Má stofna skóla ef hann er ekki skóli? 18. október 2004 00:01 Órannsakanlegir eru vegir menntamálaráðuneytisins. Iðulega hef ég orðið hugsi yfir því sem þaðan kemur en nýjasta útspilið tekur út yfir allan þjófabálk. Fyrst er pínulítil forsaga.Veðurfræðingur nokkur stofnar skóla vestur í bæ. Reyndar er gott að hann býr ekki á Melunum eð því þá hefði hann líklega stofnað Melaskóla upp á nýtt. Ég tek það fram að ég ætla ekki að fjalla um starfsemina sem slíka en verð þó að benda skólastjóranum á að íslenskukennsla felst ekki bara í að láta börn læra utan að Eldgamla Ísafold og málfræði. Ég hef kennt íslensku í grunn- og framhaldskólum í Reykjavík í hátt á þriðja áratug og svona námskrá er náttúrulega bull, herra skólastjóri. Jæja. Svo kemur aðalatriðið. Menntamálaráðherra fréttir af þessum skóla og sendir vaska sveit kontórista til að rannsaka málið. Niðurstaða þessarar vetttvangsathugunar er alger perla. Hún er í stuttu máli sú að þarna sé allt í finasta lagi vegna þess að þetta sé alls ekki skóli samkvæmt grunnskólalögum. Ráðuneytið gerir sem sagt ekki athugasemd við skóla sem er ekki skóli samkvæmt lögunum. Þvílík rökhugsun! Þvílík leikfimi hugans! Hér er vitaskuld um slík tímamót að ræða að jafnast á við merkustu viðburði íslandssögunnar. Hér er líka loks komið tækifæri fyrir almenning. Í samræmi við þetta gæti ég til að mynda stofnað banka, hann gæti heitið Björgúlfsbankinn eða KR-bankinn. Þessi nöfn bý til í gamni, en það er vitaskuld til dobía af gömlum ónýtum bankanöfnum sem mætti hugsa sér að nota. Svo fer ég í ró og næði að taka við peningum frá fólki og fjárfesta og græða á tá og fingri. Þegar svo fjármálaeftirlitið kemur í heimsókn þá segi ég: Nei, strákar mínir. Þið hafið ekkert hér að gera. Þetta er nefnilega ekki banki samkvæmt bankalögunum. Og mér er heimilt að stofna banka án leyfis svo fremi hann sé ekki banki að lögum Það má líka hugsa sér minna umstang og einfaldlega setja TAXI merki á bílinn sinn og fara að harka niðrí bæ. Þetta mætti heita Leigubílastöðin Blöndungur eða Ruglingur. Og svo þegar þar til bær yfirvöld koma að skoða starfsemina þá segir maður bara: Nei, elskurnar mínar. Þetta kemur ykkur ekkert við. Þetta er nefnilega alls ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Og ég má stofna leigubílastöð svo fremi hún sé ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Svo gætu nokkrir grunnskólakennarar stofnað menntamálaráðuneyti og farið að gefa út allskonar námskrár. Einn gæti orðið menntamálaráðherra og farið niðrá þing að bulla eins og kallarnir og kellingarnar gera þar. Og svo þegar einhver kall kemur að rannsaka málið þá segja bara kennararnir: Hí á þig, þetta kemur þér ekkert við vegna þess að samkvæmt lögum um stjórnarráðið er þetta ekki menntamálaráðuneyti. Heldur bara plat-menntamálaráðuneyti!! Segið svo að það sé ekki gaman að eiga heima á Íslandi? Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Sjá meira
Órannsakanlegir eru vegir menntamálaráðuneytisins. Iðulega hef ég orðið hugsi yfir því sem þaðan kemur en nýjasta útspilið tekur út yfir allan þjófabálk. Fyrst er pínulítil forsaga.Veðurfræðingur nokkur stofnar skóla vestur í bæ. Reyndar er gott að hann býr ekki á Melunum eð því þá hefði hann líklega stofnað Melaskóla upp á nýtt. Ég tek það fram að ég ætla ekki að fjalla um starfsemina sem slíka en verð þó að benda skólastjóranum á að íslenskukennsla felst ekki bara í að láta börn læra utan að Eldgamla Ísafold og málfræði. Ég hef kennt íslensku í grunn- og framhaldskólum í Reykjavík í hátt á þriðja áratug og svona námskrá er náttúrulega bull, herra skólastjóri. Jæja. Svo kemur aðalatriðið. Menntamálaráðherra fréttir af þessum skóla og sendir vaska sveit kontórista til að rannsaka málið. Niðurstaða þessarar vetttvangsathugunar er alger perla. Hún er í stuttu máli sú að þarna sé allt í finasta lagi vegna þess að þetta sé alls ekki skóli samkvæmt grunnskólalögum. Ráðuneytið gerir sem sagt ekki athugasemd við skóla sem er ekki skóli samkvæmt lögunum. Þvílík rökhugsun! Þvílík leikfimi hugans! Hér er vitaskuld um slík tímamót að ræða að jafnast á við merkustu viðburði íslandssögunnar. Hér er líka loks komið tækifæri fyrir almenning. Í samræmi við þetta gæti ég til að mynda stofnað banka, hann gæti heitið Björgúlfsbankinn eða KR-bankinn. Þessi nöfn bý til í gamni, en það er vitaskuld til dobía af gömlum ónýtum bankanöfnum sem mætti hugsa sér að nota. Svo fer ég í ró og næði að taka við peningum frá fólki og fjárfesta og græða á tá og fingri. Þegar svo fjármálaeftirlitið kemur í heimsókn þá segi ég: Nei, strákar mínir. Þið hafið ekkert hér að gera. Þetta er nefnilega ekki banki samkvæmt bankalögunum. Og mér er heimilt að stofna banka án leyfis svo fremi hann sé ekki banki að lögum Það má líka hugsa sér minna umstang og einfaldlega setja TAXI merki á bílinn sinn og fara að harka niðrí bæ. Þetta mætti heita Leigubílastöðin Blöndungur eða Ruglingur. Og svo þegar þar til bær yfirvöld koma að skoða starfsemina þá segir maður bara: Nei, elskurnar mínar. Þetta kemur ykkur ekkert við. Þetta er nefnilega alls ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Og ég má stofna leigubílastöð svo fremi hún sé ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Svo gætu nokkrir grunnskólakennarar stofnað menntamálaráðuneyti og farið að gefa út allskonar námskrár. Einn gæti orðið menntamálaráðherra og farið niðrá þing að bulla eins og kallarnir og kellingarnar gera þar. Og svo þegar einhver kall kemur að rannsaka málið þá segja bara kennararnir: Hí á þig, þetta kemur þér ekkert við vegna þess að samkvæmt lögum um stjórnarráðið er þetta ekki menntamálaráðuneyti. Heldur bara plat-menntamálaráðuneyti!! Segið svo að það sé ekki gaman að eiga heima á Íslandi? Höfundur er kennari
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar