Að spyrja barnalegrar spurningar 15. október 2004 00:01 Kennaraverkfallið - Þorgrímur Gestsson Guðmundur Steingrímsson, sá hnyttni og oft skarpskyggni pistlahöfundur, hitti naglann á höfuðið í sínum fasta pistli í Víðsjá á Rás 1 á miðvikudaginn, eitt sinn sem oftar. Hann benti á þá þverstæðu að veruleg hækkun á launum forstjóra, embættismanna, alþingismanna, lækna og margra annarra stétta hin síðari ár sé til marks um blómstrandi þjóðfélag. En þegar grunnskólakennarar fari fram á að þeirra laun hækki ætli allt um koll að keyra. Menn telji að það setji þjóðfélagið á annan endann. Guðmundur nálgaðist þetta mál með snilldarlegri aðferð sem hann hefur notað oft áður og mætti kenna við ævintýrið Nýju fötin keisarans. Hann benti á að þegar okkur er sagt að illa ári sé kreppa í þjóðfélaginu og þá megi ekki hækka laun almennings, fólk verði að sýna biðlund. Þegar svonefnd uppsveifla sé í efnahagslífinu megi ekki heldur hækka laun, það valdi þenslu og geti komið verðbólgunni af stað á ný. En þessi þensla fer ekki af stað við óopinbert launaskrið, hækkun hlutabréfa eða þegar einhver kaupir eða selur fyrirtæki fyrir tugi milljarða króna. Þensla verður ekki fyrr en einhver stétt launamanna, til dæmis kennarar, sendir samninganefnd sína á fund samninganefndar launagreiðendanna og krefst hærri launa. Þá er nefnilega auðvelt, eins og Guðmundur benti á, að margfalda saman launakröfur og fjölda félagsmanna og fá út óheyrilega upphæð, sem kollsiglir þjóðfélaginu áreiðanlega. Það gera hins vegar ekki til að mynda launahækkanir lækna undanfarin ár, sinnum fjöldi þeirra, launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins sinnum fjöldi þeirra eða stóraukinn hagnaður hluthafa í bönkum og verðbréfafyrirtækjum sinnum fjöldi þeirra. Guðmundur Steingrímsson á skilið heiður fyrir að þora að spyrja eins og barnið sem sá að keisarinn var í engum fötum. Blaða- og fréttamenn mættu taka hann sér til fyrirmyndar og spyrja spurninga sem gætu hugsanlega afhjúpað þeirra eigin fáfræði. En forsenda þess að fá svör er að spyrja eins og sá sem ekki veit. Í fréttatíma Útvarps, eftir Víðsjá, spurði fréttamaður fyrir norðan ekki dálítið einfeldningslegrar spurningar þegar skólafulltrúi á Akureyri þverneitaði því að launin sem hafa ekki verið greidd kennurum hafi þar með sparast. Skýringin var sú að launin hækkuðu væntanlega síðar og peningarnir væru einfaldlega lagðir inn á banka til að mæta því. En er þá ekki verið að spara til að geta greitt kennurum hærri laun þegar loksins hefur samist? Spyr sá sem ekki veit. Skólafulltrúinn benti líka á að það væri dýrt að reka skólahús þar sem ekki væri kennt. Skyldi það vera dýrara en þegar kennt er í húsunum? Meinti hann kannski að auðir skólar væru dýrir vegna þess að þar skapaðist enginn arður? Þá er náttúrlega ljóst að þessi arður hlýtur að vera menntun barnanna og sé unnt að meta hana til fjár eru það kennarar sem skapa þann arð. Segið svo að starf kennara sé ekki arðbært! Kennarar og nemendur allra skóla sameinist! Höfundur er fyrrverandi kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Kennaraverkfallið - Þorgrímur Gestsson Guðmundur Steingrímsson, sá hnyttni og oft skarpskyggni pistlahöfundur, hitti naglann á höfuðið í sínum fasta pistli í Víðsjá á Rás 1 á miðvikudaginn, eitt sinn sem oftar. Hann benti á þá þverstæðu að veruleg hækkun á launum forstjóra, embættismanna, alþingismanna, lækna og margra annarra stétta hin síðari ár sé til marks um blómstrandi þjóðfélag. En þegar grunnskólakennarar fari fram á að þeirra laun hækki ætli allt um koll að keyra. Menn telji að það setji þjóðfélagið á annan endann. Guðmundur nálgaðist þetta mál með snilldarlegri aðferð sem hann hefur notað oft áður og mætti kenna við ævintýrið Nýju fötin keisarans. Hann benti á að þegar okkur er sagt að illa ári sé kreppa í þjóðfélaginu og þá megi ekki hækka laun almennings, fólk verði að sýna biðlund. Þegar svonefnd uppsveifla sé í efnahagslífinu megi ekki heldur hækka laun, það valdi þenslu og geti komið verðbólgunni af stað á ný. En þessi þensla fer ekki af stað við óopinbert launaskrið, hækkun hlutabréfa eða þegar einhver kaupir eða selur fyrirtæki fyrir tugi milljarða króna. Þensla verður ekki fyrr en einhver stétt launamanna, til dæmis kennarar, sendir samninganefnd sína á fund samninganefndar launagreiðendanna og krefst hærri launa. Þá er nefnilega auðvelt, eins og Guðmundur benti á, að margfalda saman launakröfur og fjölda félagsmanna og fá út óheyrilega upphæð, sem kollsiglir þjóðfélaginu áreiðanlega. Það gera hins vegar ekki til að mynda launahækkanir lækna undanfarin ár, sinnum fjöldi þeirra, launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins sinnum fjöldi þeirra eða stóraukinn hagnaður hluthafa í bönkum og verðbréfafyrirtækjum sinnum fjöldi þeirra. Guðmundur Steingrímsson á skilið heiður fyrir að þora að spyrja eins og barnið sem sá að keisarinn var í engum fötum. Blaða- og fréttamenn mættu taka hann sér til fyrirmyndar og spyrja spurninga sem gætu hugsanlega afhjúpað þeirra eigin fáfræði. En forsenda þess að fá svör er að spyrja eins og sá sem ekki veit. Í fréttatíma Útvarps, eftir Víðsjá, spurði fréttamaður fyrir norðan ekki dálítið einfeldningslegrar spurningar þegar skólafulltrúi á Akureyri þverneitaði því að launin sem hafa ekki verið greidd kennurum hafi þar með sparast. Skýringin var sú að launin hækkuðu væntanlega síðar og peningarnir væru einfaldlega lagðir inn á banka til að mæta því. En er þá ekki verið að spara til að geta greitt kennurum hærri laun þegar loksins hefur samist? Spyr sá sem ekki veit. Skólafulltrúinn benti líka á að það væri dýrt að reka skólahús þar sem ekki væri kennt. Skyldi það vera dýrara en þegar kennt er í húsunum? Meinti hann kannski að auðir skólar væru dýrir vegna þess að þar skapaðist enginn arður? Þá er náttúrlega ljóst að þessi arður hlýtur að vera menntun barnanna og sé unnt að meta hana til fjár eru það kennarar sem skapa þann arð. Segið svo að starf kennara sé ekki arðbært! Kennarar og nemendur allra skóla sameinist! Höfundur er fyrrverandi kennari.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun