Gæti veikt öryggi Íslands 21. október 2004 00:01 Ísland og öryggisráðið - Jóhann M. Hauksson Ísland sækir nú um setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Nokkrar ástæður eru gefnar fyrir því, og stenst engin þeirra nánari skoðun. Því getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að raunverulegar ástæður þessarar stefnu séu aðrar en þær sem gefnar eru upp. Þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, greindi frá umsókn Íslands nefndi hann til þrjú atriði sem gerðu það að verkum að landið væri vel fallið til að sitja í Öryggisráðinu. Þau eru öll hlægileg þegar betur er að gáð. Hann talaði um framlag Íslands til friðar og stöðugleika í heiminum, að Ísland mundi stuðla að umbótum í Öryggisráðinu og loks talaði hann um afvopnunarmál og nauðsyn þess að hindra útbreiðslu gjöreyðingarvopna. Hvernig við Íslendingar ætlum að koma í veg fyrir útbreiðslu vopna eða að stuðla að umbótum í alþjóðastofnunum kemur ekki fram. Enda er víst að Ísland er gjörsamlega vanmáttugt til nokkurs slíks. Eina framlag okkar til friðar og stöðugleika er að hafa aldrei farið í stríð, en það stafar fremur af því að við höfum ekki her en af friðarást. Nógu staðföst eru stjórnvöld þessa lands í að gera það sem Bandaríkjamenn vilja, og skiptir þá engu hvort við eigum að vera fylgjandi stríði eður ei. Hvernig það getur talist framlag til friðar er á huldu. Sem betur fer eru til önnur rök en orð ráðherrans fyrir umsókn um setu í Öryggisráðinu. Í Fréttablaðinu 16. okt. sl. kom Pétur Leifsson með tvær ástæður fyrir því. Hann sagði að seta í Öryggisráðinu mundi "styrkja mjög öryggishagsmuni Íslands", og hann talaði um "jaðaráhrif" í öðrum alþjóðastofnunum. Öryggi Íslands er ekki ógnað af hugsanlegri hernaðaríhlutun annarra ríkja; hér er svokallað "Security Community" eins og stundum er talað um í stjórnmálafræði. Eina hugsanlega hættan sem að okkur gæti stafað væri ef hryðjuverkamenn fengju áhuga á landinu. Seta í Öryggisráðinu gæti ekki annað en aukið þann hugsanlega áhuga., þó það skuli viðurkennast að ákaflega er ólíklegt að það hefði nokkur áhrif. Því gæti seta í Öryggisráðinu haft þau einu áhrif að minnka öryggi, eða "veikja öryggishagsmuni", landsins, ef hún hefði nokkur áhrif þar á. Þegar Pétur talar um "jaðaráhrif" á hann áreiðanlega við að frekar yrði hlustað á rödd Íslands í öðrum alþjóðastofnunum er landið situr í Öryggisráðinu. Hugsanlega, ef til vill, kannski já. En alls er það óvíst. Ef horft skal til annarra smáríkja sem setið hafa í þessari stofnun skyldi maður ekki ætla að meira yrði hlustað á Ísland eftir en áður. Gíana, Máritanía, Gabon, Malta, Djíbútí... Þau skipta jafn litlu máli á alþjóðvettvangi nú og þau gerðu áður en þau sátu í Öryggisráðinu. Engin "jaðaráhrif" þar. Nú væri hægt að velta raunverulegum ástæðum umsóknarinnar fyrir sér. Það ætla ég þó ekki að gera hér. Hins vegar má segja að það sé sosum í lagi að einhverjir Íslendingar sitji í New York og þykist koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnavopna eða stuðla að friði. Gallinn er bara sá að það kostar stórfé og er einfaldlega ekki þess virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Ísland og öryggisráðið - Jóhann M. Hauksson Ísland sækir nú um setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Nokkrar ástæður eru gefnar fyrir því, og stenst engin þeirra nánari skoðun. Því getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að raunverulegar ástæður þessarar stefnu séu aðrar en þær sem gefnar eru upp. Þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, greindi frá umsókn Íslands nefndi hann til þrjú atriði sem gerðu það að verkum að landið væri vel fallið til að sitja í Öryggisráðinu. Þau eru öll hlægileg þegar betur er að gáð. Hann talaði um framlag Íslands til friðar og stöðugleika í heiminum, að Ísland mundi stuðla að umbótum í Öryggisráðinu og loks talaði hann um afvopnunarmál og nauðsyn þess að hindra útbreiðslu gjöreyðingarvopna. Hvernig við Íslendingar ætlum að koma í veg fyrir útbreiðslu vopna eða að stuðla að umbótum í alþjóðastofnunum kemur ekki fram. Enda er víst að Ísland er gjörsamlega vanmáttugt til nokkurs slíks. Eina framlag okkar til friðar og stöðugleika er að hafa aldrei farið í stríð, en það stafar fremur af því að við höfum ekki her en af friðarást. Nógu staðföst eru stjórnvöld þessa lands í að gera það sem Bandaríkjamenn vilja, og skiptir þá engu hvort við eigum að vera fylgjandi stríði eður ei. Hvernig það getur talist framlag til friðar er á huldu. Sem betur fer eru til önnur rök en orð ráðherrans fyrir umsókn um setu í Öryggisráðinu. Í Fréttablaðinu 16. okt. sl. kom Pétur Leifsson með tvær ástæður fyrir því. Hann sagði að seta í Öryggisráðinu mundi "styrkja mjög öryggishagsmuni Íslands", og hann talaði um "jaðaráhrif" í öðrum alþjóðastofnunum. Öryggi Íslands er ekki ógnað af hugsanlegri hernaðaríhlutun annarra ríkja; hér er svokallað "Security Community" eins og stundum er talað um í stjórnmálafræði. Eina hugsanlega hættan sem að okkur gæti stafað væri ef hryðjuverkamenn fengju áhuga á landinu. Seta í Öryggisráðinu gæti ekki annað en aukið þann hugsanlega áhuga., þó það skuli viðurkennast að ákaflega er ólíklegt að það hefði nokkur áhrif. Því gæti seta í Öryggisráðinu haft þau einu áhrif að minnka öryggi, eða "veikja öryggishagsmuni", landsins, ef hún hefði nokkur áhrif þar á. Þegar Pétur talar um "jaðaráhrif" á hann áreiðanlega við að frekar yrði hlustað á rödd Íslands í öðrum alþjóðastofnunum er landið situr í Öryggisráðinu. Hugsanlega, ef til vill, kannski já. En alls er það óvíst. Ef horft skal til annarra smáríkja sem setið hafa í þessari stofnun skyldi maður ekki ætla að meira yrði hlustað á Ísland eftir en áður. Gíana, Máritanía, Gabon, Malta, Djíbútí... Þau skipta jafn litlu máli á alþjóðvettvangi nú og þau gerðu áður en þau sátu í Öryggisráðinu. Engin "jaðaráhrif" þar. Nú væri hægt að velta raunverulegum ástæðum umsóknarinnar fyrir sér. Það ætla ég þó ekki að gera hér. Hins vegar má segja að það sé sosum í lagi að einhverjir Íslendingar sitji í New York og þykist koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnavopna eða stuðla að friði. Gallinn er bara sá að það kostar stórfé og er einfaldlega ekki þess virði.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar