðar duga þeim skammt sem nú þurfa að lifa á lægri tekjum.

Afleiðingar sýndarverkfalla

<strong><em>Kennaradeildan - Kristinn Þór Jakobsson</em></strong> Sýndarverkfall er ekki nýtt af nálinni eins og ég get um í fyrri grein minni um sama efni (Fréttablaðið 2. feb. 2004). Sýndarverkföll hafa verið reynd bæði á Ítalíu og Bandaríkjunum með afar jákvæðri niðurstöðu, þvert á það sem þessi úrilli kennari gefur sér.

Sauðvitlausir fulltrúar fólksins

Eiríkur lýsir því hvernig sveitarstjórnir landsins glæptust til að taka að sér grunnskólann - létu ríkið plata sig vill hann meina. Lýsingar Eiríks á samningaviðræðunum þar sem þetta gerðist eru heldur betur skrautlegar....

Össur, Guðni og JBH í Silfri

Össur Skarphéðinsson, Guðni Ágústsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Jacques Juillard eru meðal gesta í Silfrinu á sunnudag. Einhverjir fleiri munu svo bætast við þetta einvalalið....

Skjöl og gögn í dagsljósið

Taka ber undir með stjórnarandstöðunni á Alþingi að leggja ber fram "öll gögn stjórnvalda um Íraksmálið, þar með taldar fundargerðir, minnisblöð og greinargerðir, sem varpað geta ljósi á þetta ferli", eins og það er orðað í þingsályktunartillögunni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að sambærileg gögn bandarískra og breskra stjórnvalda hafa verið gerð opinber.

Í skugganum af Davíð

Íslenskir listamenn líta á heiminn sem sinn starfsvettvang. Það eru líklega ekki mörg samfélög á jörðinni sem hafa hagnast eins mikið á hnattvæðingu síðustu áratuga og það íslenska.

Alþjóðlegur beinverndardagur

<strong><em>Beinvernd - Halldóra Björnsdóttir</em></strong> Sjúkdómurinn er stundum nefndur "hinn þögli faraldur" vegna þess að einkenni hans koma oft ekki í ljós fyrr en við beinbrot.

Kosið um laun kennara

<strong><em>Laun kennara - Marta Daníelsdóttir</em></strong> Svo virðist sem mikil tregða sé fyrir hendi hjá sveitarfélögum að ganga til samninga við kennara og ríkisstjórnin kemur ekki enn að þessu erfiða máli.

Ákaflega jákvætt skref

"Það að sé hægt að nálgast þáttinn á vefnum er bara tærasta snilld," skrifar Sigfús Þ. Sigmundsson og lofar gæðin á vefsjónvarpinu...

Repúblikanar og demókratar á Fróni

Íslensk stjórnmál eru svo langt til vinstri við allt sem tíðkast í Bandaríkjunum að erfitt er að taka það alvarlega þegar fólk hér fer að leika repúblikana  og demókrata. Mér skilst að menn hafi samt verið að skipast í slíkar fylkingar á fundi sem ungir sjálfstæðismenn héldu um síðustu helgi....

Tifandi tímasprengja

<em><strong>Flutningar - Sigurður Steinþórsson nemi</strong></em> Er það framtíðarsýn okkar að nokkrir stórir vörubílar með tengivagn hlaðnir flugvélabensíni fari um götur bæjarinns á degi hverjum?

Um sjálfhverfa þingmenn

Valgerður Bjarnadóttir skrifar

Það kæmi mér ekki á óvart að einhvern tímann kæmi í ljós að það er kannski helsti styrkur stjórnarandstöðunnar núna að einn sterkasti leiðtogi hennar er ekki á þingi.

Hugrekki til að fara nýjar leiðir

Ástæða er til að óska Samfylkingarfólki til hamingju með að þora að setja fram djarfar tillögur. Ekki er ósennilegt að í einhverjum öðrum stjórnmálaflokki hefðu menn fyrst viljað vita hvort leiðtogarnir gæfu grænt ljós á óhefðbundnar hugmyndir en hér virðast menn ekki hafa verið haldnir slíkri bælingu.

Iðrunarför ritstjóra til Liverpool

Johnson sagði að efnahagsleg hnignun og það hversu háðir borgarbúar séu velferðarkerfinu hafi gert sálarlíf þeirra ókræsilegt. Hvenær sem þeir hafi tækifæri til líti borgarbúar á sig sem fórnarlömb...

Sóknarfæri fyrir Samfylkinguna

Staða Samfylkingarinnar nú minnir um margt á Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1988 til 1991. Flokkurinn var þá utan ríkisstjórnar, togstreita var innan hans um forystuna, en hann reyndi að skapa sér sóknarfæri með áherslu á málefnavinnu og harðri stjórnarandstöðu á Alþingi.

Þegar Rússarnir komu...

Kannski er brýnasta pólitíska verkefni okkar um þessar mundir að reyna að fá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ofan af því að reyna með öllum ráðum að tosa hingað til okkar "stríðið gegn hryðjuverkum".

Þá hlógu sjálfstæðismenn

<strong><em>Framsóknarflokkurinn - Albert Jensen</em></strong> Langt er síðan þjóðin vissi að heitasta ósk formanns Framsóknar, var að verða forsætisráðherra. Þá ósk lofaði formaður Sjálfstæðisflokksins að uppfylla, en með ströngum skilyrðum. Þau voru kosningabandalag og afsal ráðuneytis.

Má stofna skóla ef hann er ekki skóli?

