Fastir pennar

Össur, Guðni og JBH í Silfri

Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra. Einhverjir fleiri munu svo bætast við þetta einvalalið, en í þættinum er líka rætt við Jacques Juillard, sem er einn virtasti blaðamaður Frakklands, höfundur bóka og dálkahöfundur í tímaritinu Le Nouvel Observateur. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag. Hann er svo endursýndur undir miðnættið, en einnig er hægt að virða hann fyrir sér hér á veftívíinu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×