Skoðun

Skert sumarfrí vegna verkfallsins

Hver borgar okkur launalaust sumarfrí sem við hjónin þurfum að taka næsta sumar? Nú er þegar horfin ½ mánuður af okkar sumarfríi fjölskyldunnar. Nú er verið að hvetja foreldra að taka út ½ dag í orlof til að mótmæla. Þá mótmæli ég. Foreldrar hafa þurft að taka út launalaus frí eða taka út orlofsdaga. Ég hef heyrt, að við foreldar höfum verið gagnrýnd í fjölmiðlum, að við höfum ekki látið í okkur heyra. Flestir foreldrar eru að halda sér og börnunum á floti og hafa trúað því að þetta verkfall geti bara ekki staðið lengi. En nú er komin of langur tími og ég er bara hundfúl. Það er alveg óþolandi hvernig þessu verkfall hefur verið þrengt inn í líf foreldra og barna og mun hafa bein áhrif fram á næsta sumar og óbein áhrif í mörg ár. Og að lokum vil ég að allar ömmur og allir afar fái stóra rós frá sveitafélögunum þar sem þau hafa verið eins og hjálparsveitir út um allan bæ að redda því sem reddað verður. Og eina rós handa biskup sem tók upp hanskann fyrir börnin mín og annarra um helgina. Höfundur er skrifstofumaður með 7 og 9 ára börn í grunnskóla.



Skoðun

Sjá meira


×