<strong><em>Rekstur skóla - Eiríkur Örn Brynjólfsson</em></strong> Ráðuneytið gerir sem sagt ekki athugasemd við skóla sem er ekki skóli samkvæmt lögunum. Þvílík rökhugsun! Þvílík leikfimi hugans!

Skítakaffi og Svínastíur

Fyrir nokkrum árum var þetta ógæfulið flæmt af Keisaranum, skuggalegri búllu á Hlemmi, og niður í sjálft hjarta miðbæjarins. Búllunni var lokað. Hún þótti spilla ásýnd Hlemmsins. Nú heldur það til á stað sem er steinsnar frá Austurvelli, Alþingishúsinu, Dómkirkjunni og Ráðhúsinu.

Skert sumarfrí vegna verkfallsins

<strong><em>Kennaraverkfallið - Laufey Birgisdóttir</em></strong> Það er alveg óþolandi hvernig þessu verkfall hefur verið þrengt inn í líf foreldra og barna og mun hafa bein áhrif fram á næsta sumar og óbein áhrif í mörg ár.

Forsetaembættið

<strong><em>Sigríður Dögg Auðunsdóttir</em></strong>

Að viðhalda óttanum

Við hér á Íslandi og í Evrópu munum seint geta skilið þennan ótta því það er ekki verið að ala hann upp í okkur með því að stjórna lífinu með litum; gulum, appelsínugulum, rauðum. Viðvörun um þó nokkra hættu á hryðjuverkaárás er orðið normið. Ástandið hefur ekki verið grænt, hvað þá blátt, um langt skeið. </font /></b />

Silfrið - Jón Baldvin næst

Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, ætlar að vera gestur í Silfri Egils um næstu helgi. Annar maður stórmerkur verður einnig gestur í þættinum. Það er franski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Jacques Juillard...

Óhefðbundnar lækningar

<em><strong>Orkunámskeið Cane-hjónanna - Bergur Björnsson</strong></em> Ég leyfi mér að efast um að fjölskyldur hafi sundrast vegna þessa námskeiðs - orsakir þeirrar sundrungar tel ég að hljóti að vera annars eðlis

Hagsmunir og hugsjónir

Þarna voru flennistórar myndir af starfsfólki sjónvarpsstöðvarinnar í árdaga - þarmeðtalið allnokkrar af sjálfum mér - og lýsingar á samkvæmislífi starfsmanna. Gott ef ekki var minnst á orgíur. Ég sótti nokkur partí hjá Skjá einum á þessum tíma en man samt ekki eftir að hafa lent í stóðlífi.

Hörkulið í Silfrinu á sunnudag

Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Mikael Torfason ritstjóri DV. Að auki kemur í þáttinn Kristinn R. Ólafsson, hinn nafntogaði fréttaritari Útvarpsins á Spáni.

Að spyrja barnalegrar spurningar

<em><strong>Kennaraverkfallið - Þorgrímur Gestsson</strong></em> Guðmundur Steingrímsson á skilið heiður fyrir að þora að spyrja eins og barnið sem sá að keisarinn var í engum fötum.

Sleggjudómar um kennaramenntun

<strong><em>Menntun kennara - Elín Thorarensen</em></strong> Flogið hefur fyrir að lágt brottfall úr kennaranámi staðfesti að námið sé léttvægt og ekki sambærilegt við nám t.d. í lögfræði þar sem brottfall er verulegt.

Þjóðernisöfgar á Íslandi

<strong><em>Innflytjendur - Eiríkur Bergmann Einarsson</em></strong> Sem betur fer hafa þjóðernisöfgasinnar ekki enn náð að festa djúpar rætur á Íslandi þótt nokkrir kjánar hafi stundum flotið upp á yfirborðið með einhverju asnalegu rasistarausi a la Glistrup og Hagen.

Stjórnin finni til ábyrgðar

Sveitarfélögin tókust á hendur gríðarlegt verkefni þegar grunnskólinn var fluttur til þeirra. Samhliða hefur staðið yfir ferli sem leiða á til fækkunar og stækkunar sveitarfélaganna. Flutningur grunnskólans ýtti á eftir þessari þróun þar sem smærri sveitarfélög réðu einfaldlega ekki við verkefnið. </font /></b />

Markaðir hækka ekki endalaust

Þátttaka í hlutabréfaviðskiptum getur verið arðsöm iðja fyrir þá sem eru skynsamir, þolinmóðir og heppnir. Þeir sem sjá hlutabréfamarkaðinn sem tækifæri til skjótfengins gróða enda hins vegar gjarnan í sömu sporum og þeir sem halda að þeir geti haft lífsviðurværi af spilakössum.

Krossmark á hvítum vegg

Öfugt við boðorð miðaldariddara stjórnarliðsins kemur í ljós að sveigjanleiki og samtal eru til vitnis um styrk, en ekki veikleika. Ríkisstjórnin lýtur nú nýrri forustu og eftir höfðinu dansa limirnir.

Algjörlega óviðunandi

Ef ekki verða þáttaskil í byrjun næstu viku stendur ríkisstjórnin frammi fyrir tveimur kostum, að binda enda á verkfallið með lagasetningu eða útvega sveitarfélögunum aukið fé til að þau geti samið við kennara. </b />

Öfugur Berlusconi

Hér er að skapast Berlusconiástand með öfugum formerkjum. Harðsvíruð lítil klíka, sem lengi hefur verið við völd og hrært saman hinu þrískipta valdi í eina kös, hefur lengi stefnt að því að ná jafnframt fjölmiðlunum einnig í sínar hendur. <strong><em></em></strong>

Sjá næstu 50 greinar