Má stofna skóla ef hann er ekki skóli? 18. október 2004 00:01 Órannsakanlegir eru vegir menntamálaráðuneytisins. Iðulega hef ég orðið hugsi yfir því sem þaðan kemur en nýjasta útspilið tekur út yfir allan þjófabálk. Fyrst er pínulítil forsaga.Veðurfræðingur nokkur stofnar skóla vestur í bæ. Reyndar er gott að hann býr ekki á Melunum eð því þá hefði hann líklega stofnað Melaskóla upp á nýtt. Ég tek það fram að ég ætla ekki að fjalla um starfsemina sem slíka en verð þó að benda skólastjóranum á að íslenskukennsla felst ekki bara í að láta börn læra utan að Eldgamla Ísafold og málfræði. Ég hef kennt íslensku í grunn- og framhaldskólum í Reykjavík í hátt á þriðja áratug og svona námskrá er náttúrulega bull, herra skólastjóri. Jæja. Svo kemur aðalatriðið. Menntamálaráðherra fréttir af þessum skóla og sendir vaska sveit kontórista til að rannsaka málið. Niðurstaða þessarar vetttvangsathugunar er alger perla. Hún er í stuttu máli sú að þarna sé allt í finasta lagi vegna þess að þetta sé alls ekki skóli samkvæmt grunnskólalögum. Ráðuneytið gerir sem sagt ekki athugasemd við skóla sem er ekki skóli samkvæmt lögunum. Þvílík rökhugsun! Þvílík leikfimi hugans! Hér er vitaskuld um slík tímamót að ræða að jafnast á við merkustu viðburði íslandssögunnar. Hér er líka loks komið tækifæri fyrir almenning. Í samræmi við þetta gæti ég til að mynda stofnað banka, hann gæti heitið Björgúlfsbankinn eða KR-bankinn. Þessi nöfn bý til í gamni, en það er vitaskuld til dobía af gömlum ónýtum bankanöfnum sem mætti hugsa sér að nota. Svo fer ég í ró og næði að taka við peningum frá fólki og fjárfesta og græða á tá og fingri. Þegar svo fjármálaeftirlitið kemur í heimsókn þá segi ég: Nei, strákar mínir. Þið hafið ekkert hér að gera. Þetta er nefnilega ekki banki samkvæmt bankalögunum. Og mér er heimilt að stofna banka án leyfis svo fremi hann sé ekki banki að lögum Það má líka hugsa sér minna umstang og einfaldlega setja TAXI merki á bílinn sinn og fara að harka niðrí bæ. Þetta mætti heita Leigubílastöðin Blöndungur eða Ruglingur. Og svo þegar þar til bær yfirvöld koma að skoða starfsemina þá segir maður bara: Nei, elskurnar mínar. Þetta kemur ykkur ekkert við. Þetta er nefnilega alls ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Og ég má stofna leigubílastöð svo fremi hún sé ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Svo gætu nokkrir grunnskólakennarar stofnað menntamálaráðuneyti og farið að gefa út allskonar námskrár. Einn gæti orðið menntamálaráðherra og farið niðrá þing að bulla eins og kallarnir og kellingarnar gera þar. Og svo þegar einhver kall kemur að rannsaka málið þá segja bara kennararnir: Hí á þig, þetta kemur þér ekkert við vegna þess að samkvæmt lögum um stjórnarráðið er þetta ekki menntamálaráðuneyti. Heldur bara plat-menntamálaráðuneyti!! Segið svo að það sé ekki gaman að eiga heima á Íslandi? Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Órannsakanlegir eru vegir menntamálaráðuneytisins. Iðulega hef ég orðið hugsi yfir því sem þaðan kemur en nýjasta útspilið tekur út yfir allan þjófabálk. Fyrst er pínulítil forsaga.Veðurfræðingur nokkur stofnar skóla vestur í bæ. Reyndar er gott að hann býr ekki á Melunum eð því þá hefði hann líklega stofnað Melaskóla upp á nýtt. Ég tek það fram að ég ætla ekki að fjalla um starfsemina sem slíka en verð þó að benda skólastjóranum á að íslenskukennsla felst ekki bara í að láta börn læra utan að Eldgamla Ísafold og málfræði. Ég hef kennt íslensku í grunn- og framhaldskólum í Reykjavík í hátt á þriðja áratug og svona námskrá er náttúrulega bull, herra skólastjóri. Jæja. Svo kemur aðalatriðið. Menntamálaráðherra fréttir af þessum skóla og sendir vaska sveit kontórista til að rannsaka málið. Niðurstaða þessarar vetttvangsathugunar er alger perla. Hún er í stuttu máli sú að þarna sé allt í finasta lagi vegna þess að þetta sé alls ekki skóli samkvæmt grunnskólalögum. Ráðuneytið gerir sem sagt ekki athugasemd við skóla sem er ekki skóli samkvæmt lögunum. Þvílík rökhugsun! Þvílík leikfimi hugans! Hér er vitaskuld um slík tímamót að ræða að jafnast á við merkustu viðburði íslandssögunnar. Hér er líka loks komið tækifæri fyrir almenning. Í samræmi við þetta gæti ég til að mynda stofnað banka, hann gæti heitið Björgúlfsbankinn eða KR-bankinn. Þessi nöfn bý til í gamni, en það er vitaskuld til dobía af gömlum ónýtum bankanöfnum sem mætti hugsa sér að nota. Svo fer ég í ró og næði að taka við peningum frá fólki og fjárfesta og græða á tá og fingri. Þegar svo fjármálaeftirlitið kemur í heimsókn þá segi ég: Nei, strákar mínir. Þið hafið ekkert hér að gera. Þetta er nefnilega ekki banki samkvæmt bankalögunum. Og mér er heimilt að stofna banka án leyfis svo fremi hann sé ekki banki að lögum Það má líka hugsa sér minna umstang og einfaldlega setja TAXI merki á bílinn sinn og fara að harka niðrí bæ. Þetta mætti heita Leigubílastöðin Blöndungur eða Ruglingur. Og svo þegar þar til bær yfirvöld koma að skoða starfsemina þá segir maður bara: Nei, elskurnar mínar. Þetta kemur ykkur ekkert við. Þetta er nefnilega alls ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Og ég má stofna leigubílastöð svo fremi hún sé ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Svo gætu nokkrir grunnskólakennarar stofnað menntamálaráðuneyti og farið að gefa út allskonar námskrár. Einn gæti orðið menntamálaráðherra og farið niðrá þing að bulla eins og kallarnir og kellingarnar gera þar. Og svo þegar einhver kall kemur að rannsaka málið þá segja bara kennararnir: Hí á þig, þetta kemur þér ekkert við vegna þess að samkvæmt lögum um stjórnarráðið er þetta ekki menntamálaráðuneyti. Heldur bara plat-menntamálaráðuneyti!! Segið svo að það sé ekki gaman að eiga heima á Íslandi? Höfundur er kennari
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar