Heimavinna og verkfall 22. október 2004 00:01 Kennaraverkfall - Ásta Möller Jóhann Björnsson kennari í Réttarholtsskóla skrifar grein í Fréttablaðið í gær um viðbrögð við verkfalli. Þar vísar hann í stutt viðtal við mig í föstum dálki Fréttablaðsins sem birtist 13. október sl. Þar voru þrír aðilar beðnir um að gefa álit sitt á hvernig eigi að leysa kennaradeiluna. Svar mitt var eftirfarandi. "Báðir aðilar verða að horfa raunsætt á málið. Það sem skiptir máli er að deiluaðilar sýni vilja til að semja og setji sig í spor hins. Það er ekki hægt að ná samkomulagi nema aðilar komi að þeim með því hugarfari að slá af kröfum, með einum eða öðrum hætti. Traust þarf að ríkja milli aðila og ég veit ekki hvort það traust er til staðar. Það þarf einnig að ríkja samningsvilji. Svo skiptir máli að deiluaðilar hafi stuðning úti í samfélaginu. Það skortir kannski helst að kennarar hafi unnið heimavinnuna áður en þeir fóru út í kjarabaráttuna. Ég hef fullan skilning á stöðu þeirra en þeim hefur ekki tekist að kynna málstað sinn nægilega vel. " Jóhann veltir því fyrir sér hvað ég á við með orðunum: "Það skortir kannski helst að kennarar hafi unnið heimavinnuna áður en þeir fóru út í kjarabaráttuna". Í samhengi viðtalsins ætti að vera ljóst hvað ég á við. Einn mikilvægasti þátturinn í undirbúningi stéttarfélags í baráttu fyrir bættum kjörum og betri vinnuaðstæðum félagsmönnum sínum til handa er að kynna málstað sinn fyrir almenningi. Skilningur og stuðningur almennings og samfélagsins í heild fyrir réttmætum kröfum viðkomandi stéttar er eitt öflugasta tækið í kjarabaráttunni og getur skipt sköpum um niðurstöðu. Kennurum er ljóst að þeir hafa sótt á brattann í þessu verkfalli. Í viðtalinu velti ég fyrir mér hvort ástæðan sé sú að þeim hafi ekki tekist að kynna málstað sinn nægilega fyrir almenningi í aðdraganda verkfalls; að skort hafi á heimavinnuna í þeim skilningi. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Kennaraverkfall - Ásta Möller Jóhann Björnsson kennari í Réttarholtsskóla skrifar grein í Fréttablaðið í gær um viðbrögð við verkfalli. Þar vísar hann í stutt viðtal við mig í föstum dálki Fréttablaðsins sem birtist 13. október sl. Þar voru þrír aðilar beðnir um að gefa álit sitt á hvernig eigi að leysa kennaradeiluna. Svar mitt var eftirfarandi. "Báðir aðilar verða að horfa raunsætt á málið. Það sem skiptir máli er að deiluaðilar sýni vilja til að semja og setji sig í spor hins. Það er ekki hægt að ná samkomulagi nema aðilar komi að þeim með því hugarfari að slá af kröfum, með einum eða öðrum hætti. Traust þarf að ríkja milli aðila og ég veit ekki hvort það traust er til staðar. Það þarf einnig að ríkja samningsvilji. Svo skiptir máli að deiluaðilar hafi stuðning úti í samfélaginu. Það skortir kannski helst að kennarar hafi unnið heimavinnuna áður en þeir fóru út í kjarabaráttuna. Ég hef fullan skilning á stöðu þeirra en þeim hefur ekki tekist að kynna málstað sinn nægilega vel. " Jóhann veltir því fyrir sér hvað ég á við með orðunum: "Það skortir kannski helst að kennarar hafi unnið heimavinnuna áður en þeir fóru út í kjarabaráttuna". Í samhengi viðtalsins ætti að vera ljóst hvað ég á við. Einn mikilvægasti þátturinn í undirbúningi stéttarfélags í baráttu fyrir bættum kjörum og betri vinnuaðstæðum félagsmönnum sínum til handa er að kynna málstað sinn fyrir almenningi. Skilningur og stuðningur almennings og samfélagsins í heild fyrir réttmætum kröfum viðkomandi stéttar er eitt öflugasta tækið í kjarabaráttunni og getur skipt sköpum um niðurstöðu. Kennurum er ljóst að þeir hafa sótt á brattann í þessu verkfalli. Í viðtalinu velti ég fyrir mér hvort ástæðan sé sú að þeim hafi ekki tekist að kynna málstað sinn nægilega fyrir almenningi í aðdraganda verkfalls; að skort hafi á heimavinnuna í þeim skilningi. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar